Bönnum Harry Potter

Auglýsing

Þriðju­dag­inn síð­asta var rif­ist um osta inn á þingi og stóðu átökin milli þeirra sem vilja opn­ara Ísland og þeirra sem vilja skella í lás á sem flestum svið­um. Atvinnu­vega­nefnd hafði skilað af sér vand­leg unn­inni til­lögu þar sem ólíkir flokkar höfðu náð mála­miðlun og til stóð að leyfa örlítið fleiri osta á hillum mat­vöru­búða, örlítið fleiri fjöl­breytni og mögu­lega aðeins lægri verð. En á síð­ustu stundu sner­ist ein­hverjum í meiri­hlut­anum hug­ur. Það var óneit­an­lega íronískt. Aðeins fyrr um kvöldið höfðu þing­menn sam­þykkt ný per­sónu­vernd­ar­lög, sem fólu í sér gríð­ar­lega miklar umbætur í neyt­enda­vernd. Eftir sam­þykkt GDPR mega fyr­ir­tæki og fram­leið­endur á net­inu ekki lengur líta að net­notk­endur sem sína per­sónu­lega eign og selja upp­lýs­ingar um þá án sam­þykk­is. Hug­myndin er sú að fyr­ir­tæki sem starfa á net­inu þurfi að fram­leiða ein­hverja vöru sem neyt­endur vilja, tekju­mód­elið sem gengur út á að plata neyt­end­ann til að gefa upp­lýśingar um sig til að selja þriðja aðila á að deyja eða í það minnsta skerð­ast veru­lega.

Neyt­and­inn er nefni­lega ekki eign fyr­ir­tæk­is­ins. Hann er við­skipta­vin­ur. Hlut­verk hans er ekki að halda uppi lélegum fyr­ir­tækjum sem bjóða honum ekk­ert, heldur að verð­launa þá sem svo sann­ar­lega hafa eitt­hvað upp á að bjóða. Um þetta gátum við öll verið sam­mála, en gátum það svo ekki þegar það kom að mjólk­ur­af­urð­um. Þá allt í einu var kaup­and­inn orð­inn eign fram­leið­and­ans.

Ímyndum okkur í smá­stund að hug­ar­far og póli­tísk ítök Rit­höf­unda­sam­bands Íslands væru svipuð og þeirra aðila sem mynda hóp­inn í kringum Mjólk­ur­sam­söl­una og Kaup­fé­lag Skaga­fjarð­ar. Í dag eru settar tak­mark­anir á hve mikið af land­bún­að­ar­vörum og hvers konar vörur megi flytja til Íslands. Full­yrt er að íslenskir fram­leið­endur á haus­inn ef við leyfum meira úrval af ostum í búð­ir, jafn­vel þó um sé að ræða osta sem ekki einu sinni er verið að fram­leiða á Íslandi. Í þessu sam­hengi er oft talað um íslenska neyt­endur eins og þeir séu á ein­hvern hátt eign íslenskra fyr­ir­tækja, og að hags­munir fyr­ir­tækj­ana vegi þyngra en val­frelsi okkar sem förum út í búð til að kaupa í mat­inn. Ímyndum okkur í smá­stund að rit­höf­undar litu svip­uðum augum á íslenska les­end­ur.

Auglýsing

Hart var deilt um það inn á alþingi nú í nótt hvort leyfa ætti aukn­ingu á þýð­inga­kvóta íslenskra bóka­út­gef­enda. Þing­menn Pírata, Við­reisnar og Sam­fylk­ingar stigu upp í pontu og töl­uðu fyrir því að leyfð yrði útgáfa á Harry Pott­er, Game of Thro­nes og að versl­anir Eymunds­sonar mættu bæta við tíu tonnum af nýlega þýddri bók Jor­dan Pet­ers­son tólf lífs­regl­ur.

Þing­menn Mið­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks, fram­sóknar og vinstri grænna lögð­ust hart gegn þessum til­lög­um. Sumir höfðu orð á því að meiri inn­flutn­ingur á erlendum þýð­ingum heim­speki­rita kæmi hart niður á útgef­endum inn­lendra fræði­rita. Aðrir töl­uðu um hvernig íslensk furðu­sagna-­út­gáfa væru nú fyrst byrjuð að blómstra, en einn þing­manna fram­sóknar vís­aði sér­stak­lega til skýrslu rit­höf­unda­sam­bands­ins frá árinu 2007 „Það er aug­ljóst að útgáfa fyrstu þriggja Harry Potter bókanna hér­lendis dró stór­lega úr sölu á bókum Andra Snæs Magna­son­ar, tap hans á útgáfu Harry Potter gæti verið upp á tugi millj­óna.“

Auð­vitað er dæmið sem ég tek algjör­lega absúrd. Meira úrval af þýddum skáld­verkum í bóka­búð­um, sem og bóka á erlendum málum dregur ekki úr lestri á inn­lendum höf­und­um. Ef við myndum loka fyrir inn­flutn­ing á erlendum bókum myndi bók­sala drag­ast sam­an, færri bóka­búðir yrðu til staðar og á end­anum myndi fólk lesa minna. Þeir sem hafa lesið Harry Potter eru helm­ingi lík­legri til að fara út í búð og prufa inn­lendan höf­und eins og t.d. Emil Hjörvar Pet­er­sen, Hildi Knúts­dóttur eða Alex­ander Dan Vil­helms­son, sem öll eru dæmi um nýja íslenska furðu­sagna­höf­unda sem ólust upp við þær bækur í íslenskri þýð­ingu.

Það mætti taka ótal mörg önnur dæmi. Ef við myndum tak­marka úrval eða magn fram­andi bjóra sem flytja mætti inn til Íslands myndi sala Borg brugg­hús eða Steðja ekki aukast, heldur drag­ast saman þar sem almennum áhuga á bjór­menn­ingu myndi minnka. Ef við myndum marg­falda tolla og minnka inn­flutn­ing á hrís­grjónum til að selja fleiri inn­lendar kart­öfl­ur, þá yrði minna borðað af íslenskum fisk þar sem verðið á Sushi myndi tvö­fald­ast.

Auð­vitað eru áhrif frjálsar versl­unar ekk­ert alltaf góð. Frjáls sam­keppni á sviði sæl­gæt­is­gerðar hefur almennt aukið syk­ur­neyslu Íslend­inga og gert bæði tann­lækna, sæl­gæt­is­fram­leið­endur og kaup­menn ríka. Sömu­leiðis má velta fyrir sér kolefna­fótspori við inn­flutn­ing. En það eru ekki rökin sem við heyr­um. Rök­semda­færslan snýst alltaf um að íslenskir neyt­endur til­heyri örfáum ein­ok­un­ar­fyr­ir­tækjum sem eru með tang­ar­hald á tveimur af hverjum þremur flokkum sem eru inni á þingi.

Það versta við þetta tang­ar­hald er að þing­menn ganga gegn sinni eigin sann­fær­ingu. Margir í stjórn­ar­meiri­hlut­anum voru með óbragð í munni, því þeir höfðu nú þegar gert sam­komu­lag við stjórn­ar­and­stöð­una um að leyfa meiri inn­flutn­ing á ost­um. Sjálf­stæð­is­menn sáu sig knúna til að koma upp í pontu og minna á að flokk­ur­inn þeirra væri nú samt frí­versl­un­ar­flokk­ur, bara frí­versl­un­ar­flokkur með lítið hug­rekki. Aðrir voru bara nokkuð kát­ir. Mið­flokks­menn, vinstri grænir og fram­sókn sem fyrr um dag­inn höfðu verið í hár­unum á hvort öðru yfir verð­trygg­ingu gátu fagnað saman með bróð­ur­part þing­flokks sjálf­stæð­is­manna. Albertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, þing­kona sam­fylk­ing­ar­innar úr norð­aust­ur­kjö­dæmi fang­aði vel stemm­ing­una í frjáls­ari hluta þings­ins þegar hún lýsti sinni til­finn­ingu í pontu (ég leyfi mér að klippa smá): [...]„Margt hefur verið sagt og margt hefur verið rætt en í stuttu máli get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið fyrir veru­lega miklum von­brigðum með mála­til­búnað og umfjöllun og umræð­ur, að sumu leyti í öllu falli, í tengslum við þetta mál.[...] En í stuttu máli sagt hefur umræðan verið þannig að ég hrein­lega veit ekki hvort meiri hluti nefnd­ar­innar er að koma eða fara, svo oft hefur sér­stak­lega Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn skipt um skoðun í þessu máli, að maður er pinku hugsi yfir þessum mála­til­bún­aði öllum sam­an. [...] Þó að þing­mönnum í hlið­ar­sölum finn­ist það greini­lega mjög fyndið og skemmti­legt get ég ekki sagt að ég hafi neitt sér­stak­lega mik­inn húmor fyrir því.“

Ég hef heldur ekki mik­inn húmor fyrir því þegar fólk hefur ekki hug­rekki til að standa með sann­fær­ingu sinni og kóar með íhalds­öfl­unum í sínum eigin flokki. Og það var ótrú­legt að horfa upp á það hvernig mið­flokk­ur­inn fer með hina fram­sókn­ar­flokk­anna þrjá. Það var ekki aug­ljóst hver réði dag­skrá þings­ins, Sig­mundur Davíð eða Stein­grímur J, hver færi með völdin í land­inu, Katrín Jak­obs­dóttir eða Sig­mund­ur, því miðað við þessa nið­ur­stöðu getur stjórnin allt eins tekið fjórða fram­sókn­ar­flokk­inn inn. Ekk­ert myndi breyt­ast í stefnu stjórn­valda ef Sig­mundi Davíð væru réttir lykl­arnir að land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu og Gunnar Braga afhentur gamli stól­inn sinn í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Mögu­lega væri það þess virði. Það yrði minna um dramat­ísk upp­hlaup þegar fram­sókn­ar­fólkið hreytir ónotum í hvort ann­að, og frjálsu flokk­unum í stjórn­ar­and­stöðu gæf­ist kannski aðeins betri tími til að yfir­fara mik­il­væga, inn­flutta sér­lög­gjöf frá ESB eins og GDPR, og inn­leiða hana á ábyrg­ari, full­orð­ins­legri máta.

Höf­undur er vara­þing­maður Pírata og sat á þingi dag­inn sem umræð­urnar um tolla­lögin fóru fram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar