Auglýsing

Eitt af því sem sat í mér eftir heim­sókn til Íslands í fyrra sumar var hve dýrt landið var orðið í sam­an­burði við heima­haga í Was­hington ríki í Banda­ríkj­un­um.

Allt var rán­dýrt og fólk sem maður hitti, og hafði ferð­ast til Íslands, minnt­ist á þetta alveg sér­stak­lega. „Ferðin var frá­bær en verð­lag­ið, guð minn góð­ur,“ sagði einn pabb­inn í skól­an­um.

Þetta er eflaust klisja í hugum ein­hverra þar sem mikið hefur verið rætt um verð­lagið á Íslandi eftir mikla styrk­ingu krón­unnar að und­an­förnu gagn­vart helstu við­skipta­mynt­u­m. 

Auglýsing

En lík­lega eru flestir að átta sig á því að öllu svona gamni fylgi dauð­ans alvara. Eftir ævin­týra­legan upp­gangs­tíma ferða­þjón­ust­unn­ar, þar sem árlegur fjöldi erlendra ferða­manna fór úr 450 þús­und í 2,7 millj­ónir á ein­ungis sjö árum (2010 til og meða 2017), þá er ekki við öðru að búast að ein­hvern tím­ann hægist á hjólum vaxt­ar­ins. 

Svona hraður vöxtur getur ekki varað enda­laust, einkum og sér í lagi í okkar litla mynt­hag­kerfi.

Ef allt er eðli­leg­t...

Ef krón­u-hag­kerfið okkar litla virkar eins og það hefur gert í gegnum tíð­ina þá er ein­hver geng­is­fell­ing í kort­un­um, þó erfitt sé að segja til um það með ein­hverri nákvæmni. Margt getur haft áhrif á gengi krón­unn­ar, eins og dæmin sanna.

Einn þeirra sem er sann­færður um að krónan og sjálf­stætt mynt­kerfi Íslands - það minnsta í heim­inum á eftir Seychelles eyjum - sé ekki það sem hentar okkur best, er Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi for­maður Við­reisnar og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Í nýlegum pistli sem birt­ist á vef hans og í Morg­un­blað­inu, segir hann aug­ljóst mál að geng­is­fall krónu sé í kort­un­um. „Hvað getur almenn­ingur gert til þess að tryggja sig gegn þjófn­að­inum næst þegar gengi krón­unnar fell­ur? Því miður er það er bara eitt. Fyrir þá sem geta lagt eitt­hvað fyrir er skyn­sam­legt að færa hluta af sínum sparn­aði í erlenda mynt. Eftir að síð­asta rík­is­stjórn los­aði krón­una úr höftum mega allir kaupa gjald­eyri og stofna gjald­eyr­is­reikn­inga. Gengi krón­unnar fellur fyrr eða síð­ar. Rík­is­stjórnin hefur þegar misst verð­bólg­una fram yfir mörk Seðla­bank­ans og lækk­andi gengi er skrifað á vegg­inn. Munum að við tryggjum ekki eft­irá,“ segir Bene­dikt meðal ann­ars í pistl­in­um.

Sveiflur á gengi krón­unnar hafa verið hluti af íslenskum veru­leika alla tíð og hafa und­an­farin ár ekki síst lit­ast af þeim. Árið 2015 kost­aði Banda­ríkja­dalur tæp­lega 140 krónur en á sum­ar­mán­uðum í fyrra var hann kom­inn í 97 krón­ur. Síðan gaf krónan eftir með haustinu, en styrkt­ist svo aftur og var um 100 krón­ur. Í lok dags í dag, kost­aði hann 109,32 krón­ur.

Hinn póli­tíski veru­leiki á Íslandi er sá, að þing­meiri­hluti er stöðugt fyrir því að halda í krón­una og breyta ekki kerf­inu. Stjórn­mála­menn sem ráða för vilja hafa þessar sveiflur og hefur Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, lagt mikla áherslu á að krónan sé komin til að vera. Hann var reyndar með allt aðra skoðun á mál­unum fyrir ára­tug, þegar íslenska hag­kerfið var á barmi hruns, en lík­lega hafa neyð­ar­lögin og höftin breytt skoðun hans.

Höftin áhrifa­mikil

Það er sífellt að koma betur í ljós að fjár­magns­höft­in, sem sett voru á í nóv­em­ber 2008 til að koma í veg fyrir áfram­hald á stjórn­lausu falli krón­unn­ar, hafa markað íslenskt efna­hags­líf á und­an­förnum árum.

Innan þeirra styrkt­ist krónan mikið og hratt, enda var gjald­eyr­is­inn­flæði til lands­ins frá ferða­mönnum stöðugt og mik­ið. Á meðan sáu höftin til þess að staðan batn­aði stöðugt og eigna­verð bólgn­aði út. Þeir sem vildu kom­ast út fengu það ekki.

Höftin héldu líka verð­bólgu­draugnum í skefj­um, en hann virð­ist nú aðeins far­inn að láta sýna sig. Verð­bólga er þó enn lág í sögu­legu til­liti og mælist nú 2,7 pró­sent.

Aug­ljóst er að höftin voru Íslandi afar mik­il­væg og kannski áhrifa­meiri á Íslandi en við lands­menn gerðum okkur grein fyr­ir.

Það er hins vegar ástæða til að ótt­ast það að stjórn­mála­menn sem vilja engu breyta hafi ekki skynjað nægi­lega vel hversu miklir gallar geta fylgt örgjald­miðl­inum íslenska í alþjóða­væddum heimi. Hafta­bú­skapur er ekki hluti af honum og á ekki að vera það, þó hann geti verið nauð­syn í neyð. Fátt bendir til ann­ars en að krón­unni fylgi höft, með einum eða öðrum hætti, þó sumir hag­fræð­ingar eigi það til að halda öðru fram.

Kallað eftir hverju?

For­svars­mönnum ferða­þjón­ust­unnar er nú tíð­rætt um að sam­keppn­is­hæfni þjóð­ar­búss­ins, einkum útflutn­ings­hlið­ar­inn­ar, sé að versna. Þar er átt við að styrk­ing krón­unnar hafi sett háan verð­miða á vörur og þjón­ustu, mælt í alþjóð­legum mynt­um, og að hækkun launa sam­hliða hafi einnig þrýst sam­keppn­is­hæfn­inni nið­ur.

Það er hafið hljóð­legt ákall eftir veik­ingu krón­unnar frá þeim sem hafa hags­muni af því og það er ekk­ert óeðli­legt. Leitin að nýjum jafn­vægis­p­unkti heldur áfram. Von­andi mun veik­ingin ekki koma neinum á óvart í þetta skiptið þó vandi sé að spá fyrir um nákvæmar tíma­setn­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari