Hvað skýrir þessa tregðu?

Stjórnarformaður Gray Line segir að fyrirtæki á borð við Airbnb eigi að sjálfsögðu að skila sköttum og gjöldum af allri söluveltu sinni.

Auglýsing

Sölu­síður á net­inu selja gist­ingu hér á landi án þess aðskila virð­is­auka­skatt­i eða g­istin­átta­gjald­i. A­ir­bn­b er þar lang umsvifa­mest, en fjöldi ann­arra sölu­síðna eru drjúg­ar. Sumar þeirra eru skráðar hér á landi og aðrar erlend­is.

Hvernig stendur á því að þessir sölu­að­ilar kom­ist upp með að inn­heimta ekki rétta skatta og gjöld af þjón­ustu sem veitt er á Íslandi? Skatt­skyldan sem slík fer ekk­ert fer á milli mála. Sölu­síð­urnar eru selj­endur þjón­ust­unn­ar, ekki við­kom­andi íbúð­ar- eða hús­eig­andi. Samt kom­ast þær að mestu hjá því að inn­heimta og skila 11% virð­is­auka­skatti af seldri gist­ingu, svo og g­istin­átta­gjald.

Hvers vegna sækja yfir­völd ekki þann rúma millj­arð sem þessar sölu­síður ættu með réttu að skila í stað þess að reyna enda­laust að leggja nýja skatta eða gjöld á ferða­þjón­ust­una?

Auglýsing

 Ís­lenskt skatta­skjól

Er skýr­ingin hugs­an­lega sú að áhrifa­miklir ein­stak­lingar þvælist fyr­ir? Fólk sem hefur sjálft tekjur af þess­ari skatt­frjálsu útleigu? Eig­endur íbúð­anna skipta jú þús­undum og þá er að finna um allt þjóð­fé­lag­ið, innan sem utan stjórn­kerf­is­ins. Þeirra hagur er að virð­is­auka­skattur eða g­istin­átta­gjald bæt­ist ekki við reikn­ing­inn ­sem ferða­mað­ur­inn greið­ir, því búð­ar­eig­and­inn ber þá minna úr být­um.

Síðan hvenær lætur rík­is­valdið millj­arða króna tekju­mögu­leika fram hjá sér fara? Hverjir standa á brems­unni til að skapa sér prí­vat skatta­skjól?

Það er ekk­ert mál að skikka A­ir­bn­b, ­Book­ing, Vi­ator, Ex­pedi­a, Tra­velocity, Rent­in­Reykja­vik og aðra til að standa skil á fullum sköttum og gjöldum af seldri þjón­ustu. Þetta er ekk­ert snún­ara en að láta okkur hin borga skatta.

Hefur ekk­ert með 2 m­kr. mörkin að gera

Til að forð­ast mis­skiln­ing er rétt að benda á að þó ekki þurfi að inn­heimta - og þar með að skila virð­is­auka­skatti og g­istin­átta­gjald­i af sölu gist­ingar undir 2 millj­ónum króna á ári, þá hefur það ekk­ert að gera með millj­arða króna sölu A­ir­bn­b eða ann­arra sölu­fyr­ir­tækja á net­inu. Tveggja millj­óna markið er sett til hag­ræðis fyrir skatt­yf­ir­völd ann­ars vegar og umsvifa­lít­ils ­rekst­urs ein­stak­linga hins veg­ar. En að sjálf­sögðu eiga fyr­ir­tæki á borð við A­ir­bn­b að skila sköttum og gjöldum af allri sölu sölu­veltu, enda með tölu­vert hærri veltu en tvær millj­ónir á ári. 

Höf­undur er stjórn­ar­for­mað­ur­ Gray Line.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar