Þroski og þróun

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og Háskólann í Reykjavík, fjallar um það hvernig tala eigi um þróun en ekki þroska í sambandi við færni og þekkingu.

Auglýsing

Af hverju er mik­il­vægt að þekkja til og skilja kenn­ingar um þró­un? Jú, það er mik­il­vægt að skilja hvað það er sem skapar breyt­ingar á færni og þekk­ingu.

Kenn­ingar um þróun hafa breyst í gegnum tíð­ina.

Áður var þróun ein­stak­lings skýrð með svoköll­uðum þroska­kenn­ing­um. Í þeim var sagt að erfðir hefðu áhrif á þróun tauga­kerfis og þar af leið­andi á atferði okk­ar. Þroski væri því eitt­hvað sem er fyr­ir­fram ákveðið og lítið hægt að gera með. Fyr­ir­fram ákveðnar kenn­ingar innan þró­un­ar­sál­fræði eru lýsandi og gerðir eru skalar sem segja til um hvað barn á að geta á ólíkum aldri. Þroska­kenn­ingar voru ríkj­andi innan þró­un­ar­sál­fræði allt til árs­ins 1970, en þá komu fram efa­semdir um gildi kenn­ing­anna meðal fræði­manna. Á þessum tíma fór umhverf­inu að vera til­einkað stærra hlut­verk í þróun ein­stak­lings­ins.

Auglýsing

Í kringum 1970 kom Gil­bert Gott­lieb með sína kenn­ingu sem kölluð var lík­inda­bund­in. Hann hafði sýnt með rann­sóknum að áreiti frá umhverfi gæti haft áhrif á erfð­ir. Sem dæmi er þekkt að félags­leg sam­skipti og mis­mun­andi birtu­skil­yrði geti haft áhrif á horm­óna­starf­semi lík­am­ans og geti leitt til breyt­inga á DNA í frumu­kjarna.

Sem sagt þróun var ekki fyr­ir­fram ákveðin heldur byggð­ist á lík­ind­um. Í hans kenn­ingu er talað um þróun ein­stak­linga sem sam­spil á milli starf­semi gena, starf­semi tauga­kerf­is, atferlis og umhverf­is­áreit­is. Fræði­mað­ur­inn Connolly sagði að út frá þessum nýju kenn­ingum væri erfitt að skilja á milli þró­unar og náms. Hann sagði að engin þróun ætti sér stað án náms, það er að segja án þess að áreiti frá umhverfi væri til stað­ar. Fái ein­stak­lingar ekki til að æfa sig í til­tek­inni færni nær hún ekki að þró­ast og því má segja að án þjálf­unar verði engar fram­far­ir.

Ein af fyrstu kenn­ing­unum um þróun sem byggir á sam­spili erfða og umhverfis er kenn­ing Ester Thelen „Dyna­mical Systems App­roach“. Í hennar kenn­ingu er talað á sömu nótum um þróun sem sam­spil þroska, vaxt­ar, náms og reynslu. Kenn­ing Gott­liebs um þróun sem sam­spil er sú kenn­ing sem er mest við­ur­kennd innan þró­un­ar­sál­fræði í dag.

Þannig að tala um les­þroska er þess vegna ekki rétt. Heldur ætti maður að segja les­þróun eða tala um lestr­ar­færni. Því að lestur er færni og sú færni þarfn­ast mik­illar þjálf­unar til að verða góð. Sam­spil erfða og umhverfis eða hæfi­leika (sem tengj­ast erfð­um) og þjálf­unar (sem teng­ist umhverfi) er mik­il­vægt. Það sama má segja um hreyfi­þroska; þar ætti maður að segja hreyfi­þróun og um mál­þroska mál­þró­un. Fræði­menn með Thelen í far­ar­broddi hafa sýnt fram á að áreiti og þjálfun hafa áhrif á þróun hreyfi­færni eins og að stjórna handa­hreyf­ing­um, að skríða og að ganga. Okkar eigin rann­sókn á unga­börnum (3 til 5 mán­aða) í ung­barna­sundi sýndu að börnin náðu ótrú­legum fram­förum á stuttum tíma með þjálfun 2 x 1 tíma í viku. Í sam­bandi við mál­þróun sýna rann­sóknir klár­lega mik­il­vægi þess að tala við börn­in.

Höf­undur er pró­fessor í líf­eðl­is­legri sál­fræði við Háskól­ann í Þránd­heimi í Nor­egi og Háskól­ann í Reykja­vík.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiÁlit