Góður gangur íslensks hlutabréfamarkaðar

Baldur Thorlacius viðskiptastjóri skrifar um íslenska hlutabréfamarkaðinn og segir að heilt á litið hafi tekist vel upp að endurreisa hann.

Auglýsing

Fyrir 11 árum stærðum við Íslend­ingar okkur óspart af öfl­ugum hluta­bréfa­mark­aði. Mæli­kvarð­inn var mikil hækkun hluta­bréfa­verðs, en frá árs­byrjun 2004 og þar til um mitt sumar 2007 hafði Úrvals­vísi­talan hækkað um tæp­lega 330%. Ávöxtun ann­arra þjóða föln­aði í sam­an­burði. Hækk­an­irnar byggðu á útsjón­ar­semi íslenskra útrás­ar­vík­inga, sem fóru eins og eldur í sinu um gjörvalla Evr­ópu og keyptu eignir á upp­sprengdu verði, með lán­tökur að vopni. Allir fögn­uðu snilli þeirra. Fram­haldið þekkja vænt­an­lega flestir les­end­ur. Hér varð hrun.

Lær­dóm­ur­inn sem margir drógu af hrun­inu var að hér ætti aldrei aftur að vera starf­ræktur hluta­bréfa­mark­að­ur. Helst ekki bankar held­ur. Í stað þess að fjár­magna sig á hluta­bréfa­mark­aði eða fá lán í banka ættu fyr­ir­tæki að fá lán erlendis frá. Nei ann­ars, erlend lán reynd­ust ekki vel. Frekar ættu þau að flytja starf­semi sína til útlanda. Stöndug rekstr­ar­fyr­ir­tæki geta haldið sínu striki og fjár­magnað rekstur sinn með hárri verð­lagn­ingu. Fjár­fest­ingar eru óþarfi. Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki líka. Ríkið sér svo um rest.

Við erum von­andi flest farin að átta okkur á því að þetta er fram­tíð­ar­sýn sem gengur ekki upp til lengd­ar. Við eigum auð­vitað að læra af reynsl­unni, ekki stjórn­ast af henni. Skil­virkir fjár­mála­mark­að­ir, sem ein­kenn­ast ekki síst af virkum hluta­bréfa­mark­aði, styðja við hag­vöxt. Með öfl­ugum hluta­bréfa­mark­aði er fyr­ir­tækjum gert kleift að sækja sér áhættu­fjár­magn í krafti gagn­sæis og jafn­ræðis meðal fjár­festa, til þess að fjár­magna spenn­andi verk­efni, nýsköpun og skapa þar með störf og vöxt í efna­hags­líf­inu. Aðgangur að slíku fjár­magni getur skipt smærri fyr­ir­tæki sér­stak­lega miklu máli.

Auglýsing

Íslenskur hluta­bréfa­mark­aður er í reynd tals­vert öfl­ugri í dag en hann var fyrir hrun. Hann er öfl­ugri í þeim skiln­ingi að hækk­anir á hluta­bréfa­verði yfir lengri tíma­bil hafa verið hóf­legar og skoð­ana­skipti hafa verið virk. Sum félög hafa hækk­að, önnur lækk­að, en almennt hafa fjár­festar notið ágætrar ávöxt­unar frá hruni. Hann er öfl­ugri í þeim skiln­ingi að eft­ir­lit hefur verið eflt á öllum víg­stöðum og aðhald fjöl­miðla og almenn­ings er meira. Gagn­sæi og upp­byggi­legt aðhald er einmitt lyk­il­at­riði í við­var­andi vel­gengni hluta­bréfa­mark­aða.

Fyr­ir­tækin á mark­aði eru ekki hlaðin jafn miklum skuld­um, eign­ar­hald þeirra er að mörgu leyti heil­brigð­ara og tals­vert minna er um skuld­sett hluta­bréfa­kaup. Með skrán­ingu að vopni hafa íslensk félög náð að lækka fjár­mögn­un­ar­kostnað sinn, fjár­magna yfir­tökur og sækja á erlend mið með góðum árangri á síð­ast­liðnum árum.

Þá hefur íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn einnig reynst nokkuð öfl­ugur við­skipta­vett­vang­ur. Þannig var mið­gildi veltu­hraða (ársvelta / heild­ar­stærð félags) smærri félaga á Nas­daq Iceland á fyrri helm­ingi árs­ins 2018 um 116%, sem er tals­vert hærra en á hinum kaup­höllum Nas­daq Nor­dic, þar sem mið­gildi veltu­hraða var á bil­inu 14 – 29%. Sömu sögu er að segja af milli­stórum félög­um, en mið­gildið hér á landi var 82% í sam­an­burði við 18 – 35% á hinum mörk­uð­un­um. Veltu­hraði stóru félag­anna tveggja, þ.e. Arion banka hf. og Marel hf., var aftur á móti um 27%, í sam­an­burði við mið­gildið 55 – 60% í hinum kaup­höll­un­um. Sá munur skýrist að stærstu leyti af lágum veltu­hraða Arion banka hf. á íslenska mark­aðn­um, en tví­skrán­ing bank­ans á Íslandi og í Stokk­hólmi skekkir að vissu leyti útreikn­inga á veltu­hraða. Að því und­an­skildu virð­ist að jafn­aði vera meiri velta með félög á íslenska hluta­bréfa­mark­aðnum heldur en öðrum nor­rænum mörk­uð­um, sem þó þykja nokkuð virk­ir. Er þetta í ákveð­inni þver­sögn við ítrek­aða umfjöllun um ládeyðu á íslenska mark­aðn­um.

Heilt á litið má því segja að nokkuð vel hafi tek­ist við end­ur­upp­bygg­ingu íslensks hluta­bréfa­mark­aðar eftir hrun, þó hún hafi eðli máls­ins sam­kvæmt tekið nokkurn tíma. Þó margt sé enn óunnið stendur eftir traust­ari vett­vangur sem er til þess fall­inn að hjálpa skráðum félögum að ná mark­miðum sínum og styðja við hag­vöxt og atvinnu­sköp­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar