Bönnum Harry Potter

Auglýsing

Þriðju­dag­inn síð­asta var rif­ist um osta inn á þingi og stóðu átökin milli þeirra sem vilja opn­ara Ísland og þeirra sem vilja skella í lás á sem flestum svið­um. Atvinnu­vega­nefnd hafði skilað af sér vand­leg unn­inni til­lögu þar sem ólíkir flokkar höfðu náð mála­miðlun og til stóð að leyfa örlítið fleiri osta á hillum mat­vöru­búða, örlítið fleiri fjöl­breytni og mögu­lega aðeins lægri verð. En á síð­ustu stundu sner­ist ein­hverjum í meiri­hlut­anum hug­ur. Það var óneit­an­lega íronískt. Aðeins fyrr um kvöldið höfðu þing­menn sam­þykkt ný per­sónu­vernd­ar­lög, sem fólu í sér gríð­ar­lega miklar umbætur í neyt­enda­vernd. Eftir sam­þykkt GDPR mega fyr­ir­tæki og fram­leið­endur á net­inu ekki lengur líta að net­notk­endur sem sína per­sónu­lega eign og selja upp­lýs­ingar um þá án sam­þykk­is. Hug­myndin er sú að fyr­ir­tæki sem starfa á net­inu þurfi að fram­leiða ein­hverja vöru sem neyt­endur vilja, tekju­mód­elið sem gengur út á að plata neyt­end­ann til að gefa upp­lýśingar um sig til að selja þriðja aðila á að deyja eða í það minnsta skerð­ast veru­lega.

Neyt­and­inn er nefni­lega ekki eign fyr­ir­tæk­is­ins. Hann er við­skipta­vin­ur. Hlut­verk hans er ekki að halda uppi lélegum fyr­ir­tækjum sem bjóða honum ekk­ert, heldur að verð­launa þá sem svo sann­ar­lega hafa eitt­hvað upp á að bjóða. Um þetta gátum við öll verið sam­mála, en gátum það svo ekki þegar það kom að mjólk­ur­af­urð­um. Þá allt í einu var kaup­and­inn orð­inn eign fram­leið­and­ans.

Ímyndum okkur í smá­stund að hug­ar­far og póli­tísk ítök Rit­höf­unda­sam­bands Íslands væru svipuð og þeirra aðila sem mynda hóp­inn í kringum Mjólk­ur­sam­söl­una og Kaup­fé­lag Skaga­fjarð­ar. Í dag eru settar tak­mark­anir á hve mikið af land­bún­að­ar­vörum og hvers konar vörur megi flytja til Íslands. Full­yrt er að íslenskir fram­leið­endur á haus­inn ef við leyfum meira úrval af ostum í búð­ir, jafn­vel þó um sé að ræða osta sem ekki einu sinni er verið að fram­leiða á Íslandi. Í þessu sam­hengi er oft talað um íslenska neyt­endur eins og þeir séu á ein­hvern hátt eign íslenskra fyr­ir­tækja, og að hags­munir fyr­ir­tækj­ana vegi þyngra en val­frelsi okkar sem förum út í búð til að kaupa í mat­inn. Ímyndum okkur í smá­stund að rit­höf­undar litu svip­uðum augum á íslenska les­end­ur.

Auglýsing

Hart var deilt um það inn á alþingi nú í nótt hvort leyfa ætti aukn­ingu á þýð­inga­kvóta íslenskra bóka­út­gef­enda. Þing­menn Pírata, Við­reisnar og Sam­fylk­ingar stigu upp í pontu og töl­uðu fyrir því að leyfð yrði útgáfa á Harry Pott­er, Game of Thro­nes og að versl­anir Eymunds­sonar mættu bæta við tíu tonnum af nýlega þýddri bók Jor­dan Pet­ers­son tólf lífs­regl­ur.

Þing­menn Mið­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks, fram­sóknar og vinstri grænna lögð­ust hart gegn þessum til­lög­um. Sumir höfðu orð á því að meiri inn­flutn­ingur á erlendum þýð­ingum heim­speki­rita kæmi hart niður á útgef­endum inn­lendra fræði­rita. Aðrir töl­uðu um hvernig íslensk furðu­sagna-­út­gáfa væru nú fyrst byrjuð að blómstra, en einn þing­manna fram­sóknar vís­aði sér­stak­lega til skýrslu rit­höf­unda­sam­bands­ins frá árinu 2007 „Það er aug­ljóst að útgáfa fyrstu þriggja Harry Potter bókanna hér­lendis dró stór­lega úr sölu á bókum Andra Snæs Magna­son­ar, tap hans á útgáfu Harry Potter gæti verið upp á tugi millj­óna.“

Auð­vitað er dæmið sem ég tek algjör­lega absúrd. Meira úrval af þýddum skáld­verkum í bóka­búð­um, sem og bóka á erlendum málum dregur ekki úr lestri á inn­lendum höf­und­um. Ef við myndum loka fyrir inn­flutn­ing á erlendum bókum myndi bók­sala drag­ast sam­an, færri bóka­búðir yrðu til staðar og á end­anum myndi fólk lesa minna. Þeir sem hafa lesið Harry Potter eru helm­ingi lík­legri til að fara út í búð og prufa inn­lendan höf­und eins og t.d. Emil Hjörvar Pet­er­sen, Hildi Knúts­dóttur eða Alex­ander Dan Vil­helms­son, sem öll eru dæmi um nýja íslenska furðu­sagna­höf­unda sem ólust upp við þær bækur í íslenskri þýð­ingu.

Það mætti taka ótal mörg önnur dæmi. Ef við myndum tak­marka úrval eða magn fram­andi bjóra sem flytja mætti inn til Íslands myndi sala Borg brugg­hús eða Steðja ekki aukast, heldur drag­ast saman þar sem almennum áhuga á bjór­menn­ingu myndi minnka. Ef við myndum marg­falda tolla og minnka inn­flutn­ing á hrís­grjónum til að selja fleiri inn­lendar kart­öfl­ur, þá yrði minna borðað af íslenskum fisk þar sem verðið á Sushi myndi tvö­fald­ast.

Auð­vitað eru áhrif frjálsar versl­unar ekk­ert alltaf góð. Frjáls sam­keppni á sviði sæl­gæt­is­gerðar hefur almennt aukið syk­ur­neyslu Íslend­inga og gert bæði tann­lækna, sæl­gæt­is­fram­leið­endur og kaup­menn ríka. Sömu­leiðis má velta fyrir sér kolefna­fótspori við inn­flutn­ing. En það eru ekki rökin sem við heyr­um. Rök­semda­færslan snýst alltaf um að íslenskir neyt­endur til­heyri örfáum ein­ok­un­ar­fyr­ir­tækjum sem eru með tang­ar­hald á tveimur af hverjum þremur flokkum sem eru inni á þingi.

Það versta við þetta tang­ar­hald er að þing­menn ganga gegn sinni eigin sann­fær­ingu. Margir í stjórn­ar­meiri­hlut­anum voru með óbragð í munni, því þeir höfðu nú þegar gert sam­komu­lag við stjórn­ar­and­stöð­una um að leyfa meiri inn­flutn­ing á ost­um. Sjálf­stæð­is­menn sáu sig knúna til að koma upp í pontu og minna á að flokk­ur­inn þeirra væri nú samt frí­versl­un­ar­flokk­ur, bara frí­versl­un­ar­flokkur með lítið hug­rekki. Aðrir voru bara nokkuð kát­ir. Mið­flokks­menn, vinstri grænir og fram­sókn sem fyrr um dag­inn höfðu verið í hár­unum á hvort öðru yfir verð­trygg­ingu gátu fagnað saman með bróð­ur­part þing­flokks sjálf­stæð­is­manna. Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, þing­kona sam­fylk­ing­ar­innar úr norð­aust­ur­kjö­dæmi fang­aði vel stemm­ing­una í frjáls­ari hluta þings­ins þegar hún lýsti sinni til­finn­ingu í pontu (ég leyfi mér að klippa smá): [...]„Margt hefur verið sagt og margt hefur verið rætt en í stuttu máli get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið fyrir veru­lega miklum von­brigðum með mála­til­búnað og umfjöllun og umræð­ur, að sumu leyti í öllu falli, í tengslum við þetta mál.[...] En í stuttu máli sagt hefur umræðan verið þannig að ég hrein­lega veit ekki hvort meiri hluti nefnd­ar­innar er að koma eða fara, svo oft hefur sér­stak­lega Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn skipt um skoðun í þessu máli, að maður er pinku hugsi yfir þessum mála­til­bún­aði öllum sam­an. [...] Þó að þing­mönnum í hlið­ar­sölum finn­ist það greini­lega mjög fyndið og skemmti­legt get ég ekki sagt að ég hafi neitt sér­stak­lega mik­inn húmor fyrir því.“

Ég hef heldur ekki mik­inn húmor fyrir því þegar fólk hefur ekki hug­rekki til að standa með sann­fær­ingu sinni og kóar með íhalds­öfl­unum í sínum eigin flokki. Og það var ótrú­legt að horfa upp á það hvernig mið­flokk­ur­inn fer með hina fram­sókn­ar­flokk­anna þrjá. Það var ekki aug­ljóst hver réði dag­skrá þings­ins, Sig­mundur Davíð eða Stein­grímur J, hver færi með völdin í land­inu, Katrín Jak­obs­dóttir eða Sig­mund­ur, því miðað við þessa nið­ur­stöðu getur stjórnin allt eins tekið fjórða fram­sókn­ar­flokk­inn inn. Ekk­ert myndi breyt­ast í stefnu stjórn­valda ef Sig­mundi Davíð væru réttir lykl­arnir að land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu og Gunnar Braga afhentur gamli stól­inn sinn í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Mögu­lega væri það þess virði. Það yrði minna um dramat­ísk upp­hlaup þegar fram­sókn­ar­fólkið hreytir ónotum í hvort ann­að, og frjálsu flokk­unum í stjórn­ar­and­stöðu gæf­ist kannski aðeins betri tími til að yfir­fara mik­il­væga, inn­flutta sér­lög­gjöf frá ESB eins og GDPR, og inn­leiða hana á ábyrg­ari, full­orð­ins­legri máta.

Höf­undur er vara­þing­maður Pírata og sat á þingi dag­inn sem umræð­urnar um tolla­lögin fóru fram.

Utanríkisráðherra skipar í nýtt útflutnings- og markaðsráð
Fjöldi fólks úr atvinnu- og stjórnmálalífi mun vinna að útflutnings- og markaðsmálum.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Miðflokksmenn ætla að fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, biður flokksmenn um að taka vel á móti Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Stefanía G. Halldórsdóttir og Björgvin Ingi Ólafsson
Vinnum við íslenskuslaginn?
Kjarninn 22. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nova prófar 5G og ný Samsung Galaxy S-lína kynnt
Kjarninn 22. febrúar 2019
Vilja að bannað verði að nota pálmaolíu í lífdísil á Íslandi
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að bannað verði að nota pálmaolíu í framleiðslu lífdísils á Íslandi. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist gríðarlega en framleiðslunni fylgir aukin eyðing regnskóga og losun gróðurhúsalofttegunda
Kjarninn 22. febrúar 2019
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn – Smásagnafebrúar
Kjarninn 22. febrúar 2019
Ólafur og Karl Gauti ganga til liðs við Miðflokkinn
Tveir fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, sem voru reknir þaðan eftir Klaustursmálið, hafa gengið í Miðflokkinn.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Drífa Snædal,
Drífa Snædal: Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast
Drífa Snædal, forseti ASÍ , segir að nú stefni í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi og ábyrgðin sé þeirra sem hafi leyft misréttinu að aukast á síðustu árum þannig að hagsældin hér á landi hafi ekki skilað sér til allra.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar