Kaplakriki, staðan í hálfleik

Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar skrifar um stjórnsýsluna í bænum í aðsendri grein.

Auglýsing

Hvar og hvenær ger­ist það – og í hvers konar neyð – að sveit­ar­fé­lag stofnar starfs­hóp, hóp­ur­inn fundar strax sama dag, sam­þykkir útgjöld fram­hjá fjár­hags­á­ætlun upp á 100 millj­ónir og bæj­ar­stjóri greiðir summ­una sam­dæg­urs, án þess að fyrir liggi hvað er í raun verið að fjár­magna?

Svar: Í Hafn­ar­firði, þegar meiri­hluti Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks vill bjarga bráðum hús­næð­is­vanda, nánar til­tekið mögu­legri 12-18 mán­aða seinkun á bygg­ingu yfir­byggðs knatt­spyrnu­vall­ar. Máls­hrað­inn er lygi­leg­ur, eins og hér sést:

8. ágúst: gert ramma­sam­komu­lag um breytta fjár­mögnun bygg­ingar á knatt­húsi í Kaplakrika, bær­inn fjár­magni bygg­ingu FH með því að kaupa þrjú eldri hús af félag­inu. Engin gögn lögð fram.

Auglýsing

16. águst: fundur í bæj­ar­ráði, lagður fram við­auki með fjár­hags­á­ætlun og skipað í starfs­hóp á grunni ramma­sam­komu­lags­ins, Kaplakrika­hóp. End­ur­skoð­andi bæj­ar­ins gerður að for­manni hóps­ins.

16. ágúst: fyrsti fundur í Kaplakrika­hópi. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá svið­stjóra stjórn­sýslu sam­þykkti hóp­ur­inn að greiða 100 millj­ónir til FH. Engin fund­ar­gerð birt.

16. ágúst: síðar sama dag greiðir bæj­ar­stjóri 100 millj­ónir króna til FH.

Þess má geta að þann 16. ágúst lágu ekki fyrir sam­þykktar teikn­ingar né bygg­ing­ar­leyfi fyrir bygg­ingu knatt­húss í Kaplakrika.

19. ágúst: FH tekur fyrstu skóflustungu.

22. ágúst: bæj­ar­stjórn fjallar um við­auka, sem er sam­þykktur af meiri­hluta bæj­ar­stjórn­ar. Fram kemur í umræðum að bæj­ar­stjóri hafi þegar greitt út 100 millj­ón­ir, áður en við­auk­inn lá fyr­ir.

Ég leyfi mér að efast um að við­líka máls­hraði sé þekktur í stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga. Allt ger­ist meira og minna á einum degi! Þessi hraði hefur nú hins vegar verið veg­inn upp með ein­dæma hæga­gangi í svörum stjórn­sýsl­unnar til bæj­ar­full­trúa minni­hlut­ans um ferl­ið. Þar liggur greini­lega ekk­ert á.

Erfið gagna­öflun og óút­skýrðar stórar upp­hæðir

Eins og segir hér að ofan felur ramma­sam­komu­lag við FH aðal­lega í sér að boð­leið fjár­mögn­unar bæj­ar­ins á bygg­ingu knatt­húss breyt­ist (og upp­hæðin hækkar reyndar líka um nokkra tugi millj­óna).

Frá því þessi ákvörðun meiri­hlut­ans lá fyrir hef ég, ásamt öðrum í minni­hluta bæj­ar­stjórn­ar, unnið að því að afla upp­lýs­inga um áhrif hennar á bæj­ar­sjóð, sem og lög­mæti bæði ákvarð­ana­tök­unnar og gjörn­ings­ins sjálfs. Í mínum huga stenst nefni­lega hvor­ugt skoðun sem ábyrg með­ferð á skatt­fé, sem er frum­skylda kjör­inna full­trúa. Rétt er að taka fram að eng­inn hefur lagt til seinkun eða aflýs­ingu á bygg­ingu knatt­húss­ins.

Ástæða þess­arar gagna­öfl­unar er reyndar líka sú að ákvörðun meiri­hlut­ans fylgdu ein­gin gögn. Ekki arða af upp­lýs­ingum nema nýritað ramma­sam­komu­lag samið í sumar og jú, kostn­að­ar­á­ætlun frá FH um bygg­ingu nýja húss­ins, upp á tæpar 790 millj­ón­ir. Allar aðrar stað­reyndir í mál­inu hafa verið dregnar fram af minni­hlut­an­um, með tals­verðum eft­ir­gangs­mun­um. Í dag er um það bil hálf­leikur í þeirri vinnu og mörgu enn ósvar­að.

Má Hafn­ar­fjörður kaupa 92 milljón króna hús­eign af sjálfum sér á hálfan millj­arð?

Ég leyfi mér að full­yrða að kaup­verð hús­anna þriggja sem um ræðir (íþrótta­húss­ins Kaplakrika, Risa og Dvergs) getur aldrei orðið 790 millj­ón­ir. Í fyrsta lagi á Hafn­ar­fjörður það fyrst­nefnda nú þegar að 80% hluta, sem skráður er á 92 millj­ónir í bókum bæj­ar­ins. Að vísu hafði bæj­ar­stjórnin sem sat árið 1989 ákveðið að gefa FH þennan hluta frá og með árinu 2005 að telja. Sá gjafagjörn­ingur hefur hins vegar ekki verið fulln­u­staður enn og reyndar leikur veru­legur vafi á því að slík ráð­stöfun með almannafé eigi rétt á sér, þ.e. að gefa hús­eign án kvaða. Það vekur því furðu mína að bæj­ar­stjóri og meiri­hluti bæj­ar­stjórnar skuli nú ætla að fylgja nærri 30 ára sam­þykkt eftir án frek­ari laga­legrar rýni. Því sú er nefni­lega ætl­un­in; að byrja á því að gefa eign­ar­hlut­ann fyrir 92 millj­ónir sem þar með gjald­fær­ast í bókum bæj­ar­ins og kaupa hann svo aft­ur, á mun hærra verði, jafn­vel hálfan milljarð.

Kaup­verð hinna hús­anna tveggja er einnig mjög á reiki, sem og ástæðan fyrir því hvers vegna bær­inn ætti yfir höfuð að vilja eign­ast þau. Bygg­ing­ar­verð þeirra var fram­reiknað árið 2017 af end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins í sam­vinnu við FH og var þá alls áætlað um 390 millj­ón­ir.

Meiri­hluti bæj­ar­stjórnar og bæj­ar­stjóri eiga því enn eftir því að svara hvernig þau reikna það út að húsin þrjú (sem bær­inn á þegar að stóru leyti) geti kostað sléttar 790 millj­ón­ir. Eina sýni­lega nálg­unin við þá tölu eftir það sem fram hefur komið í gagna­leit­inni er kostn­að­ar­á­ætlun FH fyrir nýja hús­ið, upp á 789.688.500 krón­ur.

Fram hefur komið að ástands- eða verð­möt liggja ekki fyr­ir, fyrir utan stakt verð­mat á íþrótta­hús­inu.

Er þetta ábyrg ráð­stöfun skatt­fjár Hafn­firð­inga?

Að greiða út til­vilj­ana­kennt verð fyrir hús án verð- og ástands­mats, upp á hátt í millj­arð? Er mögu­leg árs­töf á yfir­bygg­ingu fót­bolta­vallar nægur til­gangur til að helga slíkt með­al?

Rétt er líka að halda því til haga að á hús­unum öllum hvíla umtals­verðar skuld­ir. Bær­inn hefur veð­sett sinn 80% hlut fyrir 870 millj­ón­ir, frá árinu 2009 (4 árum eftir að til stóð að gefa FH umræddan eign­ar­hlut). Á hinum tveimur hús­unum hvíla alls rúm­lega 330 millj­ón­ir, af hálfu FH.

Fyrir liggur í ramma­sam­komu­lag­inu að FH skuli aflétta sínum skuldum áður en til eign­ar­skipta kem­ur. Út úr svörum við fyr­ir­spurnum um það hvert þær skuldir verði fluttar og hvernig standa skuli skil á þeim til fram­tíðar má lesa að þær muni fær­ast yfir á nýja húsið og fjár­magn­ast með leigu­greiðslum frá bæn­um. Með öðrum orð­um, þó svo skuld­unum verði létt af hús­unum fyrir afsal, mun greiðsla þeirra engu að síður fjár­magn­ast úr bæj­ar­sjóði.

Ofgreidd leiga

Á síð­asta kjör­tíma­bili var ráð­ist í end­ur­skoðun allra rekstr­ar- og þjón­ustu­samn­inga við íþrótta­fé­lögin í bæn­um. Lengstan tíma tók samn­inga­gerðin við FH og henni lauk reyndar ekki að fullu, þar sem ekki náð­ist nið­ur­staða um einn samn­ing­anna, þ.e. leigu­samn­ing um knatt­húsið Ris­ann frá árinu 2007, sem gerður var til að standa straum af rekstri húss­ins. Lengi hefur verið vitað að sá samn­ingur ofá­ætlar greiðslur til félags­ins umtals­vert. Í minn­is­blaði um samn­ing­inn seg­ir: ,,Mis­munur á tekjum frá Hafn­ar­fjarð­ar­kaup­stað og áætl­uðum rekstr­ar­kostn­aði árin 2007-2015 er (því) 138,8 millj­.kr. á verð­lagi hvers árs sem vænt­an­lega hefur farið í að greiða vexti og afborg­anir af lánum sem tekin hafa verið vegna Ris­ans og nú Dvergs.“ Óvíst er hvort þessi ályktun um nið­ur­greiðslur lána sten­st, í ljósi þess að í nóv­em­ber 2016 hvíldu tæpar 212 millj­ónir á umræddum hús­um, en sú upp­hæð er í dag rúmar 330 millj­ón­ir. Allar upp­lýs­ingar vantar um árin 2016 og 2017.

Í minn­is­blaði þar sem end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins tók saman ráð­stöfun á umræddum leigu­greiðsl­um, kemur fram að hluti þeirra hefur farið í að greiða félags­kjörnum for­manni FH laun og jafn­framt að áætl­aður rekstr­ar­kostn­aður hafi verið greiddur til knatt­spyrnu­deild­ar, en að ekki liggi fyrir eig­in­legir kostn­að­ar­reikn­ing­ar.

Fjár­hags­leg sam­skipti bæj­ar­yf­ir­valda og íþrótta­fé­laga verða að vera skýr og allt þar uppi á borð­um. Bæði hjálpar það kjörnum full­trú­um, sem og bæj­ar­bú­um, að fylgj­ast með ráð­stöfun skatt­fjár og auk þess tryggir það jafn­ræði milli ólíkra félaga innan íþrótta- og tóm­stunda­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Þess vegna voru samn­ingar skýrðir og end­ur­gerðir á und­an­förnum árum, ef frá er tal­inn þessi eini, sem ekki náð­ist sam­staða um. Og þess vegna er mik­il­vægt að meiri­hluti bæj­ar­stjórnar upp­lýsi um yfir­stand­andi fjár­mála­gjörn­inga sína vegna upp­bygg­ingar í Kaplakrika, sem seint verður kallað auð­sótt mál.

Er eðli­legt að greiða fullt verð (sem reyndar er óþekkt) fyrir hús sem bær­inn hefur ofgreitt leigu á í 11 ár?

Þetta er ein þeirra spurn­inga sem ég hef ásamt öðrum lagt fram í bæj­ar­stjórn. Er það ábyrg með­ferð á skattfé Hafn­firð­inga að horfa ekki til hátt á annað hund­rað millj­óna króna sem þegar hafa verið greiddar gegnum veru­lega ofá­ætl­aðan rekstr­ar­kostnað í 11 ár?

Hinn end­an­legi verð­miði alls óþekktur

Að lokum er rétt að halda því til haga að meiri­hlut­inn hefur sagst vera að spara bænum 300 millj­ónir króna með því að fela FH bygg­inu nýs húss frekar en að bær­inn ann­ist fram­kvæmd­ina. Sú full­yrð­ing er að mínu mati alger­lega inn­an­tóm, þegar horft er til þess hvert verð­mat og eign­ar­staða hús­anna þriggja sem kaupa á er í raun og veru. Það er ekki 300 milljón króna sparn­aður að gefa eign fyrir 92 millj­ónir og kaupa hana svo aftur á 400 millj­ón­ir. Strax þar eru 300 millj­ón­irnar fokn­ar, en við það má bæta að til stendur að gera rekstr­ar­samn­ing um hið nýja hús, sem er ávísun á útgjöld til fram­tíð­ar.

Þar fyrir utan liggur fyrir að for­ysta FH lítur svo á að 790 milljón krón­urnar séu bara fyrsta greiðsla, sam­kvæmt við­tali við for­mann knatt­spyrnu­deildar á dög­un­um. Bæj­ar­stjóri hefur and­mælt þessu skrif­lega. Aðilar eru því greini­lega ekki á eitt sáttir um þýð­ingu ramma­sam­komu­lags­ins í heild.

Loks er líka rétt að geta þess að allar upp­lýs­ingar um tölur og aðrar stað­reyndir sem settar eru fram hér að ofan er að finna í svörum við fyr­ir­spurnum flokka í minni­hluta bæja­stjórn­ar, sem birt voru með fund­ar­gerð síð­asta bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar, þann 5. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og nálg­ast má á heima­síðu Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar.

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi í Hafn­ar­fjarð­ar­bæ. 

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar