22. júlí

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson formaður Ungra jafnaðarmanna fjallar um sjö ára afmæli hryðjuverkanna í Útey.

Auglýsing

Ungir jafnaðarmenn hafa þann sið að safnast saman 22. júlí, til að minnast þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásinni í Noregi á þessum degi fyrir 7 árum. Systursamtök Ungra jafnaðarmanna í Noregi, AUF, hafa þurft, nú þegar nokkur ár eru liðin frá atburðinum, að standa í nokkrum umræðum um hvernig beri að minnast þessara voðaverka og fórnarlamba þeirra. Sjálfsagt er ekkert eitt hárrétt svar við því flókna og viðkvæma verkefni, en hvernig AUF hefur höndlað málin hefur verið til fyrirmyndar. Hægri stjórnin sem setið hefur í Noregi síðustu ár hefur vísvitandi reynt að sveigja orðræðuna um 22. júlí á þann veg að um hafi verið að ræða árás á Noreg; allt norskt samfélag. Og þó að það sé auðvitað að vissu leyti alveg rétt, þá skautar það yfir þá staðreynd, þann yfirlýsta ískalda sannleik sem fenginn er af vörum sjálfs morðingjans, að árásin var sérhæfðari en svo. Þetta var árás á fjölmenningu, á frjálslyndi og á jafnrétti og mannréttindi allra óháð uppruna. Þetta var árás á Verkamannaflokkinn og ríkisstjórn hans. Þetta var árás á unga jafnaðarmenn. Þessu hafa AUF reynt að halda til haga án þess að gera sér pólitískan mat úr þessum hræðilegu atburðum. Ekkert þeirra 77 sem létust óskuðu eftir því að verða að píslarvottum fyrir málstaðinn. 

Auglýsing

Þó er óhugsandi að minnast og heiðra fórnarlömb árásarinnar, án þess að halda á lofti þeim sjónarmiðum sem reynt var að ráðast á. Víða í heiminum vaxa öfgafullum þjóðernisöflum ásmegin, og pólitíska strategían um að skipta fólki alltaf upp í „við“ og „hin“, sem skildi heiminn eftir blóði drifinn um miðja síðustu öld, er núna hispurslaust nýtt meðal lýðskrumara til að spila inn á óöryggi fólks. Það er því mikilvægara en það hefur lengi verið, að setja í öndvegi þau gildi sem reynt var að skjóta í kaf í Osló og Útey fyrir sjö árum, þ.e. jöfnuð, frið, mannréttindi, femínisma, frjálslyndi og fjölmenningu. 

Þannig má vonandi koma í veg fyrir að 22. júlí 2011 endurtaki sig. 

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar