Munu bankar hverfa eins og hljómplötuverslanir?

Bernhard Þór Bernhardsson skrifar um þær breytingar sem hafa átt sér stað í bankastarfsemi og veltir fyrir sér framtíð bankanna.

Auglýsing

Fyrsti spari­sjóð­ur­inn á Íslandi tók til starfa 1858 í Mývatns­sveit og fyrsti bank­inn 1904. Fram að þeim tíma og senni­lega nokkuð lengur geymdi fólk sparifé sitt í hand­rað­anum og lán­aði hvort öðru fé milli­liða­laust.

Í upp­hafi voru bankar staður þar sem fólk gat komið með sína pen­inga og geymt þá á öruggum stað og fengið lán ef þörf var á. Bók­hald var eins og orðið ber með sér skráð í bækur og þannig hélst staða mála nokkuð lengi án stór­kost­legra breyt­inga. Spari­sjóð­unum fjölg­aði og svo fækk­aði þeim aft­ur. Bönkum fjölg­aði, þeir sam­ein­uð­ust, lentu í erf­ið­leikum og fót­uðu síg á ný eins og gengur og ger­ist. Fjár­mála­kerfið í dag ber keim af þess­ari sögu og til dæmis eru flest útibú Arion banka að grunni til spari­sjóðir sem runnu inn í Búð­ar­bank­ann, for­vera Arion banka.

Eins og flestir þekkja hefur mikil breyt­ing átt sér stað frá þeim tíma þegar meira og minna allar upp­lýs­ingar voru hand­skrif­aðar í banka­starf­semi. Nú er bók­hald raf­rænt og net­bankar, öpp ofl hafa rutt sér til rúms á innan við einni starfsævi. Það fólk sem hefur starfað lengi í bönk­unum man allar þessar breyt­ing­ar. Í dag er nokkuð rætt um þær breyt­ingar sem eru að byrja setja sitt mark á banka­starf­semi, eins og PSD2, open bank­ing, fin­tech ofl en þær eru í raun ekki svo ólíkar því sem gerst hefur á síð­ustu ára­tugum hvað hraða breyt­inga varð­ar.

Auglýsing

Það er þó einn grund­vall­ar­munur á þessu. Breyt­ing­arnar fram til þessa hafa snúið að því að gera banka­þjón­ustu aðgengi­legri, hrað­ari og ein­fald­ari auk þess að gera fólki kleift að afgreiða sig sjálft án þess að þurfa að fara í bank­ann. Að öðru leyti hefur eðli þjón­ust­unnar ekki endi­lega breyst mik­ið.

Það sem er að ger­ast í dag er að mörkin milli banka­þjón­ustu og ann­arrar starf­semi eru að minnka eða jafn­vel hverfa. Í Kína hefur versl­un­ar­risin Ali Express þróað fjár­mála­þjón­ustu sem upp­haf­lega var hugsuð til að auð­velda fólki að eiga raf­ræn við­skipti en er orðin stór ein­ing út af fyrir sig og ber nafnið AliPay. Kín­verska útgáfan af Face­book sem ber heitið Wechat hefur náð að sam­þætta virkni sem öll helstu öpp vest­ur­landa veita í eitt app, þar með talið spjall, sam­fé­lags­miðla, Tind­er, Uber, greiðslu­þjón­ustu ofl. þú getur jafn­vel bókað heil­brigð­is­þjón­ustu í gegnum þetta app og allt virkar saman í einni sam­þættri lausn. Þannig hafa nýjir aðilar sem hafa aldrei stundað banka­starf­semi komið til skjal­anna og farið að keppa við hefð­bunda banka.

Á Íslandi sjáum við þetta líka en nem­endur í kerf­is­fræði hafa þróað lausn sem gerir fólki kleift að milli­færa pen­inga sín á milli á grund­velli síma­núm­ers, aðrir hafa þróað app sem gerir þér kleift að greiða í versl­unum og borga seinna og svo fram­veg­is. Á Vest­ur­löndum sjáum við að netrisarnir eru að horfa til Kína og reyna að feta í fót­spor þeirra með því til dæmis að Amazon er farið að stunda útlána­starf­semi og að bjóða upp á kredit­kort og Face­book, Google og Apple eru öll að þróa greiðslu­lausnir osfrv. Enn sem komið er hafa þó Kín­verjar vinn­ingin og lausnir þeirra virð­ast standa mun framar tækni­lega og hvað þæg­indi við­skipta­vina snert­ir.

Stóra spurn­ingin er hvert verður hlut­verk banka í þess­ari fram­tíð? Mögu­leik­arnir eru margir, mun til dæmis þessi þróun halda áfram og fjár­mála­þjón­usta verða hluti af þjón­ustu­fram­boði þeirra sem eru að selja aðrar vörur og þjón­ustu og bankar heyra sög­unni til eða munu bankar verða í bak­grunni og veita fjár­mála­þjón­ustu í sam­starfi við aðra. Önnur sviðs­mynd væri að bankar myndu útvíkka sína þjón­ustu og banka­appið yrði grunn­kerfið sem aðr­ir, til dæmis aðilar sem selja veit­ing­ar, afþr­ey­ingu og annað myndu smíða lausnir inn í. Þannig gætu við­skipta­vinir banka keypt blaða- eða sjón­varps­á­skrift í app­inu, pantað skyndi­bita, bíómiða eða ann­að, allt í einu appi og hnökra­laust að greiða fyrir þjón­ust­una án þess að þurfa að slá inn korta­núm­er, gild­is­tíma og örygg­is­númer með til­heyr­andi villu­hættu og ves­eni.

Það er erfitt að spá fyrir um í hvaða átt þetta mun þró­ast en það eru nokkur atriði sem eru alveg ljós. Í fyrsta lagi þá mun þessi þróun leiða til þess að fjár­mála­þjón­usta verður enn aðgengi­legri og þægi­legri en hún er í dag fyrir við­skipta­vini. Í öðru lagi þá er alveg ljóst að þessar breyt­ingar eru að ger­ast mjög hratt. Það er því alls ekki víst að bankar muni hverfa en til þess að svo verði ekki þurfa þeir að halda áfram að gera lífið þægi­legra og ein­fald­ara og það verður ekki nóg að veita bara hefð­bunda banka­þjón­ustu, fólk mun gera kröfu um víð­tæk­ari lausnir og þjón­ustu.

Það sem er alveg ljóst, burt­séð frá því hvort það verði bankar, tækni­fyr­ir­tæki eða versl­un­ar­fyr­ir­tæki sem muni leiða þessa þró­un, er að við­skipta­vinir munu hafa vinn­ing­inn í formi þægi­legri og ein­fald­ari þjón­ustu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar