Ágætt svigrúm til launahækkana

Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands skrifar um hvort að svigrúm sé til launahækkana og hvernig stuðla megi að félagslegum stöðugleika.

Auglýsing

Þeir sem gæta hags­muna atvinnu­rek­enda og fjár­festa tala nú mikið um að ekk­ert svig­rúm sé til launa­hækk­ana í kom­andi kjara­samn­ing­um.

Það kemur svo sem ekki á óvart. Þetta er hefð­bundið tal í aðdrag­anda kjara­samn­inga.

Það sem kemur þó á óvart er hversu langt menn ganga að þessu sinni.

Auglýsing

Yfir­leitt leyfa menn sér ekki að úti­loka alger­lega launa­hækk­anir nema hag­kerfið sé komið í djúpa kreppu eða umtals­verðan sam­drátt.

Er það sú staða sem við erum komin í núna?

Ó nei! Öðru nær.

Ágætur hag­vöxtur og góðar horfur

Hér er ágætur hag­vöxt­ur. Mun meiri en almennt er í hag­sæld­ar­ríkj­unum á Vest­ur­lönd­um. Þó eitt­hvað myndi hægja á þá væru Íslend­ingar áfram í góðum mál­um.

Árið 2017 var hag­vöxtur 3,6% á Íslandi en með­al­tal Evr­ópu­sam­bands­ríkja var 2,4%.

Og það er spáð áfram­hald­andi hag­vexti hér á landi frá 2018 til 2023 (á bil­inu 2,5-2,9%) í nýj­ustu þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands. Það er mun meira en almennt er á alþjóða­vett­vangi (sjá mynd­ina hér að neð­an).

Slíkar spár nokkur ár fram í tím­ann eru alltaf var­færn­is­leg­ar. Þær eru þess vegna undir því sem menn búast við að verði í raun. Því má gefa sér að hag­vöxtur verði í kringum 3% á Íslandi á næstu árum – að öðru óbreyttu. Stundum meiri og stundum minni.

Svo má líka færa rök fyrir því að svig­rúm til launa­hækk­ana sem sam­ræm­ist verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans (2,5% á ári) sé það mark­mið að við­bættri fram­leiðni­aukn­ingu (sem til lengdar hefur verið um 1,7%). Sam­an­lagt eru það rúm­lega 4% á ári.

Eiga atvinnu­rek­endur einir að njóta hag­vaxt­ar­ins?

Ef ekki yrðu launa­hækk­anir í slíku árferði þá myndi hag­vöxt­ur­inn renna óskiptur til atvinnu­rek­enda og fjár­festa einna – en ekki til vinn­andi launa­fólks.

Tekju­hlut­deild rík­asta eina pró­sents­ins myndi aukast. Aðrir stæðu í stað eða drægjust aft­ur­úr.

Fyrir slíku getur ekki verið neinn hljóm­grunnur á Íslandi, ef fólk er upp­lýst um raun­veru­lega stöðu mála.

Þessu til við­bótar geta aðilar vinnu­mark­að­ar­ins einnig samið um breytta tekju­skipt­ingu og sett lægri launa­hópana í for­gang. Slíkt er sér­stak­lega gagn­legt að gera þegar hægir á hag­vexti og raunar einnig í krepp­um.  Það örvar hag­vöxt­inn.

Hátekju­hóp­arn­ir, stjórn­endur á almennum vinnu­mark­aði og Kjara­ráðs­þjóð­in, hafa verið að gera það gott að und­an­förnu, eins og allir vita. Heldur bet­ur.

Nú er komið að almennu launa­fólki og sér­stak­lega lág­launa­fólk­inu.

Ef eig­endur fyr­ir­tækj­anna vilja halda aftur af launa­hækk­unum þá eiga þeir að beina slíku að hærri tekju­hóp­un­um.

Stjórn­völd geta svo lagt félags­legum stöð­ug­leika lið með því að breyta skatt­byrði og vel­ferð­ar­að­gerðum lægri og milli tekju­hópum til hags­bóta – svo um mun­ar.

Það er eðli­legt að félags­legur stöð­ug­leiki kosti eitt­hvað, enda er hann mjög verð­mætur fyrir þjóð­ar­bú­ið.

Það má ekki ger­ast aftur að stjórn­völd grafi undan kjara­samn­ingum (og félags­legum stöð­ug­leika) með auk­inni skatt­byrði lág­tekju­fólk eins og gerð­ist í kjöl­far kjara­samn­ing­anna 2015.

Svig­rúm til kjara­bóta er þannig klár­lega fyrir hendi.

Það er mik­il­vægt að aðiljar vinnu­mark­aðar og stjórn­völd nái saman um að nýta það til að bæta kjör þeirra sem minna hafa.

---

Hér að neðan má sjá nýj­ustu þjóð­hags­spá Hag­stof­unnar fyrir Ísland til árs­ins 2023 og spá um hag­vöxt á alþjóða­vett­vangi til sam­an­burð­ar:

Heimild: Hagstofan

Höf­undur er pró­­fessor við Háskóla Íslands og höf­undur bók­­ar­innar Ójöfn­uður á Íslandi – Skipt­ing tekna og eigna í fjöl­­þjóð­­legu sam­hengi, ásamt Arn­aldi Sölva Krist­jáns­­syni hag­fræð­ingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar