Ágætt svigrúm til launahækkana

Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands skrifar um hvort að svigrúm sé til launahækkana og hvernig stuðla megi að félagslegum stöðugleika.

Auglýsing

Þeir sem gæta hags­muna atvinnu­rek­enda og fjár­festa tala nú mikið um að ekk­ert svig­rúm sé til launa­hækk­ana í kom­andi kjara­samn­ing­um.

Það kemur svo sem ekki á óvart. Þetta er hefð­bundið tal í aðdrag­anda kjara­samn­inga.

Það sem kemur þó á óvart er hversu langt menn ganga að þessu sinni.

Auglýsing

Yfir­leitt leyfa menn sér ekki að úti­loka alger­lega launa­hækk­anir nema hag­kerfið sé komið í djúpa kreppu eða umtals­verðan sam­drátt.

Er það sú staða sem við erum komin í núna?

Ó nei! Öðru nær.

Ágætur hag­vöxtur og góðar horfur

Hér er ágætur hag­vöxt­ur. Mun meiri en almennt er í hag­sæld­ar­ríkj­unum á Vest­ur­lönd­um. Þó eitt­hvað myndi hægja á þá væru Íslend­ingar áfram í góðum mál­um.

Árið 2017 var hag­vöxtur 3,6% á Íslandi en með­al­tal Evr­ópu­sam­bands­ríkja var 2,4%.

Og það er spáð áfram­hald­andi hag­vexti hér á landi frá 2018 til 2023 (á bil­inu 2,5-2,9%) í nýj­ustu þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands. Það er mun meira en almennt er á alþjóða­vett­vangi (sjá mynd­ina hér að neð­an).

Slíkar spár nokkur ár fram í tím­ann eru alltaf var­færn­is­leg­ar. Þær eru þess vegna undir því sem menn búast við að verði í raun. Því má gefa sér að hag­vöxtur verði í kringum 3% á Íslandi á næstu árum – að öðru óbreyttu. Stundum meiri og stundum minni.

Svo má líka færa rök fyrir því að svig­rúm til launa­hækk­ana sem sam­ræm­ist verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans (2,5% á ári) sé það mark­mið að við­bættri fram­leiðni­aukn­ingu (sem til lengdar hefur verið um 1,7%). Sam­an­lagt eru það rúm­lega 4% á ári.

Eiga atvinnu­rek­endur einir að njóta hag­vaxt­ar­ins?

Ef ekki yrðu launa­hækk­anir í slíku árferði þá myndi hag­vöxt­ur­inn renna óskiptur til atvinnu­rek­enda og fjár­festa einna – en ekki til vinn­andi launa­fólks.

Tekju­hlut­deild rík­asta eina pró­sents­ins myndi aukast. Aðrir stæðu í stað eða drægjust aft­ur­úr.

Fyrir slíku getur ekki verið neinn hljóm­grunnur á Íslandi, ef fólk er upp­lýst um raun­veru­lega stöðu mála.

Þessu til við­bótar geta aðilar vinnu­mark­að­ar­ins einnig samið um breytta tekju­skipt­ingu og sett lægri launa­hópana í for­gang. Slíkt er sér­stak­lega gagn­legt að gera þegar hægir á hag­vexti og raunar einnig í krepp­um.  Það örvar hag­vöxt­inn.

Hátekju­hóp­arn­ir, stjórn­endur á almennum vinnu­mark­aði og Kjara­ráðs­þjóð­in, hafa verið að gera það gott að und­an­förnu, eins og allir vita. Heldur bet­ur.

Nú er komið að almennu launa­fólki og sér­stak­lega lág­launa­fólk­inu.

Ef eig­endur fyr­ir­tækj­anna vilja halda aftur af launa­hækk­unum þá eiga þeir að beina slíku að hærri tekju­hóp­un­um.

Stjórn­völd geta svo lagt félags­legum stöð­ug­leika lið með því að breyta skatt­byrði og vel­ferð­ar­að­gerðum lægri og milli tekju­hópum til hags­bóta – svo um mun­ar.

Það er eðli­legt að félags­legur stöð­ug­leiki kosti eitt­hvað, enda er hann mjög verð­mætur fyrir þjóð­ar­bú­ið.

Það má ekki ger­ast aftur að stjórn­völd grafi undan kjara­samn­ingum (og félags­legum stöð­ug­leika) með auk­inni skatt­byrði lág­tekju­fólk eins og gerð­ist í kjöl­far kjara­samn­ing­anna 2015.

Svig­rúm til kjara­bóta er þannig klár­lega fyrir hendi.

Það er mik­il­vægt að aðiljar vinnu­mark­aðar og stjórn­völd nái saman um að nýta það til að bæta kjör þeirra sem minna hafa.

---

Hér að neðan má sjá nýj­ustu þjóð­hags­spá Hag­stof­unnar fyrir Ísland til árs­ins 2023 og spá um hag­vöxt á alþjóða­vett­vangi til sam­an­burð­ar:

Heimild: Hagstofan

Höf­undur er pró­­fessor við Háskóla Íslands og höf­undur bók­­ar­innar Ójöfn­uður á Íslandi – Skipt­ing tekna og eigna í fjöl­­þjóð­­legu sam­hengi, ásamt Arn­aldi Sölva Krist­jáns­­syni hag­fræð­ingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar