Hlaupandi forstjóri og 6.596 bankar

Auglýsing

Þegar ég hóf störf hjá RB á sínum tíma þá bar það svo til að ég fór í ferð til Dan­merkur ásamt for­stjóra félags­ins. Þetta væri nú ekki til­efni til mik­illa frétta, nema vegna þess að áður en lagt var af stað þá skor­aði hann á hóp­inn að taka með sér hlaupa­skó til að taka morg­unskokk í Köben.

Þrátt fyrir að hafa verið rækt­ar­fík­ill um ára­skeið þá hafði ég lítið verið í hlaup­unum og fannst þetta því lítt spenn­andi áskor­un. En þar sem for­stjór­inn var ríf­lega tveir metrar og um 100 kg þá taldi ég að hann hlyti að vera í ein­hverju átaki og því sjálf­sagt að tölta þennan spotta með honum áður en ég færi í rækt­ina. Lítið mál. Mað­ur­inn aug­ljós­lega ekki byggður til afreka í hlaup­um.

Fyrsta morg­un­inn reif ég mig því upp fyrir allar ald­ir, henti mér í rækt­ar­fötin og lagði af stað niður í lobbý­ið. Ég hafði akkúrat enga trú á að fyrr­nefndur for­stjóri biði þar, enda hóp­ur­inn farið fremur seint í rúmið kvöldið áður, og var í raun til­bú­inn til að taka lyft­una lóð­beint upp aftur og henda mér í rúm­ið.

Auglýsing

Ég var því engan veg­inn und­ir­bú­inn þeirri sjón sem beið mín niðri í and­dyr­inu. Þar voru þessir ríf­legu tveir metr­ar, spand­exaðir frá toppi til táar, hrein­lega iðandi í skinn­inu að kom­ast í hlaup­ið. Kom þá í ljós að hann hafði þegar tekið þátt í mara­þoni og var að æfa sig fyrir það næsta. Klukku­tím­inn sem eftir fylgdi var einn sá erf­ið­asti sem ég hef gengið í gegn­um.

Hraðspólum nú áfram um nokkur ár eða fram til byrjun júní á þessu ári. Var ég þá á leið á ráð­stefnu á erlendri grundu og skor­aði for­stjór­inn þá á hóp­inn að taka með sér morg­unskokk. Ég afþakk­aði pent og ein­beitti mér frekar að efni ráð­stefn­unnar sem fjall­aði um fram­tíð fjár­mála­þjón­ustu.

Svo virð­ist að kapp­hlaup sé hafið meðal fyr­ir­tækja í fjár­mála­þjón­ustu um við­skipta­vini, sem hafa til þessa dreifst á þús­undir banka af öllum stærðum og gerð­um. Alþjóð­legir bankar eru farnir að fjár­festa tugum millj­arða hver um sig í þróun staf­rænna lausna og hafði Ralph Hamers, for­stjóri ING, það á orði að bank­inn keppti við fremstu tækni­fyr­ir­tæki heims. Vís­aði hann þar til aðila eins og Face­book, Google og Amazon sem væru búnir að setja við­miðin þegar kæmi að staf­rænni upp­lifun not­enda. ING væri þannig að þróa lausnir sínar með þeim hætti að þær virki eins fyrir alla, hvar sem er í heim­in­um. Alveg eins og Face­book ger­ir.

Þetta er nýr vink­ill á gamla umræðu um inn­komu Face­book og félaga á banka­mark­að­inn. Það þarf nefni­lega ekki að vera að Face­book hafi svo mik­inn áhuga á að stíga inn á þennan markað af fullum krafti, en það er hins vegar afar lík­legt að ein­hver noti sama módel til að ná til við­skipta­vina. Ný banka­þjón­usta er ekki lengur byggð upp með sama hætti og hún var áður. Í dag er hægt að púsla saman fjár­tækni­fyr­ir­tækjum með því að gera samn­ing við einn aðila um banka­leyfi, annan um auð­kenn­inga­leið og þann þriðja um útgáfu korta og gefa svo út lausn sem virkar þvert á heilu heims­álf­urn­ar. Það er engin þörf á að byggja upp við­skipta­lega og tækni­lega inn­viði frá grunni eins og áður var raun­in. Revolut er dæmi um slíkt fyr­ir­tæki og áhuga­vert að fylgj­ast með hraðri útbreiðslu þeirra innan Evr­ópu.

Í þessu ljósi er áhuga­vert að líta til sög­unn­ar. Eitt sinn var fjöldi sjálf­stætt starf­andi bók­sala tal­inn í tugum ef ekki hund­ruðum þús­unda innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Nú höfum við Amazon og eBay. Eitt sinn var fjöldi mynd­banda­leiga hund­ruð þús­unda á sama svæði. Nú höfum við Net­fl­ix, Hulu og Amazon Prime. Árið 2017 voru 6.596 bankar (ekki úti­bú, bankar!) innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Hvað verða þeir margir í fram­tíð­inni?

Þegar fólk þarf að fara á ein­hverja ákveðna staði til að fá þjón­ustu er vissu­lega eðli­legt að margir og stað­bundnir aðilar sinni henni. Sem dæmi ná nefna bak­arí og hár­greiðslu­stof­ur. Því er ekk­ert óeðli­legt við að banka­starf­semi hafi byggst upp með þessum hætti, enda þurfti fólk að fara í bank­ann til að leggja inn pen­ing, taka út pen­ing, sækja um lán og svo fram­veg­is.

En sú er ekki raunin í dag þar sem við fáum meg­in­hluta þjón­ust­unnar í gegnum inter­net­ið. Virð­is­keðjan er að riðl­ast og bankar þurfa að stað­setja sig upp á nýtt. Það má telja næsta víst að það sama ger­ist í banka­heim­inum og hefur gerst á öðrum víg­stöðvum staf­rænnar þjón­ustu, að til verði nokkrir alþjóð­legir aðilar sem bjóði upp á yfir­burða not­enda­upp­lifun og þjón­ustu­fram­boð sem gengur þvert á heims­álf­ur. En það er ekki víst að þessir aðilar verði eig­in­legir bankar og enn óljóst hvernig hefð­bundnir bankar muni stað­setja sig í slíkri virð­is­keðju.

Það er ágætt að hafa í huga að nýir aðilar verða ekk­ert endi­lega „byggðir til afreka“ í banka­þjón­ustu og munu ekki líta út eins og hefð­bundnir bankar gera í dag. Ekki frekar en 100 kg for­stjórar sem reyn­ast svo geta hlaupið eins og vind­ur­inn.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri sér­lausna hjá RB.

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar