ESB berst fyrir Parísarsamkomulaginu

Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir það mik­il­vægt verk­efni fyrir alþjóða­sam­fé­lagið í ár að inn­leiða vinnu­á­ætl­un­ina fyrir Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið og að nauðsynlegt sé að horfa til framtíðar varðandi þessi málefni.

Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið leggur nú aukna áherslu á alþjóð­legt sam­starf til að sporna við lofts­lags­breyt­ingum á þessu lyk­ilári í fram­kvæmd Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Þetta er óhjá­kvæmi­legt í ljósi þess mikla verks sem er fyrir höndum í lofts­lags­mál­um, nú og í fram­tíð­inni. Nei­kvæð áhrif lofts­lags­breyt­inga gera þegar vart við sig víða um heim og ógna jörð­inni og jarð­ar­bú­um. Enn fremur gætu þau grafið undan þeim árangri sem náðst hefur í þró­un­ar­málum und­an­farna ára­tugi og dregið úr mögu­leikum á að ná sjálf­bærni­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna fyrir árið 2030.

Í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu um lofts­lags­breyt­ing­ar, tíma­móta­samn­ingnum sem nær 200 þjóðir sam­þykktu árið 2015, er sett fram aðgerða­á­ætlun um að forða heim­inum frá hættu­legum lofts­lags­breyt­ing­um. Sam­komu­lagið markar stefnu um hvernig jarð­ar­búar geta byggt upp lág­kolefn­is­hag­kerfi og -þjóð­fé­lög sem ein­kenn­ast af lít­illi koltví­sýr­ingslos­un.

Við erum að falla á tíma

Við vitum nú þegar að mark­miðin um að draga úr losun sem lögð voru fram í París nægja ekki til að ná því sam­eig­in­lega tak­marki okkar að halda hlýnun jarðar innan við 2°C frá því sem var fyrir iðn­bylt­ingu, hvað þá 1,5°C. Vænt­an­leg skýrsla milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um loft­lags­breyt­ingar mun því miður sýna fram á að mögu­leik­inn á að halda okkur innan þess­ara marka fer síminnk­andi. Því verðum við öll að gera betur og hraða fram­kvæmd Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

Auglýsing

Sendi­nefnd ESB á Íslandi ýtir undir þessa brýnu umræðu með því að halda ráð­stefnu 2. októ­ber í sam­starfi við Háskóla Íslands. Sér­stakur gestur okkar verður Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra, sem mun útlista hvernig Íslend­ingar efna skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og greina frá metn­að­ar­fullri áætlun Íslend­inga um að gera landið kolefn­is­hlut­laust fyrir árið 2040. Ég hyggst gera hið sama fyrir hönd ESB.

Aukið gagn­sæi er nauð­syn­legt

Mik­il­vægt verk­efni fyrir alþjóða­sam­fé­lagið í ár er að inn­leiða vinnu­á­ætl­un­ina fyrir Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið, en þar eru settar fram nákvæmar reglur um gagn­sæi og stjórn­un­ar­hætti til þess að hrinda sam­komu­lag­inu í fram­kvæmd. Það er nauð­syn­legt að sam­þykkja þessa „reglu­bók“ á næstu lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP24) í Katowice í Pól­landi. Skýrar og ítar­legar reglur um gagn­sæi gera okkur kleift að fylgj­ast með og sýna fram á það starf sem fram fer um heim allan og gefa öllum aðil­um, jafnt þró­uðum löndum sem þró­un­ar­lönd­um, sam­eig­in­legan ramma til að ná mark­miðum okk­ar.

Evr­ópu­sam­bandið er komið vel á veg við að inn­leiða lag­ara­mma til að ná því mark­miði sínu að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um minnst 40% fyrir 2030 miðað við los­un­ina árið 1990 (Ís­lend­ingar deila þessu mark­miði með ESB). Á meðal nýmæla má nefna end­ur­skoðun á við­skipta­kerfi ESB fyrir los­un­ar­heim­ildir eftir árið 2020, mark­mið um að draga úr losun í atvinnu­greinum sem falla ekki undir við­skipta­kerfið og ákvæði um land­notkun í lofts­lags­lög­gjöf. Þessi grund­vall­ar­lög voru inn­leidd nýlega og frek­ari til­lögur um hreina orku og sam­göngur eru í far­vatn­inu.

Horft til fram­tíðar

Um leið horfum við lengra en til árs­ins 2030. Í mars 2018, í kjöl­far sams­konar beiðni frá Evr­ópu­þing­inu, báðu ráða­menn ESB fram­kvæmda­stjórn­ina um að leggja fram, innan 12 mán­aða, til­lögu um lang­tíma­á­ætlun um los­un­ar­skerð­ingu á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum innan ESB. Fram­kvæmda­stjórnin leggur fram til­lögu sína í und­an­fara lofts­lags­ráð­stefn­unar í því mark­miði að skapa umræðu­grund­völl innan sam­bands­ins alls.

Um leið leggur Evr­ópu­sam­bandið aukna áherslu á alþjóða­sam­vinnu og stuðn­ing við aðila utan ESB, til dæmis með stefnu­mót­andi skoð­ana­skipt­um, verk­efnum til að auka afköst og fjár­mögnun í lofts­lags­mál­um. Til þess að alþjóð­legar aðgerðir hafi til­ætluð áhrif þurfa allar þjóðir að bregð­ast mark­visst við, einkum stærstu hag­kerf­in, sem í sam­ein­ingu bera ábyrgð á um 80% allrar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu. Ísland er vel í stakk búið frá nátt­úr­unnar hendi, þökk sé miklu fram­boði af „grænni“ orku, og stjórn­völd hafa tekið mark­viss skref til að draga úr losun í greinum þar sem enn eru miklar áskor­anir til stað­ar, svo sem í sam­göng­um.

Sterk­ari saman

Þótt Par­ís­ar­sam­komu­lagið marki stefn­una er ferða­lagið rétt að hefj­ast. Nú þurfa allar þjóðir að skapa umhverfi sem gerir þess­ari þróun kleift að halda áfram með því að styðja við var­an­legar skipu­lags­breyt­ingar á orku­kerfum heims­ins og auka fjár­fest­ingar sem stuðla að þessu mark­miði. Íslend­ingar geta kennt heim­inum sitt­hvað hvað þetta varð­ar.

Lofts­lags­breyt­inga­þol­inn vöxtur sem ein­kenn­ist af lít­illi koltví­sýr­ingslosun er mögu­legur fyrir allar þjóð­ir, burt­séð frá efna­hag, og hefur marga og áþreif­an­lega kosti í för með sér fyrir íbúa, hag­kerfið og umhverf­ið. Evr­ópu­sam­bandið er stað­ráðið í að starfa með öllum sam­starfs­að­ilum sínum á þess­ari veg­ferð okk­ar.

Höf­undur er sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar