Hálfveldið Ísland

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar um goðana og útgerðarmennina, skagfirska Indjánann og sögu íslensku þjóðarinnar - hvað sem það nú er.

Auglýsing

Orðið veldi er dregið af orð­inu vald og gefur til kynna stærð og styrk, jafn­vel vax­andi  vald. Við tölum um full­veldi, lýð­veldi, her­veldi, ætt­ar­veldi, goða­veldi, feðra­veldi, mæðra­veldi, klerka­veldi, stór­veldi – og heims­veldi. En við tölum ekki um smá­veldi, bara smá­ríki – og kvenna­ríki. Það gefur til kynna valda­leysi: en við vitum hins vegar að valda­leysi jafn­gildir ekki skorti á styrk. Því minni völd sem fólk hef­ur, þeim mun meiri styrk þarf það að nota í lífs­bar­átt­unni.

Full­veldi Íslend­inga táknar meðal ann­ars þetta; þjóð­ar­kríli sem hefur lifað hall­æri og hörm­ungar gegnum ald­irnar en fer með með stjórn eigin mála, með afar mis­jöfnum árangri vissu­lega og í sífelldri innri tog­streitu um gæðin og byrð­arnar – en samt þjóð sem sjálf kýs sér sitt þing og hefur sér­staka sjálfs­mynd og sína rödd í heim­in­um.

Við Íslend­ingar erum vissu­lega smá­veldi – en við getum líka verið smá veldi.

Auglýsing

When Irish eyes are smil­ing …

Þjóð. Þetta er eitt af þessum hug­tökum sem skreppur sífellt undan þegar við reynum að fanga það með skil­grein­ingum en við vitum samt að vísar á eitt­hvað sem er þarna í raun og veru. Þjóðir eru til, þó að vissu­lega hafi fólk fyrr á öldum frekar skil­greint sig út frá fjöl­skyldu og ætt, hér­aði, sveit og lands­hluta en þjóð. Nú til dags vísar orðið á ann­ars konar mengi en það gerði þegar hér bjó eins­leit og ein­öngruð hjörð.

Fyrsta skipti sem orðið „ís­lenskur“ kemur fyrir er í ljóði – nema hvað – og vísar á augu. Sig­hvatur Þórð­ar­son var skáld­ið, fæddur nálægt alda­mót­unum 1000, fylgdi Ólafi digra Nor­egs­kon­ungi og orti um hann lof og hvatn­ingar – starf­aði með öðrum orðum á aug­lýs­inga­stofu á sinnar tíðar vísu. Ein­hver kona ein­hvers staðar á þessum ferðum hafði orð á dökkum augum hans og skáldið íslenska svar­aði: „Oss hafa augun þessi / íslensk, kona, vísað / brattan stíg að baugi / björtum langt hin svörtu …“ –  það er að segja: oss hafa þessi svörtu íslensku augu, kona góð, vísað um brattan stíg að björtum baugi… When Irish eyes are smil­ing, var sungið löngu síð­ar. Fyrsta sinn sem orðið „ís­lenskur“ kemur fyrir vísar það sem sagt á írsku skálda­aug­un. Þetta er arf­ur­inn frá „vík­inga­tím­an­um“ miklu frekar en hjálmar með horn sem bara voru til í Prins Val­í­ant bókum og Wagner óperu­upp­færsl­um.

Íslend­ingar upp­fylla ann­ars óvenju mörg skil­yrði þess að mega heita sér­stök þjóð: búa á eyju úti í ball­ar­hafi, tala sér­stakt tungu­mál, hafa meira og minna sam­eig­in­lega menn­ing­ar­arf­leifð og sögu – óvenju ríku­legan sagna­arf, munn­legan og skrif­legan – og þjóð­trú með skraut­legum for­ynj­um, sem kvik­mynda­höf­undar okkar hafa von­andi ein­hvern tím­ann spurnir af.  Ís­lend­ingar eiga meira að segja rit­aðar heim­ildir um land­nám eyj­ar­inn­ar, upp­haf byggðar á land­inu, þar sem kemur fram að hingað kom fólk frá Bret­landseyjum og Nor­egi til lengri og skemmri dvalar áður landið byggð­ist fyrst úr Nor­egi á dögum Har­alds hárfagra, nor­rænu og gel­ísku fólki, þar á meðal fjölda þræla sem fylgdu þeim nor­rænu höfð­ingjum sem hingað komu. Þessi þrælar áttu eftir að móta menn­ingu lands­manna, rétt eins og afkom­endur Afr­ík­ur­þræla í Amer­íku hafa fært þeirri álfu allt það besta í sinni menn­ingu – „oss hafa augun þessi …“. Hér voru töluð fleiri en eitt tungu­mál og iðkuð fleiri en ein trú­ar­brögð – og svo bæt­ist við suð­ur­eyskt fólk og Finnar – sem voru Samar og kunnu galdur – og þá höfum við hér fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag frá byrj­un. Þessi fjöl­menn­ing kemst í sér­stakan blóma á 13. og 14. öld þegar renna saman í ein­kenni­lega ramma blöndu ólíkir menn­ing­ar­straumar frá kristnum lær­dómi, kelt­neskum sagna­arfi, nor­rænni heiðni og suð­rænum ridd­ara­bók­menntum – og guð­má­vita hverju fleiru. Og til urðu heims­bók­menntir hér á hjara ver­ald­ar.

En ekki bara það: hér þró­að­ist sér­stakt fyr­ir­komu­lag í stjórn­skipun sem líkt­ist því sem keltar höfðu víða, ekki bara með nor­ræna þing­inu heldur ekki síður með goða­fyr­ir­komu­lag­inu, þar sem bændur fylgdu til­teknum goða sem í stað­inn tryggði þeim visst öryggi gagn­vart ofríki ann­arra höfð­ingja. Ýmis­legt bendir til þess að þetta goða­fyr­ir­komu­lag hafi aldrei alveg lagst af hér á landi, og lengi vel hafi goð­arnir verið fyrstu þing­menn kjör­dæmanna hverju sinni, en í seinni tíð hafi goð­orðið fremur færst á hendur stór­út­gerð­ar­mönn­unum sem hafa nú öll ráð fólks í hendi sér, og veita fólki af örlæti sínu vinnu við úrvinnslu þess sjáv­ar­afla sem í orði kveðnu á að heita sam­eign þjóð­ar­innar  – og halda fólk­inu dýr­legar flug­elda­sýn­ingar þegar vel liggur á þeim.

Lífið er félags­skapur

Þjóð er opið kerfi, ekki lok­að. Þjóð byrjar hvergi og endar hvergi; það er ekki hægt að drepa fingri ein­hvers staðar og segja: hérna hófst þetta; þarna lýkur því. Það er heldur ekki hægt að segja til um það með fullri vissu hverjir séu Íslend­ingar og hverjir ekki þó við vitum það nokkurn veg­inn; það eru ekki til neinir „sannir Íslend­ing­ar“. Íslend­ingar eru eig­in­lega bara hver sá sem vill líta á sig sem slík­an, býr hér og á hér líf og til­veru og sam­fé­lag við annað fólk, festir hér ræt­ur. Og þarf ekki einu sinni að búa hér, eða hvað um Indján­ann sem Einar Ólafur og Har­aldur Bessa­son hittu á slóðum Vest­ur­ís­lend­inga í Man­itoba og sagð­ist vera Skag­firð­ingur á syngj­andi norð­lensku, og hafði þá alist upp meðal skag­fir­skra vest­ur­fara. Auð­vitað var hann Skag­firð­ingur …

Þjóð er líf­ræn heild í sífelldri mótun og end­ur­nýj­un, breyt­ist með hverjum nýjum ein­stak­lingi sem við hana bæt­ist og bætir þá ein­hverju við menn­ingu henn­ar, ekki með því að útrýma því sem fyrir var, því að menn­ing er ekki með tak­markað hillu­pláss, frekar en manns­heil­inn – hún getur þan­ist út enda­laust eins og alheim­ur­inn, því að hún er ekki síst til í sam­eig­in­legu minni þeirra sem henni til­heyra. Og menn­ing er ekki átaka­svæði – ekki keppni eða raun­veru­leika­þáttur með útslátt­ar­fyr­ir­komu­lagi eins og trump­ism­inn vill inn­ræta okk­ur. Lífið er ekki þannig. „Lífið er félags­skap­ur,“ eins og Guð­mundur Páll sagði. Menn­ingin er sam­far­ir.

Þó að ein­hverjir lands­menn tali ensku eða pólsku í sinn hóp er það í sjálfu sér ekki ógnun við íslensku, frekar en skag­firski Indján­inn var ógn við kanadíska menn­ingu; eina ógnin við íslensk­una felst í því að íslensku­mæl­andi fólk hætti sjálft að tala sitt tungu­mál, hætti að virða það, nota það, þykja vænt um það.

Hitt er svo annað mál að sú þjóð sem nú gengur um götur með heims­torgin í lóf­anum á síma­skjá, er ekki sama fólk og það sem reri fram í gráðið á kvöld­vökum í bað­stof­unum á fyrri öldum eftir langan vinnu­dag og sinnti tóvinnu. Eru þá Íslend­ingar hættir að vera Íslend­ing­ar? Nei – því að vit­undin um líf fólks hér á fyrri öldum býr enn í fyrr­nefndu sam­eig­in­legu minni sem ræktað er við eld­hús­borð­in, í ferm­ing­ar­veisl­un­um, í bók­un­um; sög­urn­ar, til­svör­in, þjóð­hætt­irn­ir, sam­hengið er enn órofið og þó að það rofni einn góðan veð­ur­dag halda Íslend­ingar áfram að vera Íslend­ing­ar, hafi þeir á því áhuga.

Full­veldi táknar hins vegar annað fyrir ein­angrað sveita­sam­fé­lag með fábrot­inn sjálfs­þurft­ar­bú­skap og stopular sam­göngur við heim­inn en opið og dýnamískt fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag, sítengt umheim­inum í sam­skiptum og við­skipt­um.

Sam­fé­lags­hátt­unum var umbylt á 20. öld­inni á Íslandi með vél­væð­ingu, þétt­býl­is­mynd­un, pen­ing­um; með vissri léttúð má segja að Íslend­ingar hafi ekki upp­götvað hjólið fyrr en Heima­stjórn­ar­árið 1904 þegar fyrsti bíll­inn kom til lands­ins – voru kannski of upp­teknir við að hugsa um kind­ur. Þjóð­fé­lags­hættir gjör­breyttu­st, mestu þjóð­flutn­ingar í sögu þjóð­ar­innar áttu sér stað;  loks­ins mynd­að­ist þétt­býli við sjáv­ar­síð­una sem fryst hafði verið alveg frá Pin­ings­dómi árið 1490, þar sem bönnuð var vet­ur­seta erlendra kaup­manna og íslenskum stór­bændum þannig tryggður aðgangur að ódýru vinnu­afli hjúa með ströngum skil­yrðum um lág­marks­stærð búa og banni við lausa­mennsku. Furðu hátt hlut­fall Íslend­inga varð ófrjáls vinnu­hjú, allur fjöld­inn var eigna­laust fólk í fátækt­ar­fjötrum jafn­vel þótt sumir næðu að hokra á eigin koti og vera sjálfs sín, eins og það var kall­að. Af þessu fólki erum við komin.

Hvað­eina sem heims­borg hentar

Langamma mín Ólöf Helga­dótt­ir, ekkja frá Skóg­ar­gerði í Fellum á Fljóts­dals­hér­aði, var komin úr sveit­inni til Reykja­víkur árið 1918 – full­veld­is­árið – og bjó þar ásamt Mar­gréti dóttur sinni. Hún ark­aði í peysu­fötum um göt­urnar sem nú eru und­ir­lagðar af túristum í leit að lundum og húi. Hún dó árið 1919, varð fyrir bíl, fyrst kvenna á Íslandi. Ótíma­bær og hörmu­leg örlög hennar eru skýr vitn­is­burður um harka­legan árekstur sveita­sam­fé­lags­ins og þétt­býl­is­mynd­unar en minna okkur líka á að Íslands­sagan er ekki alveg jafn ein­föld og við viljum stundum vera láta. Full­veld­is­árið 1918 var hér vísir að borg og úrval í versl­unum á mat­vöru var miklu betra en það átti seinna eftir að vera, þegar hafta­flokk­arn­ir, Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn – Tví­flokk­ur­inn – tók hér öll völd.

Oft er talað eins og súr­met­is-mið­aldir hafi staðið hér á landi alveg fram að komu amer­íska hers­ins sem hafi kippt okkur óþyrmi­lega inn í nútím­ann, með þæg­indum sín­um, skarka­la, tyggjói, vel­sæld og pen­ing­um. En sagan er ekki alveg þannig. Þó henni vindi fram með rykkjum stundum þá eiga hlut­irnir sér yfir­leitt aðdrag­anda. Þessi Reykja­vík­ur­þróun var löngu hafin þegar Kan­inn kom. Nokkrum árum eftir að langamma varð fyrir óhræsis bílnum skrif­aði ungur oflát­ungur úr Mos­fells­dal sem hafði þvælst um alla Evr­ópu að ná sér í nútíma, Hall­dór Kiljan Lax­ness að Reykja­vík hefði „í skjótri svipan eign­ast hvað­eina sem heims­borg hent­ar, ekki aðeins háskóla og kvik­mynda­hús, heldur einnig fút­boll og hómósexúal­isma.“ Mána­steinn, hin magn­aða skáld­saga Sjóns um Reykja­vík­ur­lífið árið 1918, minnir líka á að hér var mikil bíó­menn­ing þá þegar kom­in, mann­líf á göt­un­um, vísir að borg­ar­menn­ingu og auð­vitað sá hómósexúal­ismi sem Hall­dór fagnar sér­stak­lega sem vitn­is­burði um heims­borg­ar­menn­ingu.

Það er ein af ráð­gátum Evr­ópu­sög­unnar hversu lengi Íslend­ingar héldu í þá hug­mynd að þetta land væri vel til land­bún­aðar fall­ið. Grund­völlur þjóð­fé­lags­breyt­inga – fram­far­anna – var vél­væð­ing í sjáv­ar­út­vegi – vél­báta­út­gerðin sem hófst hér á síð­ustu ára­tugum 19. ald­ar. Fyrsti íslenski tog­ar­inn, Jón for­seti, kom hingað 1908, en fram að því höfðu lands­menn horft upp á enska tog­ara moka fiski upp við land­stein­ana. Þetta var undir lok Heima­stjórn­ar­skeiðs­ins, sem var fyrsta geggj­aða góð­ærið hér á landi og bænda­höfð­ingj­unum hélst ekki lengur uppi að halda allri alþýðu manna í hokri og örbirgð. Fyrsti ráð­herr­ann kom 1904, Hannes Haf­stein, ágætt skáld, frjáls­lyndur vinstri maður og glæsi­menni. Ómælt fé streymdi inn í landið á þessum árum með banka­starf­semi, og rataði í útvalda staði, eins og tíðkast hjá nýfrjálsum nýlendum með inn­lenda for­rétt­inda­stétt – sín sér­stöku goð­orð – og einhvern veg­inn sýn­ist manni að sam­fellt partí hafi geisað þessi fjögur ár hjá höfð­ingj­unum í Reykja­vík, svipað eins og hjá útrás­ar­gos­unum hund­rað árum síðar ... Það heyrð­ist meira að segja talað um að sér­lega glatt hefði verið á hjalla þegar „hvíta duft­ið“ var haft um hönd …

Tækni­fram­farir í sjáv­ar­út­vegi og afnám vist­ar­bands­ins undir lok 19. ald­ar­innar sköp­uðu lífs­kjara­bylt­ingu. En við megum aldrei gleyma því að for­senda þeirrar bylt­ingar er dugn­aður og ósér­hlífni þess eigna­lausa fólks sem lagði mikið erf­iði á sig til þess að skapa börnum sín­um, barna­börnum og barna­barna­börnum – já okkur – mann­sæm­andi kjör. Þegar verka­lýðs­hreyf­ingin virkj­aði sam­taka­mátt­inn varð til ógur­legt afl, sem magn­að­ist líka af ótt­anum við útbreiðslu bylt­ing­ar­innar í Rúss­landi. Það  tókst að ná fram veru­legum lífs­kjara­bótum sem ekki voru bara undir rausn­ar­skap goð­anna komn­ar, hærri laun, betri aðbúnað á vinnu­stöð­um, boð­legan vinnu­tíma, trygg­ing­ar, betra hús­næði. En svo sækir í sama far og aftur þarf að sækja hér fram til að koma á rétt­látu kerfi sem gerir öllum kleift að sinna þeirri grunn­þörf að koma sér upp þaki yfir höf­uðið án þess að vera hneppt í ævi­langa ánauð.

Sú vel­megun sem þrátt fyrir allt hefur ríkt hér á landi síð­ustu ára­tugi er ekki banda­ríska hernum að þakka heldur verka­lýðs­hreyf­ing­unni, bar­áttu og sam­taka­mætti. Jöfn­uður væri hér hins vegar meiri og lífs­kjör betri hefði póli­tískur styrkur hreyf­ing­ar­innar verið meiri, klofn­ing­ur­inn minni.

Það vor­aði illa 1918

Árið 1918 er þarna í þjóð­ar­sög­unni en það lýsir ekki skært og tign­ar­lega heldur er týran dauf frá því. Þetta er mót­sagna­kennt ár. Það kallar fram margræðar kenndir sem veg­ast á; sorg, auð­mýkt og stolt, jafn­vel ráð­leysi í alls konar hlut­föll­um.

Kannski er þetta ástæðan fyrir því að við gerum alla jafnan heldur lítið með þessi gríð­ar­legu tíma­mót í Íslands­sög­unni.  Árið er okkur áminn­ing um vald og tak­mark­anir þess: minnir okkur á það sem er í okkar valdi og utan þess. Við fengum full­veld­ið, en urðum fjarri því full­valda yfir aðstæðum okk­ar. Frosta­vet­ur­inn mikli skall af fullri hörku á lands­mönn­um, Skerja­fjörð­inn lagði fyrir sunnan og Poll­inn á Akur­eyri fyrir norð­an, en Vest­firðir og Húna­flói fyllt­ust af haf­ís. Dag­inn sem full­veldið var sam­þykkt barst Spænska veikin til lands­ins með danska skip­inu Botníu eða banda­ríska skip­inu Willemoes. Tveir þriðju íbúa Reykja­víkur lögð­ust í rúm­ið; nærri fimm­hund­ruð manns lét­ust af völdum inflú­ensunnar áður en yfir lauk, um helm­ingur í Reykja­vík. Óvætt­urin Katla gaus. Öllum teg­undum af hall­æri var dembt á þjóð­ina á einu ári. Engu var lík­ara en að sjálft land­ið, gjörvöll nátt­úran, berð­ist um á hæl og hnakka og beitti öllum ráðum við að reyna að sann­færa lands­menn um að þetta myndi aldrei geta geng­ið, þið skuluð ekki halda að þið getið orðið sjálf­stætt fólk.

Þetta hafð­ist nú samt og eftir á að hyggja varð það þjóð­inni til mik­illar gæfu að losna undan afskiptum og íhlutun danskra stjórn­valda, sem stundum vildu vel en höfðu í raun­inni tak­mark­aðan skiln­ing á stað­háttum hér, eins og dæmin frá Inn­rétt­ing­unum og til Millj­óna­fé­lags­ins sýna. Ein þjóð á aldrei að vera undir eina aðra þjóð sett. Það er grund­vall­ar­at­riði.

Við deilum hins vegar full­veldi okkar með öðrum jafn­rétt­háum ríkj­um. Þjóðir heims­ins eru í  sí­fellu að afsala sér hluta af full­veldi sínu við gerð marg­vís­legra sátt­mála og úrlausn alls konar mála, ekki síst umhverf­is­mála þar sem engin landa­mæri eru, ekki einu sinni hjá þjóð sem býr úti í ball­ar­hafi. Jörðin er bara ein og þraut­pínd af rányrkju kap­ít­al­ism­ans og ef svo heldur fram sem horfir mun mað­ur­inn eyða sér og öllu lífi fyrr en varir með neyslu­háttum sín­um, skamm­sýni, græðgi og hag­vaxt­ar­grill­um.

En það er stórt orð, hákot. Og því stærri sem orðin eru þeim mun rýr­ari vill merk­ing þeirra verða. Orð eins og „full­veldi“ vísar á fyr­ir­komu­lag sem hvorki er mögu­legt né æski­legt. Ætli það ríki sem komst næst því að mega heita „full­valda“ hafi ekki verið Kam­bó­día í tíð ógn­ar­stjórnar Rauðra kmera?

Hálf­veldið Ísland

Við tölum ekki um hálf­veldi. Samt kynni það orð að lýsa stöðu íslenskt sam­fé­lags og stjórn­kerfis betur en hið steig­ur­láta orð, full­veldi, þegar kemur að setn­ingu laga og reglu­gerða um það hvernig háttað er umgjörð mála í sam­fé­lag­inu. Þannig þurfa Íslend­ingar að inn­leiða til­skip­anir Evr­ópu­sam­bands­ins, án þess að hafa haft nokkuð um þær að segja nema að und­an­gengnu mála­mynda­sam­ráði. Oft­ast eru þetta fyr­ir­taks mál. Almenn­ingur hefur fengið marg­vís­legar rétt­ar­bætur með þessu fyr­ir­komu­lagi, sem hinn íhalds­sami tví­flokkur sem stjórnað hefur land­inu meira og minna frá árinu 1904 hefði aldrei sam­þykkt ann­ars, nema þá að und­an­gengnum verk­föll­um. Þetta eru umhverf­is­mál og neyt­enda­mál og marg­vís­leg rétt­inda­mál almenn­ings og minni­hluta­hópa – nú síð­ast ágæt per­sónu­vernd­ar­lög, þar sem umræðan hér á landi sner­ist helst um það hví­líkt vesen þeim fylgdi fyrir stofn­anir og fyr­ir­tæki, en færri höfðu orð á þeim miklu rétt­ar­bótum sem lög­unum fylgja fyrir almenn­ing. Tví­flokknum virð­ist þykja þetta hálf­veldi prýði­legt, enda er aðgangur sjáv­ar­út­vegsfyr­ir­tækj­anna að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins tryggð­ur, sem er aðal­at­rið­ið, um leið og valdið yfir gjald­miðl­inum er það líka, sem hentar auð­vitað bara hluta af fyr­ir­tækj­unum í land­inu – þeim hluta sem ræður ferð­inni; goð­un­um. Kannski treysta menn á að lögum og reglu­gerðum verði slæ­lega fram­fylgt hér norður í ball­ar­hafi – eins og löngum fyrr á öld­um.

Þetta voru merki­leg tíma­mót, árið 1918; við vorum ekki lengur dönsk nýlenda, og þó að farið sé að fenna yfir þær til­finn­ingar sem þá losn­uðu úr læð­ingi megum við ekki gleyma því alveg að það er illt hlut­skipti fyrir þjóð að lúta annarri þjóð. En manni finnst eins og það vanti eitt­hvað. Manni finnst eins og þetta  gæti verið svo miklu betra. Manni finnst eins og Ísland sé ekki alveg heilt – að hér sé jafn­vel nokk­urs konar hálf­veldi. Manni finnst eins og við deilum ekki byrð­unum og gæð­unum eins og við ættum að gera og að þjóðin fái ekki það sem henni ber fyrir auð­lindir sínar og fyrir vikið sé hér meira um flug­elda­sýn­ingar en spít­ala­rekst­ur, meira um bónusa og fjár­glæfra en skóla­rekst­ur, meira um for­stjóra­hækk­anir en sann­gjörn ljós­mæðra­laun.

Manni finnst eins og það hafi ekki alveg náðst að skapa hér það góða sam­fé­lag sem öll skil­yrði eru fyrir að búa til – mann­afli, þekk­ing­ar­stig, tækni, menn­ing, birtan og fjöll­in, orkan í loft­inu og blessað rok­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar