Samfélagssáttmáli í uppnámi!

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, skrifar um það hvernig græðgisvæðing hefur heltekið landið og hvað sé til ráða til að sporna við þeirri þróun.

Auglýsing

Hafi ein­hvern tíma verið „sam­fé­lags­sátt­máli“ við lýði á Íslandi, er hann ekki bara í upp­námi heldur alfarið týnd­ur.

Það liggur við að það skipti ekki máli hvert litið er – all­staðar hafa frjáls­hyggjan og gróða­stefnan tekið völd­in. Inn­viðir lands­ins eru í frjálsu falli en rík­asta fólkið hefur aldrei haft það jafn­gott. Heil­brigð­is­stofn­anir eru fjársveltar og loka heilu deild­unum reglu­bundið vegna fjár­skorts. Fólk liggur á göngum og í geymslum – en gróði fyr­ir­tækj­anna hefur sjaldan verið meiri.

Skatt­byrðin hefur verið flutt af tekju­hæstu hóp­unum yfir á ungt fólk. Þeir ríku kaupa æ flott­ari bíla en unga fólkið hrekst úr einni okur­leigu­í­búð­inni í aðra. Börnin skipta um skóla­hverfi á hverju ári og eigið hús­næði er bara fjar­lægur draum­ur. Þeir sem geta eru bara áfram hjá pabba og mömmu.

Auglýsing

Almenn­ingur þarf að skipa sér í lið – hvar sem fólk stendur í flokki. Við þurfum að end­ur­heimta heil­brigð­is­kerfið okkar og við þurfum að end­ur­byggja hús­næð­is­kerf­ið. Hús­næði á ekki að vera mun­aður og heil­brigð­is­þjón­usta á að vera sjálf­sögð.

Brenglað verð­mæta­mat

Síð­ustu ár hefur tryllt græðg­i­svæð­ing hel­tekið landið og þeir sem höndla með pen­inga og papp­íra eru metnir tífalt, tutt­ugu­falt eða jafn­vel hund­rað­falt á við þá sem skapa verð­mætin og vinna við fram­leiðslu eða þjón­ustu. Verð­mæta­matið er komið út og suður og almenn­ingur stendur nán­ast ráða­laus og er áhorf­andi að veisl­unni, en aðeins fáum er boðið að sitja við borð­ið.

Fjár­mála­menn flytja verð­mætin úr landi og í skatta­skjól. Þetta er kannski lög­legt í ein­hverjum til­vikum en alger­lega sið­laust. Þeir allra rík­ustu neita allra ráða til að losna við að greiða skatta. Þetta þarf að stöðva.

Verk­efni næstu ára verður að byggja upp vel­ferð­ar­kerfi – gjald­frjálsa heil­brigð­is­þjón­ustu og hús­næð­is­kerfi þar sem allir finna sér skjól. Þegar þetta verður komið í hús getum við farið að skoða ein­hverja „sam­fé­lags­sátt“. Ekki fyrr.

Þessi pist­ill er skrif­aður í til­efni þess að ég hef ákveðið að sækj­ast eftir emb­ætti for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands á kom­andi þingi sam­bands­ins. Ég hef því fengið fyr­ir­spurnir síð­ustu daga um hver áherslu­mál mín séu – og fyrir hvað ég standi. Ég geri grein fyrir því á kom­andi vik­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri AFLs Starfs­greina­fé­lags.

Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Mikill er máttur minnihlutans
Leslistinn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar