Auglýsing

Í vik­unni bár­ust fréttir af því að Origo, áður Nýherji, hefði und­ir­ritað sam­komu­lag um einka­við­ræður um sölu á þriðj­ungs­hlut í Tempo. Félagið vinnur að söl­unni í sam­starfi við AGC Partners, fjár­fest­inga­banka í Boston.

Sam­komu­lagið er við HPE Growth Capital, fjár­fest­inga­sjóð sem sér­hæfir sig í fjár­fest­ingum í ört vax­andi tækni­fyr­ir­tækj­um. Lík­lega er veð­mál HPE í þessum við­skiptum það, að Tempo geti vaxið enn meira og náð frek­ari árangri á alþjóð­legum mörk­uð­um. Þannig gæti verð­mið­inn hækkað enn meira.

Hug­bún­að­ar­geir­inn er þekktur fyrir mik­inn hraða og oft hafa fram­sýnir fjár­festar gert góð kaup í félög­um, sem síðan taka risa­stökkið síðar meir.

AuglýsingFyrir fjórum árum vann Kjarn­inn að gerð örþátta um nýsköpun í sam­starfi við við­skipta­hrað­al­inn Startup Reykja­vík, sem hefur síðan vaxið og dafn­að. Meðal heim­sókna sem við fórum í var til Tempo, innan veggja TM Software, sem þá var í örum vexti en samt með mörg ein­kenni fyrstu skrefa sprota­fyr­ir­tækja.

Ágúst Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Tempo, sagði í við­tali við Kjarn­ann að vendi­punkt­ur­inn í þróun Tempo - á árdögum þess - hafi verið hrun­ið. Þá hafi starfs­menn og stjórn­endur þurft að horfa inn á við, bregð­ast við 40 pró­sent tekju­sam­drætti og ein­blína á nýsköpun og eigin hug­bún­að­ar­gerð. Hug­vitið var dregið fram sem vopn í erf­iðri stöðu og á því skerpt eins og kostur var.

Und­an­farin miss­eri hefur verið fátt um jákvæð tíð­indi af íslensku hluta­bréfa­mark­aði, þó grænar tölur ein­kenni hann á þessum degi. Á und­an­förnu ári hefur vísi­tala mark­að­ar­ins lækkað um rúm­lega 8 pró­sent, sem er með því allra mesta í alþjóð­legu sam­hengi.

En inn í þeim fyr­ir­tækjum sem eru á skráðum mark­aði - alveg eins og ann­ars staðar í atvinnu­líf­inu - á sér oft stað spenn­andi og um margt fífldjörf nýsköp­un, sem skilar miklum ávinn­ingi fyrir íslenska hag­kerfið til fram­tíðar lit­ið.

Lík­lega sáu það ekki margir fyrir mitt inn í hrun­inu fyrir tæpum ára­tug, að Tempo yrði á skömmum tíma stór alþjóð­legur vinnu­stað­ur, á íslenskan mæli­kvarða, með millj­arða verð­miða. En þannig er raunin nú, þökk sé þeim sem veðj­uðu á hug­vitið á ögur­stundu.

Þegar vel tekst til þá sann­ast það svo um mun­ar, að nýsköp­unin lifir lengi. Hún leggur drögin að morg­un­deg­inum og fram­tíð­inni. Von­andi verður dæmið um Tempo til þess að til nýsköp­unar verði litið með enn meiri jákvæðni, ekki síst hjá skráðum félögum og í innra starfi fyr­ir­tækja, sem er oft er hljóð­lát og ósýni­leg vinna.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari