Auglýsing

Í vik­unni bár­ust fréttir af því að Origo, áður Nýherji, hefði und­ir­ritað sam­komu­lag um einka­við­ræður um sölu á þriðj­ungs­hlut í Tempo. Félagið vinnur að söl­unni í sam­starfi við AGC Partners, fjár­fest­inga­banka í Boston.

Sam­komu­lagið er við HPE Growth Capital, fjár­fest­inga­sjóð sem sér­hæfir sig í fjár­fest­ingum í ört vax­andi tækni­fyr­ir­tækj­um. Lík­lega er veð­mál HPE í þessum við­skiptum það, að Tempo geti vaxið enn meira og náð frek­ari árangri á alþjóð­legum mörk­uð­um. Þannig gæti verð­mið­inn hækkað enn meira.

Hug­bún­að­ar­geir­inn er þekktur fyrir mik­inn hraða og oft hafa fram­sýnir fjár­festar gert góð kaup í félög­um, sem síðan taka risa­stökkið síðar meir.

AuglýsingFyrir fjórum árum vann Kjarn­inn að gerð örþátta um nýsköpun í sam­starfi við við­skipta­hrað­al­inn Startup Reykja­vík, sem hefur síðan vaxið og dafn­að. Meðal heim­sókna sem við fórum í var til Tempo, innan veggja TM Software, sem þá var í örum vexti en samt með mörg ein­kenni fyrstu skrefa sprota­fyr­ir­tækja.

Ágúst Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Tempo, sagði í við­tali við Kjarn­ann að vendi­punkt­ur­inn í þróun Tempo - á árdögum þess - hafi verið hrun­ið. Þá hafi starfs­menn og stjórn­endur þurft að horfa inn á við, bregð­ast við 40 pró­sent tekju­sam­drætti og ein­blína á nýsköpun og eigin hug­bún­að­ar­gerð. Hug­vitið var dregið fram sem vopn í erf­iðri stöðu og á því skerpt eins og kostur var.

Und­an­farin miss­eri hefur verið fátt um jákvæð tíð­indi af íslensku hluta­bréfa­mark­aði, þó grænar tölur ein­kenni hann á þessum degi. Á und­an­förnu ári hefur vísi­tala mark­að­ar­ins lækkað um rúm­lega 8 pró­sent, sem er með því allra mesta í alþjóð­legu sam­hengi.

En inn í þeim fyr­ir­tækjum sem eru á skráðum mark­aði - alveg eins og ann­ars staðar í atvinnu­líf­inu - á sér oft stað spenn­andi og um margt fífldjörf nýsköp­un, sem skilar miklum ávinn­ingi fyrir íslenska hag­kerfið til fram­tíðar lit­ið.

Lík­lega sáu það ekki margir fyrir mitt inn í hrun­inu fyrir tæpum ára­tug, að Tempo yrði á skömmum tíma stór alþjóð­legur vinnu­stað­ur, á íslenskan mæli­kvarða, með millj­arða verð­miða. En þannig er raunin nú, þökk sé þeim sem veðj­uðu á hug­vitið á ögur­stundu.

Þegar vel tekst til þá sann­ast það svo um mun­ar, að nýsköp­unin lifir lengi. Hún leggur drögin að morg­un­deg­inum og fram­tíð­inni. Von­andi verður dæmið um Tempo til þess að til nýsköp­unar verði litið með enn meiri jákvæðni, ekki síst hjá skráðum félögum og í innra starfi fyr­ir­tækja, sem er oft er hljóð­lát og ósýni­leg vinna.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari