Auglýsing

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur er að tapa vin­sældum á met­hraða. Stuðn­ingur við hana hefur hrunið úr 74,1 pró­sentum um síð­ustu ára­mót í 49,7 pró­sent. Í fyrsta sinn nýtur hún stuðn­ings minni­hluta þjóð­ar­innar sam­kvæmt könn­unum Gallup. Alls hafa 24,4 pró­sentu­stig af stuðn­ingi horf­ið.

Það er tölu­vert meira en allar aðrar rík­is­stjórnir sem setið hafa eftir hrun hafa misst á fyrstu mán­uðum sínum eftir valda­töku. Vinstri stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur tap­aði 18 pró­sentu­stigum á sam­bæri­legu tíma­bili og var með svip­aðan stuðn­ing og sú sem nú situr að því loknu, eða 47 pró­sent. Sú rík­is­stjórn skreið í gegnum kjör­tíma­bil­ið, undir lokin sem minni­hluta­stjórn, og var refsað grimmi­lega í kosn­ing­unum 2013.

Rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar tap­aði 14,7 pró­sentu­stigum á fyrstu mán­uðum eftir að hún tók við og mæld­ist með 47,7 pró­sent stuðn­ing þegar hún hafði setið jafn lengi og rík­is­stjórn Katrínar hefur nú. Sú rík­is­stjórn náði ekki að sitja út heilt kjör­tíma­bil. Við tók lík­lega óvin­sælasta rík­is­stjórn lýð­veld­is­tím­ans, rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem mæld­ist minnst með 30,9 pró­sent stuðn­ing. Hún sat ein­ungis í um átta mán­uði en stuðn­ingur við hana minnk­aði þó aðeins um 12,7 pró­sentu­stig á þeim tíma.

Fylgis­tap Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks er hins vegar vel innan skekkju­marka. Það sést vart högg á vatni á fylgi þeirra frá síð­ustu kosn­ingum sam­kvæmt könn­unum, enda kjós­endur flokk­anna tveggja sem byggðu upp allt stjórn­kerfi lands­ins, og mönn­uðu það með sínu fólki, hæst ánægt ef sem minnst breyt­ist. Báðir eru fyrst og síð­ast valda­flokkar sem hafa náð miklum árangri við að sníða sam­fé­lagið að því sem hentar þeim.

Það er aug­ljóst hver er tap­ari þessa stjórn­ar­sam­starfs. Það eru Vinstri græn.

Sá flokkur hefur nú tapað rúm­lega þriðj­ungi fylgis síns á þeim níu mán­uðum sem liðnir eru frá kosn­ing­um. Það mælist 10,7 pró­sent sam­kvæmt nýj­ustu könnun Gallup og hefur ekki mælst lægra frá því í lok árs 2015. Fylgið er auk þess komið niður fyrir það sem það var áður en að Panama­skjölin voru birt vorið 2016, en spill­ingin sem lak af þeim gerði það að verkum að Vinstri græn, þá með áru heið­ar­lega flokks­ins, fengu mikla fylg­is­aukn­ingu. Sú ára virð­ist horf­in.

Að full­orðn­ast og skipta um per­sónu­leika

Úr efsta lagi Vinstri grænna heyrð­ist ítrek­að, í kjöl­far síð­ustu kosn­inga, að það væri nauð­syn­legt fyrir flokk­inn að kom­ast í rík­is­stjórn. Að eina leiðin til að hafa áhrif væri að kom­ast að völd­um. Til þess þyrfti að gera mála­miðl­an­ir. Sú stærsta var auð­vitað að fara í stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem stendur fyrir sam­fé­lags­á­herslur sem stór hluti kjós­enda Vinstri grænna er á algjör­lega önd­verðu meiði við og vildi alls ekki sjá í rík­is­stjórn.

Framan af kjör­tíma­bil­inu lét áhrifa­fólk innan flokks­ins í einka­sam­tölum eins og að Vinstri græn væru með ein­hvers­konar hald á rík­is­stjórn­inni vegna þess að Katrín Jak­obs­dóttir situr í stóli for­sæt­is­ráð­herra. Að hún geti í krafti þess emb­ættis haldið aftur af þeim öflum innan sam­starfs­flokk­anna sem vinna að málum sem eru að fullu ósam­rým­an­legar stefnu Vinstri grænna. Að hún geti spilað á kall­anna.

Auglýsing
Þetta virð­ist hins vegar vera fyrst og síð­ast orð­ræða sem nýtt­ist til að sann­færa Vinstri græna um að þeir séu að gera rétt með því að taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.

Og í dag er lík­lega öllum sem á horfa ljóst að Katrín er ekki að spila á neinn, heldur er spilað á hana. Menn­irnir sem sitja í hennar skjóli, og í krafti hennar póli­tísku inn­eign­ar, vinna póli­tískra sigra dag eftir dag. Sjálf hefur hvorki Katrín, né Vinstri græn, varla unnið neinn slíkan frá því að þau sett­ust að völd­um. Að minnsta kosti engan sem eftir er tek­ið. Þess í stað hefur meg­in­þorri tím­ans farið í að verja aðgerð­ir, athafnir og orð­ræðu sem Vinstri græn hafa hingað til skil­greint sig and­stæða.

Að kyngja sann­fær­ingu sinni

Flokk­ur­inn hefur þurfti að verja setu Sig­ríðar And­er­sen í rík­is­stjórn þrátt fyrir að nán­ast allir for­víg­is­menn hans hafi lýst því yfir að emb­ætt­is­færsla hennar í Lands­dóms­mál­inu hafi verið röng og níu af hverjum tíu kjós­endum flokks­ins töldu að hún ætti að segja af sér. Þegar Vinstri græn vörðu Sig­ríði van­trausti gengu þing­menn flokks­ins fram og við­ur­kenndu fús­lega að eina ástæða þess væri sú að halda rík­is­stjórn­inni sam­an. Sann­fær­ing fékk að víkja fyrir praktískri mála­miðl­un.

Tveir þing­menn Vinstri grænna tóku síðan þátt í því að leggja fram frum­varp rétt fyrir þing­lok sem fól í sér veru­lega lækkun á veiði­gjöldum sem útgerðir greiða fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni. Inni­hald þess var þvert á yfir­lýs­ingar Vinstri grænna fyrir kosn­ing­ar, sem snér­ust um að hækka veiði­gjöld­in. Það lenti fyrst og síð­ast á for­ystu­mönnum Vinstri grænna að verja hina fyr­ir­hug­uðu lækk­un, enda hinir tveir stjórn­ar­flokk­arnir mjög fylgj­andi lægri álögum á útgerð­ina, og þar af leið­andi full­kom­lega sam­kvæmir sjálfum sér.

Þótt frum­varpið hafi ekki farið í gegn mun sam­bæri­legt verða lagt aftur fram í haust. Það mun líka inni­halda til­lögu um lækkun veiði­gjalda á útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem eiga saman hund­ruð millj­arða króna í eigið fé eftir for­dæma­laust góð­æri síð­ast­lið­inn ára­tug. Og Vinstri græn verða aftur sá flokkur sem mun þurfa að verja þann gern­ing.

Kalt póli­tískt sumar

Sum­arið var Vinstri grænum sann­ar­lega ekki auð­velt. Þá spratt enn og aftur upp óánægja vegna hval­veiða. Þær eru fyrst og síð­ast dýrt tóm­stundagaman eins manns sem situr uppi með fryst margra ára gam­alt hval­kjöt upp á marga millj­arða króna. Engin þörf er á hval­veið­um, útflutn­ings­verð­mæti afurð­ar­innar er langt frá því að svara kostn­aði og eft­ir­spurnin á inn­an­lands­mark­aði er eng­in. Þau skapa nei­kvæða ímynd af Íslandi og valda erf­ið­leikum í sam­skiptum á alþjóða­vett­vangi, líkt og sýndi sig ber­sýni­lega þegar veiddur var blend­ings­hvalur nú nýver­ið.

Stjórn­mála­flokk­ur­inn Vinstri græn er á móti hval­veiðum sam­kvæmt lands­fund­ar­á­lykt­unum.

Þegar for­sæt­is­ráð­herra var spurð út í hval­veiðar á nýlegum NATO-fundi sagði hún að áður en að „ný ákvörðun verður tekin um áfram­hald þess­ara veiða þarf að ráð­ast í mat á sjálf­bærni veið­anna, það er að segja umhverf­is­mat, efna­hags­mat og sam­fé­lags­legt mat.“ Það svar er ekki í neinum takti við stefnu flokks hennar sem er búinn að fara í gegnum sitt mat, og leggj­ast ein­dregið gegn hval­veið­um.

Aftur lendir það á Vinstri grænum að svara fyrir stefnu sem þau eru á móti, en er samt stefna rík­is­stjórn­ar­innar sem þau leiða. Og aftur er svarið moð­kennd mála­miðlun til að rugga ekki rík­is­stjórn­ar­bátn­um.

Það var Vinstri grænum heldur ekki auð­velt þegar kvenna­stéttin ljós­mæður háði harð­vít­uga kjara­bar­áttu sem mætt var af miklu mót­læti af stjórn­völd­um. Fjár­mála­ráð­herra og fjár­mála­ráðu­neytið spil­uðu þar stóra rullu með yfir­lýs­ingum og frétta­til­kynn­ingum sem ljós­mæður mót­mæltu harð­lega og sögðu bein­línis rangar eða afvega­leið­andi. For­maður samn­inga­nefndar þeirra sagði sam­skiptin við samn­inga­nefnd rík­is­ins „ljót­ustu sam­skipti sem ég hef átt“ og að innan stétt­ar­innar væri ofboðs­leg reiði sem risti djúpt gagn­vart rík­is­vald­inu. En Vinstri græn, flokk­ur­inn sem ber ábyrgð á því að femín­ismi er orðin meg­in­straum­s­á­hersla í íslenskum stjórn­mál­um, spil­aði með.

Vertu vel­komin meg­in­straumsút­lend­inga­andúð

Ekki verður séð að full­veld­is­há­tíðin á Þing­völlum þann 18. júlí, sem kost­aði 80 óskilj­an­legar millj­ónir króna, dró að sér örfáa for­vitna ferða­menn sem voru staddir á svæð­inu fyrir slysni í stað þeirra þús­unda lands­manna sem af ein­hverjum ástæðum hafði verið búist við, og bauð upp á helsta frum­kvöðul og hug­mynda­fræð­ing meg­in­­straumsút­­­lend­inga­andúðar á Vest­­ur­löndum sem fyrsta erlenda aðil­ann til að fá að ávarpa þjóð­þing Íslend­inga, hafi farið vel í fylg­is­menn Vinstri grænna. Fund­ur­inn sjálfur var aga­leg fram­kvæmd og ein­hvers­konar tákn­gerv­ing þeirrar gjáar sem orðin er milli þings og þjóð­ar.

Auglýsing
Framganga Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, stofn­anda Vinstri grænna, for­manns flokks­ins til margra ára og nú for­seta Alþing­is, í kjöl­far fund­ar­ins, þar sem hann taldi sig geta beðist afsök­unar á hegðun þing­manna sem hann hefur engin manna­for­ráð yfir og full­yrt að stór meiri­hluti Íslend­inga teldi það „forkast­an­legt“ að sýna Piu Kærs­gaard það sem hann taldi van­virð­ingu, var síðan sér kapit­uli út af fyrir sig. Þótt Stein­grímur upp­lifi sig frekar sem „bónda­son“ en hluta af „el­ítu“ er ljóst að hann hefur enga stöðu til að biðj­ast afsök­unar fyrir hönd þjóðar né að full­yrða neitt um hennar afstöðu. Og það að vera hluti af elítu hefur ekk­ert með upp­runa að gera, heldur hvar við­kom­andi er staddur núna. Einka­bíl­stjóri, 1.826 þús­und krónur í mán­að­ar­laun, eft­ir­launa­pakki handan við hornið sem á sér enga hlið­stæðu og sýn á raun­veru­leik­ann sem virð­ist á skjön við skoðun þorra venju­legs fólks eru allt atriði sem gætu skipað Stein­grími í hópi með elítu lands­ins.

Rétt­lát­ara skatt­kerfi fyrir ein­hvern

Helsta nið­ur­læg­ing Vinstri grænna er þó lík­lega sú sem er yfir­vof­andi í skatta­mál­um. Í kynn­ingu á fimm ára fjár­­­mála­á­ætlun rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, sem leið­­togar þeirra flokka sem skipa rík­­is­­stjórn­­ina stóðu að, kom fram að tekju­skattur ein­stak­l­inga eigi að lækka í neðra skatt­­þrepi og geti lækkað um eitt pró­­­­sent­u­­­­stig í áföngum á áætl­­­­un­­­­ar­­­­tím­an­­­­um. Orð­rétt segir þar: „Gert er ráð fyrir eins pró­­sent­u­­stigs lækkun á skatt­hlut­­falli neðra þreps.“

­Tekjur rík­­­is­­­sjóðs af tekju­skatti myndu minnka um 14 millj­­­arða króna við þá lækk­­­un. Slík skatta­breyt­ing mun skila fólki sem er með meira en 835 þús­und krónur í heild­­ar­­laun á mán­uði þrisvar sinnum fleiri krónum í vas­ann en fólki sem er á lág­­marks­­laun­­um.

Í kosn­­inga­­stefnu Vinstri grænna fyrir síð­­­ustu kosn­­ingar sagði um skatta­mál að flokk­ur­inn ætl­aði „að hliðra til innan skatt­­kerf­is­ins til að gera það rétt­lát­­ara. Kjör almenn­ings verða sett í for­­gang og um leið stöðvuð sú þróun að þeir ríku verði áfram rík­­­ari á sama tíma og aðrir sitja eft­­ir.“

Það er erfitt að sjá hvernig hún rímar við það lof­orð að gera skatt­­kerfið rétt­lát­­ara og að stöðva þá þróun að hinir ríku verði rík­­­ari.

Þing­menn Vinstri grænna reyndu með veikum mætti að spinna málið með því að segja að í raun ætti ekki að lækka neðra þrep tekju­skatts­ins um eitt pró­sentu­stig heldur ætti að létta skatt­byrði af almenn­ingi sem muni kosta það sama og pró­sentu­stigs lækk­un.

Bjarni Bene­dikts­son ítrekað hins vegar þá stefnu sem unnið sé eft­ir, að lækka neðra skatt­þrep­ið, í við­tali við Morg­un­blaðið 31. júlí. Þessi ummæli leiddu til þess að Katrín Jak­obs­dóttir sá sig til­neydda til að fara í við­tal í sjón­varps­fréttum RÚV þá um kvöldið og lýsa því yfir að yfir­vof­andi breyt­ingar á skatt­kerf­inu fælu fyrst og fremst í sér að skatt­byrði yrði létt af lægstu tekju­hóp­un­um. Það er aug­ljóst að í þessu lyk­il­máli er engin sátt milli stjórn­ar­flokk­anna. Þeir tala sitt á hvað. Og ein­ungis önnur stefnan verður ofan á. Sagan sýnir að allar líkur séu á því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fái sínu fram.

Tap­ist þessi bar­átta, í máli sem Vinstri græn hafa lengi sett á odd­inn, er ljóst að framundan er enn meira fylgis­tap. Enda óljóst hvers konar erindi flokkur á sem styður nær ein­vörð­ungu aðgerðir sem eru í and­stöðu við yfir­lýsta stefnu hans.

Stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru að fá nákvæm­lega það sem þeir kusu. En kjós­endur Vinstri grænna eru að fá eitt­hvað allt ann­að.Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari