Góður gangur íslensks hlutabréfamarkaðar

Baldur Thorlacius viðskiptastjóri skrifar um íslenska hlutabréfamarkaðinn og segir að heilt á litið hafi tekist vel upp að endurreisa hann.

Auglýsing

Fyrir 11 árum stærðum við Íslend­ingar okkur óspart af öfl­ugum hluta­bréfa­mark­aði. Mæli­kvarð­inn var mikil hækkun hluta­bréfa­verðs, en frá árs­byrjun 2004 og þar til um mitt sumar 2007 hafði Úrvals­vísi­talan hækkað um tæp­lega 330%. Ávöxtun ann­arra þjóða föln­aði í sam­an­burði. Hækk­an­irnar byggðu á útsjón­ar­semi íslenskra útrás­ar­vík­inga, sem fóru eins og eldur í sinu um gjörvalla Evr­ópu og keyptu eignir á upp­sprengdu verði, með lán­tökur að vopni. Allir fögn­uðu snilli þeirra. Fram­haldið þekkja vænt­an­lega flestir les­end­ur. Hér varð hrun.

Lær­dóm­ur­inn sem margir drógu af hrun­inu var að hér ætti aldrei aftur að vera starf­ræktur hluta­bréfa­mark­að­ur. Helst ekki bankar held­ur. Í stað þess að fjár­magna sig á hluta­bréfa­mark­aði eða fá lán í banka ættu fyr­ir­tæki að fá lán erlendis frá. Nei ann­ars, erlend lán reynd­ust ekki vel. Frekar ættu þau að flytja starf­semi sína til útlanda. Stöndug rekstr­ar­fyr­ir­tæki geta haldið sínu striki og fjár­magnað rekstur sinn með hárri verð­lagn­ingu. Fjár­fest­ingar eru óþarfi. Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki líka. Ríkið sér svo um rest.

Við erum von­andi flest farin að átta okkur á því að þetta er fram­tíð­ar­sýn sem gengur ekki upp til lengd­ar. Við eigum auð­vitað að læra af reynsl­unni, ekki stjórn­ast af henni. Skil­virkir fjár­mála­mark­að­ir, sem ein­kenn­ast ekki síst af virkum hluta­bréfa­mark­aði, styðja við hag­vöxt. Með öfl­ugum hluta­bréfa­mark­aði er fyr­ir­tækjum gert kleift að sækja sér áhættu­fjár­magn í krafti gagn­sæis og jafn­ræðis meðal fjár­festa, til þess að fjár­magna spenn­andi verk­efni, nýsköpun og skapa þar með störf og vöxt í efna­hags­líf­inu. Aðgangur að slíku fjár­magni getur skipt smærri fyr­ir­tæki sér­stak­lega miklu máli.

Auglýsing

Íslenskur hluta­bréfa­mark­aður er í reynd tals­vert öfl­ugri í dag en hann var fyrir hrun. Hann er öfl­ugri í þeim skiln­ingi að hækk­anir á hluta­bréfa­verði yfir lengri tíma­bil hafa verið hóf­legar og skoð­ana­skipti hafa verið virk. Sum félög hafa hækk­að, önnur lækk­að, en almennt hafa fjár­festar notið ágætrar ávöxt­unar frá hruni. Hann er öfl­ugri í þeim skiln­ingi að eft­ir­lit hefur verið eflt á öllum víg­stöðum og aðhald fjöl­miðla og almenn­ings er meira. Gagn­sæi og upp­byggi­legt aðhald er einmitt lyk­il­at­riði í við­var­andi vel­gengni hluta­bréfa­mark­aða.

Fyr­ir­tækin á mark­aði eru ekki hlaðin jafn miklum skuld­um, eign­ar­hald þeirra er að mörgu leyti heil­brigð­ara og tals­vert minna er um skuld­sett hluta­bréfa­kaup. Með skrán­ingu að vopni hafa íslensk félög náð að lækka fjár­mögn­un­ar­kostnað sinn, fjár­magna yfir­tökur og sækja á erlend mið með góðum árangri á síð­ast­liðnum árum.

Þá hefur íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn einnig reynst nokkuð öfl­ugur við­skipta­vett­vang­ur. Þannig var mið­gildi veltu­hraða (ársvelta / heild­ar­stærð félags) smærri félaga á Nas­daq Iceland á fyrri helm­ingi árs­ins 2018 um 116%, sem er tals­vert hærra en á hinum kaup­höllum Nas­daq Nor­dic, þar sem mið­gildi veltu­hraða var á bil­inu 14 – 29%. Sömu sögu er að segja af milli­stórum félög­um, en mið­gildið hér á landi var 82% í sam­an­burði við 18 – 35% á hinum mörk­uð­un­um. Veltu­hraði stóru félag­anna tveggja, þ.e. Arion banka hf. og Marel hf., var aftur á móti um 27%, í sam­an­burði við mið­gildið 55 – 60% í hinum kaup­höll­un­um. Sá munur skýrist að stærstu leyti af lágum veltu­hraða Arion banka hf. á íslenska mark­aðn­um, en tví­skrán­ing bank­ans á Íslandi og í Stokk­hólmi skekkir að vissu leyti útreikn­inga á veltu­hraða. Að því und­an­skildu virð­ist að jafn­aði vera meiri velta með félög á íslenska hluta­bréfa­mark­aðnum heldur en öðrum nor­rænum mörk­uð­um, sem þó þykja nokkuð virk­ir. Er þetta í ákveð­inni þver­sögn við ítrek­aða umfjöllun um ládeyðu á íslenska mark­aðn­um.

Heilt á litið má því segja að nokkuð vel hafi tek­ist við end­ur­upp­bygg­ingu íslensks hluta­bréfa­mark­aðar eftir hrun, þó hún hafi eðli máls­ins sam­kvæmt tekið nokkurn tíma. Þó margt sé enn óunnið stendur eftir traust­ari vett­vangur sem er til þess fall­inn að hjálpa skráðum félögum að ná mark­miðum sínum og styðja við hag­vöxt og atvinnu­sköp­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar