Skynsamleg veiðigjöld og framþróun í sjávarútvegi

Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, kynnti í dag frum­varp um breyt­ingar á lögum um veiði­gjöld og við fyrsta lestur virð­ist um skyn­sam­legar breyt­ingar að ræða.

Það sem vegur þyngst er að aðferða­fræð­inni er breytt og veiði­gjöldin gerð næm­ari fyrir sveiflum í grein­inni.

Skyn­sam­leg nálgun

Helsti galli fyr­ir­komu­lags­ins sem nú er fyrir hendi er að veiði­gjöldin hafa verið inn­heimt út frá tveggja til þriggja ára gömlum gögn­um, þar sem gögn Hag­stofu Íslands hafa verið helsta for­send­an. Þetta gerir það að verkum að inn­heimtan getur orðið bæði óskil­virk og erfið fyrir mörg fyr­ir­tæki, sem á end­anum skilar síðan minnu í rík­is­kass­ann inn í fram­tíð­ina.

Auglýsing

Það virð­ist skyn­sam­legt að miða við nýrri gögn frá Rík­is­skatt­stjóra og gera inn­heimt­una þar með næm­ari.

Veiði­gjöld eru sjálf­sagður hluti auð­linda­stýr­ingar sem ríkið á og stýr­ir, sem er lög­saga lands­ins. Það hefur tekið sinn tíma að útfæra aðferð sem getur orðið grund­völlur fyrir inn­heimtu veiði­gjalda til lengdar litið en með nýfram­komnu frum­varpi eru komnar fram for­sendur til þess að ná sátt um þessi mál. Þetta gæti orðið stórt mál fyrir rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur.

Hér má sjá hvernig veiðigjöldin þróast, annars vegar með óbreyttum lögum og hins vegar samkvæmt frumvarpi.Eflaust munu ein­hverjar útgerðir mót­mæla, en þá verður svo að vera. Það er samt verið að taka til­lit til gagn­rýni úr sjáv­ar­út­vegnum með þessum breyt­ing­um.

Deil­unum um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið mun eflaust ekki ljúka í bráð og ekki ætl­unin að leiða þá umræða til lykta hér, eða reifa öll sjón­ar­miðin til enda. 

Eins og sjáv­ar­út­veg­ur­inn er að þró­ast þá eru afla­heim­ildir sífellt að fær­ast á færri hendur og mikil verð­mæti er að verða til.

Miklar eignir og sterkur efna­hagur

Það stytt­ist í að fyrsti millj­arða­mær­ing­ur­inn í Banda­ríkja­dölum talið komi fram í íslenskum sjáv­ar­út­vegi og sé mið tekið af þró­un­inni á und­an­förnum árum þá er ekki langt í það ger­ist. Ef það hefur þá ekki þegar ger­st, enda hefur efna­hagur margra stærstu útgerða lands­ins styrkst veru­lega á und­an­förnum tíu árum og eig­enda þeirra þar með einnig. Þetta er um margt fagn­ar­efni í raun, því sterkur sjáv­ar­út­vegur hefur jákvæð áhrif hag­kerf­ið.

Sem dæmi má nefna, þá nemur virði afla­heim­ilda Ögur­vík­ur, sem gerir út einni tog­ara, Vigra Re, um 14,5 millj­örðum króna, sam­kvæmt nýlegu verð­mati, sem birt var í dag. Það er upp­hæð sem myndi duga til að kaupa 68 pró­sent af hlutafé VÍS, eins stærsta trygg­ing­ar­fé­lags lands­ins. 

Það eru ekki allir sem átta sig á þessum miklu stærðum og verð­mætum í sjáv­ar­út­vegn­um, og hversu fjár­sterk fyr­ir­tækin eru, mörg hver. Þau hafa mikla fjár­fest­inga­getu.

Ekki dreift eign­ar­hald

Það voru eflaust ekki margir sem sáu það fyr­ir, þegar lögum um stjórn fisk­veiða var breytt og fram­sal afla­heim­ilda heim­il­að, að útgerð­irnar í land­inu yrði flestar fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki í eigu nokk­urra ein­stak­linga.

Í umræðum í aðdrag­anda breyt­inga hjá stjórn­mála­mönnum töl­uðu margir um mik­il­vægi þess að halda fyr­ir­tækj­unum í dreifðu eign­ar­haldi, en það hefur ekki orðið raunin í íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu.

Oft er talað um að umfang íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins í íslensku atvinnu­lífi sé alltof mik­ið, en sam­tals eiga sjóð­irnir um þrjú þús­und millj­arða króna eignir á Íslandi, eða sem nemur um einni árlegri lands­fram­leiðslu (Heild­ar­eignir eru um 4 þús­und millj­arð­ar).

Samt er merki­legt að íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir, og þar með almenn­ing­ur, á lítið sem ekk­ert í íslenskum sjáv­ar­út­vegi, séu hlutir í HB Granda und­an­skild­ir. Þetta er um margt merki­legt í ljósi mik­il­vægis íslensks sjáv­ar­út­vegs fyrir íslenska hag­kerf­ið. 

Mögu­lega liggur mögu­leik­inn í því að ná sátt um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið í því að dreifa eign­ar­hald­inu meira, hver veit.

Opið frekar en lokað

Nú þegar þriggja ára­tuga löng reynsla fer að kom­ast á grunn­stoð­irnir í íslenska fisk­veið­stjórn­un­ar­kerf­inu - og loks að mynd­ast sterk­ari grunnur fyrir því að festa skyn­sam­leg veiði­gjöld í sessi - þá er áhuga­vert að hugsa til þess hvert eigi að vera næsta skref í þróun kerf­is­ins.

Án þess að ég ætli mér að fara sér­stak­lega út á það sprengju­svæði sem umræða um póli­tíska stefnu við fisk­veiði­stjórn er, þá er erfitt að neita því að fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið okk­ar, hefur um margt reynst vel, og byggt upp inn­viði í sjáv­ar­út­vegi sem mörg önnur ríki öfunda Ísland af. Það á meðal ann­ars við um tækni­lega upp­bygg­ingu.

Hins vegar er það mikið álita­mál hvort það sé komin upp staða ein­ok­un­ar, vegna þess hve inn­leið á þennan markað er orðin erf­ið. Bannið við erlendri fjár­fest­ingu í grein­inni getur nú þegar hafa skapað þessa stöðu og innan þess­ara við­skipta­hafta „blómstrar ein­ok­un“, eins og það er stundum kallað erlend­is. Þar sem ein­staka geirar og eig­endur fyr­ir­tækja eru varðir fyrir erlendri sam­keppni með lög­um. 

Í þessum geira eins og öðrum ættu rökin fyrir að vera með opin og frjáls alþjóða­við­skipti að vega sterkar en að hefta þau með ströngum lög­um, eins og reyndin er í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Eitt af því sem opnun fyrir alþjóð­legri sam­keppni gerir er að þá verða þeir sem keppa á mark­aðnum að fara að feta sig inn á alþjóð­lega mark­aði af meiri ákefð. Þar gæti sam­keppn­is­for­skot íslensks sjáv­ar­útsvegs leg­ið, því hann er langt um þró­að­ari heldur en í mörgum öðrum ríkj­um. Kannski er erlend sam­keppni ekki neitt sem þarf að óttast, síður en svo. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari