Velmegun í fríverslun

Smári McCarthy þingmaður Pírata skrifar um skyldu Íslands til að standa vörð um alþjóðlegt kerfi frjálslyndrar fríverslunar, að efla þá velmegun sem hlýst af alþjóðaviðskiptum, og njóta í leiðinni góðs af tímabundinni villu sumra stórveldanna.

Auglýsing

Vel­megun Íslands byggir nær alfarið á útflutn­ingi og þjón­ustu­við­skipt­um, þar með talið ferða­þjón­ustu. Við fram­leiðum sem nemur sex milljón fisk­mál­tíðum á dag, til dæm­is, en annar útflutn­ingur okkar er á áli, vél­bún­aði, land­bún­að­ar­af­urð­um, hug­bún­aði, og ótrú­lega mörgu öðru.

Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að það er grund­vall­ar­at­riði að hafa góða frí­versl­un­ar­samn­inga við önnur ríki, svo að toll­ar, kvótar og ann­ars­konar tæki­legar eða form­legar við­skipta­hindr­anir standi ekki í vegi fyrir fram­gangi íslenskra fyr­ir­tækja.

Ísland er aðili að EES-­svæð­inu, sem veitir okkur því sem næst óhindr­aðan aðgang að hag­kerfum 30 Evr­ópu­ríkja í við­skiptum með vörur og þjón­ustu, ásamt fjár­fest­ing­um, frjálsu flæði á starfs­krafti, og ótrú­lega margt fleira. EES-­samn­ing­ur­inn er almik­il­væg­asti samn­ingur sem Ísland er aðili að.

Auglýsing

Þessu til við­bótar erum við með 28 frí­versl­un­ar­samn­inga við 39 lönd í gegnum EFTA-­sam­starf­ið, og tvo tví­hliða samn­inga milli Íslands og Kína ann­ars vegar og Fær­eyjar hins veg­ar. Þessir samn­ingar snúa fyrst og fremst að vöru­við­skiptum og stundum þjón­ustu­við­skipt­um, fjár­fest­ingum og öðru. Þeir eru því ekki jafn umfangs­miklir og EES, en eru engu að síður mik­il­væg­ir.

Að gera nýjan frí­versl­un­ar­samn­ing felur í sér tölu­vert umfangs­mikla vinnu við grein­ingu á hags­munum aðild­ar­land­anna, og sér­stak­lega að finna út hvaða flokkar við­skipta gagn­að­il­arnir eru við­kvæmir fyr­ir. Til að mynda hefur Ísland oft­ast borið fyrir sig við­kvæmni varð­andi land­bún­að, þar sem inn­lend fram­leiðsla er talin eiga erfitt með að keppa við sum önnur lönd þar sem skil­yrði til rækt­unar eru betri. Samið er í lotum sem líður mis­langt á milli, og getur ferlið staðið yfir í mörg ár.

Á samn­inga­tím­anum leit­ast löndin við að kynn­ast bet­ur, sjá tæki­færi hjá hvoru öðru, og nálg­ast þangað til samn­ing­ur­inn er í höfn. Hluti af því er að sjálf­sögðu að skapa ný við­skipta­tengsl, en einnig að eiga sam­töl sem víð­ast til að finna hvort verið sé að ganga of nærri ein­hverjum hags­mun­um. Þegar þessu öllu er lokið taka þjóð­þingin samn­ing­inn til með­ferð­ar, og séu þeir sam­þykktir taka þeir gildi.

Ísland stendur í ferli af þessu tagi með EFTA lönd­un­um, þ.e. Liechten­stein, Nor­egi og Sviss, gagn­vart fjöl­mörgum ríkj­um. Til að mynda stendur yfir end­ur­nýjun samn­inga við Kanada og Mexíkó, og verið er að leit­ast við að gera nýjan samn­ing við Mercosur sam­tökin sem Brasil­ía, Argent­ína, Úrúgvæ og Paragvæ eru aðilar að. Nýlegir samn­ingar við Ekvador, Tyrk­land og Fil­ips­eyjar bíða nú sam­þykkis Alþing­is.

Alþjóð­leg við­skipti eru sífellt að aukast. Aukið traust milli landa og flókn­ara sam­spil hag­kerfa fylgist jafn­framt að: það eru tölu­vert meiri líkur á friði og vel­megun í heimi þar sem allir hafa hags­muni af því að vinna sam­an.

Ísland er ekki í miklum við­skiptum við sum þeirra landa sem við erum að semja við, en tæki­færin eru stór­kost­leg ef við kjósum að nýta okkur þau. Ef Íslend­ingar sýna rögg­semi í að elta uppi tæki­færin og koma Íslandi betur fyrir í alþjóð­legum virð­is­keðjum aukum við hag­sæld­ina á Íslandi, dreifum efna­hags­legri áhættu og fáum um leið að njóta aðgangs að gæða­vörum hvaðanæva að.

Þá ættum við líka að nýta betur tæki­færin til fjár­fest­inga erlend­is. Þegar hag­kerfi Íslands er jafn sterkt og raunin er, og einkum þegar blikur eru á lofti, þá er tæki­færi til að hlúa að stoð­unum með góðum fjár­fest­ing­um. Líf­eyr­is­sjóð­ir, fag­fjár­festar og aðrir ættu að leita út fyrir land­stein­anna í meira mæli, ekki í ein­hverjum fálm­kenndum útrás­argír, heldur með yfir­veg­aðri grein­ingu á stöð­unni og skýra fram­tíð­ar­sýn. Sem dæmi gætu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki verið að byggja upp útgerðir í þeim löndum þar sem þær eru veikar fyr­ir, þannig að allir njóti góðs.

Það er skrýtið að tala um tæki­færi í núver­andi árferði. Mörg lönd sem hafa sögu­lega verið í fram­verði frjálsra alþjóða­við­skipta hafa nú snúið sér við og eru mark­visst með aðgerðum sínum að grafa undan því kerfi sem hefur skilað heim­inum öllum gríð­ar­legum auði, og það á grund­velli þjóð­ern­is­hyggju af öllu mögu­legu.

Við eigum alls ekki leyfa þessu að ger­ast athuga­semda­laust, en aðgerðir skipta mun meira máli en orð í alþjóða­við­skipt­um. Ísland er í veru­lega góðri stöðu til að standa vörð um alþjóð­legt kerfi frjáls­lyndrar frí­versl­un­ar, að efla þá vel­megun sem hlýst af alþjóða­við­skipt­um, og njóta í leið­inni góðs af tíma­bund­inni villu sumra stór­veld­anna.

Höf­undur er for­maður Íslands­deildar þing­manna­nefndar EFTA.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar