Kominn tími til að hugsa út fyrir boxið og byrja að framkvæma

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík segir ófremdarástand ríkja í málefnum heimilislausra í borginni. Hún segir þurfa að setja húsnæðismálin í forgang fyrir alvöru og byrja að framkvæma.

Auglýsing

Mál­efni heim­il­is­lausra hefur verið mikið í umræð­unni að und­an­förnu og var einnig eitt aðal­kosn­inga­mál Flokks fólks­ins í aðdrag­anda ­borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Að vera heim­il­is­laus er án efa eitt það erf­ið­asta í lífi sér­hvers ein­stak­lings og fjöl­skyld­u. Heim­il­is­lausir er fjöl­breyttur hópur af öllum kynj­um, á öllum aldri, ein­stak­ling­ar, öryrkjar, barna­fjöl­skyld­ur, ein­stæðir for­eldrar og eldri borg­ar­ar. Að vera heim­il­is­laus merkir að hafa ekki aðgang að hús­næði að stað­aldri á sama stað þar sem við­kom­andi getur kallað heim­ili. Sumir heim­il­is­lausir glíma við veik­indi eða höml­un af ein­hverju tagi. Þetta er fólk sem hefur orðið fyrir slysi eða áföll­um, eru öryrkjar eða með skerta starfs­orku sem hefur valdið þeim ýmis konar erf­ið­leikum og dregið úr mögu­leikum þeirra að sjá sér og fjöl­skyldu sinn­i far­borða.

Ætla má að lang­flestir þeirra sem eru heim­il­is­lausir séu það vegna þess að þeir hafa ekki efni á að leigja hús­næði í Reykja­vík þar sem leigu­verð fyrir með­al­stóra íbúð er jafn­vel 250.000 krónur á mán­uði. Félags­lega íbúða­kerfið er í molum í Reykja­vík. Á biðlista bíða hund­ruð fjöl­skyldna eftir félags­legu hús­næði og margir þeir sem leigja hjá Félags­bú­stöðum kvarta auk þess yfir að hús­næð­inu sé ekki hald­ið nægj­an­lega við. Sumt af hús­næði Félags­bú­staða er heilsu­spill­andi. Hjá Félags­bú­stöðum hefur leiga jafn­framt hækkað mikið und­an­farið og er að sliga marga ­leigj­end­ur.

Flokkur fólks­ins hefur lagt fram tvær til­lögur sem varða Félags­bú­staði en eins og kunn­ugt er um að ræða fyr­ir­tæki sem heyrir und­ir­ B-hluta borg­ar­inn­ar. Fyrri til­lagan er að borg­ar­stjórn sam­þykki að fela óháðum aðila að gera rekstr­ar­út­tekt á Félags­bú­stöð­um. Einnig úttekt á öryggi leigu­taka og formi leigu­samn­inga með til­liti til stöðu leigu­taka. Þess­ari til­lögu var vísað í borg­ar­ráð þar sem henni var síðan vísað til umsagnar hjá fjár­mála­stjóra og innri end­ur­skoð­anda. Seinni til­lagan er að borg­ar­stjórn sam­þykki að gerð verði ítar­leg úttekt á biðlista Félags­bú­staða m.a. hverjir eru á þessum biðlista, hve margar fjöl­skyld­ur, ein­stak­ling­ar, öryrkjar og eldri borg­arar og hverjar eru aðstæður umsækj­enda? Hve langur er bið­tím­inn og hve margir hafa beðið lengst? Hér er um að ræða brot af þeim upp­lýs­ingum sem óskað hefur verið eftir er varðar biðlista Félags­bú­staða.

Auglýsing

Heim­il­is­lausir búa margir hverjir upp á náð og mis­kunn hjá  öðrum, ýmist vinum eða ætt­ingjum eða hír­ast í ósam­þykktu iðn­að­ar­húsi sem ekki er hægt að kalla manna­bú­stað. Einn hluti hóps heim­il­is­lausra er utan­garðs­fólk, fólk sem glímir sumt hvert við djúp­stæðan fíkni­vanda og geð­ræn veik­ind­i.  Þessi hópur þarf líka að eiga ein­hvers staðar heima, hafa stað fyrir sig. Enn aðrir eru þeir sem kjósa að búa í hús­bílum sínum en hafa ekki fengið var­an­lega stað­setn­ingu fyrir hús­bíl­inn nærri grunn­þjón­ustu.

Óhætt er að full­yrða að það ríkir ófremd­ar­á­stand í þessum málum í borg­inni. Það er víða verið að byggja alls kyns hús­næði sem selt verður fyrir upp­hæðir sem þessum hópi er fyr­ir­munað að ráða við að greiða. ­Byggja þarf ódýr­ara og hag­kvæmara, hraðar og mark­viss­ara og alls staðar sem hægt er að byggja í Reykja­vík. Óhagn­að­ar­drif­in ­leigu­fé­lög þurfa að verða fleiri. Flokkur fólks­ins hefur ítrekað lagt til að líf­eyr­is­sjóðir fái laga­heim­ild til að setja á lagg­irnar óhagn­að­ar­drif­in ­leigu­fé­lög. Hjá líf­eyr­is­sjóð­unum er gríð­ar­mikið fjár­magn sem nýta má í þágu fólks­ins sem greiðir í sjóð­ina.

Í við­tali við verk­efna­stjóra Kís­il­verk­smiðj­unnar á Bíldu­dal í morg­un­út­varp­inu í vik­unni sagði hann frá inn­fluttum 50 fer­metra timb­ur­húsum frá Eist­landi sem full­búin kosta 16 millj­ón­ir. Hér er komin hug­mynd sem vel mætti skoða fyrir Reykja­vík og víð­ar. Fram til þessa hefur lóð­ar­verð verið hátt og einnig bygg­ing­ar­kostn­að­ur. Þeir sem hafa helst byggt hafa gert það í hagn­að­ar­skyni enda eig­endur gjarnan fjár­fest­inga­bankar og önnur fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki.

Af hverju getur borgin ekki skoðað lausnir af fjöl­breytt­ari toga? Vandi heim­il­is­lausra og ann­arra sem búa við við­var­andi óstöð­ug­leika í hús­næð­is­málum mun aðeins halda áfram að vaxa verði ekki farið að grípa til rót­tækra neyð­ar­að­gerða enda ríkir hér neyð­ar­á­stand í þessum mál­u­m.  Það þarf að setja hús­næð­is­málin í for­gang fyrir alvöru og byrja að fram­kvæma. Flokkur fólks­ins í borg­inni hefur óskað eftir að mál­efni þessa hóps verði sett á dag­skrá á næsta fundi borg­ar­ráðs 19. júlí. Það er kom­inn tím­i  til að fara að hugsa út fyrir boxið í þessum málum og fram­kvæma.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar