Samfélagssáttmáli í uppnámi!

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, skrifar um það hvernig græðgisvæðing hefur heltekið landið og hvað sé til ráða til að sporna við þeirri þróun.

Auglýsing

Hafi ein­hvern tíma verið „sam­fé­lags­sátt­máli“ við lýði á Íslandi, er hann ekki bara í upp­námi heldur alfarið týnd­ur.

Það liggur við að það skipti ekki máli hvert litið er – all­staðar hafa frjáls­hyggjan og gróða­stefnan tekið völd­in. Inn­viðir lands­ins eru í frjálsu falli en rík­asta fólkið hefur aldrei haft það jafn­gott. Heil­brigð­is­stofn­anir eru fjársveltar og loka heilu deild­unum reglu­bundið vegna fjár­skorts. Fólk liggur á göngum og í geymslum – en gróði fyr­ir­tækj­anna hefur sjaldan verið meiri.

Skatt­byrðin hefur verið flutt af tekju­hæstu hóp­unum yfir á ungt fólk. Þeir ríku kaupa æ flott­ari bíla en unga fólkið hrekst úr einni okur­leigu­í­búð­inni í aðra. Börnin skipta um skóla­hverfi á hverju ári og eigið hús­næði er bara fjar­lægur draum­ur. Þeir sem geta eru bara áfram hjá pabba og mömmu.

Auglýsing

Almenn­ingur þarf að skipa sér í lið – hvar sem fólk stendur í flokki. Við þurfum að end­ur­heimta heil­brigð­is­kerfið okkar og við þurfum að end­ur­byggja hús­næð­is­kerf­ið. Hús­næði á ekki að vera mun­aður og heil­brigð­is­þjón­usta á að vera sjálf­sögð.

Brenglað verð­mæta­mat

Síð­ustu ár hefur tryllt græðg­i­svæð­ing hel­tekið landið og þeir sem höndla með pen­inga og papp­íra eru metnir tífalt, tutt­ugu­falt eða jafn­vel hund­rað­falt á við þá sem skapa verð­mætin og vinna við fram­leiðslu eða þjón­ustu. Verð­mæta­matið er komið út og suður og almenn­ingur stendur nán­ast ráða­laus og er áhorf­andi að veisl­unni, en aðeins fáum er boðið að sitja við borð­ið.

Fjár­mála­menn flytja verð­mætin úr landi og í skatta­skjól. Þetta er kannski lög­legt í ein­hverjum til­vikum en alger­lega sið­laust. Þeir allra rík­ustu neita allra ráða til að losna við að greiða skatta. Þetta þarf að stöðva.

Verk­efni næstu ára verður að byggja upp vel­ferð­ar­kerfi – gjald­frjálsa heil­brigð­is­þjón­ustu og hús­næð­is­kerfi þar sem allir finna sér skjól. Þegar þetta verður komið í hús getum við farið að skoða ein­hverja „sam­fé­lags­sátt“. Ekki fyrr.

Þessi pist­ill er skrif­aður í til­efni þess að ég hef ákveðið að sækj­ast eftir emb­ætti for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands á kom­andi þingi sam­bands­ins. Ég hef því fengið fyr­ir­spurnir síð­ustu daga um hver áherslu­mál mín séu – og fyrir hvað ég standi. Ég geri grein fyrir því á kom­andi vik­um.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri AFLs Starfs­greina­fé­lags.

Íbúðalánasjóður vill endurskilgreina viðmið um hvað sé hæfilegt leiguverð
Þau leigufélög sem eru með lán frá Íbúðalánasjóði eru að rukka leigu í samræmi við markaðsleigu eða aðeins undir henni. Íbúðalánasjóður segir markaðsleigu hins vegar ekki vera réttmætt viðmið og vill endurskilgreina hvað sé hæfilegt leiguverð.
Kjarninn 24. september 2018
ESB krefst rannsóknar á Danske Bank
Stærsti banki Danmerkur er nú í vondum málum vegna ásakana um peningaþvætti.
Kjarninn 24. september 2018
Niðurgreiðslur á póstsendingum milli landa að sliga Íslandspóst
Alþjóðasamningar um kostnaðarþátttöku í póstsendingum eru Íslandspósti og ríkisjóði dýrir.
Kjarninn 24. september 2018
Jákvæð áhrif staðla á norrænt efnahagslíf
Samkvæmt nýrri rannsókn hefur aukin notkun staðla jákvæð áhrif á efnahagslega þróun á Norðurlöndum.
Kjarninn 23. september 2018
Jáeindaskanni
Jáeindaskanninn stórt og tímafrekt verkefni
Forstjóri Landspítalans segir ákveðins misskilnings hafa gætt varðandi uppsetningu jáeindaskannans sem nú er kominn í notkun.
Kjarninn 23. september 2018
Ísland stendur sig ekki vel í meðhöndlun fráveitu
Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar. Það sem dregur einkunn landsins niður er m.a. meðhöndlun fráveitu.
Kjarninn 23. september 2018
Úr mestu hækkun í heimi í snögga kólnun
Verulega hefur hægt á verðhækkunum á húsnæði að undanförnu. Verðlækkun mældist í ágúst. Þrátt fyrir það vantar ennþá þúsundir íbúa inn á markað til að mæta framboði, einkum litlar og meðalstórar íbúðir.
Kjarninn 23. september 2018
Af handaböndum og faðmlögum
Stundum er haft á orði að ekkert sé svo einfalt að ekki sé hægt að gera úr því stórmál. Fram til þessa hefur handaband og einfalt faðmlag ekki talist til stórmála en umræða um slíkt hefur nú ratað inn í sveitastjórnir í Danmörku, og danska þingið.
Kjarninn 23. september 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar