Stórlygaherferð valdaelítunnar eftir hrun: II - Alheimssamsærið gegn Íslandi

Þorvaldur Logason segir alheimssamsæri búa til illan ásetning úr öllum gjörðum pólitískra andstæðinga hvernig sem þær eru meintar eða framkvæmdar.

Auglýsing

Strax eftir Hrun var þjóð­inni sagt að í gangi væri alheims­sam­særi gegn henni með alþjóða kröfu­hafa í far­ar­broddi, sam­særi bæði þjóða og vog­un­ar­sjóða. Af sumum nefnt „um­sátrið“ en af öðrum „land­ráða-­sam­særið með hræ­gömm­um“. Á sama tíma var alveg eins sam­særi í gangi gegn Ung­verja­landi og annað algjör­lega eins gegn Grikk­landi. Öll nákvæm­lega eins og flest þau sam­særi sem brugguð voru gegn svo að segja öllum ein­ræð­is­herrum 20. ald­ar­inn­ar. Helst þó gegn Hitler og Stalín.

Af því að alheims­sam­særið gegn þjóð­inni er ekki sam­særi heldur áhrifa­rík­asta áróð­ursvopn sem þekkt er, upp­á­halds­vopn ein­ræð­is­herr­ans. Áhrifa­máttur þessa vopns er óhugn­an­legur og engu öðru líkur í vopna­búri áróð­urs­valds­ins. Alheims­sam­særið setur á svið magn­þrung­inn og spenn­andi heim góðs og ills sem er tælandi í ein­fald­leika sínum og tak­marka­laus í skýr­ing­ar­mætti.

Sam­særið hefst eins og spennu­saga og endar … aldrei. Líkt Stjörnu­stríði, ein­feldn­ings­lega Dis­ney-­legt úr fjar­lægð en um leið og fólkið sest inn í myrkur undir wagner­ískri tón­list, dettur það ósjálfrátt inn í seið­andi og dul­ar­fullan heim, með skraut­leg­ustu per­sónum og hug­mynda­ríkum hlið­ar­sög­um, sem erfitt getur verið að kveðja. Flestar sög­urnar eru land­ráða-­sam­sær­is­sögur sem fólk sam­þykkir af skyldu­rækni, ótta eða vegna hags­muna.

Auglýsing

Tak­ist áróð­urs­valdi að sann­færa þjóð eða stóran hluta hennar um við­var­andi og víð­femt sam­særi vold­ugra aðila gegn þjóð­inni þá er næsta auð­velt að fá hana til að trúa nokkurn veg­inn hverju sem er.

Alheims­sam­særið er prótótýpan að vel­heppn­aðri póli­tískri áróð­urs­her­ferð. Sögð er saga, spennu- og bar­áttu­saga, með þremur stöðl­uðum per­són­um: Erki­bóf­an­um, hetj­unni og óum­deil­an­lega fórn­ar­lamb­inu - hverjir léku þessi hlut­verk í póli­tíska hring­leika­hús­inu á Íslandi verður afhjúpað síðar  - mik­il­væg­ast nú er að átta sig aðal­at­rið­inu í ótrú­legum og óhugn­an­legum áhrifum alheims­sam­sær­is­ins á almenn­ing:

Kjarn­inn í lyga og blekk­ing­ar­á­róðri liggur í rang­túlkun ásetn­ings (Ellul).

Rang­túlkun ásetn­ings er magnað töfra­bragð sem hægt er að fram­kvæma hug­lægt og til­finn­inga­lega án vits­muna­legs rök­stuðn­ings. Alheims­sam­særið býr til illan ásetn­ing úr öllum gjörðum póli­tískra and­stæð­inga hvernig sem þær eru meintar eða fram­kvæmd­ar. Hver ein­asti lyk­il­at­burður sam­tím­ans á sér skyndi­lega aðeins eina orsök, eina yfir­keyr­andi og yfir­þyrm­andi skýr­ingu. Engin önnur skýr­ing nýtur virð­ingar eða fær hlust­un. Jafn­vel góð verk í þágu óum­deil­an­lega fórn­ar­lambs­ins eru for­smáð sem ill­virki og felld inn í stór­sög­una um alheims­sam­sær­ið.

Það er því lík­ast að inn á svið opin­berrar rök­ræðu sigli hel­stirni með gíf­ur­legt seg­ul­svið sem sogar til sín orð, rök­semdir og sögur sam­tím­ans – likt og vits­muna­legt svart­hol. Á móti skýtur þetta hel­stirni stans­laus frá sér, svört­um, eitr­uðum áróðri. Sam­sær­inu fylgja ævin­lega og und­an­tekn­ing­ar­laust fjöldi djöf­ul­legra áróð­urs­bragða, eins konar smærri hel­stirni hlaðin snjöllum vopnum sem erfitt er að sjá við.

Í þessu helj­ar­rökkri á lýð­ræð­ið, rétt­lætið og rök­ræðan enga von.  Stað­reyndir logn­ast út af eins og kynd­illogar af súr­efn­is­leysi, ekk­ert lifir nema sam­sær­is-æs­ing­ar­hróp fylg­is­mann­anna, dásam­aðir leið­tog­arn­ir, peppið og sér­hags­mun­irn­ir.

Alheims­sam­særið er ger­eyð­ing­ar­vopn stjórn­mál­anna. Þeir sem ákváðu að beita því á Íslandi brutu með­vitað niður póli­tískt sið­ferði í land­inu, þannig að jafn­vel hlut­læg­ustu stað­reyndir voru fótum troðn­ar, á nákvæm­lega sama hátt og Don­ald Trump gerir nú í Banda­ríkj­unum – en ávinn­ing­ur­inn liggur ekki í augum uppi. Hann er þessi: Þegar sann­leik­ur­inn er sviptur afli sínu, ræður hreinn áróð­ursmáttur úrslit­um.

Alheims­sam­særið ruddi leið­ina fyrir stór­lyga­her­ferð­ina eftir Hrun. Sú her­ferð var ógn við lýð­ræðið og gæti orðið að stór­hættu­legu póli­tísku for­dæmi verði áróð­ur­inn ekki for­taks­laust for­dæmdur af sög­unni.

Þess vegna ætla ég í næstu greinum að kafa ofan í alheims­sam­særið og fletta ofan af land­ráðunum með erlendum kröfu­höf­um, helst afhjúpa, ef svig­rúm leyf­ir, hvernig íslenskir áróð­urs­menn sóttu í sjálfa rýt­ings­stungu­goð­sögn nas­ist­anna, Dolch­stoss­legende.

Þangað til næst mega les­endur gjarnan velta fyrir sér áhrifum alheims­sam­sær­is­ins á póli­tíska umræðu á Íslandi eftir Hrun.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar