Auglýsing

Frá því að WOW air fékk Jónu Lovísu Jóns­dótt­ur, prest og fit­ness­meist­ara, til að opna miða­sölu­vef sinn seint í nóv­em­ber 2011 hefur veg­ferð fyr­ir­tæk­is­ins virst vera ein sam­felld sig­ur­ganga. Skúli Mog­en­sen: stofn­andi, eig­andi og for­stjóri WOW air var til að mynda sam­stundis val­inn viðskipta­maður árs­ins 2011 í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti.

Það var eðli­legt að Íslend­ingar fögn­uðu þessu nýja fyr­ir­tæki og héldu með því. Við búum á eyju og keyrum ekk­ert eða tökum lestir til ann­arra landa. Fýsi­leg­asta leiðin til þess að kom­ast héðan er með flugi. Og aukin sam­keppni á þeim vett­vangi var gríð­ar­leg búbót fyrir neyt­end­ur. Til­koma WOW air var líka mik­il­væg fyrir efna­hags­kerfið í heild. Fjöldi ferða­manna sem hafa komið til lands­ins, aðal­lega með vélum frá Icelandair og WOW air, hefur enda marg­fald­ast á und­an­förnum árum og ferða­þjón­ustan er orðin stærsta og mik­il­væg­asta stoðin undir efna­hags­kerf­inu okk­ar.

Auglýsing
Rekstur WOW air gekk þó ekk­ert sér­lega vel til að byrja með. Á fyrstu þremur rekstr­ar­árum sínum tap­aði fyr­ir­tækið tæp­lega 1,7 millj­örðum króna. Á árinu 2015 varð hins vegar við­snún­ing­ur. Þá hagn­að­ist WOW air um 1,1 millj­arða króna. Skúli kom í við­tal við­tal við Stöð 2 þegar þetta var til­kynnt og sagði meðal ann­ars: „Í öllum mínum sam­skiptum við reynslu­bolta að utan þá hafa þeir verið mjög imponeraðir nán­ast frá fyrsta degi með það sem við höfum verið að gera. Það hefur ávallt verið hvatn­ingin frekar heldur en að hlusta á svart­sýn­is­röflið á Ísland­i.“

Þannig hefur þorri umfjöll­unar fjöl­miðla um WOW air ver­ið. Jákvæðar fréttir af fram­gangi fyr­ir­tæk­is­ins og miklum vexti. Og Skúli hefur sam­hliða verið dug­legur við að hvetja fólk til að vera bara hresst og jákvætt. Það sé miklum meira gam­an.

Allt á upp­leið

Á yfir­borð­inu var veisla. Skúli var aftur val­inn við­skipta­maður árs­ins 2016. Hann hafði lent í öðrum sæti árið 2015.

Í byrjun árs í fyrra var send út frétta­til­kynn­ing um að hagn­aður WOW air hefði verið 4,3 millj­arðar króna árið 2016. Þar var haft eftir Skúla Mog­en­sen að árið 2016 hefði verið magnað í alla staði þótt sam­keppnin væri enn hörð. „Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskor­anir og munum halda áfram að lækka far­gjöld öllum til hags­bóta.“

Í lok síð­asta árs var Skúli svo val­inn mark­aðs­maður árs­ins. Í til­kynn­ingu sagði: „„Skúli hef­ur stýrt fé­lag­inu með hug­rekki, krafti og sterkri mark­aðsnálgun að leið­ar­ljósi.“ Á svip­uðum tíma var Skúli í við­hafn­ar­við­tali við Ára­mót þar sem hann sagði að hann væri að vinna „með öfl­ugum erlendum fjár­fest­ing­ar­bönkum og reiknum með að klára hluta­fjár­aukn­ingu seinni hluta árs­ins 2018.“

Mót­vindur

Auð­vitað heyrð­ust áhyggju­raddir á þessum tíma. Pískrað var um það að WOW air, sem er í einka­eigu og laut ekki sömu upp­lýs­inga­skyldu og skráð félög, væri nokk­urs konar „Black box“ sem birti bara þær upp­lýs­ingar sem hent­uðu fyr­ir­tæk­inu. Og oft­ast nær væru þær upp­lýs­ingar jákvæðs eðl­is.

Á árinu 2017 varð ljóst að áskor­anir sem WOW air var að mæta í rekstri sínum voru mun stærri en þær sem til­greindar voru í til­kynn­ingum frá fyr­ir­tæk­inu. Ein þeirra voru vand­ræði færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Korta­þjón­ust­unnar haustið 2017.

Það fyr­ir­tæki hafði meðal ann­ars byggt rekstur sinn upp á því þjón­usta flug­fé­lög með því að greiða þeim um leið og greiðsla barst frá við­skipta­vinum vegna ferða sem voru ófarn­ar. Flest önnur færslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­tæki eru með mun lengri afhend­ing­ar­tíma á slíkum greiðsl­um. Eitt þeirra fyr­ir­tækja sem Korta­þjón­ustan var með í við­skiptum var breska flug­fé­lagið Mon­arch. Það fór í greiðslu­stöðvun í byrjun októ­ber 2017 og við það bak­færð­ust kaup við­skipta­vina þess.

Auglýsing
Kortaþjónustan sat uppi með gríð­ar­legt tjón vegna þess. Svo mikið tjón að fyr­ir­tækið var selt til nýrra eig­enda í byrjun nóv­em­ber til að forða því frá þroti. Annað flug­fé­lag sem var í við­skiptum við Korta­þjón­ust­una var WOW air. Þegar fyr­ir­tækið hætti að bjóða upp á greiðslu innan sól­ar­hrings frá pöntun þá hafði það áhrif á fjár­flæð­is­mál WOW air.

Engan bil­bug var þó að finna á fyr­ir­tæk­inu. Það sendi frá sér til­kynn­ingu í byrjun nóv­em­ber 2017 um að rekstur þess væri full­fjár­magn­aður út árið 2019.

Breytt flæði upp­lýs­inga

Þegar leið á árið 2018 varð staðan í flug­brans­anum sífellt erf­ið­ari. Verð á flug­véla­elds­neyti, einum stærsta kostn­að­ar­lið flug­fé­laga, hækk­aði til að mynda um 36 pró­sent á fyrri hluta árs. Vegna sam­keppn­is­að­stæðna gátu íslensku flug­fé­lögin ekki mætt þessum mikla aukna kostn­aði með hækkun flug­far­gjalda. Á sama tíma styrkt­ist krónan umtals­vert sem hækk­aði þar með launa­kostnað fyr­ir­tækja sem höfðu tekjur í erlendum gjald­miðlum en borg­uðu laun í íslenskum krón­um.

Líkt og áður sagði þá þarf WOW air ekki að birta fjár­hags­legar upp­lýs­ingar opin­ber­lega fyrr en í lok ágúst á hverju ári, við skil á árs­reikn­ing­um. Þegar fyr­ir­tækið skil­aði hagn­aði, vegna áranna 2015 og 2016, var þó send út frétta­til­kynn­ing í febr­úar árið eftir til að greina frá hon­um. Slík kom ekki í febr­úar 2018.

Þess í stað voru sendar tólf frétta­til­kynn­ingar á alla fjöl­miðla sem allar áttu það sam­eig­in­legt að fjalla ekk­ert um fjár­hags­stöðu WOW air en segja frá jákvæðri þróun í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á borð við mikla sæta­nýt­ingu, styrkjum sem það veitti félaga­sam­tök­um, fjölgun far­þega og nýjum flug­leið­um.

Um miðjan júlí 2018 var loks send út til­kynn­ing frá WOW air um að fyr­ir­tækið hefði tapað 2,3 millj­örðum króna á árinu 2017. Horfur voru þó sagðar ágæt­ar. Allar við­vör­un­ar­bjöllur fóru á fullt.

Vand­ræðin verða opin­ber

Í byrjun ágúst var greint frá því að Skúli Mog­en­sen hefði aukið hlutafé sitt í félag­inu með því að leggja 60 eign­ar­hlut sinn í frakt­flutn­ing­ar­fé­lag­inu Cargo Express inn í WOW air og breyta um tveggja millj­arða króna kröfu sem hann átti á félagið í nýtt hluta­fé. Við þessa breyt­ingu jókst hluta­féð í WOW air um 51 pró­sent. En eig­in­legt lausafé jókst ekk­ert, skuldir lækk­uðu bara.

Þann 15. ágúst birt­ist svo for­síðu­frétt á Frétta­blað­inu þess efnis að WOW air ætl­aði að sækja sér allt að 12 millj­arða króna í gegnum skulda­bréfa­út­boð. WOW hafði þá samið við norska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Par­eto Securities um að hafa umsjón með útboð­inu og fyrir lá að það þyrfti að klár­ast á næstu vik­um.

Auglýsing
Upplýsingarnar byggðu á ítar­legri fjár­festa­kynn­ingu sem Par­eto hafði, lík­ast til óvart, birt á heima­síðu sinni. Í henni var að finna ítar­legri upp­lýs­ingar um fjár­mál og fram­tíð­arplön WOW air. Kjarn­inn birti síðan kynn­ing­una í heild sinni á vef sínum síðar sama dag.

Þar kom meðal ann­ars fram að eig­in­fjár­hlut­fall WOW air hefði verið komið niður í 4,5 pró­sent í júní 2018 þrátt fyrir ofan­greinda hluta­fjár­aukn­ingu og að það hafi fengið 28 millj­ónir dala í end­ur­greiðslu vegna inn­borg­ana á vélar sem WOW air ætl­aði að kaupa.

Rekstr­ar­tap félags­ins fyrir afskrift­ir, fjár­magns­gjöld og tekju­skatt frá miðju ári 2017 og til júníloka 2018 var 26 millj­ónir dala, um 2,8 millj­arðar króna.

WOW air ætl­aði að takast á við stöðu sína með því að ráð­ast í skulda­bréfa­út­gáfu og safna á bil­inu 6,5 til 13 millj­arða króna. Þetta átti að sækja til erlendra fjár­festa.

Til­boðs­bókin var opnuð mið­viku­dag­inn 29. ágúst og upp­haf­lega átti að loka henni á tveimur dög­um. Þegar þeir voru liðnir var skil­mál­unum breytt. Nú voru ekki ein­ungis í boði níu pró­sent vextir heldur líka afsláttur á hlutafé í fram­tíð­inni. Þetta dugði ekki til að lág­marks­þátt­töku yrði náð. Þá var leitað til inn­lendra aðila um að taka þátt, meðal ann­ars líf­eyr­is­sjóða og rík­is­banka.

Stjórn­völd voru á þessum tíma komin á fullt við að greina stöð­una og áhrif þess ef WOW air færi í greiðslu­stöðvun á hag­kerf­ið. Fyrir lá að mögu­lega var fyr­ir­tækið of stórt til að falla. Nið­ur­staðan af þeirri grein­ingu var þó að svo væri ekki. Skamm­tíma­á­hrifin yrðu mik­il, enda vel yfir þús­und manns sem vinna hjá WOW air, félagið flytur um 37 pró­sent allra far­þega sem koma til lands­ins um Kefla­vík­ur­flug­völl og afleidd áhrif yrðu umtals­vert. En til lengri tíma myndi íslenskt efna­hags­kerfi standa þetta áfall af sér.

Að geta ekki orða bund­ist

Næstu dag­anna bár­ust mjög mis­vísandi tíð­indi af skulda­bréfa­út­boð­inu. Þjóðin beið með önd­ina í háls­in­um. Myndi WOW air kom­ast fyrir vind? Ljóst er að flestir von­uðu að svo yrði. Bæði vegna þeirra áhrifa sem greiðslu­stöðvun fyr­ir­tæk­is­ins myndi hafa og vegna hag neyt­enda af því að hafa sterkan aðila í sam­keppni við Icelandair í flugi frá land­inu.

Greint var frá því að mjög erf­ið­lega gengi að safna fjár­festum og að íslenskir aðil­ar, aðrir en þeir sem þegar höfðu lánað WOW air pen­inga, sýndu aðkomu að fjár­mögnun lít­inn áhuga. Það þótti ein­fald­lega of áhættu­samt.

Ýmis hlið­ar­á­hrif birt­ust. Krónan veikt­ist skarpt og sú sveifla end­aði með því að Seðla­bank­inn greip inn í til að draga úr henni með því að selja gjald­eyri. Það var í fyrsta sinn í tíu mán­uði sem hann hafði gert slíkt. Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn fór líka að haga sér eftir því sem var að ger­ast í skulda­bréfa­út­boði WOW air. Það birt­ist skýr­ast 11. sept­em­ber þegar að hluta­bréf í Icelandair ruku upp en nær öll önnur hluta­bréf lækk­uðu mik­ið. Mest var lækk­unin hjá N1, elds­neyt­is­sala WOW air.

Skulda­bréfa­út­boð­inu lauk á end­anum ekki fyrr en þriðju­dag­inn 18. sept­em­ber, tæpum þremur vikum eftir að upp­haf­lega stóð til að loka til­boðs­bók­inni. Þá hafði náðst að safna upp að neðri mörkum þess sem til þurfti með aðkomu ótil­greindra inn­lendra og erlendra aðila. Engar upp­lýs­ingar fylgdu með um áhrif fjár­mögn­un­ar­innar á stöðu WOW air.

Skömmu áður hafði Morg­un­blaðið birt frétt þess efnis að WOW air skuld­aði rík­is­fyr­ir­tæk­inu Isa­via um tvo millj­arða króna í lend­ing­ar­gjöld. Í frétt­inni kom fram að inn­lendar við­skipta­kröfur Isa­via hefðu hækkað um 1.220 millj­ónir króna frá ára­mót­um.

Skúli Mog­en­sen brást við í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann sagð­ist ekki geta orða bund­ist yfir frétta­flutn­ingn­um. „Ég hrein­­lega trúi ekki að nokkur blaða­­maður eða fjöl­mið­ill sé svo skamm­­sýnn að vilja vís­vit­andi skemma fyrir áfram­hald­andi upp­­­bygg­ingu félags­­ins.“ Í kjöl­farið neit­aði hann því að WOW air skuld­aði Isa­via tvo millj­arða króna og því væri frétt Morg­un­blaðs­ins röng. Í stöðu­upp­færsl­unni var því hins vegar ekki neitað að WOW air skuld­aði Isa­via lend­ing­ar­gjöld. Og Morg­un­blaðið hefur ekki dregið frétt sína til baka.

Hlut­verk fjöl­miðla

Færslu Skúla var deilt mjög víða á sam­fé­lags­miðl­um. Ýmsir sögðu hana, og þá stað­reynd að tek­ist hefði að loka skulda­bréfa­út­boði WOW air, vera skýrt og grein­ar­gott and­svar við furðu­legri nei­kvæðni, þórð­ar­gleði og úrtölum um WOW air sem ætti engan rétt á sér. Þetta var síðan af mörgum sett í sam­hengi við umfjöllun fjöl­miðla um WOW air frá því í ágúst.

Nú skal rifj­aður upp dómur skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um banka­hrunið haustið 2008 um frammi­stöðu fjöl­miðla í aðdrag­anda þess: „Fjöl­miðlar ræktu illa það hlut­verk sitt að upp­lýsa almenn­ing um stöðu mála og veita stjórn­völdum og einka­að­ilum gagn­rýnið aðhald. Fjöl­miðlar áttu stóran þátt í að móta og við­halda ríkj­andi orð­ræðu um vel­gengni íslensks fjár­mála­lífs.“

Á síð­ustu vikum hefur komið fram að WOW air væri í umtals­verðum lausa­fjár­vanda. Fjöl­miðlar greindu frá því. WOW air fór í skulda­bréfa­út­boð og það gekk illa að fá fjár­festa til að kaupa útgáf­una. Fjöl­miðlar greindu frá því. Í fjár­festa­kynn­ingu sem lak á netið komu fram ítar­legri fjár­hags­upp­lýs­ingar um WOW air en nokkru sinni áður hafa komið fram. Fjöl­miðlar greindu frá því. Stjórn­völd höfðu fylgst með stöðu WOW air frá því í vor og voru að kort­leggja afleið­ingar þess að fyr­ir­tækið lenti í vand­ræðum á nán­ast dag­legum fund­um. Fjöl­miðlar greindu frá því. Skulda­bréfa­út­boð­inu var lok­að, með aðkomu skamm­tíma­sjóða og inn­lendra fjár­festa sem hafa ekki viljað opin­bera sig, og á vöxtum sem eru þeir hæstu sem evr­ópskt flug­fé­lag hefur sam­þykkt að greiða vegna skulda­bréfa­út­boðs. Fjöl­miðlar greindu frá því. Opin­berar yfir­lýs­ingar stjórn­anda WOW air um fjár­mögnun fyr­ir­tæk­is­ins hafa sumar hverjar ekki stað­ist. Fjöl­miðlar greindu frá því. Orðrómur var um að WOW air skuld­aði Isa­via stór­fé. Flestir fjöl­miðlar reyndu að sann­reyna þá frétt en fengu ekki þá stað­fest­ingu, og sögðu því eðli­lega ekki frá, þar til að Morg­un­blaðið gerði það í frétt sem for­stjóri WOW air hefur sagt að inni­haldi ranga skulda­tölu.

Það er hlut­verk fjöl­miðla að segja frá því sem er að ger­ast, ekki því sem WOW air eða Skúli Mog­en­sen vill að þeir segi að sé að ger­ast. Ef frétt Morg­un­blaðs­ins um skuld­ina við Isa­via, sem hefur að hluta til verið mót­mælt, er und­an­skilin þá hafa ekki verið gerðar efn­is­legar athuga­semdir við frétta­flutn­ing af þessu gríð­ar­lega þjóð­hags­lega mik­il­væga máli.

Fjöl­miðlar eiga að segja almenn­ingi satt, ekki þann sann­leika sem for­stjórar fyr­ir­tækja vilja að þeir segi. Það er ekki svart­sýn­is­raus eða þórð­ar­gleði. Það er til­gangur þeirra. Þeim til­gangi brugð­ust þeir einu sinni og það ætla þeir ekki að gera aft­ur.

Því ber að fagna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari