Umburðarvæl

Símon Vestarr skrifa um kærleikann sem hann segir innsta kjarna mennsku okkar.

Auglýsing

„Hvernig stendur á því að þeir sem tala mest um umburð­ar­lyndi hafa minnst umburð­ar­lyndi fyrir því þegar ég tala um umburð­ar­lyndi þeirra sem stór­hættu­lega sam­fé­lags­plág­u?“

Ég veit. Þetta er svo ógeðs­lega heimsku­leg spurn­ing að mann verkjar í eistun af pirr­ingi við að leggj­ast svo lágt að svara henni. En ef við látum okkur hafa það og „tökum umræð­una“ koma áhuga­verðir hlutir í ljós. Til dæmis það að orðið umburð­ar­lyndi er mála­miðl­un. Þess vegna er það nógu aula­legt til að snúa upp í svona mót­sögn. Að umbera eitt­hvað þýðir bara að láta það ekki pirra sig. Þess vegna dugir það ekki sem sam­fé­lags­gildi. Eitt og sér er umburð­ar­lyndi gagns­laust. Og hvers konar inn­blástur er í svo­leiðis orði? Rétt eins og myrkur er skortur á ljósi en umburð­ar­lyndi fjar­vera geð­vonsku. Prófum þetta sem slag­orð:

Frelsi! Jafn­rétti! Bræðra­lag! Geð­vonsku­leysi!

Auglýsing

Hvernig var? Fékk ein­hver fiðr­ing í mag­ann? Tár á hvarm? Nei. Eng­inn er að fara að leggja lífið (eða svo mikið sem eft­ir­mið­dag) í söl­urnar fyrir umburð­ar­lyndi. Þess vegna er þetta hug­tak kennt við vel stætt fólk sem þarf ekki að standa í mán­að­ar­legri lífs­bar­áttu; ekki vegna þess að það sé eina fólkið sem pré­dikar umburð­ar­lyndi heldur vegna þess að umburð­ar­lyndi eitt og sér ristir grunnt.

Hvað slekkur ótta?

Þeir sem bera í hjarta sér martröð um ein­hvers konar útlend­inga­plágu eða íslam­svæð­ingu eða hvítt þjóð­ar­morð —eða hvað sem þeir kalla heila­drauga sína— líta á kall „góða fólks­ins” eftir umburð­ar­lyndi sem aula­legt til­svar. Og þeir hafa að hluta til rétt fyrir sér. Umburð­ar­lyndi er of kalt og vél­rænt til að sefa til­vist­ar­hræðslu kyn­þátta­hyggj­unn­ar. Til þess þurfum við mikið kraft­meira og rót­tækara hug­tak:

Frelsi! Jafn­rétti! Bræðra­lag! Kær­leik­ur!

Já, ég ætla enn eina ferð­ina að tala um kær­leika. Ég skal reyna að end­ur­taka mig sem minnst.

Ég hef tekið eftir því að ég er alls ekki eina Gut­menschið sem er kom­inn með upp í kok á því að vera settur í þá stöðu að verja mörg­hund­ruð ára gamla ein­gyð­is­trú eins og íslam. Ég held að flestir sem eru á sömu blað­síðu og ég í póli­tík hljóti að vera sam­mála um að hið heimsku­leg­asta sem við gætum gert eftir aldaraðir undir hefð­ar­bákni (sem er enn með tákn sitt brenni­merkt á þjóð­fána okk­ar) væri að stökkva í fangið á öðrum slíkum sið. Enda stingur ekk­ert okkar upp á því. Ég hef aldrei á ævi minni varið íslam. Fyrir mér mega öll skipu­lögð trú­ar­brögð víkja fyrir dýpri skiln­ingi á þeim eilífa friði sem hver ein­asta líf­vera fær í vöggu­gjöf. Íslams­trú er eng­inn faktor í lífi ann­arra en þeirra sem játa hana. Að vera hræddur við íslam er eins og að fela sig undir sóf­anum þegar Keyser Söze er í sjón­varp­inu.

Múslimar eru hins vegar fólk. Og fólk ber að verja. Til­hneig­ing okkar til að elska fólk er það sem gerir okkur að fólki.

Útvíkkun kær­leik­ans

Sum okkar hafa lent í því að vinur okkar hefur fundið Guð. Eða Jesús. Eða Cross­fit. Hann er voða upp­rif­inn og segir að við verðum að prófa þetta. Að honum hafi aldrei liðið eins vel. Og þar sem hann er vinur manns þá sam­gleðst maður honum þrátt fyrir að finn­ast þetta ótta­legt prump. „Fín­t,“ hugsar mað­ur, „á meðan hann er glaður þá er ég sátt­ur.“ Við viljum að fólk­inu sem okkur þykir vænt um líði vel. Og þá gildir einu hvort það er skýja­guð, eyði­merk­ur­pré­dik­ari eða hel­kött­aður einka­þjálf­ari sem kemur þeirri vellíðan í kring eða eitt­hvað sem okkur þykir verð­ug­ara, hvað sem það ann­ars er. Af því að skoð­anir okkar eru alltaf í öðru sæti. Kær­leik­ur­inn í því fyrsta.

Fyr­ir­les­ari úr fornöld komst vel að orði um kær­leik­ann: „Kær­leik­ur­inn er lang­lynd­ur, hann er góð­vilj­að­ur. Kær­leik­ur­inn öfundar ekki. Kær­leik­ur­inn er ekki raup­sam­ur, hreykir sér ekki upp.“ Stolt og met­ingur á aldrei sam­leið með kær­leik­anum af því að hann „breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.” Þess vegna leyfir maður vini sínum að kom­ast að því á eigin tíma hvort þetta er hent­ugur lífs­stíll til lengdar eða bara tíma­bundið daður við glans­andi frels­aragínu.

Skoð­anir koma og fara en „kær­leik­ur­inn fellur aldrei úr gild­i.“ Kær­leik­ur­inn er í raun ekki til­finn­ing eða ferli heldur rými þar sem allt slíkt getur átt sér stað. Ómissandi lífs­skil­yrði fyrir mann­skepn­una. Hann er alltaf skil­yrð­is­laus. Ekki er hægt að selja hann eða skipt­ast á sneiðum af hon­um. Bara gefa hann eins og maður eigi enda­laust magn af hon­um, af því að hann er botn­laus auð­lind. Sá sem þiggur hann finnst hann vera með­tek­inn og sá sem auð­sýnir hann sleppur við að þurfa að ganga um ver­öld­ina með herptan aft­ur­enda í leit að móðg­unum og rifr­ilda­til­efn­um. Kær­leik­ur­inn er innsti kjarni mennsku okk­ar. Dýpsta jáið.

Og nú þurfum við að dusta af honum ryk­ið. Hætta að vera hrædd um að hljóma of hippa­leg.

Hismi og hveiti

Um nokk­urt skeið hefur okkur verið upp­álagt að forð­ast þessi risa­stóru kosmísku hug­tök sem bera með sér fnyk trú­ar­bragða og ég er sam­mála því upp að vissu marki. Orð eins og guð, synd og frelsun eru orðin hér um bil ónot­hæf vegna alda­langrar mis­notk­un­ar. En ef við köstum kær­leik­anum á sorp­haug­inn með þeim þá stöndum við vopn­laus frammi fyrir hættu­leg­ustu ógnum sem við stöndum frammi fyr­ir. Og stað­genglar eins og umburð­ar­lyndi hafa hvergi nærri sama burð­ar­þol. Maður getur elskað fólk eilíf­lega. Maður getur hins vegar ekki umborið fólk nema rétt á meðan þol­in­mæði manns end­ist.

Að skipta kær­leika út fyrir umburð­ar­lyndi er eins og að skipta útveggjum út fyrir þak­plöt­ur. Einar og sér eru þak­plötur gagns­laus­ar. Umburð­ar­lyndi okkar þarf að byggja á kær­leika. Við þurfum að láta kær­leik­ann flæða óhindrað til allra á þessum hnetti okk­ar. Það þýðir ekki að við látum bjóða okkur hvað sem er. Kær­leik­ur­inn er ekki bara dýpsta jáið okkar heldur líka lang­sterkasta nei­ið. Hann knýr okkur bæði til að umvefja fólk og standa stöðug gegn ofbeldi og hatri. Hann síar hismið frá hveit­inu; formið frá inni­hald­inu.

Höf­uð­klútur er fatn­að­ur. Kannski skapa fötin mann­inn og það er toppur að vera í tein­óttu en þeir sem býsnast yfir trú­ar­legum klæðn­aði ann­arra eru að slást við eigin dill­ur. Sömu máli gildir um bygg­ingu til­beiðslu­húsa og menn­ing­ar­mið­stöðva múslima. Þeir sem láta slíkt fara í taug­arnar á sér hafa sett hvunn­dags­blaður ofar kær­leik­anum og þurfa ekki annað en að vakna til með­vit­und­ar.

Sam­ein­um­st, hjálpum þeim.

Og bjóðum þeim að ávarpa þing­heim þegar þau eru komin til fullrar með­vit­undar en ekki fyrr.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar