Gamall maður æpir á loftið - landsþekktur rugludallur með fáránlega skoðun

Baldur Blöndal segir óþarft og hættulegt að birta fréttir um Facebook-statusa „þekktra rugludalla með fáránlegar skoðanir.“

Auglýsing

Nýlega birti DV grein sem bar tit­il­inn “Gústaf vill banna börn í Gleði­göng­unni – „Ég hef aldrei haft neitt á móti sam­kyn­hneigðu fólki“”. Þeir sem vilja skoða færslu þá er greinin fjallar um geta það á vegg Gúst­afs, hún er opin öll­u­m. 

Greinin fjallar um mynd sem Gústaf deildi á fés­bók­ar­vegg sín­um. Myndin er banda­rískur Trump-á­róður sem sakar skraut­lega klædda ein­stak­linga í hinseg­in­göng­um um hræsni fyrir að halda því fram að millj­arða­mær­ing­ur­inn Trump sé í and­legu ójafn­vægi. Gústaf sér þar kjörið tæki­færi til að koma höggi á gleði­göng­una í Reykja­vík og spyr hvort “þessi mann­skapur sé að fara að ganga í Reykja­vík um helg­ina?”. Athuga­semd­irnar við færsl­una virð­ast sam­mála um að þetta sé skað­legt og Gústaf slær botn­inn í umræð­una með­ comment­in­u “Þessar göngur eru ekki í ein­rúmi og þetta ætti að vera bannað börn­um.”. 72 li­ke á þessa færslu og þónokk­ur comment þar sem vinir Gúst­afs segj­ast hrædd við gleði­göng­una í Reykja­vík. Sólin rís og gam­alt fólk er með úreltar og skað­legar skoð­anir á Face­book. Hvers vegna var þetta frétt­næmt í augum rit­stjórnar DV?

Árið 2015 skip­aði Fram­sókn Gústaf í mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur­borgar en dró þá skipun til baka degi síðar vegna harðra við­bragða almenn­ings. Ári síðar ætl­aði Gústaf fram í alþing­is­kosn­ingum 2016 en ekk­ert varð úr því, kjör­dæmi Gúst­afs náði ekki að skila inn með­mæla­lista. Flokkur hans end­aði með 0,2% fylgi í þessum ­kosn­ing­um. Í dag er hann helst þekktur sem bróðir Brynjars Níels­son­ar, þing­manns ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Gústaf er ef til vill þekktur ein­stak­lingur en hann myndi seint telj­ast vin­sæll og þaðan af síður áhrifa­valdur í sam­fé­lag­inu. Rit­stjórn DV gat  samt ekki hamið sig um að birta þessa grein því hún er smell­an­leg; “Þekktur ruglu­dallur með fárán­lega skoð­un” Flestir smella, hneykslast og deila, “Þessi ruglu­dallur er að segja eitt­hvað rugl”. Umræða sprottin frá því að bróð­ir ­þing­manns­ins ­sem býr á Spáni deildi mynd um Trump og bætti því við að hann væri hræddur við fólk sem er ekki eins og hann. Þetta er ekki frétt, að birta þetta sem frétt er hættu­legt. Svona sjón­ar­mið eru bless­un­ar­lega á stór­kost­legu und­an­haldi, því skal ekki þó ekki tekið sem sjálf­sögðum hlut.

Her­menn Guðs eru samt háværir og Gylfi Ægis­son er lík­lega fremstur meðal jafn­ingja á þessum til­tekna víg­velli. Gylfi var tón­list­ar­maður en í dag er hann þekktur fyrir hræðslu sína á körlum sem lað­ast ekki að konum og öfugt. Jón Valur Jens­son er líka dug­legur að láta okkur vita hvað hann er áhyggju­fullur yfir sama hóp. Þessir menn eiga það samt all­ir ­sam­eig­in­leg­t að vera ekk­ert nema það, trúðar sem fjöl­miðlar veifa þegar þeim hent­ar. Þá rennur full­vita fólki blóðið til skyld­unnar og leið­réttir trúð­inn, þannig halda þessi forn­eskju­legu sjón­ar­mið áfram að vera hluti af umræð­unni án þess að þurfa þess. Vissu­lega deila ein­hverjir þessum skoð­unum en sem betur fer eru þau í miklum minni­hluta og eiga ekki flokk sem nokkur vill kann­ast við.

Ef Gylfi Ægis­son, Gústaf og Jón Valur væru að halda fjöl­menna fyr­ir­lestra og safna gildum und­ir­skriftum væri þetta kannski eitt­hvað til að fjalla um, en þetta eru bara nokkrir Face­book sta­tus­ar. “3 Gamlir kall­ar enn þá ­með fárán­legar skoð­anir á hlut sem þeir skilja ekki”. Orð­ræða þeirra er ljót, skað­leg, óvin­sæl og á ekki heima í fjöl­miðl­um. Þessir menn hafa ekk­ert til mál­anna að leggja, þeir hafa enga sér­þekk­ingu utan eigin trúar og þeir hafa ekki einu sinni­fylgj­enda­hóp ­sem nennir að skrifa und­ir­ ­fyr­ir­ þá. Að hlæja að þeim og hneyksl­ast er auð­velt en það er óþarft og hættu­leg­t. 

Leyfum þessum köllum að æpa og deyja í friði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar