Klúður Steingríms J. Sigfússonar

Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur skrifar um hátíðarfundinn á Þingvöllum og ábyrgð forseta Alþingis.

Auglýsing

Það er ljóst að stór­kost­leg mis­tök voru gerð við und­ir­bún­ing hátíð­ar­fundar Alþingis á Þing­völlum þann 18. júlí sl. Ábyrgðin á þessu klúðri liggur fyrst og fremst hjá Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Alþing­is, en hann virð­ist hafa misst sjónar á eðli og til­gangi hátíð­ar­funda af þessu tag­inu. Hátíð­ar­fundir Alþings á Þing­völlum eru fyrst og fremst tákn­rænir atburð­ir, ætlað að efla sam­stöðu og und­ir­strika það sem þjóðin á sam­eig­in­legt. Þing­vellir eru þjóð­ar­tákn, eng­inn á Þing­velli fremur en ann­ar. Stað­setn­ingin gerir því sér­stakar kröfur til fund­ar­ins. Til þess að tákn­rænir hátíð­ar­fundir af þessu tag­inu geti farið fram þarf því að tryggja sam­stöðu og úti­loka átök. Í hugum margra verða slíkir fundir því yfir­borðs­kenndir og jafn­vel inni­halds­laus­ir, vett­vangur hátíð­ar­ræðna og sam­þykktar til­lagna sem allir sam­þykkja einum rómi. En þetta getur varla verið með neinum öðrum hætti: deilur og umræður um til­lög­ur, flutn­ingur breyt­inga­til­lagna, atkvæða­greiðslur þar sem þing­menn gera grein fyr­ir­ ­at­kvæð­i sínu og umræður um fund­ar­stjórn for­seta eiga aug­ljós­lega ekki við á Þing­völl­um. Hátíð­ar­fundir standa því og falla með góðum und­ir­bún­ingi, sam­ráði og samn­ing­um. For­seti Alþing­is, eðli máls­ins sam­kvæmt, ber ábyrgð á því að þessi und­ir­bún­ingur sé í lag­i.  Undir þess­ari ábyrgð stóð Stein­grím­ur J. Sig­fús­son ekki og raunar bendir allt til að ein­streng­is­legar hug­myndir hans um fund­inn séu helsta orsök þess að ­upp úr sauð.

Stein­grímur og aðrir skipu­leggj­endur fund­ar­ins fengu þá flugu í höf­uðið að aðkoma danska þings­ins væri nauð­syn­leg á hátíð­ar­fund­in­um. Því væri eðli­legt að for­seti danska þings­ins ávarp­aði hátíð­ar­fund­inn. En þetta er furðu­leg hug­mynd sem ekki styðst við neinar hefð­ir. Ávarp for­seta danska þings­ins var í raun þvert á allar venjur sem gilt hafa um hátíð­ar­fundi Alþingis á Þing­völl­um. Sjálf­sagt var bjóða for­seta þjóð­þinga Norð­ur­land­anna að vera við­stadd­ir, en engin þörf var á ávarpi. Stein­grími var ­full­ljóst hversu umdeildur stjórn­mála­maður for­seti danska þings­ins er, honum hlaut að vera ljóst að ávarp frá henni myndi verða til­efni póli­tískra átaka og gagn­rýni innan þings og utan. Þegar síð­an ­upp úr sauð, harmar Stein­grímur að for­seta danska þings­ins sé ekki sýnd full virð­ing og seg­ist „vona að um minni­hluta­sjón­ar­mið sé að ræða“. Stein­grímur virð­ist ekki átta sig á því að án þess að fullt til­lit sé tekið til minni­hluta­sjón­ar­miða, verða engir hátíð­ar­fundir haldnir á Þing­völl­um. Ef menn skilja þetta ekki, eiga menn ekki að koma nálægt skipu­lagi slíkra funda. Um leið og Stein­grímur opin­ber­aði harm sinn, birtist Pi­a Kjærs­gaar­d í ­fjöl­miðl­u­m og minnti fólk á að stjórn­mála­mað­ur­inn og þing­for­set­inn eru sami ein­stak­ling­ur­inn. Á þessum ein­stak­lingi hafa þing­menn ólíkar skoð­anir eins og geng­ur, en það er ekki hlut­verk Stein­gríms J. Sig­fús­sonar að lesa þing­mönnum pistil­inn um það hvað séu réttar skoð­anir í því sam­hengi. Hlut­verk Stein­gríms var að taka til­lit til þess­ara ólíku skoð­ana og tryggja sæmi­lega sátt. Þetta reynd­ist honum ofviða. 

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son bauð for­seta danska þings­ins að flytja ávarp á Þing­völlum og þyk­ist nú alveg hissa á við­brögð­un­um. Hann hefði allt eins getað flutt til­lögu um afnám kvóta­kerf­is­ins og verið alveg hissa á því að órói færð­ist yfir þing­heim. Einn þing­flokkur mætti ekki í mót­mæla­skyni, einn þing­maður sat ekki undir ræðu danska þing­for­set­ans, fjöl­margir þing­menn mættu með dönsk barm­merki og aug­lýstu þau sér­stak­lega á sam­fé­lag­smiðum og einn þing­maður fann sig knú­inn til að flytja hluta af ræðu sinni á dönsku. Og í kjöl­farið var allt eftir upp­skrift­inni: þing­menn gagn­rýna hver annan með dylgjum og ásök­un­um. Ef að líkum lætur eru þessar deilur rétt að byrja. Stein­grím­ur J. hefur hingað til ekki látið gagn­rýnendur eiga neitt inni hjá sér­.  

Auglýsing

Lík­lega fara þessar deilur með hátíð­ar­fundi á Þing­völlum á svip­aðan hátt og deilur fóru með þjóð­ar­graf­reit­inn á Þing­völl­um. Tákn­rænir hátíð­ar­fundir þola ekki deilur af þessu tag­inu, þeir flytj­ast frá hinu tákn­ræna og sam­eig­in­lega yfir á svið hvers­dags­legra stjórn­mála þar sem deilur eru sjálf­sagðar og eðli­leg­ar. For­seti Alþingis taldi mik­il­væg­ara að bukta sig fyrir dönskum emb­ætt­is­manni á Þing­völlum en tryggja sátt og sam­stöðu eigin þing­manna á 100 ára afmæli full­veld­is­ins. Hvort þessi upp­á­koma er harm­ræn eða spaugi­leg skal ósagt lát­ið, en það er sann­ar­lega eitt­hvað síð­-ný­lendu­legt við hana.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar