Þriðji orkupakkinn – Illa kreist tannkremstúpa

Þingmaður Vinstri grænna segir að það hafi verið lærdómsríkt að sjá ýmsa þá sem stóðu að innleiðingum fyrri raforkutilskipana ESB vara við þeirri þriðju. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa nú mótmælt þriðja orkupakkanum.

Auglýsing

Fyrir Alþingi liggur að taka afstöðu til þriðja orku­pakka ESB. Umræða um málið hefur varið vax­andi og ekki vonum fyrr, en Ísland er eina land EES sem á eftir að stað­festa mál­ið. Fyrr en öll EES-löndin hafa gert það, tekur til­skip­unin ekki gildi á því svæði. Eins og heitið ber í sér er hér um þriðju til­skip­un­ina/orku­pakk­ann að ræða, en Ísland hefur stað­fest hinar tvær. Fyrsti orku­pakk­inn var til umfjöll­unar 1996-2000 og annar 2003-2009. Í ljósi umræð­unnar nú er ekki úr vegi að beina sjónum aðeins að sög­unni, því nokkuð hefur borið á því að var­úð­ar­orð við þriðja pakk­anum eigi frekar við um hina tvo.

Und­ir­bún­ingur inn­leið­ingar raf­orku­til­skip­unar ESB hófst í tíð rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks, sem sett­ist að völdum árið 1995 undir for­sæti Dav­íðs Odds­son­ar, eins og Val­gerður Sverr­is­dóttir iðn­að­ar­ráð­herra skýrði frá í grein í Morg­un­blað­inu 2002. Hún lagði síðar m.a. fram frum­varp að nýjum raf­orku­lög­um, sem voru fyrst lögð fram til kynn­ingar á þing­inu 2000-2001. Þar var skýrt kveðið á um aðgrein­ingar á milli vinnslu og dreif­ingar og í kjöl­farið þurft orku­fyr­ir­tækin að gera við­eig­andi breyt­ingar á starf­semi sinni, sbr. upp­skipti HS í HS orku og HS veit­ur. Val­gerður útskýrði nauð­syn þess í grein umræddri grein.

„Flutn­inga­starf­semi og raf­orku­dreif­ing er almennt talin nátt­úru­leg ein­ok­un­ar­starf­semi og rekstur slíkrar starf­semi verður því háður opin­beru eft­ir­liti í verð­lagn­ingu á þjón­ustu. Nú er hins vegar almennt talið meðal flestra þjóða heims að vinnsla og sala raf­orku sé sam­keppn­is­starf­semi, sem lúti öðrum lög­málum en flutn­ingur og dreif­ing.“

Auglýsing

Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð var­aði alla tíð við inn­leið­ingu til­skip­an­anna. Kom þar ýmis­legt til, sem ein­fald­ast er að draga saman í til­vitnun í grein­ar­gerð með breyt­ing­ar­til­lögu Stein­gríms J. Sig­fús­sonar um breyt­ingu á raf­orku­lögum árið 2003:

„Raforku­til­skip­unin á engan veg­inn við um íslenskar aðstæður þar sem hér er ein­angr­aður orku­mark­að­ur, land­fræði­legar aðstæður ger­ó­líkar því sem ger­ist á meg­in­landi Evr­ópu auk þess sem margir fleiri þættir svo sem af félags­leg­um, sögu­legum og umhverf­is­legum toga gera það að verkum að Íslend­ingar þurfa að hafa fullt sjálf­stæði til að velja sínar eigin leiðir í þessum efn­um. Mark­aðs- og einka­væð­ing raf­orku­geirans hefur gef­ist væg­ast sagt mis­jafn­lega víða erlendis þar sem slíkt hefur verið reynt.“

Ýmsir urðu til að hall­mæla þessum skoð­unum Vinstri grænna, þær þóttu hall­æris­legar og gam­al­dags. Hafa verður þó í huga að á þessum árum var vin­sælt að afskrifa mál­flutn­ing Vinstri grænna sem fúll-á-­móti nöldur í fólki sem lifði í drauma­heimi, vildi vernda nátt­úru lands­ins gegn stór­virkj­unum (eins og við Kára­hnjúka) og byggja frekar upp í ferða­þjón­ustu. En það er nú önnur saga.

Var­úð­ar­orð Vinstri grænna við raf­orku­til­skip­un­inni sner­ust sum sé að miklu leyti um mark­aðsvæð­ingu kerf­is­ins – áhyggj­urnar sneru að því að hún gæti tak­markað mögu­leika til að nýta orku­auð­lindir lands­ins á sam­fé­lags­lega mik­il­vægan máta – og yfir­ráðum yfir auð­lind­unum – sem væri nauð­syn­legt í sama skyni.

Nú er við hæfi að beina sjónum að þriðja orku­pakk­an­um, því um nákvæm­lega þetta snýst gagn­rýni margra á hann, ekki síst yfir­ráð yfir auð­lind­un­um. En hvað felst í pakk­an­um?

Í grunn­inn snýr hann að flutn­ing og sölu raf­orku á milli landa og þar er m.a. kveðið á um sér­staka stofn­un, ACER, sem hafi vald­heim­ildir til að úrskurða í deilum varð­andi orku­sölu á milli landa. Aug­ljós­lega snertir það Íslandi lít­ið, þar sem orku­mark­að­ur­inn er ein­angr­að­ur, en komi til lagn­ingar sæstrengs gegnir allt öðru máli. Þar sem valda­fram­sali eru settar skorður í stjórn­ar­skránni, hefur verið fundin sú lausn að ESA, eft­ir­lits­stofnun EFTA, muni úrskurða í mögu­legum málum er tengj­ast Íslandi. Þá felur inn­leið­ing hans í sér ýmsar tak­mark­anir á und­an­þágum fyrir lítil og ein­angruð svæði og breyt­ingar á starf­semi Orku­stofn­un­ar, þar sem stofna þarf sjálf­stætt raf­orku­eft­ir­lit með víð­tæk­ari skyldur og eft­ir­lits­heim­ild­ir.

Raf­orku­til­skip­anir ESB hafa gjör­breytt raf­orku­mark­aði hér­lend­is. Sumt hefur verið til góðs, annað mið­ur. Kostn­aður við ólíka þætti kerf­is­ins er t.d. skýr­ari eftir upp­skipt­ingu og mark­aðsvæð­ingin hefur skilað hærra verði til Lands­virkj­unar og því meiri arð­greiðslum í rík­is­sjóð, þó henni fylgi einnig ýmsir gall­ar.

Sjálfur hef ég þá ein­földu sýn á orku­bú­skap Íslend­inga að hann eigi fyrst og fremst að nýta til að byggja upp grænt sam­fé­lag. Standi eitt­hvað í reglu­verk­inu gegn því, til dæmis mark­aðsvæð­ingin með sinni kröfu um hærra verð, þá þurfi að leita leiða til að breyta regl­un­um. Eftir stendur hins vegar spurn­ingin um hvers vegna Ísland, með sitt lok­aða orku­kerfi á eyju í Atl­ants­hafi, er aðili að innri orku­mark­aði Evr­ópu­ríkja sem tengj­ast þvert á landa­mæri, enda er það bein­línis stefna ESB að ákveðin hluti orku­bú­skapar hvers ríkis sé inn­flutt orka.

Þar hygg ég að hund­ur­inn liggi graf­inn þegar að and­stöðu við þriðja orku­pakk­ann kem­ur; ansi mörgum finnst sem Ísland sigli hrað­byri í enn frekara sam­starf sem á end­anum feli í sér að það missi yfir­ráð yfir orku­auð­lind­um. Að ein­hverju leyti eru það til­finn­ingarök, en þau ber ekki að van­meta og gera lítið úr.

Það hefur verið lær­dóms­ríkt að sjá ýmsa þá sem stóðu að inn­leið­ingum fyrri raf­orku­til­skip­ana ESB vara við þeirri þriðju með rökum sem í raun áttu við þær tvær fyrri. Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokk­ur, sem gerðu Ísland að hluta af innri orku­mark­aði ESB, hafa nú til dæmis mót­mælt þriðja orku­pakk­an­um. Það er gott að umræðan um yfir­ráð yfir auð­lind­unum er kviknuð á þeim bæj­um.

Verra er hins vegar að svo virð­ist sem æ fleiri séu til­búnir að benda á þriðja orku­pakk­ann sem mögu­lega ástæðu þess að Ísland segi sig úr EES-­sam­starf­inu. Það er stór­hættu­leg þróun sem ber að vara við. Það er reyndar dálítið í tísku að agn­ú­ast út í EES-­samn­ing­inn þessi dægrin, en að mínu viti þarf að gera skýran grein­ar­mun á ávinn­ingum samn­ings­ins ann­ars vegar og fram­kvæmd hans hins veg­ar, en þar má ýmis­legt laga.

Þriðji orku­pakk­inn er tann­kremstúpan sem hefur verið kreist einu sinn of oft vit­laust, kló­sett­setan sem einu sinni of oft er ekki sett niður eftir notk­un, fyll­er­íið sem varð einu of mik­ið. Eng­inn þess­ara ein­stöku við­burða orsak­aði skiln­að­inn eða sam­bands­slit­in, heldur var ein­fald­lega kornið sem fyllti óánægju­mæl­inn. Það þýðir hins vegar ekki að gera lítið úr því, nær er að ræða orku­bú­skap Íslands í þaula og hvernig best er um hann búið. Þar eiga sjón­ar­mið umhverf­is, nátt­úru og lofts­lags­mála fyrst og fremst að ráða för.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar