Berjumst fyrir friðarstefnu af hálfu Íslands

Ávarp Melkorku Mjallar Kristinsdóttur til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjanna sem Bandaríkin vörpuðu á Japan sjötta og níunda ágúst, árið 1945.

Auglýsing

Sæl öll og takk fyrir að koma hingað við tjörn­ina í kvöld til að minn­ast fórn­ar­lamba kjarn­orku­sprengj­anna sem Banda­ríkin vörp­uðu á Japan sjötta og níunda ágúst, árið 1945. 

Sá hryll­ingur má aldrei end­ur­taka sig.

Í eft­ir­far­andi erindi mun ég tala um tvö sókn­ar­færi í kjarn­orku­af­vopn­un, þar sem Ísland getur sýnt mikla ábyrgð.

Auglýsing

Fyrra sókn­ar­færið er Sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem lagður var fram til und­ir­rit­unar á síð­asta ári (2017). For­svars­menn sátt­mál­ans fengu frið­ar­verð­laun Nóbels sama ár. 122 þjóðir hafa skrifað undir sátt­mál­ann. Ísland er ekki þeirra á með­al.

Orð­ræðan er sú að Ísland geti ekki skrifað undir Sátt­mál­ann, vegna ann­arra skuld­bind­inga sinna. Þið vit­ið, Banda­rík­in, NATO og allt það.

Auð­vitað getum við skrifað undir sátt­mál­ann!

Okkur ber ekki laga­leg skylda til að standa utan hans.

Þvert á móti höfum við fullan rétt á að sýna ábyrgð á þessu sviði.

Við þurfum ein­fald­lega að kafa ofan í þjóð­arsál­ina og finna kjarkinn.

Og það er mjög mik­il­vægt að við finnum kjarkinn, vegna þess að sprengj­urnar sem við minn­umst í dag, sem varpað var á Hírósíma og Naga­saki eru líkt og eld­spýtur í sam­an­burði við kjarn­orku­sprengjur nútím­ans.

Í raun hefur heim­ur­inn aldrei áður staðið frammi fyrir jafn mik­illi kjarn­orkuógn.

Sumir segja að sátt­mál­inn skipti engu, á meðan kjarn­orku­veldin skrifi ekki und­ir.

Það er ekki rétt.

Í fyrsta lagi hefur reynslan sýnt að alþjóð­legir staðlar hafa áhrif á hegðan ríkja, bæði þeirra sem eru aðilar að þeim, en einnig ríkja sem standa fyrir utan.

Í öðru lagi: Því fleiri ríki sem ger­ast aðilar að sátt­mál­an­um, þeim mun auð­veld­ara er fyrir kjarn­orku­veldin og ríki sem telja öryggi sínu borgið undir vernd kjarn­orku­ríkja, að fylgja á eft­ir.

Í þriðja lagi er bann til þess fall­ið, að flækj­ast fyrir í hern­að­ar­sam­vinnu.

Í fjórða lagi gerir bann fram­leið­endum slíkra vopna erf­ið­ara fyr­ir.

Í fimmta lagi er útrým­ing kjarn­orku­vopna eina trygg­ingin fyrir því að þau verði aldrei aftur not­uð.

Síð­ara sókn­ar­færið varðar Norð­ur­slóð­ir.

Þar standa nú tvö kjarn­orku­ríki í störu­keppni.

Banda­ríkin og Rúss­land.

Þessi ríki eiga sam­an­lagt 95% allra kjarn­orku­vopna.

Ástæða spenn­unnar er sú að á þessum slóðum er þriðj­ungur nátt­úru­auð­linda heims­ins, þar á meðal gríð­ar­legt magn olíu.

Vegna hlýn­unar jarðar er svæð­ið, (og þar með þessar auð­lind­ir), að verða aðgengi­legra.

Ósam­rým­an­legar kröfur gætu leitt til átaka, með til­heyr­andi hættu á beit­ingu kjarn­orku­vopna.

Það sem gerir stöð­una jafn­vel enn snún­ari er að ekki er nógu ljóst hvaða reglur gilda á svæð­inu, þar sem umhverfið bráðnar og breyt­ist, ár frá ári.

Þess vegna hefur vaknað áhugi á því að setja reglur um svæðið og að Norð­ur­skautið verði lýst kjarn­orku­vopna­laust svæði. Slík svæði eru víða, og fer fjölg­andi.

Góðu frétt­irnar eru að Ísland getur sýnt mikla ábyrgð í mál­efnum Norð­ur­lóða á næsta ári, þegar við tökum við for­mennsku í Norð­ur­skauts­ráð­inu. Við getum sett mál­efnið á odd­inn og tryggt því braut­ar­gengi.

Kæra fólk, í dag fleytum við kert­um.

Á morgun tökum við höndum sam­an, og fleytum þessu mál­efni inn í almenna umræðu.

Slíkt fram­lag hins borg­ara­lega sam­fé­lags, er til þess fallið að koma af stað skrið­þunga far­sælla breyt­inga.

Takk fyrir mig

Mel­korka Mjöll Krist­ins­dóttir

Ávarp, flutt við kertafleyt­ingu á Akur­eyri níunda ágúst 2018.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar