Stórlygaherferð valdaelítunnar eftir Hrun: I - Þjóðin sem þráði lygina

Þorvaldur Logason skrifar um hrunið, lygar og valdaöflin.

Auglýsing

Í alheimskreppu kap­ít­al­ism­ans vorum við þjóð sem sár­lega þráði sann­leik­ann um orsakir þess hroða­lega efna­hags­lega og póli­tíska Hruns sem rústaði Íslandi haustið 2008. En þegar sann­leik­ur­inn opin­ber­að­ist gerð­ust þau undur að við þráðum fyr­ir­hruns-lyg­ina  sam­stundis aft­ur.

Slíks var von. Af því að ein­stak­ling­ur­inn í nútíma kap­ít­al­ísku sam­fé­lagi hefur djúp­stæða þörf fyrir áróður og lygi (Ellul). Fyrir Hrun vildum við trúa lygi góð­ær­is­ins, stór­brotnum kap­ít­al­ískum sýnd­ar­veru­leika, að því að fjár­munir og lán streymdu í kass­ann. Eftir Hrun þráðum við að trúa lyg­inni vegna þess að hún og aðeins hún bjó yfir þeim töfra­mætti að losa okkur á leift­ur­hraða út úr þeim ógn­væn­legu aðstæðum sem við vorum í. Aðeins lyg­in, aldrei sann­leik­ur­inn, gat látið skugga­lega skulda­byrði ein­stak­linga og þjóð­ar­innar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Aðeins lygin gat hvít­þvegið ráða­menn og skellt skuld­inni á 30-40 banka­menn, útlend­inga og fólk sem hafði engin völd fyrir Hrun.

Þjóðin þráði þá lygi sem sló á ótt­ann, los­aði hana við ábyrgð og sekt­ar­kennd, gaf sjálfselsk­unni yfir­bragð rétt­lætis og veitti henni draum­kennda von.

Auglýsing

Sú þjóð sem þráir lygi, fær sína lygi. Við fengum ekki neina venju­lega lygi, heldur heila her­ferð af stór­lyg­um, ger­eyð­andi felli­byl af þvætt­ingi, bulli og ofstæki sem skall á sam­fé­lag­inu árum saman þangað til ótt­inn, ábyrgð­ar­til­finn­ingin og sektin var horfin með öllu.

Öllu held­ur, þangað til valda­öflin sem bjuggu til sýnd­ar­veru­leik­ann fyrir Hrun og stýrðu þjóð­inni inn í Hrunið höfðu náð völdum aft­ur, vefj­andi þjóð­ina inn í sápu­kúlu nýs sýnd­ar­veru­leika.

Og á sama tíma og þetta gerð­ist á Íslandi skutu sam­bæri­legir atburðir Banda­ríkja­mönnum skelk í bringu og þjóðum út um allan heim. Af því að áróður er ekk­ert annað en síam­st­ví­buri fram­leiðslu­tækn­innar í þeim ósjálf­bæra heim­skap­ít­al­isma þar sem sjálfs­blekk­ingin er móðir hag­kerf­is­ins – og blekk­ing­ar­línan sem heim­ur­inn tekur í nefið er sýrð í Was­hington.

Enn og aft­ur, 2009, vorum við þjóðin sem þráði lyg­ina og hún var auð­fengin í alheims-­stjórn­kerfi sem hefur sér­hæft sig í fram­leiðslu blekk­inga.

Nú er búið að festa lygi valda­el­ít­unnar í sessi og gera að hinni opin­beru sögu­skýr­ingu á atburð­unum fyrir og þó sér­stak­lega eftir Hrun, með aðstoð félaga­sam­taka og nýrra póli­tískra afla. Við því þarf að bregð­ast og hefði þurft að bregð­ast af krafti fyrir lif­andis löngu, því það er engin þekkt leið til að bregð­ast við víð­tækt skipu­lögðum (of­stæk­is) áróðri önnur en að svara með víð­tækt skipu­lögðum áróðri. Aldrei er þó of seint að leið­rétta grófar póli­tískar lygar jafn­vel þó hand­hafar lyg­innar hafi lengi haft yfir­burða­völd í fjöl­miðlum lands­ins. 

Þess vegna er von á nokkrum greinum í Kjarn­an­um, eftir und­ir­rit­að­an, um stór­lyga­her­ferð valda­el­ít­unnar eftir Hrun.

Origo selur hlut í Tempo fyrir 4,3 milljarða
Söluhagnaður Origo er um þrír milljarðar og hækkar virði eftirstandandi hlutar félagsins í Tempo um tvo milljarða í bókum félagsins.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Bjarni Már Júlíusson
Bjarni Már: Uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra óverðskulduð og meiðandi
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segist hafa fengið kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR og Orku náttúrunnar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Uppsögn Áslaugar Thelmu talin réttmæt
Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Orku Náttúrunnar, var réttmæt að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Öll 12 mánaða gömul börn eiga að fá tryggt leikskólapláss fyrir lok 2023
Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í 5,2 milljarða króna fjárfestingu á næstu fimm árum til að fjölga leikskólaplássum um 700-750. Nýir leikskólar verða meðal annars byggðir. Framkvæmdirnar eiga að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Íslendingar henda fjórfalt meira rusli í klósettið en Svíar
Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag, 19. nóvember, og er þema ársins 2018 salernislausnir í anda náttúrunnar, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Ari Skúlason
Hvernig kostnaði við einkavæðingu er velt á bankagjaldkera
Kjarninn 19. nóvember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Norræn félagsfræði
Kjarninn 19. nóvember 2018
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Kvika kaupir GAMMA - Kaupverðið lækkað umtalsvert frá því í júní
Kaupverð Kviku á GAMMA hefur lækkað mikið frá því að viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð í júní. Hluti kaupverðsins er greiddur með hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar