Ekki líta aftur, horfum björtum augum á bíllausa framtíð

Í dag er Bíllausi dagurinn og í tilefni þess hvetur Björn Teitsson fólk að fagna honum og horfa fram á veginn.

Auglýsing

Í dag, þann 22. sept­em­ber, fögnum við Bíl­lausa deg­in­um. Er honum fagnað um víða ver­öld þótt vita­skuld sé mis­jafn­lega mikið til­efni til að fagna. Á Íslandi höfum við ríka ástæðu til að vera bjart­sýn. Því ráða tveir risa­stórir áfang­ar. Fyrir ekki svo löngu ákvað borg­ar­stjórn Reykja­víkur að gera Lauga­veg að göngu­götu allt árið, og jafn­framt að fjölga göngu­götum mið­svæðis í Reykja­vík. Ekki nóg með það, í vik­unni stað­festi borg­ar­stjórn Reykja­víkur að hefja skyldi und­ir­bún­ing að Borg­ar­línu, hágæða sam­göngu­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þessa áfanga má alls ekki van­meta. Það er þekkt í heimi borg­ar­fræða að til að byrja á að umbreyta borg­ar­lífi til hins betra þarf ein­fald­lega að byrja á einni götu. Gera hana þannig úr garði að fólk, ekki bílar, heldur fólk, sé í önd­vegi. Einnig ætti öku­mönnum einka­bíla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að vera ljóst, að ekki verður lengur búið við óbreytt ástand. Borg­ar­lína er löngu nauð­syn­leg sam­göngu­bót, sem tryggir fólki val um sam­göngu­máta.

Nei, þetta gengur ekki. En með hverjum bílstjóra sem tekur almenningssamgöngur eða hjólar, fækkar um einn bíl í umferðinni. Öll græða.

Auglýsing

Yfir þessu má gleðj­ast. En betur má ef duga skal. Rík­is­stjórn Íslands hefur lítið látið af sér kveða til að styðja við breytt sam­göngu­mynst­ur. Inn­an­tóm orð eins og „orku­skipti“ heyr­ast gjarn­an. Þá er átt við að fólk eigi frekar að aka um á raf­bíl­um, frekar en dísel-eða bens­ín­bíl­um. Frek­ari metn­aður væri æski­legur og fyrir því eru nokkrar ástæð­ur. Í fyrsta lagi verða engin „skipt­i,“ nema þá ef dísel-og bens­ín­bílum sé skilað jafn ört og raf­bílar eru fluttir inn. Munum að raf­bílar taka jafn mikið pláss, krefj­ast jafn mik­ils mal­biks með öllum þeim kostn­aði sem lagn­ing og við­hald þess krefst, skapa jafn mikið svifryk og sót­mengun og drepa alveg jafn mikið af fólki og dísel-eða bens­ín­bíl­ar.

Hátt í 1500 manns hafa dáið vegna bíla á und­an­förnum 99 árum, eða frá því að ekið var yfir Mar­gréti Ólöfu Helga­dótt­ur, þá 66 ára hús­freyju frá Norð­ur­-­Múla­sýslu, og varð þar með fyrsta fórn­ar­lamb bíls á Íslandi. Síðan þá hafa bílar valdið um 14,5 dauðs­föllum á ári að með­al­tali. Þá eru ótalin þau dauðs­föll sem má rekja til önd­un­ar­færa­sjúk­dóma vegna svifryks-og sót­meng­un­ar, sem eru talin yfir 100 á ári hverju og fer fjölg­andi með síauk­inni bíla­um­ferð. Myndum við sætta okkur við slíkar tölur í ein­hverjum öðrum kima sam­fé­lags­ins? Ef 1450 sjó­menn hefðu dáið á síð­ustu öld, myndum við líta á það sem „nauð­syn­legan“ fórn­ar­kostn­að? Væru vatns­lindir okkar meng­aðar svo 1450 ein­stak­lingar hefðu dáið á einni öld, myndum við halda áfram að drekka það vatn? Eða væri þá ef til vill tími til að staldra við og hugsa, hvort við gætum gert bet­ur? Er það ekki?

Við þurfum aðgerðir stjórn­valda. Við þurfum menntun barna, ung­linga, full­orð­inna í kostum þess að stunda bíl­lausan lífs­stíl. Við þurfum sterk­ari almenn­ings­sam­göng­ur, betri inn­viði fyrir hjól­reiða­fólk og við þurfum þétt­ari og sjálf­bær­ari hverfi. Bílaum­hverfið sem var skapað í Reykja­vík með fyrsta aðal­skipu­lagi borg­ar­innar sem sam­þykkt var árið 1959, var póli­tísk ákvörð­un. Svip­aðar ákvarð­anir voru teknar víða í Evr­ópu á sama tíma. En það er einnig hægt að taka póli­tískar ákvarð­anir til að snúa við þess­ari þró­un. Það er nefni­lega engin til­viljun að Hol­land er höf­uð­staður hjól­reiða­menn­ing­ar, eða að Kaup­manna­höfn sé sú borg á Norð­ur­löndum sem hefur fæsta bíla. Það voru mark­vissar aðgerðir yfir­valda, á rík­is­-og sveita­stjórn­ar­stigi, sem lögðu grunn að þess­ari þró­un.

Í Kaup­manna­höfn eru í dag um 270 bílar á hverja 1000 íbúa. Í Reykja­vík, við síð­ustu taln­ingu, voru 806 bílar á hverja 1000 íbúa. Það eru óhugn­an­legar töl­ur. En munum að svona var þetta ekki alltaf í Kaup­manna­höfn. Í byrjun 8. ára­tugar síð­ustu aldar voru meira að segja hlut­falls­lega fleiri bílar í Kaup­manna­höfn en í Reykja­vík. Þessu var ein­fald­lega breytt, með póli­tískum aðgerð­um. Og já, ef fólk segir að það sé of kalt til að hjóla yfir vet­ur­inn má benda á, að það munar ekki nema einni gráðu á með­al­hita í des­em­ber, jan­úar og febr­ú­ar, köld­ustu mán­uðum árs­ins, milli Kaup­manna­hafnar og Reykja­vík­ur.

Strikið á 6. áratug síðustu aldar. Talsvert frábrugðið því Striki sem við þekkjum í dag.

Vilji Íslend­ingar leggja sitt af mörkum til að draga úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga, verðum við að huga að sam­göngu­venjum okk­ar. Þar eru okkar helstu tæki­færi. Rétt er einnig að hafa í huga að einka­bíll­inn er ekki aðeins meng­andi, kostn­að­ar­samur og bein­línis hættu­legur fólki ¬¬¬– hann gerir okkur einnig að hræði­lega lélegum neyt­end­um. Ofneysla, ofkaup, mat­ar­só­un, má að miklu leyti rekja til þess að fólk hleður bíla sína fulla af vörum sem það þarf ekki á að halda. Með því að versla innan hverf­is, gang­andi eða hjólandi, sparar fólk sér elds­neyt­is­pen­ing, fær nauð­syn­lega úti­veru, og kaupir um leið það sem það þarfnast, án þess að kaupa um of. Það hlýtur að vera jákvætt fyrir allt fólk. Monní, heilsa, og smá bros í sam­viskukladd­ann fyrir að vernda umhverf­ið. Ekki slæmt.

Í dag er Bíl­lausi dag­ur­inn og við skulum endi­lega fagna hon­um. Það þýðir ekki að dvelja í for­tíð­inni, „don’t look back,“ eins og skáldið sagði. Horfum fram á veg­inn, fögnum því sem vel hefur verið gert. Það er meira að segja enn hægt að ganga niður Lauga­veg­inn og enn leyfir veðrið okkur að hjóla, ganga og njóta úti­veru svo vel sé. Treystið mér, eftir að hann verður bíl­laus allt árið, verður hann nákvæm­lega eins og reyk­ing­ar­bann­ið. Eitt, tvö ár líða og fólk mun hrein­lega staldra við og hugsa: „Ég trúi ekki að það hafi mátt keyra bíl hérna, hvernig gat það ver­ið?“ Og, já, svo er frítt í Strætó í dag!

Tæki­færin eru víða til að gera bet­ur, nú er það okkar að grípa þau. Til ham­ingju með dag­inn!

Höf­undur er meist­ara­nemi í borg­ar­fræðum við Bauhaus-há­skól­ann í Weim­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sóttvarnir þurfa að verða að venjum og „tvinnaðar inn í alla okkar tilveru“
„Í vor vorum við búin að ná góðum árangri, fögnuðum ærlega en gleymdum okkur svo. Við verðum að horfast í augu við það. Við slökuðum of mikið á. Það má ekki gerast aftur,“ segir Runólfur Pálsson forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu LSH.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar