„Við eigum öll að geta fundið okkur stað í tilverunni í Reykjavík“

Eyþór Laxdal Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skrifar um húsnæðiskrísuna í borginni og tillögur minnihlutans um lausnir sem hann vonast til að meirihlutinn taki vel.

Auglýsing


Hús­næð­iskrísan í borg­inni á sér margar birt­ing­ar­mynd­ir. Sífellt fleiri flytja í nágranna­sveit­ar­fé­lögin úr Reykja­vík og er met­fjölgun í Reykja­nesbæ og í Árborg til marks um það. Fast­eigna­verð hefur tvö­fald­ast og var um tíma sett heims­met í verð­hækk­unum á síð­asta kjör­tíma­bili. Leigu­verð hefur hækkað um 100% og kostar nú hátt í 300 þús­und að leigja blokkar­í­búð í Reykja­vík. Æ hærra hlut­fall ungs fólks er í for­eldra­húsum sam­kvæmt tölum frá Íbúða­lána­sjóði. Og svo eru það heim­il­is­laus­ir, en þeim hefur fjölgað um 95% á stuttum tíma. Það er ólíð­andi fyrir okkar að sjá þessa miklu fjölgun fólks sem býr við algert óör­yggi þeirra sem ekki eiga skjól. Umboðs­maður Alþingis hefur fundið að starfs­háttum borg­ar­innar í hús­næð­is­málum og biðlisti Félags­bú­staða er búinn að lengj­ast úr hófi.

Það er eitt­hvað mikið að hjá borg­inni

Ástandið er ójafn­vægi þar sem tals­vert er byggt af lúxus­í­búðum en nær ekk­ert af hag­stæðum ein­ing­um. Marg­boð­aðar leigu­í­búðir hafa látið á sér standa enda leggur borgin 45 þús­und kr. á hvern m2 þess­ara íbúða. Það gerir 4.5 millj­ónir á 100m2 íbúð. Þetta veldur því að dæmið gengur ekki upp þar sem leigan er hund­ruðum þús­unda hærri á ári vegna þessa gjalds borg­ar­inn­ar. Á sama tíma hefur IKEA byggt íbúðir fyrir starfs­menn sína í Garðabæ og boðar mun lægri leigu. Það er eitt­hvað mikið að hjá borg­inni. Allur sam­an­burður sýnir það. Og töl­urnar sanna það.

Auglýsing
Stjórnarandstaðan boðar breyt­ingar

Til að bregð­ast við nýjum veru­leika í hús­næð­is­málum fór stjórn­ar­and­staðan í borg­inni fram á auka­fund í borg­ar­ráði þar sem hún lagði fram til­lögur að lausn­um. Það er kom­inn tími til að borg­ar­stjórn taki þessi mál alvar­lega. Það er von okkar að þeir sem standa að meiri­hluta­sam­starfi í Reykja­vík taki til­lögum okkar vel.

MeirihlutasáttmáliÁ for­síðu „meiri­hluta­sátt­mál­ans“ stend­ur: „Við eigum öll að geta fundið okkur stað í til­ver­unni í Reykja­vík“. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna hafa fjöl­margir flutt burt. Æ fleiri búið í for­eldra­húsum og hús­næð­is­lausum eru tvö­falt fleiri en áður. Þetta ger­ist í sam­fellda mesta upp­gangs­tíma sem við höfum þekkt. Þessu þarf að linna. Við boðum breyt­ing­ar. Von­andi verður hlustað á þann boð­skap. Orð og nefndir hafa engu skil­að. Nú þarf efnd­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar