Auglýsing

Í huga flestra eru grunn­lífs­gæði þau að eiga öruggt húsa­skjól. Mikil ábyrgð hvílir á hinu opin­bera, rík­inu og sveit­ar­fé­lög­um, að upp­fylla þá frum­þörf íbúa lands­ins.

Í ljósi þess að neyð­ar­á­stand ríkir enn á hús­næð­is­mark­aði hjá stórum hópi fólks sem hér býr þá verður að telj­ast stað­fest að hið opin­bera hafi brugð­ist þessum hópi með marg­vís­legum hætti.

Það sem borgin gerði ekki

Skort­ur­inn er mestur í höf­uð­borg­inni. Þar vantar þús­undir íbúða og þótt að aldrei hafi verið fleiri íbúðir í bygg­ingu en nú þá var brugð­ist við ástand­inu of seint. Það þurfti að mæta upp­söfn­uðum skorti frá árunum eftir hrun, takast á við að stærstu árgangar Íslands­sög­unnar sem fædd­ust snemma á tíunda ára­tugnum voru að verða full­orðnir og bregð­ast við þeirri stað­reynd að erlendum rík­is­borg­urum í Reykja­vík hefur fjölgað um 70 pró­sent frá byrjun árs 2012 og til síð­ustu ára­móta. Þeir voru þá orðnir 15.640 og fjölg­aði um 3.140 á árinu 2017 einu sam­an.

Auglýsing

Borgin hefur líka brugð­ist þegar kemur að við­brögðum við þeim fjölda íbúða sem horfið hafa út af almennum mark­aði og inn á útleigu­markað til ferða­manna, sér­stak­lega í gegnum Air­bnb og sam­bæri­lega vett­vanga. Nú stendur yfir vinna til að taka á þessu máli sem lofar góðu en allt of seint var brugð­ist við. Afleið­ing er sú, sam­kvæmt tölum Íbúða­lána­sjóðs, að yfir sex þús­und gisti­ein­ingar eru nú til leigu á Air­bnb á Íslandi og stærsti hluti þeirra er í Reykja­vík. Fjöld­inn hefur rúm­lega tvö­fald­ast á rúm­lega tveimur árum. Reykja­vík er nú sú höf­uð­borg í Vestur Evr­ópu sem er með næst­flestar Air­bn­b-­skrán­ingar miðað við höfða­tölu, á eftir Lissa­bon í Portú­gal.

Stór hluti þess­ara íbúða eru ekki hluti af hinu svo­kall­aða deili­hag­kerfi, þar sem íbúar leigja út íbúðir sínar sem þeir sann­ar­lega búa í endrum og sinn­um. Þvert á móti er talið að um 1500-2000 íbúðir eða her­bergi í land­inu séu í umfangs­mik­illi útleigu í gegnum Air­bnb. Það þýðir á manna­máli að um við­skipti brask­ara og spá­kaup­manna er að ræða. Þeir hafa grætt feiki­lega vel á þessum við­skipt­um. Vergar tekjur af útleigu Air­bnb juk­ust um 110 pró­sent milli áranna 2016 og 2017 og voru 19,7 millj­arðar króna í fyrra.

Til að gera málið enn verra þá eru þessir brask­arar að starfa í and­stöðu við regl­ur. Útgefnum leyfum fyrir skamm­tíma­leigu, sem skylt er að sækja um fyrir útleigu íbúða í gegnum Air­bnb, hefur ekki fjölgað nærri því eins mikið og fjöldi þeirra íbúða sem lögð eru undir starf­sem­ina. Sam­kvæmt tölum Íbúða­lána­sjóðs voru um 60 pró­sent íbúða í umfangs­mik­illi útleigu ekki skráð sem atvinnu­hús­næði í nóv­em­ber síð­ast­liðnum þrátt fyrir að reglur segi að svo eigi að vera. Það er verið að svindla og kom­ast upp með það.

Það sem ríkið gerði

Ríkið hefur ekki látið sitt eftir liggja í því að stuðla að verri aðstæðum á hús­næð­is­mark­aði. Ólíkt borg­inni þá eru það aðgerðir rík­is­ins, ekki aðgerð­ar­leysi, sem hafa gert ástandið verra fyrir marga lands­menn.

Stærsta ein­staka rík­is­að­gerðin var auð­vitað Leið­rétt­ingin upp á 72,2 millj­arða króna, sem hefðu til dæmis geta nýst í að hjálpa þeim sem eru verst staddir á hús­næð­is­mark­aði með milli­færslum eða upp­bygg­ingu hús­næð­is, að mestu til tekju­hærri og eigna­meiri hluta þjóð­ar­innar í skaða­bætur vegna verð­bólgu­skots á árunum 2008 og 2009. Það verður seint end­ur­tekið nógu oft hversu mikil þjóð­ar­skömm sú aðgerð var. Til að bæta gráu ofan á svart virð­ist blasa við að Leið­rétt­ingin leiddi af sér ruðn­ings­á­hrif á hús­næð­is­verð sem hefur orsakað að hús­næð­is­vandi tekju­lægri ein­stak­linga í land­inu er orð­inn enn verri.

Heim­ild til að nýta sér­eign­ar­sparnað skatt­frjálst til að greiða niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána hefur heldur ekki skilað sér eins og til var ætl­ast. Upp­haf­lega var gert ráð fyrir því að 70 millj­arðar króna myndu fara í að lækka skuldir lands­manna með leið­inni en ein­ungis 44 millj­arðar króna höfðu verið nýttir í mars síð­ast­liðn­um. Þegar kemur að úrræð­inu „Fyrsta fast­eign“ er staðan enn dapr­ari. Í lok apríl síð­ast­lið­ins höfðu 105 manns nýtt sér útgreiðslur vegna hús­næð­is­kaupa undir hatti úrræð­is­ins og 13 ein­stak­lingar nýtt sér það í formi greiðslna inn á lán í hverjum mán­uði. Sam­tals höfðu 57 millj­ónir króna farið á höf­uð­stól lána fyrstu fast­­eigna­­kaup­enda eða í að lækka afborg­anir þeirra. Þá ber þess að geta að flestum ber saman um að það séu fyrst og síð­ast ein­stak­lingar með hærri tekj­ur, eða börn for­eldra með hærri tekj­ur, sem eru að safna sér­eign­ar­sparn­aði. Þeir sem verr standa í sam­fé­lag­inu telja sig ein­fald­lega ekki hafa efni á því.

Aðeins um helm­ingur leigj­enda er með sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­að, sam­­kvæmt tölum Íbúða­lána­­sjóðs. Eftir því sem tekjur leigj­enda eru lægri, minnka líkur á því að við­kom­andi sé að safna sér­­­eign­­ar­­sparn­aði.

Þá hefur hið opin­bera var­ið lægra hlut­­falli af lands­fram­­leiðslu í hús­næð­is­­stuðn­­ing handa þeim sem þurfa á slíkum að halda en það hefur gert að með­­al­tali síð­­ast­liðin 15 ár. Til að ná með­­al­tal­inu vantar um fimm millj­­arða króna árlega upp á. Og ofan á það ­fóru 90 pró­­­­sent þeirra vaxta­­­­bóta sem greiddar voru út á árinu 2016 til efna­­­­meiri helm­ings þjóð­­­­ar­inn­­­­ar.

Það sem ríkið gerði enn fremur

Íslenska ríkið var með í hönd­unum þús­undir íbúða, í gegnum Íbúða­lána­sjóð og Kadeco, sem gætu hafa nýst til að byggja upp nýtt félags­legt hús­næð­is­kerfi í stað þess sem var sund­ur­liðað árið 1998 af stjórn­mála­mönnum með þeim afleið­ingum að félags­legum íbúðum hefur fækkað um helm­ing.

Ríkið ákvað að gera það ekki þess í stað seldi Kadeco þús­undir íbúða á Mið­nes­heiði til fast­eigna­brask­ara, meðal ann­ars félags sem síðar mynd­aði grunn­inn að Heima­völl­um, stærsta almenna leigu­fé­lagi á land­inu. Félagið hefur líka keypt umtals­vert magn af íbúðum af Íbúða­lána­sjóði.

Í dag eiga Heima­vellir um tvö þús­und íbúðir og starf­semi félags­ins er stór breyta í því að leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur tvö­fald­ast á átta árum. Alls hefur leigu­verð hækkað um 40 pró­sent frá því að Heima­vellir voru stofn­aðir snemma árs 2015.

Til að bíta höf­uðið af skömminni þá greindiKjarn­inn nýverið frá því að Íbúða­lána­sjóður er stærsti lán­veit­andi Heima­valla. Félagið hefur nýtt sér lán frá Íbúða­lána­sjóði sem áttu að fara til félaga sem eru ekki rekin í hagn­að­ar­skyni til að fjár­magna upp­bygg­ingu sína. Í dag er rúm­lega helm­ingur allra vaxta­ber­andi skulda Heima­valla við Íbúða­lána­sjóð. Félagið stefnir nú að því að end­ur­fjár­magna þær skuldir svo að það kom­ist fram hjá kvöðum sem koma í veg fyrir arð­greiðsl­ur, og ætlar síðan að greiða hlut­höfum sínum út arð.

Íbúða­lána­sjóður hefur líka selt Almenna leigu­fé­lag­inu, öðru stóru leigu­fé­lagi á almennum leigu­mark­aði, fjölda eigna. Á árinu 2017 tók það við rekstri tveggja stórra eigna­safna sem sam­sett voru af eignum sem voru að stærstum hluta í eigu Íbúð­­ar­lána­­sjóðs. Ann­­ars vegar leig­u­­fé­lagið Klett og hins vegar félagið BK eign­ir. Síðan þá hafa leigu­samn­ingar félags­ins hækkað mik­ið. Í nýlegu svari Almenna leigu­fé­lags­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þær hækk­anir sagði að síðan félagið tók yfir eign­irnar hafi það „þurft að ganga í það að aðlaga þessa leig­u­­samn­inga að mark­aðs­verði og höfum við verið að gera það í skrefum til að leigj­endur fái svig­­rúm til aðlög­un­­ar.“

Aukin stétta­skipt­ing

Afleið­ing­arnar eru stétta­skipt­ing og yfir­stand­andi stétt­ar­á­tök, sem end­ur­spegl­ast best í þeim átökum sem eiga sér stað á vinnu­mark­aði. Fjár­magns­eig­endur hafa grætt gríð­ar­lega á fast­eigna­braski, bæði vegna þess að hús­næð­is­verð hefur tvö­fald­ast frá árinu 2011 og vegna þess að leigu­verð hefur gert það líka á átta árum. Ríkið hefur aðstoðað þennan hóp með því að selja honum eign­ir, lána honum pen­ing og í ein­hverjum til­vikum greiða honum fé úr rík­is­sjóði í formi Leið­rétt­ing­ar.

Milli­stéttin sem hefur getað keypt eigin hús­næði hefur aukið eigið fé sitt vegna mik­illa hækk­ana á hús­næð­is­verði á sama tíma og verð­bólga hefur verið lág og láns­kjör hafa batnað mik­ið.

Sá hópur sem hefur litla eða enga hjálp feng­ið, og hefur eig­in­lega verið jað­ar­sett­ur, er lægsta tekju­lag sam­fé­lags­ins.

Það kemst ekki inn á eigna­markað eða í leigu­hús­næði sem hentar greiðslu­getu þeirra og sitja því eftir í súp­unni. Það fólk þarf að fara á almennan leigu­markað sem lýtur óhóf­legum arð­sem­is­kröfum fjár­magns­eig­enda.

Ástandið hefur gert það að verkum að leigj­endum hefur fjölgað um tíu þús­und á sjö árum og fjöldi þeirra er nú áætl­aður yfir 50 þús­und. Meiri­hluti leigj­enda, alls 57 pró­­­sent, er á leig­u­­­mark­aðnum af nauð­­­syn og 80 pró­­­sent leigj­enda vilja kaupa sér íbúð, en geta það ekki. Ein­ungis 14 pró­­­sent leigj­enda vilja vera á leig­u­­­mark­aði. Þriðji hver leigj­andi borgar meira en helm­ing af ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjum sínum í leigu og fáir tekju­lágir leigj­endur geta safnað sér spari­­­­­fé, sam­kvæmt könnun sem Íbúða­lána­sjóður lét gera fyrr á árinu.

Allt þetta er í boði hins opin­bera, þeirra sem eiga að bera hag allra lands­manna fyrir brjósti. En gera það aug­ljós­lega ekki.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari