Menntun stúlkna vinnur gegn barnahjónaböndum

Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir, formaður CLF á Íslandi og Tómas Ingi Adolfsson, gjaldkeri og varaformaður CLF á Íslandi, skora á lesendur að heita á hlaupara félagsins.

Friðsemd og Tómas
Auglýsing

Sam­tökin CLF á Íslandi hafa fjár­magnað starf­semi verk­mennta­skóla rétt fyrir utan Kampala í Úganda frá árinu 2004 en sam­tökin hétu áður Alnæm­is­börn. Í fyrstu var mennt­unin hugsuð fyrir stúlkur sem áttu erfitt upp­dráttar í sam­fé­lag­inu vegna alnæm­is­far­ald­urs í Úganda. Starf­semin hefur síðan þá nýst breið­ari hópi stúlkna sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu og hafa ekki haft tök á að klára hefð­bundið nám vegna erf­iðra aðstæðna, t.a.m. vegna for­eldramiss­is, fátæktar eða ann­arra félags­legra erf­ið­leika. Þrátt fyrir að meg­in­hlut­verk verk­mennta­skóla Candle Light Founda­tion (CLF) í Úganda sé að veita verk­menntun sem komi til með að skapa stúlkum aukin tæki­færi á atvinnu­mögu­leikum og sjálf­stæðu lífi, gegnir mennt­unin einnig stærra hlut­verki.

Nýlega var birt grein á heima­síðu sam­tak­anna ABC á Íslandi þar sem fram kemur að í dag er ein af hverjum fjórum ung­lings­stúlkum í Vestur – og Mið – Afr­íku í hjóna­bandi. Í Úganda hafa 10% stúlkna undir 15 ára aldri gengið í hjóna­band og 40% stúlkna undir 18 ára aldri. For­eldrar ungra stúlkna telja hjóna­band oft á tíðum vera eina mögu­leik­ann fyrir dætur þeirra. Telja þeir stúlk­urnar vera betur varðar fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og að fjár­hags­legt öryggi þeirra sé meira þegar þær eru í hjóna­bandi. Upp­lifun ungra stúlkna af hjóna­bandi skar­ast hins vegar oft á við þessar ríkj­andi hug­myndir for­eldr­anna um aukið öryggi þeirra innan hjóna­bands­ins. Þær upp­lifa oft á tíðum mikið ofbeldi sem kann að vera lík­am­legt, and­legt og kyn­ferð­is­legt.

Sam­tökin Girls Not Brides berj­ast gegn barna­hjóna­böndum og á heima­síðu sam­tak­anna er þar fjallað um menntun sem einn af lyk­il­þátt­unum í því að sporna gegn barna­hjóna­bönd­um. Menntun er því ekki aðeins mik­il­væg til þess að sporna gegn fátækt og auka sjálf­stæði ein­stak­linga heldur er hún einnig afar mik­il­væg til þess að draga út tíðni barna­hjóna­banda, en þegar talað er um barna­hjóna­bönd er í lang­flestum til­fellum um að ræða hjóna­bönd milli stúlkna undir 18 ára aldri og eldri karl­manna.

Auglýsing

Þegar ungar stúlkur hafa gengið í hjóna­band er oft­ast ætl­ast til þess af þeim að þær hætti námi og helgi sig barn­eign­um, heim­il­is­lífi og hús­verk­um. Þetta getur leitt til hringrásar fátæktar þar sem kyn­slóð eftir kyn­slóð stúlkna hafa ekki þau tæki og tól sem til þarf til að vinna sig upp úr fátækt og erf­iðum aðstæð­um. Að útvega stúlkum þekk­ingu og skapa þeim færni sem nýt­ist þeim í líf­inu er eitt það helsta sem hægt er að gera til þess að draga úr líkum á því að þær gift­ist ung­ar. Með því að sýna fram á gildi mennt­unar má svo smám saman breyta þeim við­horfum sem oft eru ríkj­andi gagn­vart menntun stúlkna.

Í verk­mennta­skóla CLF fá stúlk­urnar menntun í hann­yrð­um, tölvu­notk­un, mat­reiðslu og hár­greiðslu. Nýlega fengu stúlk­urnar þar að auki nám­skeið um kyn­heil­brigði frá sam­tök­unum WoMena. Stefnt er að því að allar stúlkur sem stunda nám við verk­mennta­skól­ann komi til með fá slík nám­skeið í fram­tíð­inni með­fram annarri kennslu, þar sem slík fræðsla er gríð­ar­lega mik­il­væg fyrir ungar kon­ur.

Á laug­ar­dag­inn fer fram Reykja­vík­ur­mara­þon Íslands­banka þar sem hlauparar á vegum CLF á Íslandi munu hlaupa til styrktar verk­mennta­skóla CLF í Úganda. Öll fram­lög munu renna óskipt til starf­semi skól­ans þar sem sam­tökin eru rekin í sjálf­boða­starfi. Framundan hjá sam­tök­unum er að stuðla að auk­inni sjálf­bærni í rekstri skól­ans og koma á hænsna­rækt og kerta­gerð auk þess sem frek­ari áhersla verður lögð á kennslu í hand­mennt. Þessi verk­efni munu hafa mikið fræðslu­gildi fyrir stúlk­urnar í verk­mennta­skól­anum auk þess sem þau munu skapa skól­anum mik­il­vægar tekj­ur. Vörur sem stúlk­urnar vinna hafa t.d. verið seldar á mörk­uð­um, bæði í Íslandi og Úganda, en þær verða jafn­framt til sölu í gegnum heima­síðu CLF á Íslandi. Þar má t.d. nefna fjöl­nota­poka, svunt­ur, skart­gripi, kerti o.fl.

Hér má heita á hlaupara CLF á Íslandi í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu og um leið gefa stúlkum í Úganda aukin tæki­færi til þess að lifa frjálsu og sjálf­stæðu lífi.

Heim­ild­ir:

https://www.abc.is/33-000-­barna­hjona­bond-a-dag/

https://www.girlsnot­brides.org­/how-can-we-end-child-marri­age/

Jen­sen, R. og Thornt­on, R. (2003). Early female marri­age in the develop­ing world. Gender and Develop­ment, 11(2).

Otoo-Oyortey, N. og Pobi, S. (2003). Early marri­age and pover­ty: Explor­ing links and key policy issu­es. Gender and develop­ment, 11(2).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar