Stórlygaherferð valdaelítunnar eftir Hrun: I - Þjóðin sem þráði lygina

Þorvaldur Logason skrifar um hrunið, lygar og valdaöflin.

Auglýsing

Í alheimskreppu kap­ít­al­ism­ans vorum við þjóð sem sár­lega þráði sann­leik­ann um orsakir þess hroða­lega efna­hags­lega og póli­tíska Hruns sem rústaði Íslandi haustið 2008. En þegar sann­leik­ur­inn opin­ber­að­ist gerð­ust þau undur að við þráðum fyr­ir­hruns-lyg­ina  sam­stundis aft­ur.

Slíks var von. Af því að ein­stak­ling­ur­inn í nútíma kap­ít­al­ísku sam­fé­lagi hefur djúp­stæða þörf fyrir áróður og lygi (Ellul). Fyrir Hrun vildum við trúa lygi góð­ær­is­ins, stór­brotnum kap­ít­al­ískum sýnd­ar­veru­leika, að því að fjár­munir og lán streymdu í kass­ann. Eftir Hrun þráðum við að trúa lyg­inni vegna þess að hún og aðeins hún bjó yfir þeim töfra­mætti að losa okkur á leift­ur­hraða út úr þeim ógn­væn­legu aðstæðum sem við vorum í. Aðeins lyg­in, aldrei sann­leik­ur­inn, gat látið skugga­lega skulda­byrði ein­stak­linga og þjóð­ar­innar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Aðeins lygin gat hvít­þvegið ráða­menn og skellt skuld­inni á 30-40 banka­menn, útlend­inga og fólk sem hafði engin völd fyrir Hrun.

Þjóðin þráði þá lygi sem sló á ótt­ann, los­aði hana við ábyrgð og sekt­ar­kennd, gaf sjálfselsk­unni yfir­bragð rétt­lætis og veitti henni draum­kennda von.

Auglýsing

Sú þjóð sem þráir lygi, fær sína lygi. Við fengum ekki neina venju­lega lygi, heldur heila her­ferð af stór­lyg­um, ger­eyð­andi felli­byl af þvætt­ingi, bulli og ofstæki sem skall á sam­fé­lag­inu árum saman þangað til ótt­inn, ábyrgð­ar­til­finn­ingin og sektin var horfin með öllu.

Öllu held­ur, þangað til valda­öflin sem bjuggu til sýnd­ar­veru­leik­ann fyrir Hrun og stýrðu þjóð­inni inn í Hrunið höfðu náð völdum aft­ur, vefj­andi þjóð­ina inn í sápu­kúlu nýs sýnd­ar­veru­leika.

Og á sama tíma og þetta gerð­ist á Íslandi skutu sam­bæri­legir atburðir Banda­ríkja­mönnum skelk í bringu og þjóðum út um allan heim. Af því að áróður er ekk­ert annað en síam­st­ví­buri fram­leiðslu­tækn­innar í þeim ósjálf­bæra heim­skap­ít­al­isma þar sem sjálfs­blekk­ingin er móðir hag­kerf­is­ins – og blekk­ing­ar­línan sem heim­ur­inn tekur í nefið er sýrð í Was­hington.

Enn og aft­ur, 2009, vorum við þjóðin sem þráði lyg­ina og hún var auð­fengin í alheims-­stjórn­kerfi sem hefur sér­hæft sig í fram­leiðslu blekk­inga.

Nú er búið að festa lygi valda­el­ít­unnar í sessi og gera að hinni opin­beru sögu­skýr­ingu á atburð­unum fyrir og þó sér­stak­lega eftir Hrun, með aðstoð félaga­sam­taka og nýrra póli­tískra afla. Við því þarf að bregð­ast og hefði þurft að bregð­ast af krafti fyrir lif­andis löngu, því það er engin þekkt leið til að bregð­ast við víð­tækt skipu­lögðum (of­stæk­is) áróðri önnur en að svara með víð­tækt skipu­lögðum áróðri. Aldrei er þó of seint að leið­rétta grófar póli­tískar lygar jafn­vel þó hand­hafar lyg­innar hafi lengi haft yfir­burða­völd í fjöl­miðlum lands­ins. 

Þess vegna er von á nokkrum greinum í Kjarn­an­um, eftir und­ir­rit­að­an, um stór­lyga­her­ferð valda­el­ít­unnar eftir Hrun.

Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Mikill er máttur minnihlutans
Leslistinn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar