Stórlygaherferð valdaelítunnar eftir hrun: II - Alheimssamsærið gegn Íslandi

Þorvaldur Logason segir alheimssamsæri búa til illan ásetning úr öllum gjörðum pólitískra andstæðinga hvernig sem þær eru meintar eða framkvæmdar.

Auglýsing

Strax eftir Hrun var þjóð­inni sagt að í gangi væri alheims­sam­særi gegn henni með alþjóða kröfu­hafa í far­ar­broddi, sam­særi bæði þjóða og vog­un­ar­sjóða. Af sumum nefnt „um­sátrið“ en af öðrum „land­ráða-­sam­særið með hræ­gömm­um“. Á sama tíma var alveg eins sam­særi í gangi gegn Ung­verja­landi og annað algjör­lega eins gegn Grikk­landi. Öll nákvæm­lega eins og flest þau sam­særi sem brugguð voru gegn svo að segja öllum ein­ræð­is­herrum 20. ald­ar­inn­ar. Helst þó gegn Hitler og Stalín.

Af því að alheims­sam­særið gegn þjóð­inni er ekki sam­særi heldur áhrifa­rík­asta áróð­ursvopn sem þekkt er, upp­á­halds­vopn ein­ræð­is­herr­ans. Áhrifa­máttur þessa vopns er óhugn­an­legur og engu öðru líkur í vopna­búri áróð­urs­valds­ins. Alheims­sam­særið setur á svið magn­þrung­inn og spenn­andi heim góðs og ills sem er tælandi í ein­fald­leika sínum og tak­marka­laus í skýr­ing­ar­mætti.

Sam­særið hefst eins og spennu­saga og endar … aldrei. Líkt Stjörnu­stríði, ein­feldn­ings­lega Dis­ney-­legt úr fjar­lægð en um leið og fólkið sest inn í myrkur undir wagner­ískri tón­list, dettur það ósjálfrátt inn í seið­andi og dul­ar­fullan heim, með skraut­leg­ustu per­sónum og hug­mynda­ríkum hlið­ar­sög­um, sem erfitt getur verið að kveðja. Flestar sög­urnar eru land­ráða-­sam­sær­is­sögur sem fólk sam­þykkir af skyldu­rækni, ótta eða vegna hags­muna.

Auglýsing

Tak­ist áróð­urs­valdi að sann­færa þjóð eða stóran hluta hennar um við­var­andi og víð­femt sam­særi vold­ugra aðila gegn þjóð­inni þá er næsta auð­velt að fá hana til að trúa nokkurn veg­inn hverju sem er.

Alheims­sam­særið er prótótýpan að vel­heppn­aðri póli­tískri áróð­urs­her­ferð. Sögð er saga, spennu- og bar­áttu­saga, með þremur stöðl­uðum per­són­um: Erki­bóf­an­um, hetj­unni og óum­deil­an­lega fórn­ar­lamb­inu - hverjir léku þessi hlut­verk í póli­tíska hring­leika­hús­inu á Íslandi verður afhjúpað síðar  - mik­il­væg­ast nú er að átta sig aðal­at­rið­inu í ótrú­legum og óhugn­an­legum áhrifum alheims­sam­sær­is­ins á almenn­ing:

Kjarn­inn í lyga og blekk­ing­ar­á­róðri liggur í rang­túlkun ásetn­ings (Ellul).

Rang­túlkun ásetn­ings er magnað töfra­bragð sem hægt er að fram­kvæma hug­lægt og til­finn­inga­lega án vits­muna­legs rök­stuðn­ings. Alheims­sam­særið býr til illan ásetn­ing úr öllum gjörðum póli­tískra and­stæð­inga hvernig sem þær eru meintar eða fram­kvæmd­ar. Hver ein­asti lyk­il­at­burður sam­tím­ans á sér skyndi­lega aðeins eina orsök, eina yfir­keyr­andi og yfir­þyrm­andi skýr­ingu. Engin önnur skýr­ing nýtur virð­ingar eða fær hlust­un. Jafn­vel góð verk í þágu óum­deil­an­lega fórn­ar­lambs­ins eru for­smáð sem ill­virki og felld inn í stór­sög­una um alheims­sam­sær­ið.

Það er því lík­ast að inn á svið opin­berrar rök­ræðu sigli hel­stirni með gíf­ur­legt seg­ul­svið sem sogar til sín orð, rök­semdir og sögur sam­tím­ans – likt og vits­muna­legt svart­hol. Á móti skýtur þetta hel­stirni stans­laus frá sér, svört­um, eitr­uðum áróðri. Sam­sær­inu fylgja ævin­lega og und­an­tekn­ing­ar­laust fjöldi djöf­ul­legra áróð­urs­bragða, eins konar smærri hel­stirni hlaðin snjöllum vopnum sem erfitt er að sjá við.

Í þessu helj­ar­rökkri á lýð­ræð­ið, rétt­lætið og rök­ræðan enga von.  Stað­reyndir logn­ast út af eins og kynd­illogar af súr­efn­is­leysi, ekk­ert lifir nema sam­sær­is-æs­ing­ar­hróp fylg­is­mann­anna, dásam­aðir leið­tog­arn­ir, peppið og sér­hags­mun­irn­ir.

Alheims­sam­særið er ger­eyð­ing­ar­vopn stjórn­mál­anna. Þeir sem ákváðu að beita því á Íslandi brutu með­vitað niður póli­tískt sið­ferði í land­inu, þannig að jafn­vel hlut­læg­ustu stað­reyndir voru fótum troðn­ar, á nákvæm­lega sama hátt og Don­ald Trump gerir nú í Banda­ríkj­unum – en ávinn­ing­ur­inn liggur ekki í augum uppi. Hann er þessi: Þegar sann­leik­ur­inn er sviptur afli sínu, ræður hreinn áróð­ursmáttur úrslit­um.

Alheims­sam­særið ruddi leið­ina fyrir stór­lyga­her­ferð­ina eftir Hrun. Sú her­ferð var ógn við lýð­ræðið og gæti orðið að stór­hættu­legu póli­tísku for­dæmi verði áróð­ur­inn ekki for­taks­laust for­dæmdur af sög­unni.

Þess vegna ætla ég í næstu greinum að kafa ofan í alheims­sam­særið og fletta ofan af land­ráðunum með erlendum kröfu­höf­um, helst afhjúpa, ef svig­rúm leyf­ir, hvernig íslenskir áróð­urs­menn sóttu í sjálfa rýt­ings­stungu­goð­sögn nas­ist­anna, Dolch­stoss­legende.

Þangað til næst mega les­endur gjarnan velta fyrir sér áhrifum alheims­sam­sær­is­ins á póli­tíska umræðu á Íslandi eftir Hrun.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar