Ágætt svigrúm til launahækkana

Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands skrifar um hvort að svigrúm sé til launahækkana og hvernig stuðla megi að félagslegum stöðugleika.

Auglýsing

Þeir sem gæta hags­muna atvinnu­rek­enda og fjár­festa tala nú mikið um að ekk­ert svig­rúm sé til launa­hækk­ana í kom­andi kjara­samn­ing­um.

Það kemur svo sem ekki á óvart. Þetta er hefð­bundið tal í aðdrag­anda kjara­samn­inga.

Það sem kemur þó á óvart er hversu langt menn ganga að þessu sinni.

Auglýsing

Yfir­leitt leyfa menn sér ekki að úti­loka alger­lega launa­hækk­anir nema hag­kerfið sé komið í djúpa kreppu eða umtals­verðan sam­drátt.

Er það sú staða sem við erum komin í núna?

Ó nei! Öðru nær.

Ágætur hag­vöxtur og góðar horfur

Hér er ágætur hag­vöxt­ur. Mun meiri en almennt er í hag­sæld­ar­ríkj­unum á Vest­ur­lönd­um. Þó eitt­hvað myndi hægja á þá væru Íslend­ingar áfram í góðum mál­um.

Árið 2017 var hag­vöxtur 3,6% á Íslandi en með­al­tal Evr­ópu­sam­bands­ríkja var 2,4%.

Og það er spáð áfram­hald­andi hag­vexti hér á landi frá 2018 til 2023 (á bil­inu 2,5-2,9%) í nýj­ustu þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands. Það er mun meira en almennt er á alþjóða­vett­vangi (sjá mynd­ina hér að neð­an).

Slíkar spár nokkur ár fram í tím­ann eru alltaf var­færn­is­leg­ar. Þær eru þess vegna undir því sem menn búast við að verði í raun. Því má gefa sér að hag­vöxtur verði í kringum 3% á Íslandi á næstu árum – að öðru óbreyttu. Stundum meiri og stundum minni.

Svo má líka færa rök fyrir því að svig­rúm til launa­hækk­ana sem sam­ræm­ist verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans (2,5% á ári) sé það mark­mið að við­bættri fram­leiðni­aukn­ingu (sem til lengdar hefur verið um 1,7%). Sam­an­lagt eru það rúm­lega 4% á ári.

Eiga atvinnu­rek­endur einir að njóta hag­vaxt­ar­ins?

Ef ekki yrðu launa­hækk­anir í slíku árferði þá myndi hag­vöxt­ur­inn renna óskiptur til atvinnu­rek­enda og fjár­festa einna – en ekki til vinn­andi launa­fólks.

Tekju­hlut­deild rík­asta eina pró­sents­ins myndi aukast. Aðrir stæðu í stað eða drægjust aft­ur­úr.

Fyrir slíku getur ekki verið neinn hljóm­grunnur á Íslandi, ef fólk er upp­lýst um raun­veru­lega stöðu mála.

Þessu til við­bótar geta aðilar vinnu­mark­að­ar­ins einnig samið um breytta tekju­skipt­ingu og sett lægri launa­hópana í for­gang. Slíkt er sér­stak­lega gagn­legt að gera þegar hægir á hag­vexti og raunar einnig í krepp­um.  Það örvar hag­vöxt­inn.

Hátekju­hóp­arn­ir, stjórn­endur á almennum vinnu­mark­aði og Kjara­ráðs­þjóð­in, hafa verið að gera það gott að und­an­förnu, eins og allir vita. Heldur bet­ur.

Nú er komið að almennu launa­fólki og sér­stak­lega lág­launa­fólk­inu.

Ef eig­endur fyr­ir­tækj­anna vilja halda aftur af launa­hækk­unum þá eiga þeir að beina slíku að hærri tekju­hóp­un­um.

Stjórn­völd geta svo lagt félags­legum stöð­ug­leika lið með því að breyta skatt­byrði og vel­ferð­ar­að­gerðum lægri og milli tekju­hópum til hags­bóta – svo um mun­ar.

Það er eðli­legt að félags­legur stöð­ug­leiki kosti eitt­hvað, enda er hann mjög verð­mætur fyrir þjóð­ar­bú­ið.

Það má ekki ger­ast aftur að stjórn­völd grafi undan kjara­samn­ingum (og félags­legum stöð­ug­leika) með auk­inni skatt­byrði lág­tekju­fólk eins og gerð­ist í kjöl­far kjara­samn­ing­anna 2015.

Svig­rúm til kjara­bóta er þannig klár­lega fyrir hendi.

Það er mik­il­vægt að aðiljar vinnu­mark­aðar og stjórn­völd nái saman um að nýta það til að bæta kjör þeirra sem minna hafa.

---

Hér að neðan má sjá nýj­ustu þjóð­hags­spá Hag­stof­unnar fyrir Ísland til árs­ins 2023 og spá um hag­vöxt á alþjóða­vett­vangi til sam­an­burð­ar:

Heimild: Hagstofan

Höf­undur er pró­­fessor við Háskóla Íslands og höf­undur bók­­ar­innar Ójöfn­uður á Íslandi – Skipt­ing tekna og eigna í fjöl­­þjóð­­legu sam­hengi, ásamt Arn­aldi Sölva Krist­jáns­­syni hag­fræð­ingi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar