Þjóðernisleg hryðjuverk – hverra?

Þröstur Haraldsson fjallar um nýja skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Hrunið og lögbannið á Stundina.

Auglýsing

Loks­ins er skýrslan hans Hann­esar Hólm­steins komin og hann veldur engum von­brigð­um. Allt var útlend­ingum að kenna, ekk­ert Íslend­ing­um, nema ef vera skyldi þeim sem ekki vildu í einu og öllu fara að ráðum seðla­banka­stjór­ans. Þetta end­ur­ómar þann afneit­un­ar­söng sem hljó­mað hefur úr Val­höll í heilan ára­tug og kemur því engum á óvart. Hannes fær sína greiðslu sem við skatt­greið­endur látum mildi­leg­ast af hendi, enda löngu orðin vön því að halda bæði Hann­esi og verk­kaup­anum uppi af all­nokkru örlæti.

Meg­in­nið­ur­staða Hann­esar er sú að bresk stjórn­völd, einkum þeir örmu kratar Brown og Dar­l­ing, skuldi íslensku þjóð­inni afsök­un­ar­beiðni fyrir ósæm­andi við­brögð við eðli­legum vinnu­brögðum hennar í Hrun­inu.

Ferða­saga úr Hrun­inu

Allir eiga sér eflaust sína sögu af því hvernig og hvar þeir upp­lifðu Hrun­ið. Sjálfur kom ég til Brus­sel sunnu­dags­kvöldið áður en Íslands­banki sigldi í þrot og dvaldi þar fram á fimmtu­dag þegar síð­asti bank­inn var hrun­inn. Ég var þar sem rit­stjóri Bænda­blaðs­ins í boðs­ferð á vegum sam­taka sveit­ar­fé­laga á Vest­ur- og Norð­ur­landi. Með mér voru um 30 sveit­ar­stjórn­ar­menn úr sömu fjórð­ungum ásamt for­ystu­mönnum Sam­bands sveit­ar­fé­laga. Til­gang­ur­inn að sækja ráð­stefnu hér­aða­nefndar Evr­ópu­sam­bands­ins, enda margir sam­ferða­manna minna í miklu sam­bandi við héruð Evr­ópu, fjár­festa og framá­menn í þeim.

Auglýsing

Ég held nú samt að megnið af því sem sagt var og gert á þessum fundum hafi farið fyrir ofan garð eða neðan hjá hópn­um. Þeir voru sífellt að hlaupa út af fundum til þess að fylgj­ast með fréttum og hringja heim, hlusta á ræðu Geirs Haarde og annað sem barst frá land­inu bláa. Margir þeirra höfðu líka lagt millj­ónir og sumir hund­ruð millj­óna króna sem þeim var trúað fyrir inn í þá sjóði sem voru að gufa upp í rústum banka­kerf­is­ins. Svo fórum við öll í boð til sendi­herr­ans, Stef­áns Hauks, sem líkti Hrun­inu við nátt­úru­ham­farir á borð við gosið í Vest­manna­eyjum sem honum var í barns­minni og upp­rifj­unin kveikti á tára­kirtl­unum hjá hon­um. Þetta voru erf­iðar tímar og atvinnu­þref hjá flest­um.

Af hverju staf­aði harkan?

Eins og aðrir lá ég á net­inu og í fjöl­miðlum til þess að fá ein­hverja mynd af því sem var að ger­ast uppi á sker­inu. Það var ekki auð­velt því þetta virt­ist hafa komið flatt upp á alla, bæði á Íslandi og í Evr­ópu. Sann­ar­lega brá mönnum þegar Bretar beittu hryðju­verka­lögum á íslenska banka, enda sjald­gæft í sam­skiptum ríkja sem eru bæði í Nató og að stórum hluta einnig í Evr­ópu­sam­band­inu. Um þetta las ég meðal ann­ars í ensku blöð­unum Guar­dian og Obser­ver og eftir á að hyggja hefur sá lestur fætt af sér ákveðna sam­sær­is­kenn­ingu hjá mér.

Þessi ágætu blöð útskýrðu hin skjótu og hörðu við­brögð Breta með því sem gerð­ist að morgni mánu­dags­ins 6. októ­ber. Við upp­haf við­skipta um morg­un­inn er lýst yfir gjald­þroti Íslands­banka (eða Glitnis eins og hann hét víst) og sam­tímis er lokað fyrir öll við­skipti á net­inu. Það þýddi að allir þeir sem bjuggu utan Íslands (eða eig­in­lega utan Reykja­vík­ur) voru úti­lok­aðir frá því að hreyfa við eignum sínum í bank­an­um. En svo spyrst það út að það hafi ekki verið lokað fyrir banka­við­skipti í Reykja­vík, þar gátu menn mætt á stað­inn og nálg­ast eignir sínar (sem og í öðrum bönk­um). Þetta ástand varði fram undir hádegi, þá fyrst mætti skipta­stjóri og lok­aði bank­an­um.

Þetta fréttu menn nátt­úr­lega strax í Bret­landi og að sögn blað­anna var þetta meg­in­á­stæðan fyrir hörkunni í Brown og Dar­l­ing.

Sýslu­maður birt­ist

Um þetta hefur ekki mikið verið fjallað í íslensku press­unni, enda hefur eng­inn sem nokkru réði á þessum tíma viljað tala um þetta. Það er ekki fyrr en í kosn­inga­bar­átt­unni í fyrra­haust sem Stundin fer að birta greinar sem unnar voru upp úr skjölum sem lekið var út úr bank­anum um atburði síð­ustu daga Glitn­is. Hverju sem um er að kenna mætti sýslu­mað­ur, gam­all Eim­reið­ar­fé­lagi, á rit­stjórn­ar­skrif­stofur Stund­ar­innar í miðri kosn­inga­bar­áttu og lagði lög­bann á frek­ari umfjöllun blaðs­ins. Var það til­viljun að það skuli hafa gerst einmitt þegar frá­sögn Stund­ar­innar var þar komin að upp var að renna mánu­dag­ur­inn 6. októ­ber 2008? Um það hef ég efast æ meira, ekki síst vegna þess hve lengi þessi ófyr­ir­leitna rit­skoðun hefur var­að.

Eng­inn vill kann­ast við að hafa kraf­ist þess­arar ósvífnu aðfarar að tján­ing­ar­frels­inu, annar en lög­maður þrota­bús­ins sem skjölin láku úr og hann var bara í vinn­unni. En hin ein­falda regla qui bono – hverjum gagn­að­ist bannið – segir allt sem segja þarf um það hverjir hafi átt hug­mynd­ina. Hún bein­línis hlýtur að vera ættuð úr Val­höll, annað er óhugs­andi.

Alvar­leg mis­munun

Í því ljósi verður myndin af þeim Val­hall­ar­fé­lög­um, Hann­esi og Bjarna, sem fjöl­miðlar birtu eftir afhend­ingu skýrsl­unnar einkar athygl­is­verð. Og ekki síður sá alvöru­þungi sem birt­ist í skýrsl­unni þar sem Hannes sakar bresk stjórn­völd um þetta hér: „Með því (að láta vera að bjarga tveim bönkum í Bret­landi sem Íslend­ingar áttu, einum banka þar í landi – inn­skot mitt) mis­mun­uðu stjórn­völd á grund­velli þjóð­ern­is, sem gengur gegn reglum um innri markað Evr­ópu. Samt var það mál ekki tekið upp af Fram­kvæmda­stjórn ESB.“ (3. liður í „Helstu nið­ur­stöðum úr skýrslu dr. Hann­es­ar…“ sem heima­síða ráðu­neytis Bjarna birtir á íslensku.)

Það verður gaman að fylgj­ast með fram­hald­inu sem áreið­an­lega verður á umfjöllun Stund­ar­innar um skjala­lek­ann þegar Hæsti­réttur verður búinn að aflétta rit­skoð­un­inni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar