Berjumst fyrir friðarstefnu af hálfu Íslands

Ávarp Melkorku Mjallar Kristinsdóttur til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjanna sem Bandaríkin vörpuðu á Japan sjötta og níunda ágúst, árið 1945.

Auglýsing

Sæl öll og takk fyrir að koma hingað við tjörn­ina í kvöld til að minn­ast fórn­ar­lamba kjarn­orku­sprengj­anna sem Banda­ríkin vörp­uðu á Japan sjötta og níunda ágúst, árið 1945. 

Sá hryll­ingur má aldrei end­ur­taka sig.

Í eft­ir­far­andi erindi mun ég tala um tvö sókn­ar­færi í kjarn­orku­af­vopn­un, þar sem Ísland getur sýnt mikla ábyrgð.

Auglýsing

Fyrra sókn­ar­færið er Sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem lagður var fram til und­ir­rit­unar á síð­asta ári (2017). For­svars­menn sátt­mál­ans fengu frið­ar­verð­laun Nóbels sama ár. 122 þjóðir hafa skrifað undir sátt­mál­ann. Ísland er ekki þeirra á með­al.

Orð­ræðan er sú að Ísland geti ekki skrifað undir Sátt­mál­ann, vegna ann­arra skuld­bind­inga sinna. Þið vit­ið, Banda­rík­in, NATO og allt það.

Auð­vitað getum við skrifað undir sátt­mál­ann!

Okkur ber ekki laga­leg skylda til að standa utan hans.

Þvert á móti höfum við fullan rétt á að sýna ábyrgð á þessu sviði.

Við þurfum ein­fald­lega að kafa ofan í þjóð­arsál­ina og finna kjarkinn.

Og það er mjög mik­il­vægt að við finnum kjarkinn, vegna þess að sprengj­urnar sem við minn­umst í dag, sem varpað var á Hírósíma og Naga­saki eru líkt og eld­spýtur í sam­an­burði við kjarn­orku­sprengjur nútím­ans.

Í raun hefur heim­ur­inn aldrei áður staðið frammi fyrir jafn mik­illi kjarn­orkuógn.

Sumir segja að sátt­mál­inn skipti engu, á meðan kjarn­orku­veldin skrifi ekki und­ir.

Það er ekki rétt.

Í fyrsta lagi hefur reynslan sýnt að alþjóð­legir staðlar hafa áhrif á hegðan ríkja, bæði þeirra sem eru aðilar að þeim, en einnig ríkja sem standa fyrir utan.

Í öðru lagi: Því fleiri ríki sem ger­ast aðilar að sátt­mál­an­um, þeim mun auð­veld­ara er fyrir kjarn­orku­veldin og ríki sem telja öryggi sínu borgið undir vernd kjarn­orku­ríkja, að fylgja á eft­ir.

Í þriðja lagi er bann til þess fall­ið, að flækj­ast fyrir í hern­að­ar­sam­vinnu.

Í fjórða lagi gerir bann fram­leið­endum slíkra vopna erf­ið­ara fyr­ir.

Í fimmta lagi er útrým­ing kjarn­orku­vopna eina trygg­ingin fyrir því að þau verði aldrei aftur not­uð.

Síð­ara sókn­ar­færið varðar Norð­ur­slóð­ir.

Þar standa nú tvö kjarn­orku­ríki í störu­keppni.

Banda­ríkin og Rúss­land.

Þessi ríki eiga sam­an­lagt 95% allra kjarn­orku­vopna.

Ástæða spenn­unnar er sú að á þessum slóðum er þriðj­ungur nátt­úru­auð­linda heims­ins, þar á meðal gríð­ar­legt magn olíu.

Vegna hlýn­unar jarðar er svæð­ið, (og þar með þessar auð­lind­ir), að verða aðgengi­legra.

Ósam­rým­an­legar kröfur gætu leitt til átaka, með til­heyr­andi hættu á beit­ingu kjarn­orku­vopna.

Það sem gerir stöð­una jafn­vel enn snún­ari er að ekki er nógu ljóst hvaða reglur gilda á svæð­inu, þar sem umhverfið bráðnar og breyt­ist, ár frá ári.

Þess vegna hefur vaknað áhugi á því að setja reglur um svæðið og að Norð­ur­skautið verði lýst kjarn­orku­vopna­laust svæði. Slík svæði eru víða, og fer fjölg­andi.

Góðu frétt­irnar eru að Ísland getur sýnt mikla ábyrgð í mál­efnum Norð­ur­lóða á næsta ári, þegar við tökum við for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu. Við getum sett mál­efnið á odd­inn og tryggt því braut­ar­gengi.

Kæra fólk, í dag fleytum við kert­um.

Á morgun tökum við höndum sam­an, og fleytum þessu mál­efni inn í almenna umræðu.

Slíkt fram­lag hins borg­ara­lega sam­fé­lags, er til þess fallið að koma af stað skrið­þunga far­sælla breyt­inga.

Takk fyrir mig

Mel­korka Mjöll Krist­ins­dóttir

Ávarp, flutt við kertafleyt­ingu á Akur­eyri níunda ágúst 2018.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar