Auglýsing

Í vik­unni bár­ust fréttir af því að Origo, áður Nýherji, hefði und­ir­ritað sam­komu­lag um einka­við­ræður um sölu á þriðj­ungs­hlut í Tempo. Félagið vinnur að söl­unni í sam­starfi við AGC Partners, fjár­fest­inga­banka í Boston.

Sam­komu­lagið er við HPE Growth Capital, fjár­fest­inga­sjóð sem sér­hæfir sig í fjár­fest­ingum í ört vax­andi tækni­fyr­ir­tækj­um. Lík­lega er veð­mál HPE í þessum við­skiptum það, að Tempo geti vaxið enn meira og náð frek­ari árangri á alþjóð­legum mörk­uð­um. Þannig gæti verð­mið­inn hækkað enn meira.

Hug­bún­að­ar­geir­inn er þekktur fyrir mik­inn hraða og oft hafa fram­sýnir fjár­festar gert góð kaup í félög­um, sem síðan taka risa­stökkið síðar meir.

AuglýsingFyrir fjórum árum vann Kjarn­inn að gerð örþátta um nýsköpun í sam­starfi við við­skipta­hrað­al­inn Startup Reykja­vík, sem hefur síðan vaxið og dafn­að. Meðal heim­sókna sem við fórum í var til Tempo, innan veggja TM Software, sem þá var í örum vexti en samt með mörg ein­kenni fyrstu skrefa sprota­fyr­ir­tækja.

Ágúst Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Tempo, sagði í við­tali við Kjarn­ann að vendi­punkt­ur­inn í þróun Tempo - á árdögum þess - hafi verið hrun­ið. Þá hafi starfs­menn og stjórn­endur þurft að horfa inn á við, bregð­ast við 40 pró­sent tekju­sam­drætti og ein­blína á nýsköpun og eigin hug­bún­að­ar­gerð. Hug­vitið var dregið fram sem vopn í erf­iðri stöðu og á því skerpt eins og kostur var.

Und­an­farin miss­eri hefur verið fátt um jákvæð tíð­indi af íslensku hluta­bréfa­mark­aði, þó grænar tölur ein­kenni hann á þessum degi. Á und­an­förnu ári hefur vísi­tala mark­að­ar­ins lækkað um rúm­lega 8 pró­sent, sem er með því allra mesta í alþjóð­legu sam­hengi.

En inn í þeim fyr­ir­tækjum sem eru á skráðum mark­aði - alveg eins og ann­ars staðar í atvinnu­líf­inu - á sér oft stað spenn­andi og um margt fífldjörf nýsköp­un, sem skilar miklum ávinn­ingi fyrir íslenska hag­kerfið til fram­tíðar lit­ið.

Lík­lega sáu það ekki margir fyrir mitt inn í hrun­inu fyrir tæpum ára­tug, að Tempo yrði á skömmum tíma stór alþjóð­legur vinnu­stað­ur, á íslenskan mæli­kvarða, með millj­arða verð­miða. En þannig er raunin nú, þökk sé þeim sem veðj­uðu á hug­vitið á ögur­stundu.

Þegar vel tekst til þá sann­ast það svo um mun­ar, að nýsköp­unin lifir lengi. Hún leggur drögin að morg­un­deg­inum og fram­tíð­inni. Von­andi verður dæmið um Tempo til þess að til nýsköp­unar verði litið með enn meiri jákvæðni, ekki síst hjá skráðum félögum og í innra starfi fyr­ir­tækja, sem er oft er hljóð­lát og ósýni­leg vinna.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari