Glansfundur í Helsinki?

Pútín er fastur í sessi í Rússlandi og getur farið rólegur til Helsinki og hitt þar hinn reiða Donald Trump, sem mun nota fundinn til þess að mála upp frekari glansmynd af sér, til að nota í þingkosningum í haust. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar.

Auglýsing

Fyrir áhuga­menn um stjórn­mál lifum við á mjög athygl­is­verðum tím­um. Fyrir vestan haf er Don­ald Trump í Hvíta hús­inu og lætur þar eins og eng­inn hefur gert. Fyrir austan er svo bónd­inn í Kreml, Vla­dimír Pútín, fastur í sessi, enda nýbú­inn að tryggja sér nán­ast öll völd í Rúss­landi til árs­ins 2024 með því að vinna for­seta­kosn­ingar með yfir­burðum fyrr á þessu ári.

Á milli þess­ara tveggja póla eru svo allskyns kall­ar, sem í skjóli kosn­inga, stjórn­ar­skrár­breyt­inga og eða ann­arra hluta hafa náð að lengja í völdum sínum með einum eða öðrum hætti. Þetta eru menn sem eru í raun alræð­is­seggir og alráðir í sínum lönd­um. Nægir að nefna Erdogan Tyrk­lands­for­seta, Viktor Orban í Ung­verja­landi, sem og aðgerðir stjórn­valda í Pól­landi, sem bein­ast gegn því sem við köllum ,,sjálf­stæði dóm­stóla” og „rétt­ar­rík­i“. Tyrk­land er nán­ast komið undir hæl­inn á Erdogan og er að breyt­ast í „eins-­manns-­rík­i“.

Lýð­ræðið á því í raun undir högg að sækja, en jákvæða punkta má þó finna í allskyns hreyf­ingum sem spretta upp á sam­fé­lags­miðlum og er „me-too“-hreyf­ingin og „Black lives matt­er“ ágætis dæmi um það.

Auglýsing

Bola­bít­ur­inn Trump

Næst­kom­andi mánu­dag hitt­ast þeir Trump og Pútín í finnsku vík­inni, Helsinki, en þetta verður síð­asta „stopp“ Trumps á Evr­óput­úrnum hans (best að tala um Trump eins og rokk­stjörnu) sem hófst með „úr­hell­inu“ á NATO-fund­in­um, þar sem Trump hellti sér yfir hina NATO-­leið­tog­ana vegna pen­inga­mála, réð­ist eins og bola­bítur á Ang­elu Merkel og sagði hana vera eins­konar „fanga Rússa“ vegna orku­kaupa Þjóð­verja af þeim í gegnum tíð­ina. Dag­inn eftir strauk Trump síðan öllum mjúk­lega og var smjaðrið upp­mál­að. Svona er taktík hans; að slá fyrst frá sér og faðma síðan alla og knúsa.

Rétt eins og í til­felli Kim Jong Un, hefur Don­ald Trump farið fögrum orðum um ein­vald­inn Vla­dimír Pútín, sem ríkir eins og gömlu keis­ar­arnir yfir Rúss­landi. Trump hefur lýst Pútín sem miklum leið­toga, gáf­uðum og engum ,„dellu­gæja“ (no-non­sense guy). Nú síð­ast hefur hann lýst Pútín sem „sam­keppn­is­að­ila“ en ekki óvini á alþjóða­svið­inu.

Að vísu má taka undir það að Pútín sé senni­lega eng­inn dellu­gæji, en þær aðferðir sem hann hefur notað til að halda völdum í Rúss­landi, verða seint taldar lýð­ræð­is­leg­ar; hann stjórnar öllum fjöl­miðl­um, mikið „grugg“ er í sam­bandi við alla kosn­ingar á valda­tíma Pútíns í Rúss­landi, hann tekur ekki þátt í umræðum í apdrag­anda for­seta­kosn­inga og lög­reglu er beitt af miklu offorsi gegn mót­mæl­end­um, svo dæmi séu tek­in. Pútín er einnig náungi sem þver­brotið hefur alþjóða­lög með inn­limum Krím-skaga  í Rúss­land vorið 2014 og vald­beit­ingu gagn­vart Úkra­ínu í stríð­inu þar, sem og Georgíu árið 2008.

Makedóníu boðið í NATO

En á fund­inum í Helsinki er ekki ólík­legt að mál­efni NATO-beri á góma, enda Rússar búnir að vera fúlir útaf stækkun þess á und­an­förnum árum. Nú hefur enn einu „fyrrum komm­ún­ista­ríki“ verið boðið inn en það er Makedónía (sem var lýð­veldi í gömlu Júgóslavíu). Trump fór af NATO-fund­inum með þá vissu að hann hefði fengið leið­toga þess til þess að eyða miklu meiri pen­ing í NATO. Verði það raun­in, þá eru allar líkur á því að afstaða Rússa harðni enn frekar og það kólni meira í sam­skiptum austur og vest­urs.

Nýr geim­her USA nýtt þrætu­epli?

Annað mál sem kannski lík­legt er að komi upp eru nýjar (og þó ekki) hug­myndir Banda­ríkja­manna um geim­her­inn, eða það sem nú er kallað „Space Force“. Um yrði að ræða sjöttu grein her­afla Banda­ríkj­anna (hinar eru; land­her, land­göngu­lið, floti, flug­her og strand­gæsla) og er geim­hernum ein­fald­lega ætlað að standa fyrir hern­að­ar­að­gerðum í geimn­um. Ólík­legt verður að telj­ast að Pútín og menn hans séu hressir með þessar hug­myndir og ef menn muna svo langt aftur og til 1986 þá strand­aði leið­toga­fundur Ron­ald Reagan, þáver­andi for­seta og Mik­hails Gor­bat­sjovs, síð­asta leið­toga Sov­ét­ríkj­anna í Höfða í Reykja­vík, einmitt á hug­myndum Reag­ans um geim­varn­ar­á­ætlun (sem af gár­ungum var kölluð „Star War­s“).

Pútín gæti þó notað hug­myndir sem þessar í skiptum fyrir við­ur­kenn­inga Trumps á inn­limun Krím-skaga, eða álíka, því óneit­an­leega væri það gott fyrir Pútín að við­ur­kenn­ingu Trumps á Krím-brölt­inu. Slíkt væri hins­vegar afleitt fyrir alþjóð­kerf­ið.

Glands­fundur til heima­brúks?

Ekki verður að telj­ast lík­legt að mann­rétt­inda­mál verði ofar­lega á dag­skránn­ni, eða til­burðir Rússa að blanda sér í stjórn­mál vestan hafs á síð­ari árum. Frekar er lík­legt að um verði að ræða svip­aðan „gl­ans­fund“ og átti sér stað í Singapúr um dag­inn, þegar Kim Jong Un gekk sigri hrós­andi frá samn­inga­borð­inu og Don­ald Trump sagð­ist hafa afgreitt kjarn­orku­vanda­mál N-Kóreu í eitt skipti fyrir öll. Annað er hins­vegar smám saman að koma á dag­inn.

Einnig verður að telj­ast ólík­legt að Trump skelli einni „Merkel“ á Pútín og ausi úr skálum sínum yfir hann. Til þess dáir Trump senni­lega Pútín allt of mik­ið. Lík­legt er að Trump vilji nota þennan fund til „heima­brúks“ en í haust verða þing­kosn­ingar í Banda­rík­unum og þá er gott að geta rifjað upp „góða“ fundi með ein­völdum í austri og montað sig af afrekum á alþjóða­vett­vangi. Enda elskar Trump Trump.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði frá Aust­ur-­Evr­ópu­deild Upp­sala­há­skóla í Sví­þjóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar