Auglýsing

Frá því að WOW air fékk Jónu Lovísu Jóns­dótt­ur, prest og fit­ness­meist­ara, til að opna miða­sölu­vef sinn seint í nóv­em­ber 2011 hefur veg­ferð fyr­ir­tæk­is­ins virst vera ein sam­felld sig­ur­ganga. Skúli Mog­en­sen: stofn­andi, eig­andi og for­stjóri WOW air var til að mynda sam­stundis val­inn viðskipta­maður árs­ins 2011 í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti.

Það var eðli­legt að Íslend­ingar fögn­uðu þessu nýja fyr­ir­tæki og héldu með því. Við búum á eyju og keyrum ekk­ert eða tökum lestir til ann­arra landa. Fýsi­leg­asta leiðin til þess að kom­ast héðan er með flugi. Og aukin sam­keppni á þeim vett­vangi var gríð­ar­leg búbót fyrir neyt­end­ur. Til­koma WOW air var líka mik­il­væg fyrir efna­hags­kerfið í heild. Fjöldi ferða­manna sem hafa komið til lands­ins, aðal­lega með vélum frá Icelandair og WOW air, hefur enda marg­fald­ast á und­an­förnum árum og ferða­þjón­ustan er orðin stærsta og mik­il­væg­asta stoðin undir efna­hags­kerf­inu okk­ar.

Auglýsing
Rekstur WOW air gekk þó ekk­ert sér­lega vel til að byrja með. Á fyrstu þremur rekstr­ar­árum sínum tap­aði fyr­ir­tækið tæp­lega 1,7 millj­örðum króna. Á árinu 2015 varð hins vegar við­snún­ing­ur. Þá hagn­að­ist WOW air um 1,1 millj­arða króna. Skúli kom í við­tal við­tal við Stöð 2 þegar þetta var til­kynnt og sagði meðal ann­ars: „Í öllum mínum sam­skiptum við reynslu­bolta að utan þá hafa þeir verið mjög imponeraðir nán­ast frá fyrsta degi með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatn­ingin frekar heldur en að hlusta á svart­sýn­is­röflið á Ísland­i.“

Þannig hefur þorri umfjöll­unar fjöl­miðla um WOW air ver­ið. Jákvæðar fréttir af fram­gangi fyr­ir­tæk­is­ins og miklum vexti. Og Skúli hefur sam­hliða verið dug­legur við að hvetja fólk til að vera bara hresst og jákvætt. Það sé miklum meira gam­an.

Allt á upp­leið

Á yfir­borð­inu var veisla. Skúli var aftur val­inn við­skipta­maður árs­ins 2016. Hann hafði lent í öðrum sæti árið 2015.

Í byrjun árs í fyrra var send út frétta­til­kynn­ing um að hagn­aður WOW air hefði verið 4,3 millj­arðar króna árið 2016. Þar var haft eftir Skúla Mog­en­sen að árið 2016 hefði verið magnað í alla staði þótt sam­keppnin væri enn hörð. „Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskor­anir og munum halda áfram að lækka far­gjöld öllum til hags­bóta.“

Í lok síð­asta árs var Skúli svo val­inn mark­aðs­maður árs­ins. Í til­kynn­ingu sagði: „„Skúli hef­ur stýrt fé­lag­inu með hug­rekki, krafti og sterkri mark­aðsnálgun að leið­ar­ljósi.“ Á svip­uðum tíma var Skúli í við­hafn­ar­við­tali við Ára­mót þar sem hann sagði að hann væri að vinna „með öfl­ugum erlendum fjár­fest­ing­ar­bönkum og reiknum með að klára hluta­fjár­aukn­ingu seinni hluta árs­ins 2018.“

Mót­vindur

Auð­vitað heyrð­ust áhyggju­raddir á þessum tíma. Pískrað var um það að WOW air, sem er í einka­eigu og laut ekki sömu upp­lýs­inga­skyldu og skráð félög, væri nokk­urs konar „Black box“ sem birti bara þær upp­lýs­ingar sem hent­uðu fyr­ir­tæk­inu. Og oft­ast nær væru þær upp­lýs­ingar jákvæðs eðl­is.

Á árinu 2017 varð ljóst að áskor­anir sem WOW air var að mæta í rekstri sínum voru mun stærri en þær sem til­greindar voru í til­kynn­ingum frá fyr­ir­tæk­inu. Ein þeirra voru vand­ræði færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Korta­þjón­ust­unnar haustið 2017.

Það fyr­ir­tæki hafði meðal ann­ars byggt rekstur sinn upp á því þjón­usta flug­fé­lög með því að greiða þeim um leið og greiðsla barst frá við­skipta­vinum vegna ferða sem voru ófarn­ar. Flest önnur færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæki eru með mun lengri afhend­ing­ar­tíma á slíkum greiðsl­um. Eitt þeirra fyr­ir­tækja sem Korta­þjón­ustan var með í við­skiptum var breska flug­fé­lagið Mon­arch. Það fór í greiðslu­stöðvun í byrjun októ­ber 2017 og við það bak­færð­ust kaup við­skipta­vina þess.

Auglýsing
Kortaþjónustan sat uppi með gríð­ar­legt tjón vegna þess. Svo mikið tjón að fyr­ir­tækið var selt til nýrra eig­enda í byrjun nóv­em­ber til að forða því frá þroti. Annað flug­fé­lag sem var í við­skiptum við Korta­þjón­ust­una var WOW air. Þegar fyr­ir­tækið hætti að bjóða upp á greiðslu innan sól­ar­hrings frá pöntun þá hafði það áhrif á fjár­flæð­is­mál WOW air.

Engan bil­bug var þó að finna á fyr­ir­tæk­inu. Það sendi frá sér til­kynn­ingu í byrjun nóv­em­ber 2017 um að rekstur þess væri full­fjár­magn­aður út árið 2019.

Breytt flæði upp­lýs­inga

Þegar leið á árið 2018 varð staðan í flug­brans­anum sífellt erf­ið­ari. Verð á flug­véla­elds­neyti, einum stærsta kostn­að­ar­lið flug­fé­laga, hækk­aði til að mynda um 36 pró­sent á fyrri hluta árs. Vegna sam­keppn­is­að­stæðna gátu íslensku flug­fé­lögin ekki mætt þessum mikla aukna kostn­aði með hækkun flug­far­gjalda. Á sama tíma styrkt­ist krónan umtals­vert sem hækk­aði þar með launa­kostnað fyr­ir­tækja sem höfðu tekjur í erlendum gjald­miðlum en borg­uðu laun í íslenskum krón­um.

Líkt og áður sagði þá þarf WOW air ekki að birta fjár­hags­legar upp­lýs­ingar opin­ber­lega fyrr en í lok ágúst á hverju ári, við skil á árs­reikn­ing­um. Þegar fyr­ir­tækið skil­aði hagn­aði, vegna áranna 2015 og 2016, var þó send út frétta­til­kynn­ing í febr­úar árið eftir til að greina frá hon­um. Slík kom ekki í febr­úar 2018.

Þess í stað voru sendar tólf frétta­til­kynn­ingar á alla fjöl­miðla sem allar áttu það sam­eig­in­legt að fjalla ekk­ert um fjár­hags­stöðu WOW air en segja frá jákvæðri þróun í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á borð við mikla sæta­nýt­ingu, styrkjum sem það veitti félaga­sam­tök­um, fjölgun far­þega og nýjum flug­leið­um.

Um miðjan júlí 2018 var loks send út til­kynn­ing frá WOW air um að fyr­ir­tækið hefði tapað 2,3 millj­örðum króna á árinu 2017. Horfur voru þó sagðar ágæt­ar. Allar við­vör­un­ar­bjöllur fóru á fullt.

Vand­ræðin verða opin­ber

Í byrjun ágúst var greint frá því að Skúli Mog­en­sen hefði aukið hlutafé sitt í félag­inu með því að leggja 60 eign­ar­hlut sinn í frakt­flutn­ing­ar­fé­lag­inu Cargo Express inn í WOW air og breyta um tveggja millj­arða króna kröfu sem hann átti á félagið í nýtt hluta­fé. Við þessa breyt­ingu jókst hluta­féð í WOW air um 51 pró­sent. En eig­in­legt lausafé jókst ekk­ert, skuldir lækk­uðu bara.

Þann 15. ágúst birt­ist svo for­síðu­frétt á Frétta­blað­inu þess efnis að WOW air ætl­aði að sækja sér allt að 12 millj­arða króna í gegnum skulda­bréfa­út­boð. WOW hafði þá samið við norska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Par­eto Securities um að hafa umsjón með útboð­inu og fyrir lá að það þyrfti að klár­ast á næstu vik­um.

Auglýsing
Upplýsingarnar byggðu á ítar­legri fjár­festa­kynn­ingu sem Par­eto hafði, lík­ast til óvart, birt á heima­síðu sinni. Í henni var að finna ítar­legri upp­lýs­ingar um fjár­mál og fram­tíð­arplön WOW air. Kjarn­inn birti síðan kynn­ing­una í heild sinni á vef sínum síðar sama dag.

Þar kom meðal ann­ars fram að eig­in­fjár­hlut­fall WOW air hefði verið komið niður í 4,5 pró­sent í júní 2018 þrátt fyrir ofan­greinda hluta­fjár­aukn­ingu og að það hafi fengið 28 millj­ónir dala í end­ur­greiðslu vegna inn­borg­ana á vélar sem WOW air ætl­aði að kaupa.

Rekstr­ar­tap félags­ins fyrir afskrift­ir, fjár­magns­gjöld og tekju­skatt frá miðju ári 2017 og til júníloka 2018 var 26 millj­ónir dala, um 2,8 millj­arðar króna.

WOW air ætl­aði að takast á við stöðu sína með því að ráð­ast í skulda­bréfa­út­gáfu og safna á bil­inu 6,5 til 13 millj­arða króna. Þetta átti að sækja til erlendra fjár­festa.

Til­boðs­bókin var opnuð mið­viku­dag­inn 29. ágúst og upp­haf­lega átti að loka henni á tveimur dög­um. Þegar þeir voru liðnir var skil­mál­unum breytt. Nú voru ekki ein­ungis í boði níu pró­sent vextir heldur líka afsláttur á hlutafé í fram­tíð­inni. Þetta dugði ekki til að lág­marks­þátt­töku yrði náð. Þá var leitað til inn­lendra aðila um að taka þátt, meðal ann­ars líf­eyr­is­sjóða og rík­is­banka.

Stjórn­völd voru á þessum tíma komin á fullt við að greina stöð­una og áhrif þess ef WOW air færi í greiðslu­stöðvun á hag­kerf­ið. Fyrir lá að mögu­lega var fyr­ir­tækið of stórt til að falla. Nið­ur­staðan af þeirri grein­ingu var þó að svo væri ekki. Skamm­tíma­á­hrifin yrðu mik­il, enda vel yfir þús­und manns sem vinna hjá WOW air, félagið flytur um 37 pró­sent allra far­þega sem koma til lands­ins um Kefla­vík­ur­flug­völl og afleidd áhrif yrðu umtals­vert. En til lengri tíma myndi íslenskt efna­hags­kerfi standa þetta áfall af sér.

Að geta ekki orða bund­ist

Næstu dag­anna bár­ust mjög mis­vísandi tíð­indi af skulda­bréfa­út­boð­inu. Þjóðin beið með önd­ina í háls­in­um. Myndi WOW air kom­ast fyrir vind? Ljóst er að flestir von­uðu að svo yrði. Bæði vegna þeirra áhrifa sem greiðslu­stöðvun fyr­ir­tæk­is­ins myndi hafa og vegna hag neyt­enda af því að hafa sterkan aðila í sam­keppni við Icelandair í flugi frá land­inu.

Greint var frá því að mjög erf­ið­lega gengi að safna fjár­festum og að íslenskir aðil­ar, aðrir en þeir sem þegar höfðu lánað WOW air pen­inga, sýndu aðkomu að fjár­mögnun lít­inn áhuga. Það þótti ein­fald­lega of áhættu­samt.

Ýmis hlið­ar­á­hrif birt­ust. Krónan veikt­ist skarpt og sú sveifla end­aði með því að Seðla­bank­inn greip inn í til að draga úr henni með því að selja gjald­eyri. Það var í fyrsta sinn í tíu mán­uði sem hann hafði gert slíkt. Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn fór líka að haga sér eftir því sem var að ger­ast í skulda­bréfa­út­boði WOW air. Það birt­ist skýr­ast 11. sept­em­ber þegar að hluta­bréf í Icelandair ruku upp en nær öll önnur hluta­bréf lækk­uðu mik­ið. Mest var lækk­unin hjá N1, elds­neyt­is­sala WOW air.

Skulda­bréfa­út­boð­inu lauk á end­anum ekki fyrr en þriðju­dag­inn 18. sept­em­ber, tæpum þremur vikum eftir að upp­haf­lega stóð til að loka til­boðs­bók­inni. Þá hafði náðst að safna upp að neðri mörkum þess sem til þurfti með aðkomu ótil­greindra inn­lendra og erlendra aðila. Engar upp­lýs­ingar fylgdu með um áhrif fjár­mögn­un­ar­innar á stöðu WOW air.

Skömmu áður hafði Morg­un­blaðið birt frétt þess efnis að WOW air skuld­aði rík­is­fyr­ir­tæk­inu Isa­via um tvo millj­arða króna í lend­ing­ar­gjöld. Í frétt­inni kom fram að inn­lendar við­skipta­kröfur Isa­via hefðu hækkað um 1.220 millj­ónir króna frá ára­mót­um.

Skúli Mog­en­sen brást við í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann sagð­ist ekki geta orða bund­ist yfir frétta­flutn­ingn­um. „Ég hrein­­lega trúi ekki að nokkur blaða­­maður eða fjöl­mið­ill sé svo skamm­­sýnn að vilja vís­vit­andi skemma fyrir áfram­hald­andi upp­­­bygg­ingu félags­­ins.“ Í kjöl­farið neit­aði hann því að WOW air skuld­aði Isa­via tvo millj­arða króna og því væri frétt Morg­un­blaðs­ins röng. Í stöðu­upp­færsl­unni var því hins vegar ekki neitað að WOW air skuld­aði Isa­via lend­ing­ar­gjöld. Og Morg­un­blaðið hefur ekki dregið frétt sína til baka.

Hlut­verk fjöl­miðla

Færslu Skúla var deilt mjög víða á sam­fé­lags­miðl­um. Ýmsir sögðu hana, og þá stað­reynd að tek­ist hefði að loka skulda­bréfa­út­boði WOW air, vera skýrt og grein­ar­gott and­svar við furðu­legri nei­kvæðni, þórð­ar­gleði og úrtölum um WOW air sem ætti engan rétt á sér. Þetta var síðan af mörgum sett í sam­hengi við umfjöllun fjöl­miðla um WOW air frá því í ágúst.

Nú skal rifj­aður upp dómur skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um banka­hrunið haustið 2008 um frammi­stöðu fjöl­miðla í aðdrag­anda þess: „Fjöl­miðlar ræktu illa það hlut­verk sitt að upp­lýsa almenn­ing um stöðu mála og veita stjórn­völdum og einka­að­ilum gagn­rýnið aðhald. Fjöl­miðlar áttu stóran þátt í að móta og við­halda ríkj­andi orð­ræðu um vel­gengni íslensks fjár­mála­lífs.“

Á síð­ustu vikum hefur komið fram að WOW air væri í umtals­verðum lausa­fjár­vanda. Fjöl­miðlar greindu frá því. WOW air fór í skulda­bréfa­út­boð og það gekk illa að fá fjár­festa til að kaupa útgáf­una. Fjöl­miðlar greindu frá því. Í fjár­festa­kynn­ingu sem lak á netið komu fram ítar­legri fjár­hags­upp­lýs­ingar um WOW air en nokkru sinni áður hafa komið fram. Fjöl­miðlar greindu frá því. Stjórn­völd höfðu fylgst með stöðu WOW air frá því í vor og voru að kort­leggja afleið­ingar þess að fyr­ir­tækið lenti í vand­ræðum á nán­ast dag­legum fund­um. Fjöl­miðlar greindu frá því. Skulda­bréfa­út­boð­inu var lok­að, með aðkomu skamm­tíma­sjóða og inn­lendra fjár­festa sem hafa ekki viljað opin­bera sig, og á vöxtum sem eru þeir hæstu sem evr­ópskt flug­fé­lag hefur sam­þykkt að greiða vegna skulda­bréfa­út­boðs. Fjöl­miðlar greindu frá því. Opin­berar yfir­lýs­ingar stjórn­anda WOW air um fjár­mögnun fyr­ir­tæk­is­ins hafa sumar hverjar ekki stað­ist. Fjöl­miðlar greindu frá því. Orðrómur var um að WOW air skuld­aði Isa­via stór­fé. Flestir fjöl­miðlar reyndu að sann­reyna þá frétt en fengu ekki þá stað­fest­ingu, og sögðu því eðli­lega ekki frá, þar til að Morg­un­blaðið gerði það í frétt sem for­stjóri WOW air hefur sagt að inni­haldi ranga skulda­tölu.

Það er hlut­verk fjöl­miðla að segja frá því sem er að ger­ast, ekki því sem WOW air eða Skúli Mog­en­sen vill að þeir segi að sé að ger­ast. Ef frétt Morg­un­blaðs­ins um skuld­ina við Isa­via, sem hefur að hluta til verið mót­mælt, er und­an­skilin þá hafa ekki verið gerðar efn­is­legar athuga­semdir við frétta­flutn­ing af þessu gríð­ar­lega þjóð­hags­lega mik­il­væga máli.

Fjöl­miðlar eiga að segja almenn­ingi satt, ekki þann sann­leika sem for­stjórar fyr­ir­tækja vilja að þeir segi. Það er ekki svart­sýn­is­raus eða þórð­ar­gleði. Það er til­gangur þeirra. Þeim til­gangi brugð­ust þeir einu sinni og það ætla þeir ekki að gera aft­ur.

Því ber að fagna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari