Hvernig Sjálfstæðisflokkurinn varð 40% flokkur

Lífræn heildarhyggja – „Öflugt og viti borið miðstjórnarvald“

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokknum tókst frá upp­hafi að verða stærsti flokkur lands­ins; fá og við­halda um 40% fylgi kjós­enda í þing­kosn­ingum og meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Leitað er skýr­inga á hinu mikla fylgi í hug­mynda­fræði flokks­ins og afstöðu til rík­is­valds­ins. Lengi vel var tals­verð óein­ing innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins en með til­komu Kalda stríðs­ins tókst að sam­eina flokk­inn um end­ur­nýj­aða stefnu á gömlum grunni.

Sjálf­stæð­is­stefnan + stétta­sam­vinna = „Líf­ræn heild­ar­hyggja“

Í sam­komu­lagi Íhalds­flokks­ins og Frjáls­lynda flokks­ins, sem lagði grund­völl­inn að stofnun Sjálf­stæð­is­flokks­ins 1929, var lögð áhersla á tvennt. Aðal­stefnu­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins skyldu vera:

  1. Að vinna að því að und­ir­búa það, að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði lands­ins til afnota fyrir lands­menn eina, jafn­skjótt og 25 ára samn­ings­tíma­bil sam­bands­lag­anna er á enda.
  2. Að vinna í inn­an­lands­málum að víð­sýnni og þjóð­legri umbóta­stefnu á grund­velli ein­stak­lings­frelsis og atvinnu­frelsi, með hags­muni allra stétta fyrir aug­um.

Auglýsing

Þannig var hug­mynda­fræði sjálf­stæð­is­bar­áttu Íslend­inga kjöl­festa Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Slíta ætti tengslin við Dan­mörku og stofna lýð­veldi eins skjótt og unnt væri. Kjör­orð flokks­ins „Stétt með stétt“ vís­aði til þess að allir Íslend­ingar ættu sömu hags­muna að gæta. Áhersla var á ein­stak­lings­frelsi og atvinnu­frelsi en innan ramma hags­muna allra stétta. Einn aðal­hug­mynda­fræð­ingur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Birgir Kjaran (1916-1976), kall­aði stefnu flokks­ins „líf­ræna heild­ar­hyggju“ og rakti aftur til kenn­inga þýska heim­spek­ings­ins Hegels:

Þótt sjálf­stæð­is­stefnan byggi á ein­stak­ling­um, er hún heild­ar­hyggja allrar þjóð­ar­inn­ar, sem lítur á þjóð­ina sem líf­ræna heild, er því aðeins vaxi og dafni, að ein­stak­ling­unum öllum vegni vel en visni ekki og veslist upp, ef ein­stak­ling­arnir fái ekki starfs­frið og svig­rúm.

Mjög auð­velt er að stað­setja hug­mynda­fræði Sjálf­stæð­is­flokks innan flóru alþjóð­legra hug­mynda um tengsl ein­stak­linga og rík­is­vald. Þetta eru hug­myndir Íhalds­stefn­unnar (Conservat­is­m), hug­myndir „járn­kanslar­ans“ Bis­marcks í Þýska­landi, for­sæt­is­ráð­herr­ans Disra­eli í Bret­landi, Kristi­legra demókrata í Þýska­landi og Íhalds­flokks­ins í Bret­landi (áður en Margret Thachter varð for­maður flokks­ins).

Fús­leiki til að beita „viti bornu mið­stjórn­ar­valdi“

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var því klár­lega ekki stjórn­mála­flokkur óheftrar frjáls­hyggju sem lítur á umsvif rík­is­ins og frelsi ein­stak­lings­ins sem and­stæður og rík­is­valdið einatt talið af hinu illa. Hlut­verk hins opin­bera ætti sam­kvæmt slíkri frjáls­hyggju að vera sem allra minnst og helst ein­ungis að halda uppi lög og reglu í sam­fé­lag­inu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn áleit þvert á móti að ef flokk­ur­inn réði rík­is­vald­inu yrði því beitt til góðs, til efl­ingar sjálf­stæðis Íslend­inga og þjóð­ar­hags. Stétta­bar­átta ylli sundr­ung í sam­fé­lag­inu og þjóð­ar­sam­staða kæmi ekki sjálf­krafa. Stjórn­mála­flokkar ættu ekki að næra stéttaríg með því að þjóna ein­ungis einni þjóð­fé­lags­stétt heldur vinna að sam­stöðu þjóð­ar­innar allr­ar. Rík­is­vald­inu skyldi beita í þágu almanna­hags­muna, vera sam­nefn­ari þjóð­ar­inn­ar.

Þannig hefur hug­myndum Ólafs Thors, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins 1934-1961 verið lýst:

En jafn­framt því sem Ólafur Thors taldi útþenslu rík­is­valds­ins, bákns­ins eða kerf­is­ins, mikil böl, var hann óhræddur að nýta alla kosti öfl­ugs og viti bor­ins mið­stjórn­ar­valds, ef svo mætti segja, án þess að rík­is­valdið mylji allt undir sig og drepi athafna­þrá fólks­ins í dróma með bönn­um, höftum og skatt­pín­ingu. En það hefur ekki verið talið ein­falt mál á Íslandi að minnka rík­is­um­svifin frá því að vel­ferð­ar­stefnan varð póli­tískt leið­ar­ljós fyrir og um miðja þessa öld. … Hann var að vísu frjáls­hyggju­maður og trúði á sam­keppni ein­stak­linga innan lýð­ræð­is­legs þjóð­fé­lags sam­starfs og sam­hjálp­ar. Rík­is­valdið var ekki af hinu illa, ef for­ystan var góð. En ríkið ætti ekki að kúga þegn­ana, heldur þjóna þeim.

Rétt eins aðrir fylgj­endur íhalds­stefn­unnar taldi Ólafur Thors æski­legt – reyndar nauð­syn­legt – að beita lögum og rík­is­valdi til að auka vel­ferð allra í þjóð­fé­lag­inu - rétt eins og Bis­marck byggði upp almennt trygg­inga­kerfi í Þýska­landi eða Disra­eli barð­ist fyrir almennum kosn­inga­rétti verka­lýð­skarla í Bret­landi. Sam­kvæmt Sjálf­stæð­is­stefn­unni átti t.d. að beita skatt­kerf­inu til að auka jöfnuð og vel­ferð fólks­ins eða með orðum Jóhanns Haf­steins (1915-1980), eins af helstu hug­mynda­smiðum flokks­ins:

En auð­vitað er það eitt verk­efni sjálf­stæð­is­stefn­unn­ar, að það skap­ist ekki kljúf­andi djúp í þjóð­líf­inu milli öreiga ann­ars vegar og auð­kýf­inga hins veg­ar. Eitt aðal­með­alið til þess, að svo verði ekki, á skatta­lög­gjöfin að vera, sem tekur af ein­stak­lingum eftir mis­mun­andi efna­hag í sam­eig­in­lega sjóð, rík­is­sjóð­inn, og af þessum sam­eig­in­lega sjóði, er svo eftir atvikum úthlutað á einn veg eða annan til þess að skapa grund­völl undir bættum kjörum almenn­ings í heild.

Á Íslandi ríkti almennt öfl­ugt fyr­ir­greiðslu­kerfi þar sem stjórn­mála­menn, „höfð­in­gj­arn­ir“, náðu undir sig rík­is­vald­inu og beittu því eftir eigin geð­þótta í þágu „skjól­stæð­inga“ sinna. Stjórn­mála­flokk­arnir höfðu allt for­ræði í þjóð­fé­lag­inu. Greiða­semi stjórn­mála­manna við hina útvöldu kall­aði á end­ur­gjald þiggj­enda í formi stuðn­ings og atkvæðis á kjör­degi. Þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins var að mestu skip­aður fyr­ir­mönnum sem fóru með mikið þjóð­fé­lags­legt vald ekki síst útgerð­ar­menn, sýslu­menn og banka­stjórar rík­is­bank­anna. Skilin á milli flokk­s­kerfis Sjálf­stæð­is­flokks­ins og rík­is­valds­ins voru gjarnan mjög óljós. Í Reykja­vík rak flokk­ur­inn síðan umfangs­mesta fyr­ir­greiðslu­kerfi lands­ins. Þar voru skilin á milli stjórn­kerfis borg­ar­innar og flokk­s­kerf­is­ins nákvæm­lega eng­in.

Með hug­mynda­fræði „líf­rænnar heild­ar­hyggju“ að leið­ar­ljósi ásamt fús­leika til að beita rík­is­vald­inu varð Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn frá upp­hafi stærsti flokkur lands­ins; hafði umtals­verðan stuðn­ing í öllum stéttum og eini flokk­ur­inn lands­ins með mikið fylgi bæði í þétt­býli og sveit­um. Í Reykja­vík var öruggur flokks­meiri­hluti í borg­ar­stjórn. Flokks­starfið var mjög öfl­ugt og kosn­inga­starfið hið skil­virkasta á land­inu, vel fjár­magnað og skipu­lagt. Tengsl flokks­ins við sam­tök og hags­muni atvinnu­rek­enda voru vissu­lega sterk sem og mikil áhersla á mál­efni land­bún­að­ar. Í flokknum störf­uðu sér­stök félög verka­manna og sjó­manna. Sam­hjálp­ar­á­hersla krist­innar trúar átti vissu­lega sinn sess. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn naut einnig meiri stuðn­ings kvenna en karla. Konur sátu yfir­leitt á þingi fyrir flokk­inn en ein eða engar fyrir aðra stjórn­mála­flokka.

(Fram til árs­ins 1978 sátu sam­tals sex konur á Alþingi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn en ein­ungis þrjár fyrir aðra flokka. Fyrir Sjálf­stæð­is­flokk: Ingi­björg H. Bjarna­son (þm. 1922-1930; kjör­inn á þing fyrir Kvenna­lista); Guð­rún Lár­us­dóttir (þm. 1930-1938); Auður Auð­uns (þm. 1959-1974); Kristín L. Sig­urð­ar­dóttir (þm. 1949-1953); Ragn­hildur Helga­dóttir (þm. 1956-1963, 1971-1979 og 1983-1991); Sig­ur­laug Bjarna­dóttir (þm. 1974-1978). Fyrir Alþýðu­flokk (stofn­aður 1916): Engin fyrir Fram­sókn­ar­flokk (stofn­aður 1916): Rann­veig Þor­steins­dóttir (þm. 1949-1953). Fyrir Sós­í­alista­flokk (stofn­aður 1938): Katrín Thorodd­sen (þm. 1946-1949). Fyrir Alþýðu­banda­lag (stofnað 1956): Svava Jak­obs­dóttir (þm. 1971-1978).)

Kalda stríðið sam­einar áður ósam­stíga flokk

Sjálf­stæð­is­flokkur var vissu­lega stærsti flokkur lands­ins en harð­vít­ugar inn­an­flokks­deilur veiktu flokk­inn. Þar tók­ust á hags­munir versl­un­ar­manna ann­ars vegar og útgerð­ar­manna hins veg­ar. Útgerðin vildi eins og ævin­lega geng­is­lækkun til að auka verð­mæti útflutn­ings síns í íslenskum krónum og auð­velda þannig greiðslu inn­lends kostn­að­ar. Versl­un­ar­armur flokks­ins var and­vígur geng­is­lækkun sem hækk­aði verð inn­flutn­ings og minnk­aði kaup­getu almenn­ings. Helst vildi versl­un­ar­hóp­ur­inn geng­is­hækkun eins og fyrsti for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Jón Þor­láks­son, stóð fyrir sem fjár­mála­ráð­herra árið 1925 og upp­skar fyrir óbeit útgerð­ar­manna sem kenndu honum um rekstr­ar­erf­ið­leika, jafn­vel gjald­þrot, fyr­ir­tækja sinna. Þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tók í fyrsta sinn þátt í rík­is­stjórn árið 1939 fund­uðu þing­menn flokks­ins sitt í hvoru lagi og til­nefndu hvorn sinn ráð­herra: Útgerð­ar­arm­ur­inn Ólaf Thors en versl­un­ar­menn Jakob Möller. Í tíð Nýsköp­un­ar­stjórnar (1944-1947) var Ólafur Thors for­sæt­is­ráð­herra en hópur þing­manna flokks­ins í harðri stjórn­ar­and­stöðu.

Við lýð­veld­is­stofnun 17. júní 1944 þver­klofn­aði þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kosn­ingu um fyrsta for­seta lýð­veld­is­ins. Sveinn Björns­son var kos­inn en ein­ungis 30 atkvæði af 50 þing­mönnum sem greiddu atkvæði. Ell­efu þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins – þar á meðal vara­for­mað­ur­inn Pétur Magn­ús­son – kusu Svein Björns­son en for­mað­ur­inn Ólafur Thors og átta aðrir þing­menn annað hvort skil­uðu auðu eða kusu ann­an. And­stæð­ingar Sveins vildu alvald Alþingis og valda­lausan for­seta Íslands. For­set­inn ætti t.d. ekki að beita 26. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar, synja lögum stað­fest­ingar sem síðan færu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Þjóðin ákvarð­aði fram­tíð­ar­gildi lag­anna. Stuðn­ings­menn Sveins studdu aftur á móti vald­dreif­ingu, þar á meðal þjóð­kjör­inn for­seta með sjálf­stætt þjóð­höfð­ingja­vald og gæti m.a. gripið til þess að synja lög­g­gjöf ef þar hefði gjá mynd­að­ist á milli þing­vilja og þjóð­ar­vilja Djúp­stæður ágrein­ingur var nefni­lega innan flokks­ins og á Alþingi almennt um stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins.

(Hin „mikla ein­ing“ um lýð­veld­is­stjórn­ar­skránna er nefni­lega síð­ari tíma til­bún­ing­ur; not­aður til að krefj­ast sam­stöðu allra flokka um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Sem­sagt: Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á að neit­un­ar­vald í öllum stjórn­ar­skrár­mál­u­m.)

Styrk­leikar Sjálf­stæð­is­flokks­ins voru því vissu­lega til staðar en engu að síður var flokk­ur­inn í umtals­verðum vanda. Hags­muna­tog­streita ógn­aði sam­heldni flokks­ins og for­ystu­menn aðhyllt­ust and­stæðar kenn­ingar um stöðu og vald for­seta Íslands.

Átökin á milli vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja og komm­ún­ista­ríkja, Kalda stríð­ið, sam­ein­aði Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Allt í einu höfðu flokks­menn fengið sam­eig­in­legt og göf­ugt hlut­verk: Að Ísland tæki þátt í vörn­inni fyrir vest­ræna sið­menn­ingu gegn ógn Sov­ét­ríkj­anna. Ísland ætti að skipa sér í sveit varn­ar­banda­lags Vest­ur­land, Atlands­hafs­banda­lagið og styddi veru her­liðs Banda­ríkj­anna á Íslandi. Að mati Sjálf­stæð­is­flokks­ins var bar­áttan gegn árás­ar­hneigðum Sov­ét­ríkjum í reynd fram­hald af alda­langri sjálf­stæð­is­bar­áttu Íslend­inga. Hið nýstofn­aða íslenska lýð­veldi þurfti vernd gegn ógn komm­ún­ism­ans. Sjálf­stæð­is­bar­áttan héldi áfram.

Með þessum hætti gaf Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefð­bund­inni hug­mynda­fræði sinni nýtt inn­tak; skap­aði sam­fellu í mál­flutn­ingi sínum fyrir og eftir Kalda stríði. Jafn­framt hélt flokk­ur­inn áfram að vera langstærsti flokkur lands­ins; venju­lega með nærri 40% fylgi í þing­kosn­ing­um.

Það átti eftir að breyt­ast eins og útskýrt verður í næstu grein minni í Kjarn­an­um: Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður sér­trú­ar­söfn­uður – 40% flokkur minnkar í 20%

Höf­undur er pró­­fessor emeritus í stjórn­­­mála­fræði við Háskóla Íslands og félagi í Reykja­vikurAka­dem­­íu.

Heim­ild­ir:

Birgir Kjar­an: „Um sjálf­stæð­is­stefn­una”. Stefnir 2.-3. hefti 1958.

Jóhann Haf­stein. 1941. „Sjálf­stæð­is­stefn­an“. Stjórn­mál – Ræður og rit­gerð­ir.

Matth­ías Johann­es­sen. 1981. Ólafur Thors – Ævi og störf II.

Svanur Krist­jáns­son. 1979. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn – Klass­íska tíma­bilið 1929-1944.

Svanur Krist­jáns­son. 1986. „Valdið og borgin – Valda­kerfi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Reykja­vík­ur­borg“. Þjóð­líf 1. tbl. 2. árg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar