„Við eigum öll að geta fundið okkur stað í tilverunni í Reykjavík“

Eyþór Laxdal Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skrifar um húsnæðiskrísuna í borginni og tillögur minnihlutans um lausnir sem hann vonast til að meirihlutinn taki vel.

Auglýsing


Hús­næð­iskrísan í borg­inni á sér margar birt­ing­ar­mynd­ir. Sífellt fleiri flytja í nágranna­sveit­ar­fé­lögin úr Reykja­vík og er met­fjölgun í Reykja­nesbæ og í Árborg til marks um það. Fast­eigna­verð hefur tvö­fald­ast og var um tíma sett heims­met í verð­hækk­unum á síð­asta kjör­tíma­bili. Leigu­verð hefur hækkað um 100% og kostar nú hátt í 300 þús­und að leigja blokkar­í­búð í Reykja­vík. Æ hærra hlut­fall ungs fólks er í for­eldra­húsum sam­kvæmt tölum frá Íbúða­lána­sjóði. Og svo eru það heim­il­is­laus­ir, en þeim hefur fjölgað um 95% á stuttum tíma. Það er ólíð­andi fyrir okkar að sjá þessa miklu fjölgun fólks sem býr við algert óör­yggi þeirra sem ekki eiga skjól. Umboðs­maður Alþingis hefur fundið að starfs­háttum borg­ar­innar í hús­næð­is­málum og biðlisti Félags­bú­staða er búinn að lengj­ast úr hófi.

Það er eitt­hvað mikið að hjá borg­inni

Ástandið er ójafn­vægi þar sem tals­vert er byggt af lúxus­í­búðum en nær ekk­ert af hag­stæðum ein­ing­um. Marg­boð­aðar leigu­í­búðir hafa látið á sér standa enda leggur borgin 45 þús­und kr. á hvern m2 þess­ara íbúða. Það gerir 4.5 millj­ónir á 100m2 íbúð. Þetta veldur því að dæmið gengur ekki upp þar sem leigan er hund­ruðum þús­unda hærri á ári vegna þessa gjalds borg­ar­inn­ar. Á sama tíma hefur IKEA byggt íbúðir fyrir starfs­menn sína í Garðabæ og boðar mun lægri leigu. Það er eitt­hvað mikið að hjá borg­inni. Allur sam­an­burður sýnir það. Og töl­urnar sanna það.

Auglýsing
Stjórnarandstaðan boðar breyt­ingar

Til að bregð­ast við nýjum veru­leika í hús­næð­is­málum fór stjórn­ar­and­staðan í borg­inni fram á auka­fund í borg­ar­ráði þar sem hún lagði fram til­lögur að lausn­um. Það er kom­inn tími til að borg­ar­stjórn taki þessi mál alvar­lega. Það er von okkar að þeir sem standa að meiri­hluta­sam­starfi í Reykja­vík taki til­lögum okkar vel.

MeirihlutasáttmáliÁ for­síðu „meiri­hluta­sátt­mál­ans“ stend­ur: „Við eigum öll að geta fundið okkur stað í til­ver­unni í Reykja­vík“. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna hafa fjöl­margir flutt burt. Æ fleiri búið í for­eldra­húsum og hús­næð­is­lausum eru tvö­falt fleiri en áður. Þetta ger­ist í sam­fellda mesta upp­gangs­tíma sem við höfum þekkt. Þessu þarf að linna. Við boðum breyt­ing­ar. Von­andi verður hlustað á þann boð­skap. Orð og nefndir hafa engu skil­að. Nú þarf efnd­ir.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar