Straumlínustýrð gagnagnótt fjórðu iðnbyltingarinnar

Aðgerðaplan fyrir frasafyllta stjórnendur.

Auglýsing

Stjórn­endur eru reglu­lega fra­sa­fylltir með orða­lagi um fjórðu iðn­bylt­ing­una, sjálf­virkni­væð­ingu, vél­nám, gagna­gnótt, breyttar vænt­ing­ar, breytta hegð­un, þús­ald­ar­kyn­slóð og þver­fag­leg teymi. Auk þess erum við síð­ustu risa­eðl­urnar og þurfum að finna til­gang­inn áður en við deyjum út. 

Við þurfum að eiga við breyttar vænt­ingar og væntar breyt­ing­ar. Það sem við gerðum í gær er ekki nóg í dag. Það eru spenn­andi tímar framundan og fram­tíðin er núna.

Litið fram­hjá þessum frösum þá þurfa stjórn­endur eins og áður að breyta eigin hegðun og hegðun starfs­fólks, breyta menn­ingu og breyta fyr­ir­tækj­um, í heimi sem er stöðugt að breyt­ast. 

Auglýsing

Jákvætt er að stjórn­endur geta metið hæfi fyr­ir­tæks­ins til umbreyt­ingar og ýtt umbreyt­ingu úr vör án nokk­urra ytri spek­inga.

Hér koma tíu ráð sem geta hraðað umbreyt­ingu fyr­ir­tækja og inni­halda lág­marks­fjölda frasa. Þetta er svokölluð ráð­gjöf, alveg ókeyp­is.

1) Tölum við við­skipta­vin­ina

Æðstu stjórn­endur eiga að verja degi eða dögum í beinum sam­skiptum við við­skipta­vini á hverju ári. Taktu þér dag í fram­lín­unni, hlust­aðu á fók­us­grúbb­ur, afgreiddu í versl­un­inni eða svar­aðu í þjón­ustu­ver­inu. Amer­íski net­sal­inn Zappos, sem er þekktur fyrir góðan skiln­ing á þörfum sinna við­skipta­vina gerir þá kröfu til allra starfs­manna að verja árlega tveimur dögum í þjón­ustu­ver­inu. Án þess telja þau sig ekki geta fundið púls sinna við­skipta­vina.

2) Leikum hlut­verka­leiki

Setjið ykkur í spor ann­arra. Leikið til dæmis for­stjóra aðal sam­keppn­is­að­il­ans, hvaða aðgerðum það fyr­ir­tæki ætlar að beita til að vinna sam­keppn­ina við ykk­ur. Leikið hlut­verk fyr­ir­tækis í við­skiptum sem er ósátt. Við hvað er það ósátt? 

Hugsið um ykkur öðru­vísi en venju­lega til að fá fram nýja vinkla. Ef fyr­ir­tækið ykkar væri drykk­ur, dýr eða bíll hvað væri það? Hvað væri sam­keppnin og af hverju?

3) Lærum af læri­sveinum

Hraðið breyt­inga­hugsun stjórn­enda með því að útnefna óreynda læri­meist­ara (e. reverse mentor­ing). Finnið spræk­asta unga fólkið í fyr­ir­tæk­inu og fáið það til að gefa stjórn­enda­teym­inu dæmisögur úr dag­lega líf­inu; hvaða tækni unga fólkið not­ar, hvaða öpp skipta það máli, hvernig það versl­ar, hvar það versl­ar, hvernig það hagar sínu lífi og hvernig fyr­ir­tækið ykkar kemur þeim fyrir sjón­ir.

4) Hristum heil­ann

Haldið heila­hrist­ing, eða hugs­ana­þon, þar sem starfs­fólk hannar lausnir í nokk­urra tíma spretti á stórt vegg­spjald, Power­point kynn­ingu eða ein­blöð­ung. Ekk­ert er for­ritað eða fram­leitt, ein­fald­lega hugsað og afhent sem hug­mynd. Hrað­all að hug­ar­fars­breyt­ingum og nýj­ung­um.

5) Sjáum fyrir okkur hið full­komna fyr­ir­tæki

Fáið stjórn­endur og starfs­fólk til að teikna upp hversu langt frá því að vera full­komið fyr­ir­tækið ykkar er og svarið hverju þyrfti að breyta fyrst til að kom­ast nær full­komn­un. Veltið fyrir ykkur hvort þið eruð að fær­ast nær eða fjær hinu full­komna. 

6) Horfum til baka úr fram­tíð­inni

Skrifið sögu fyr­ir­tæk­is­ins eins og þið séuð stödd í fram­tíð­inni. Horfið til baka sem for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins að tíu árum liðn­um. Hvað gerðuð þið á næstu tíu árum til að kom­ast þangað sem þið komust að tíu árum liðn­um. Látið alla fram­kvæmda­stjórn­ina gera þetta hvert í sínu lagi. Ef svörin eru mis­mun­andi er ljóst að stefnan er ekki skýr.

7) Nýtum fjöld­ann en ekki bara for­stjór­ann

Stundum er sagt að fyr­ir­tæki séu HIPPO stýrð og stendur hippo þá fyr­ir “Hig­hest-Paid Per­son’s Opinions”. HIPPO stýrir oft með til­finn­ingum og reynslu en ekki gögnum og grein­ingu. Með breyt­ingu á því má bæta fyr­ir­tæki og hraða umbreyt­ingu. Fyr­ir­tæki geta nýtt þekk­ingu fjöld­ans bet­ur. Við­skipta­vinir geta tekið þátt í stefnu­mót­un, svarað spurn­ingum eða þróað lausn­ir. Það má opna tækni­lausnir fyr­ir­tækja og gefa við­skipta­vinum færi á að þróa lausnir ofan á inn­viði fyr­ir­tækja. Stjórn­endur þurfa ekki endi­lega að svara stóru spurn­ing­unum sjálfir heldur gefa fjöld­anum færi á að svara þeim.

Meira má lesa um HIPPO í bók John McAfee og Erik Brynjolfs­son “Machine, Plat­form, Crowd: Harness­ing our Digi­tal Fut­ure”.

Það getur oft verið snúið að taka rétta ákvörðun.

8) Vinnum öfga­kenndar sviðs­myndir

Neyðið ykkur til að vinna öfga­kenndar sviðs­myndir eins og:

Hvernig bregð­ist þið við ef Amazon eða Google ráð­ast á mark­að­inn ykk­ar? 

Hvað gerið þið ef sam­keppnin marg­faldar fjár­fest­ingu í staf­rænni umbreyt­ing­u? 

Hvernig má bregð­ast við ef krónan veikist/­styrk­ist um 50%? 

Hvað gerið þið ef 10 mik­il­væg­ustu vör­urnar ykkar úreldast? 

Versl­anir eða olíu­fé­lög sem gerðu svona æfingu fyrir komu Costco stóðu betur en önn­ur. Far­síma­fé­lög sem áttu aðgerða­á­ætlun vegna afnáms reiki­gjalda voru sterk­ari en hin. Bankar sem bjugg­ust við inn­reið líf­eyr­is­sjóða á hús­næð­is­lána­mark­að­inn stóðu líka betur en hin­ir. Urm­ull dæma er um ytri áhrif sem breyta lands­lagi og fyr­ir­tæki gátu búið sig undir og þeim er ekki lok­ið.

9) Finnum okkar staf­ræna DNA

Fyr­ir­tæki þarf ekki staf­ræna stefnu heldur stefnu sem er staf­ræn. Þið þurfið ekki staf­ræna deild og staf­ræna sér­fræð­inga heldur staf­rænan kjarna, nýtt staf­rænt DNA fyr­ir­tæk­is­ins en ekki staf­rænar eyj­ur. Í mörgum fyr­ir­tækjum eru staf­rænar eyjur sem stjórn­endur líta stundum á sem vís­bend­ingu um að staf­ræn umbreyt­ing sé tekin (nógu) alvar­lega. Þessar eyjur þarf að sprengja. Það má ekk­ert vera til sem heitir staf­ræn stefna, staf­ræn sala eða staf­ræn þró­un; bara stefna, sala og þró­un. Ef til er staf­rænt þetta eða hitt verða til staf­rænar eyjur sem hægja á umbreyt­ingu og koma í veg fyrir umbreyt­ingu. Stefna, sala og þróun sem fer í eina átt trompar alltaf staf­ræna stefnu, staf­ræna sölu og staf­ræna þróun sem fer í aðra átt.

Breytið mönn­un, skipu­lagi, vörum og þjón­ustu þannig að staf­ræn umbreyt­ing nái að DNA fyr­ir­tæk­is­ins en ekki bara í smíði á vef, appi eða sölu­tölum eða breyta ein­fald­lega “um­búð­un­um”. Þó þið séuð með app þá er björn­inn ekki unn­inn. Þið þurfið að svara hvernig stoð­þjón­usta umbreyt­ist, áhættu­stýr­ing, lög­fræði­þjón­usta, inn­heimta eða fjár­stýr­ing þarf að breyt­ast frá a til ö.

10) Teiknið allt upp á nýtt

Byrjið með autt blað og svörum hvern­ig, án nokk­urra for­tíð­ar­kvaða, hvernig fyr­ir­tækið okkar liti út ef við værum að stofna fyr­ir­tækið í dag, hvernig skiptum við fjár­magni, starfs­fólki og öðrum kröft­um. Spyrjum okkur svo af hverju þetta fyr­ir­tæki er ekki til. Spyrjum okkur svo hvernig við breytum okkar fyr­ir­tæki í þessa átt. Spyrjum okkur svo hvernig þessi mynd getur haft áhrif á okar reglu­bundnu ferli, áætl­un­ar­gerð, ráðn­ing­arplön, fjár­fest­ing­ar­á­ætl­anir og þró­un­ar­verk­efni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar