Hvað skýrir þessa tregðu?

Stjórnarformaður Gray Line segir að fyrirtæki á borð við Airbnb eigi að sjálfsögðu að skila sköttum og gjöldum af allri söluveltu sinni.

Auglýsing

Sölu­síður á net­inu selja gist­ingu hér á landi án þess aðskila virð­is­auka­skatt­i eða g­istin­átta­gjald­i. A­ir­bn­b er þar lang umsvifa­mest, en fjöldi ann­arra sölu­síðna eru drjúg­ar. Sumar þeirra eru skráðar hér á landi og aðrar erlend­is.

Hvernig stendur á því að þessir sölu­að­ilar kom­ist upp með að inn­heimta ekki rétta skatta og gjöld af þjón­ustu sem veitt er á Íslandi? Skatt­skyldan sem slík fer ekk­ert fer á milli mála. Sölu­síð­urnar eru selj­endur þjón­ust­unn­ar, ekki við­kom­andi íbúð­ar- eða hús­eig­andi. Samt kom­ast þær að mestu hjá því að inn­heimta og skila 11% virð­is­auka­skatti af seldri gist­ingu, svo og g­istin­átta­gjald.

Hvers vegna sækja yfir­völd ekki þann rúma millj­arð sem þessar sölu­síður ættu með réttu að skila í stað þess að reyna enda­laust að leggja nýja skatta eða gjöld á ferða­þjón­ust­una?

Auglýsing

 Ís­lenskt skatta­skjól

Er skýr­ingin hugs­an­lega sú að áhrifa­miklir ein­stak­lingar þvælist fyr­ir? Fólk sem hefur sjálft tekjur af þess­ari skatt­frjálsu útleigu? Eig­endur íbúð­anna skipta jú þús­undum og þá er að finna um allt þjóð­fé­lag­ið, innan sem utan stjórn­kerf­is­ins. Þeirra hagur er að virð­is­auka­skattur eða g­istin­átta­gjald bæt­ist ekki við reikn­ing­inn ­sem ferða­mað­ur­inn greið­ir, því búð­ar­eig­and­inn ber þá minna úr být­um.

Síðan hvenær lætur rík­is­valdið millj­arða króna tekju­mögu­leika fram hjá sér fara? Hverjir standa á brems­unni til að skapa sér prí­vat skatta­skjól?

Það er ekk­ert mál að skikka A­ir­bn­b, ­Book­ing, Vi­ator, Ex­pedi­a, Tra­velocity, Rent­in­Reykja­vik og aðra til að standa skil á fullum sköttum og gjöldum af seldri þjón­ustu. Þetta er ekk­ert snún­ara en að láta okkur hin borga skatta.

Hefur ekk­ert með 2 m­kr. mörkin að gera

Til að forð­ast mis­skiln­ing er rétt að benda á að þó ekki þurfi að inn­heimta - og þar með að skila virð­is­auka­skatti og g­istin­átta­gjald­i af sölu gist­ingar undir 2 millj­ónum króna á ári, þá hefur það ekk­ert að gera með millj­arða króna sölu A­ir­bn­b eða ann­arra sölu­fyr­ir­tækja á net­inu. Tveggja millj­óna markið er sett til hag­ræðis fyrir skatt­yf­ir­völd ann­ars vegar og umsvifa­lít­ils ­rekst­urs ein­stak­linga hins veg­ar. En að sjálf­sögðu eiga fyr­ir­tæki á borð við A­ir­bn­b að skila sköttum og gjöldum af allri sölu sölu­veltu, enda með tölu­vert hærri veltu en tvær millj­ónir á ári. 

Höf­undur er stjórn­ar­for­mað­ur­ Gray Line.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar