Mínir hagsmunir eða ... ?

Þóra Magnea Magnúsdóttir íslenskukennari skrifar um reynslu sína af íslenska heilbrigðiskerfinu og áformum ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum.

Auglýsing

Hags­munir hvaða sjúk­linga? spyr Birgir Jak­obs­son, aðstoð­ar­maður heil­brigð­is­ráð­herra og fyrr­ver­andi land­lækn­ir, nýlega í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu. Eftir lestur grein­ar­innar var ég á því að Birgir væri meðal ann­ars að tala um mig; mið­aldra konu sem misst hafði heils­una fyrir um þremur árum. Hann var að tala um mína hags­muni. Kon­unnar í Norð­ur­mýri sem var vön að vinna mikið og lifa jú bara ágætis lífi. Svo kom að því – líkt og kemur fyrir á fleiri bæjum en mínum – að heilsan brast. Arf­gengur sjúk­dóm­ur, sem hafði í áraraðir náðst að halda í þokka­leg­um skefj­um, ákvað að hans tími væri kom­inn. Og fallið frá því að vera í fullri vinnu, á ágætis laun­um, var nokkuð hátt og um leið tölu­vert erfitt. Við tóku enda­lausar lækn­is­heim­sókn­ir, sjúkra­þjálfun sem og end­ur­hæf­ing af ýmsu tagi. Sjúk­dóm­ur­inn tók stjórn­ina og ég staulað­ist mis­jafn­lega brött á eftir hon­um. Suma daga fannst sjúk­dómnum eðlilegt að ég gæti ekki stigið í fæt­urna nú eða ég gæti ekki haldið á kaffi­bolla (og trúið mér, ég elska kaffi). Í upp­hafi þessa tíma kynnt­ist ég á eigin skinni hversu brot­hætt heil­brigð­is­kerfið okkar var orðið vegna ástæðna sem ekki verða tíund­aðar hér. Á tíma­bili tókst mér t.d. ekki að fá fastan heim­il­is­lækni. Það gerði að verkum að ég sjálf reynd­ist þurfa að vera nokk­urs konar „fram­kvæmda­stjóri eigin veik­inda”. Mér gekk það oft og tíðum ágæt­lega en ég er ekki heil­brigð­is­menntuð og því var mér létt þegar ég gat látið af því starfi. Ég fékk frá­bæran heim­il­is­lækni, sem er inni í öllum mínum mál­um, og um leið átt­aði ég mig á hversu mik­il­vægt það er að heilsu­gæslu­stöðv­ar lands­ins verði styrkt­ar. Sterk­ari heilsu­gæsla auð­veldar líf þeirra, sem mikið þurfa á heil­brigð­is­þjón­ustu að halda, svo um mun­ar. 

Ég hef smátt og smátt orðið vör við aukin mátt heil­brigð­is­kerf­is­ins. Það hefur verið sett í for­gang því að stjórn­mála­fólk, með Svandísi Svav­ars­dóttur ráð­herra heil­brigð­is­mála í broddi fylk­ing­ar, er til­búið til að hlúa að því, styðja og styrkja. Heil­brigð­is­starfs­fólk er mitt upp­á­halds fólk. Það tekur á móti mér með brosi á vör, jafn­vel þótt ég skynji vel það álag sem á því ligg­ur. Ég hef legið inni á spít­ala á þessu ári og hlaut frá­bærar mót­tök­ur. Ein­hverjir kunna að vera mér ósam­mála en þetta er mín saga. Minn sér­greina­læknir hefur sinnt mér af mik­illi alúð í mörg ár en eftir sjúkra­húss­legu mína er ég nú í eft­ir­liti hjá hon­um, og sam­starfs­fólki hans, á göngu­deild gigt­lækn­inga á Land­spít­al­an­um. Í sann­leika sagt þá er það frá­bært. Ég hef t.d. þurft að fá svo kall­aða teym­is­þjón­ustu þegar upp kom óþol fyrir virku efni í lyfi sem er mér nauð­syn­legt. Þá sett­ust saman lyfja­fræðing­ur, deild­ar­læknir og sér­greina­læknir og fundu út úr þessu fyrir mig. Þessir sér­fræð­ingar sendu svo nákvæmar og góðar lækn­is­nótur til heim­il­is­lækn­is­ins sem fylgdi mál­inu eft­ir. Þá hafa nú einnig nokkrir lækna­nemar fengið að kynn­ast mínum sjúk­dómi þar sem þeir hafa verið við­staddir heim­sóknir mínar á göngu­deild­ina. Það tel ég afar mik­il­vægt enda er hér um að ræða heil­brigð­is­starfs­fólk fram­tíð­ar­inn­ar. 

Það þarf sjálf­sagt ekki að koma neinum á óvart, er lesa þessi orð, að ég fagna nýjum áherslum heil­brigð­is­ráð­herra og rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur sem m.a. fel­ast í því að minnka greiðslu­þátt­töku sjúk­linga, efla heilsu­gæslu og starf göngu­deilda sjúkra­húsa. Styrk­ing heilsu­gæslu og ­göngu­deilda­þjón­ust­u hefur t.d. ekki ein­göngu jákvæð áhrif fyrir okkur not­end­urna heldur tel ég að slík styrk­ing muni hafa góð áhrif á alla þætti heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Á síð­ustu mán­uðum hafa mín útgjöld – í þágu heils­unnar – lækkað mik­ið. Og ég get lofað ykkur að það skiptir máli – þegar engin eru mán­að­ar­launin né stétt­ar­fé­lögin (þar sem hægt er að sækja styrki í sjúkra­sjóð­i). Nú fæ ég reglu­lega að heyra: „Þú ert á núlli”. Frá því að greiða um 8000 krónur á mán­uði bara í sjúkra­þjálfun (sem þó var nið­ur­greidd) greiði ég nú um 2800 krón­ur. Og þessar tæpu 3000 krónur eru þær sem ég borga á mán­uði fyrir alla þá heil­brigð­is­þjón­ustu sem ég þarf sækja. Fyrsta hvers mán­aðar borga ég svo aftur þessar 3000 kr. Núna fyrstu vik­una í októ­ber mun ég til að mynda þurfa að fara í eina lækn­is­heim­sókn, eina lyfja­gjöf á dag­deild sjúkra­húss, seg­u­l­ómun og sjúkra­þjálf­un. Kostn­að­ar­hlut­deild mín fyrir þessa heil­brigð­is­þjón­ustu eru þess­ar ­títt­nefnd­u tæpu 3000 krón­ur. Og nú í nóv­em­ber fer ég í fyrsta sinn til tann­læknis eftir að greiðslu­þátt­taka öryrkja og líf­eyr­is­þega í tann­lækna­kostn­aði lækk­aði. Allt þetta skiptir máli.

Auglýsing

Um leið og heilsan brast upp­lifði ég örygg­is­leysi en núna líður mér meir eins og ég sé á leið í örugga höfn. Ég er ekki komin á leið­ar­enda en ég er á réttri leið. Ég mun ekki lækn­ast en með góðu stuðn­ings­neti mun ég geta lifað með mínum sjúk­dómi. Mitt mark­mið snýst um að kom­ast aftur út á vinnu­mark­að­inn. Á því „græða” all­ir, ekki bara ég. Ég bý að góðri menntun sem íslenska ríkið hefur m.a. tekið þátt í að veita mér og ég er reynslu­mikil í mínu fagi. Að öðl­ast aukin lífs­gæði er gjöf til mín og minna. Það er þó ekki bara ég, og mínir nánustu, sem mun njóta þess­ara auknu lífs­gæða því í raun kemur það sam­fé­lag­inu líka til góða. Þá þarf ekki lengur að greiða mér örorku­bætur því ég kemst aftur út á vinnu­mark­að­inn og vinn fyrir mínum mán­að­ar­tekj­um. Og þegar ég er komin aftur út á vinnu­mark­að­inn mun ég greiða hærri skatt og önnur gjöld til íslenska rík­is­ins. Þessir skattar og þessi gjöld munu svo m.a. fara í áfram­hald­andi upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins – þannig get ég gefið áfram það sem ég hef öðl­ast. 

Ég er því þakk­lát nýjum áherslum í heil­brigð­is­mál­um, áherslum sem eru ákvarð­aðar með hags­muni sjúk­linga að leið­ar­ljósi. Að þeim sé hjálpað sem þurfa mest á hjálp­inni að halda. Um það hljótum við öll að geta verið sam­mála. Höf­undur er íslensku­kenn­ari og MA í upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræð­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar