Berjumst fyrir friðarstefnu af hálfu Íslands

Ávarp Melkorku Mjallar Kristinsdóttur til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjanna sem Bandaríkin vörpuðu á Japan sjötta og níunda ágúst, árið 1945.

Auglýsing

Sæl öll og takk fyrir að koma hingað við tjörn­ina í kvöld til að minn­ast fórn­ar­lamba kjarn­orku­sprengj­anna sem Banda­ríkin vörp­uðu á Japan sjötta og níunda ágúst, árið 1945. 

Sá hryll­ingur má aldrei end­ur­taka sig.

Í eft­ir­far­andi erindi mun ég tala um tvö sókn­ar­færi í kjarn­orku­af­vopn­un, þar sem Ísland getur sýnt mikla ábyrgð.

Auglýsing

Fyrra sókn­ar­færið er Sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem lagður var fram til und­ir­rit­unar á síð­asta ári (2017). For­svars­menn sátt­mál­ans fengu frið­ar­verð­laun Nóbels sama ár. 122 þjóðir hafa skrifað undir sátt­mál­ann. Ísland er ekki þeirra á með­al.

Orð­ræðan er sú að Ísland geti ekki skrifað undir Sátt­mál­ann, vegna ann­arra skuld­bind­inga sinna. Þið vit­ið, Banda­rík­in, NATO og allt það.

Auð­vitað getum við skrifað undir sátt­mál­ann!

Okkur ber ekki laga­leg skylda til að standa utan hans.

Þvert á móti höfum við fullan rétt á að sýna ábyrgð á þessu sviði.

Við þurfum ein­fald­lega að kafa ofan í þjóð­arsál­ina og finna kjarkinn.

Og það er mjög mik­il­vægt að við finnum kjarkinn, vegna þess að sprengj­urnar sem við minn­umst í dag, sem varpað var á Hírósíma og Naga­saki eru líkt og eld­spýtur í sam­an­burði við kjarn­orku­sprengjur nútím­ans.

Í raun hefur heim­ur­inn aldrei áður staðið frammi fyrir jafn mik­illi kjarn­orkuógn.

Sumir segja að sátt­mál­inn skipti engu, á meðan kjarn­orku­veldin skrifi ekki und­ir.

Það er ekki rétt.

Í fyrsta lagi hefur reynslan sýnt að alþjóð­legir staðlar hafa áhrif á hegðan ríkja, bæði þeirra sem eru aðilar að þeim, en einnig ríkja sem standa fyrir utan.

Í öðru lagi: Því fleiri ríki sem ger­ast aðilar að sátt­mál­an­um, þeim mun auð­veld­ara er fyrir kjarn­orku­veldin og ríki sem telja öryggi sínu borgið undir vernd kjarn­orku­ríkja, að fylgja á eft­ir.

Í þriðja lagi er bann til þess fall­ið, að flækj­ast fyrir í hern­að­ar­sam­vinnu.

Í fjórða lagi gerir bann fram­leið­endum slíkra vopna erf­ið­ara fyr­ir.

Í fimmta lagi er útrým­ing kjarn­orku­vopna eina trygg­ingin fyrir því að þau verði aldrei aftur not­uð.

Síð­ara sókn­ar­færið varðar Norð­ur­slóð­ir.

Þar standa nú tvö kjarn­orku­ríki í störu­keppni.

Banda­ríkin og Rúss­land.

Þessi ríki eiga sam­an­lagt 95% allra kjarn­orku­vopna.

Ástæða spenn­unnar er sú að á þessum slóðum er þriðj­ungur nátt­úru­auð­linda heims­ins, þar á meðal gríð­ar­legt magn olíu.

Vegna hlýn­unar jarðar er svæð­ið, (og þar með þessar auð­lind­ir), að verða aðgengi­legra.

Ósam­rým­an­legar kröfur gætu leitt til átaka, með til­heyr­andi hættu á beit­ingu kjarn­orku­vopna.

Það sem gerir stöð­una jafn­vel enn snún­ari er að ekki er nógu ljóst hvaða reglur gilda á svæð­inu, þar sem umhverfið bráðnar og breyt­ist, ár frá ári.

Þess vegna hefur vaknað áhugi á því að setja reglur um svæðið og að Norð­ur­skautið verði lýst kjarn­orku­vopna­laust svæði. Slík svæði eru víða, og fer fjölg­andi.

Góðu frétt­irnar eru að Ísland getur sýnt mikla ábyrgð í mál­efnum Norð­ur­lóða á næsta ári, þegar við tökum við for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu. Við getum sett mál­efnið á odd­inn og tryggt því braut­ar­gengi.

Kæra fólk, í dag fleytum við kert­um.

Á morgun tökum við höndum sam­an, og fleytum þessu mál­efni inn í almenna umræðu.

Slíkt fram­lag hins borg­ara­lega sam­fé­lags, er til þess fallið að koma af stað skrið­þunga far­sælla breyt­inga.

Takk fyrir mig

Mel­korka Mjöll Krist­ins­dóttir

Ávarp, flutt við kertafleyt­ingu á Akur­eyri níunda ágúst 2018.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar