Hollráð húseigandans - Sumarið er tíminn

Auglýsing

Síð­ustu miss­eri hefur mygla verið mikið til umræðu og stundum hefur umfjöllun verið það mikil að ein­hverjum kann að þykja nóg um.

Hins vegar hverfa vanda­málin ekki.

Við verðum að ræða þessi vanda­mál opin­skátt og á vís­inda­legum grunni, gang­ast við þeim og vinna í að leysa þau á skyn­sam­legan hátt og fá fag­stéttir til að vinna saman án for­dóma og öfga. Umræðan hefur stundum orðið öfga­kennd upp á síðkastið á báða bóga, enda eru gríð­ar­legir hags­munir í húfi fyrir marga.

Auglýsing

Öfgar í báðar áttir

Full­yrð­ingar um að nágranna­lönd okkar tak­marki ekki notkun á rýmum eða hús­næði þegar upp komi raka­skemmdir eiga ekki við rök að styðj­ast. Það er lögð rík áhersla á að tak­marka eins og unnt er við­veru fólks nálægt raka­skemmd­um, í sam­ræmi við stefnu Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar.  Mik­il­vægt er að fara sem fyrst í vand­aðar við­gerðir þar sem við­ur­kenndum verk­ferlum er fylgt eftir til þess að lág­marka áhrif á heilsu fólks. Það er nauð­syn­legt að grípa til aðgerða þar sem eru raka­skemmdir í bygg­ing­um.

Á hinn bóg­inn eru uppi öfga­fullar umræður þar sem farið er fram á að rífa þurfi nýleg hús. Einnig ber við að hús­næði sem fær eðli­legt við­hald vegna raka­skemmda sé dæmt ónýtt að óþörfu, fái nei­kvæðan stimp­il. Það er jákvætt að bygg­ingar fái við­hald vegna raka­skemmda.

Öfga og for­dóma má minnka með fræðslu og þekk­ing­ar­leit.

Raka­skemmdir og mygla

Myglu­sveppir eru nauð­syn­legir úti í nátt­úr­unni og mik­il­vægir í hringrás henn­ar, en fæst okkar  vilja búa undir sama þaki og þessi vágest­ur. Enda hefur óyggj­andi verið sýnt fram á að tengsl eru á milli heilsu­brests og við­veru í raka­skemmdu hús­næði. Þó er ekki alveg víst hvaða þátt myglan spilar og hvort það sé aðal- eða auka­hlut­verk. Enda koma þar inn í dæmið upp­gufun frá rökum bygg­ing­ar­efn­um, aðrar líf­verur og afleiðu­efn­i..

Myglu­gró sem myglu­sveppir fram­leiða eru loft­borin og finn­ast víða. Þau lenda oft undir gól­f­efn­um, inn­rétt­ing­um, innan í sökklum, veggjum og í þak­rými. Þar bíða gróin þar til að þau fá nægi­legan raka til þess að vaxa upp í myglu­svepp.

Gró þurfa mis­mun­andi aðstæð­ur, æti og raka­magn til þess að verða að myglu­svepp, það fer eftir teg­und­um.

Raka­bú­skapur og kröfur okkar um þæg­indi

Svo lengi sem við notum vatn í okkar híbýlum má búast við að ein­hvers staðar nái að mynd­ast mygla og raka­sæknar örverur þrí­fist. Sem dæmi má nefna í þétti­efni í kringum bað eða sturt­ur, í nið­ur­föll­um, með­fram rúð­um,  svo eitt­hvað sé nefnt.

Þannig að það er um tvennt að velja, hætta að nota vatn við heim­il­is­bú­skap eða að læra að hegða okkur í sam­ræmi við þau þæg­indi sem við kjós­um. Hegðun okkar skiptir miklu máli.

Loft­raki er ekki alls ráð­andi um hvort að mygla nái að vaxa eða ekki, en með því að halda niðri loft­raka náum við að minnka líkur á raka­þétt­ingu á köldum flöt­um.

Raki í bygg­ing­ar­efnum eins og þegar gifs­plötur blotna eða rör leka innan í vegg kemur ein­ungis fram á sér­stökum snerti- eða efn­is­raka­mælum og hefur ekki endi­lega áhrif á loft­raka.

Mygla nær að vaxa upp í bygg­ing­ar­efni þar sem til­tækur raki er í nægi­legu magni í nógu langan tíma, eins og til dæmis er til staðar eftir vatns­tjón eða við­var­andi leka.

Holl­ráð hús­eig­anda

VIЭHALD

Reglu­legt og gott við­hald og eft­ir­fylgni t.d. með ástandi lagna, útveggja, glugga, þak­renna og þaks.

Skoða reglu­lega þétt­ingar með gluggum og hurð­um.

Kanna ástand þak­renna og dren­lagna.

Mála reglu­lega og vatns­verja þar sem þarf.

Fylgj­ast með þétti­efnum í vot­rým­um, end­ur­nýja eða vatns­verja reglu­lega.

VIЭBRAGÐ VIÐ LEKA & VATNS­TJÓNUM

Bregð­ast við vatns­tjón­um. Opna inn í bygg­ing­ar­hluta og hefja þurrkun eins fljótt og mögu­legt er. Venju­lega er það til lít­ils árang­urs gegn myglu að láta þorna án frek­ari afskipta.

Þurrka upp raka við rúður og vatn eftir bað og sturtu­ferð­ir.

Þurrka upp vatn við rúður á köldum vetr­ar­dög­um.

RAKA­Á­LAG

4 manna fjöl­skylda gefur frá sé 40-60 lítra af vatns­magni á viku við venju­legt heim­il­is­hald.

Gott er að hafa loft­raka­mæli á hverju heim­ili þannig að íbúar geti fylgst með og lært af hegðun sinni hvenær raka­á­lag eykst, loft­raki hækk­ar.

Raka­á­lag eykst við eft­ir­far­andi iðju: sturtu og bað­ferð­ir, þurrkun á þvotti, matseld og við­veru fólks í hús­næði.

Loft­raki inn­an­dyra á Íslandi liggur á milli 20-40% að vetr­ar­lagi og eitt­hvað hærra á sumrin en ætti að jafn­aði ekki að fara mikið yfir 55%.

LOFT­SKIPTI

Til þess að minnka upp­söfnun á raka, efnum og gróum inn­an­dyra er mælt með því að skipta um loft inn­an­dyra reglu­lega.

Hægt er að fá mæla í dag á við­ráð­an­legu verði sem nema koltví­sýr­ing CO2 og VOC (rok­gjörn líf­ræn efni) sem gefa vís­bend­ingar um lof­gæði og loft­skipti.

Opna glugga, helst upp í vind og láta gusta í gegnum hús­næð­ið.

Svefn­gæði aukast við aukin loft­skipti og því ætti ávallt að vera amk rifa á svefn­her­berg­is­glugga.

ÞRIF

Þar sem ryk nær að liggja fyrir og raki þétt­ist eða  vatn lekur eru meiri líkur á að mygla nái að vaxa upp og nýta sér ryk sem æti.

Því lak­ari sem þrif eru því meira magn af loft­börnum ögnum í inn­lofti, ryk, gró og aðrar agn­ir.

Ryksugun eða ryk­hreinsun með HEPA síum getur bætt loft­gæði inn­an­dyra. HEPA síur fanga smáar agnir og gott er að velja H12 eða H13.

Sum­arið er tím­inn

Yfir sum­ar­tím­ann er til­valið að skoða vel þétt­ing­ar, máln­ingu og fá úttekt vegna við­halds og for­gangs­raða aðgerð­um. Bygg­ingar þyrftu í raun að fara í gegnum ástands­skoðun árlega eins og bif­reiðar þar sem hús­eig­andi fær upp­lýs­ingar ástand, næstu skref varð­andi við­hald, ráð­gjöf fag­manns um við­gerðir og útfærslur ef þörf er á. Fyr­ir­byggj­andi við­hald er góð fjár­fest­ing.

Á mínum ferli við skoð­anir á bygg­ingum síð­ustu 12 ár finnst mér baga­leg­ast að koma að þar sem kostn­að­ar­samar aðgerðir hafa verið fram­kvæmdar án fag­legs álits, án þekk­ingar um raka­ör­yggi og virkni bygg­inga, und­ir­bún­ingi er ábóta­vant og við­gerðir bera ekki til­ætl­aðan árang­ur. Það er mik­il­vægt að vanda vel til verks í upp­hafi.

Það er kostn­að­ar­samt að spara aur fyrir krónu.

Gangi ykkur vel með við­haldið í sum­ar.

Höf­undur er fag­stjóri hjá Eflu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar