Auglýsing

Í vik­unni bár­ust fréttir af því að Origo, áður Nýherji, hefði und­ir­ritað sam­komu­lag um einka­við­ræður um sölu á þriðj­ungs­hlut í Tempo. Félagið vinnur að söl­unni í sam­starfi við AGC Partners, fjár­fest­inga­banka í Boston.

Sam­komu­lagið er við HPE Growth Capital, fjár­fest­inga­sjóð sem sér­hæfir sig í fjár­fest­ingum í ört vax­andi tækni­fyr­ir­tækj­um. Lík­lega er veð­mál HPE í þessum við­skiptum það, að Tempo geti vaxið enn meira og náð frek­ari árangri á alþjóð­legum mörk­uð­um. Þannig gæti verð­mið­inn hækkað enn meira.

Hug­bún­að­ar­geir­inn er þekktur fyrir mik­inn hraða og oft hafa fram­sýnir fjár­festar gert góð kaup í félög­um, sem síðan taka risa­stökkið síðar meir.

AuglýsingFyrir fjórum árum vann Kjarn­inn að gerð örþátta um nýsköpun í sam­starfi við við­skipta­hrað­al­inn Startup Reykja­vík, sem hefur síðan vaxið og dafn­að. Meðal heim­sókna sem við fórum í var til Tempo, innan veggja TM Software, sem þá var í örum vexti en samt með mörg ein­kenni fyrstu skrefa sprota­fyr­ir­tækja.

Ágúst Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Tempo, sagði í við­tali við Kjarn­ann að vendi­punkt­ur­inn í þróun Tempo - á árdögum þess - hafi verið hrun­ið. Þá hafi starfs­menn og stjórn­endur þurft að horfa inn á við, bregð­ast við 40 pró­sent tekju­sam­drætti og ein­blína á nýsköpun og eigin hug­bún­að­ar­gerð. Hug­vitið var dregið fram sem vopn í erf­iðri stöðu og á því skerpt eins og kostur var.

Und­an­farin miss­eri hefur verið fátt um jákvæð tíð­indi af íslensku hluta­bréfa­mark­aði, þó grænar tölur ein­kenni hann á þessum degi. Á und­an­förnu ári hefur vísi­tala mark­að­ar­ins lækkað um rúm­lega 8 pró­sent, sem er með því allra mesta í alþjóð­legu sam­hengi.

En inn í þeim fyr­ir­tækjum sem eru á skráðum mark­aði - alveg eins og ann­ars staðar í atvinnu­líf­inu - á sér oft stað spenn­andi og um margt fífldjörf nýsköp­un, sem skilar miklum ávinn­ingi fyrir íslenska hag­kerfið til fram­tíðar lit­ið.

Lík­lega sáu það ekki margir fyrir mitt inn í hrun­inu fyrir tæpum ára­tug, að Tempo yrði á skömmum tíma stór alþjóð­legur vinnu­stað­ur, á íslenskan mæli­kvarða, með millj­arða verð­miða. En þannig er raunin nú, þökk sé þeim sem veðj­uðu á hug­vitið á ögur­stundu.

Þegar vel tekst til þá sann­ast það svo um mun­ar, að nýsköp­unin lifir lengi. Hún leggur drögin að morg­un­deg­inum og fram­tíð­inni. Von­andi verður dæmið um Tempo til þess að til nýsköp­unar verði litið með enn meiri jákvæðni, ekki síst hjá skráðum félögum og í innra starfi fyr­ir­tækja, sem er oft er hljóð­lát og ósýni­leg vinna.

Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari