Flokkurinn sem þorir ekki að taka afstöðu með almenningi

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins svarar grein Kolbeins Óttarssonar Proppé.

Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé þing­maður VG skrif­aði pistil á Kjarn­anum í gær og virð­ist í tölu­verðri geðs­hrær­ingu yfir atburðum síð­asta dags þings­ins.

Hann fer með stað­lausa stafi um sam­komu­lag sem gert var af stjórn­ar­and­stöðu við stjórn­ar­meiri­hlut­ann á Alþingi um frum­varp Mið­flokks­ins um að hús­næð­isliður hverfi úr vísi­tölu­út­reikn­ing­i.  

Nú skal það upp­lýst að sam­komu­lag um afgreiðslu mála er gert annað hvort milli for­manna eða þing­flokks­for­manna flokk­anna. Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé er hvorki for­maður né þing­flokks­for­maður VG.  Hann var því ekki aðili að sam­komu­lagi flokk­anna á Alþing­i.  Hið rétta í mál­inu er að á ákveðnum tíma­punkti stóð stjórn­ar­and­stöðu­flokkum til boða að fá eitt mál afgreitt sem var mikil rausn af hálfu stjórn­ar­flokk­anna,eða hitt þó held­ur.  Mið­flokk­ur­inn ákvað að velja frum­varp til laga um að hús­næð­isliður hverfi úr vísi­tölu­reikn­ingi verð­tryggðra lána.

Auglýsing

Nið­ur­staða í því máli skiptir hund­rað þús­und heim­ili í land­inu veru­legum upp­hæðum eða t.d. um 118 millj­örðum króna síð­ustu fimm ár.  Mið­flokk­ur­inn taldi því nauð­syn­legt að skýr afstaða flokk­anna á Alþingi varð­andi þetta hags­muna­mál kæmi fram, enda höfðu stjórn­ar­flokkar sumir gefið skýr lof­orð um verð­trygg­ingu fyrir kosn­ingar og þetta því kær­komið tæki­færi til að standa við þau lof­orð.  

Sér­stak­lega í ljósi þess að í fyrstu umræðu um málið tóku nán­ast engir aðrir þátt en þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks Fólks­ins.  

Það verður þó að geta um ræðu Kol­beins Ótt­ars­sonar Proppé við aðra uiræðu um málið þar sem hann lýsti því yfir að hann skildi hvorki upp né niður og trúi ég þing­mann­in­um.  

Það sem er merki­legt við grein þing­manns­ins er að hann telur sig hafa haft vissu fyrir því að mál Mið­flokks­ins yrði fellt í atkvæða­greiðslu. Það er útaf fyrir sig merki­legt ef stjórn­ar­meiri­hlut­inn hefur verið ráð­inn í því að fella málið áður en það kom fram. 

Rétt er að geta þess að frum­varpið var i með­ferð efna­hags- og við­skipta­nefndar frá því 8. mars þar til það var loks rifið út úr nefnd á hlaupum 8. jún­í. 

 Mið­flokk­ur­inn leggur ekki fram mál hvorki þetta eða önnur til ,,að láta fella þau.“  Flokk­ur­inn leggur fram hins vegar augna­miði að bæta kjör lands og lýðs og treystir á að aðrir flokkar séu sama sinn­is. Í til­felli máls­ins um að hús­næð­isliður hverfi úr vísi­tölu­út­reikn­ing trúði þing­flokk­ur­inn á skyn­semi og djörf­ung þing­heims auk þess að flokk­ur­inn trúði því að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir sér í lagi for­ystu­flokk­ur­inn bæru þann hug í garð hund­rað­þús­und heim­ila í land­inu að þeir treystu sér til að afgreiða málið eða að lág­marki að láta uppi skoðun sína á því sér­lega þeir sem stærst lof­orð gáfu fyrir nýliðnar kosn­ing­ar.  Þetta álit Mið­flokks­ins reynd­ist rang­t.  Meiri­hluta­flokk­arnir á Alþingi þorðu ekki að láta uppi skoðun sína á þessu máli.  Ekki Sam­fylk­ingin held­ur.  Fram­sókn­ar­flokknum tókst á síð­asta degi þings að svíkja tvö helstu kos­inga­mál sín um verð­trygg­ingu og stað­setn­ingu nýs þjóð­ar­sjúkra­húss áður en klukkan sló þrem sinn­um.  Minnir ögn á Pétur sem sveik frelsar­ann þrisvar áður en han­inn gól tvisvar.  Nú er búið að senda verð­trygg­ing­ar­málið i kaldan faðm fjár­mála­ráð­herra þar sem það krókn­ar, enda  hefur hann áður sýnt að hann er ger­sam­lega áhuga­laus um afnám verð­trygg­ing­ar, hvort sem er í skrefum eða alfar­ið.  Sú töf sem nú verður á lausn máls­ins verður heim­ilum lands­ins dýr.  Ætla má að meðan málið er ,,til skoð­unar í nefnd“ hækki lán almenn­ings og fyr­ir­tækja um nokkra tugi millj­arða, m.a. í boði VG, flokks­ins sem þorir ekki að taka afstöðu með skuldugum heim­ilum gegn gróða­öfl­un­um. 

Þorir ekki að standa með heim­ilum lands­ins og ekki í fyrsta sinn.  Það er ekki að undra að Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé þing­maður VG skilji hvorki upp né nið­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar