Fullvalda íslensk þjóð en ekki geðþóttavald og sérhagsmunir

Svanur Kristjánsson fjallar um stjórnarskrána og hvernig farsæl niðurstaða í endurskoðun hennar sé ein meginforsenda heilbrigðs lýðveldis þar sem valdaflokkar landsins standa við gefin fyrirheit.

Auglýsing

Við lýð­veld­is­stofnun 1944 lof­uðu allir stjórn­mála­flokkar lands­ins end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar eins fljótt og unnt væri. Ástæðan er mjög ein­föld: Í grund­vall­ar­at­riðum er stjórn­ar­skráin byggð á stjórn­ar­skrá kon­ungs­rík­is­ins Dan­merkur – frá 1849! Þjóð­kjör­inn for­seti fer með kon­ungs­vald en ber enga lýð­ræð­is­lega ábyrgð. Þannig getur for­set­inn skipt um rík­is­stjórn í land­inu – tekið sér nýjan for­sæt­is­ráð­herra sem und­ir­ritar lausn frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra. Nýi for­sæt­is­ráð­herr­ann leggur fyrir for­seta Íslands beiðni um þing­rof sem for­seti sam­þykk­ir. ÞIng er þá rofið og þing­kosn­ingar fara fram innan 45 daga. Alþingi getur komið nýrri rík­is­stjórn frá völdum með van­trausti. Þing­rof­inu verður hins vegar ekki hagg­að.

Vald­sæk­inn for­seti Íslands getur einnig beitt valdi sínu við stjórn­ar­mynd­anir til að skipa for­sæt­is­ráð­herra sem for­set­anum er að skapi og ganga fram hjá öðrum for­ystu­mönnum sem for­set­anum hugn­ast síð­ur. Eftir þing­kosn­ingar 2013 ákvað for­seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms­son, t.d. að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins yrði for­sæt­is­ráð­herra í sam­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokknum en ekki for­maður þess flokks, Bjarni Bene­dikts­son. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hlaut samt um 4000 fleiri atkvæði en Fram­sókn­ar­flokkur í kosn­ing­un­um. For­set­inn og Sig­mundur Davíð voru nefni­lega sam­herjar í and­stöðu við Ices­a­ve-­samn­inga en Bjarni studdi árið 2011 sátta­gjörð í mál­inu, „Buchheit-­sam­ing­ana“ svoköll­uðu.

Í heild skil­greinir stjórn­ar­skráin ekki stöðu og hlut­verk vald­hafa lýð­veld­is­ins, for­seta Íslands, ráð­herra og Alþing­is. Ekki er heldur gert ráð fyrir sjálf­stæðum rétti kjós­enda til að krefj­ast þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Auglýsing

Bein fyrir hunda – Grafið undan lýð­ræð­inu

Í skjóli úreltrar stjórn­ar­skrár hefur Alþingi ítrekað sam­þykkt lög sem hygla sér­hags­mun­um. Nær­tæk­ast er þess að minn­ast að Alþingi gerð­ist árið 1990 “þjóf­þing” sem svipti þjóð­ina umráða­rétti yfir dýr­mæt­ustu sam­eign þjóð­ar­innar en afhenti útvöldum vild­ar­vinum til eigin fénýt­ingar og brasks. Ind­riði Þor­láks­son, hag­fræð­ing­ur, skrifar t.d. í nið­ur­stöðum rann­sóknar á íslenskum sjáv­ar­út­vegi:

Stað­reynd­irnar hér að framan sýna svo ekki verður um villst að allar efna­hags­legar for­sendur eru til staðar til að sjáv­ar­út­veg­ur­inn skili þjóð­inni því henni ber, þ.e. sann­gjörnum hlut í arð­inum af fisk­veiði­auð­lind­inni. Auð­lindarður í sjáv­ar­út­vegi er til­kom­inn vegna sam­fé­lags­legra aðgerða, þ,e. tak­mörkun heild­ar­veiði­heim­ilda í þeim til­gangi að vernda auð­lind­ina, sem einnig hafði í för með sér efna­hags­lega og félags­lega röskun fyrir marga. Fisk­veiði­auð­lindin er eign þjóð­ar­innar og það felur í sér að þjóðin á til­kall til þess auð­lindaarðs sem rekja má til henn­ar. Það að skammta þjóð­inni 10% af arði eigin auð­lindar er eins og að henda beini fyrir hund eða brauð­molum fyrir smá­fugla. Þeir sem það gera verða að skýra fyrir þjóð­inni hvað þeir eiga við með yfir­lýs­ingum um að fisk­veiði­auð­lindin sé þjóð­ar­eign.

Sem­sagt: 10% af arði eigin auð­lindar fer til þjóð­ar­innar en 90% til hand­hafa kvót­ans. Í heild er verð­mæti afla­heim­ild­anna gíf­ur­leg upp­hæð, um 1.100 millj­arða króna virði. (Reiknað með kr. 2500 á hvert kiló­þorskígild­is); tals­vert hærri upp­hæð en fjár­lög íslenska rík­is­ins - um 900 millj­arðar fyrir árið 2018. Einka­vina­væð­ing og gjafa­kvóta­kerfið færa útvöldum vinum valda­flokk­anna ómældan arð en einnig yfir­ráð yfir sjáv­ar­plássum lands­ins. Ýmsir stjórn­mála­flokkar eru þjónar þeirra. Styrmir Gunn­ars­son, fyrrum rit­stjóri lýsir íslenska valda­kerf­inu m.a. þannig:

Hand­hafa kvót­ans urðu þeir valds­menn, sem máli skiptu í sjáv­ar­pláss­unum í kringum land­ið. Þeir höfðu líf pláss­anna í hendi sér. Þeir gátu selt kvót­ann frá staðnum og þar með svipt íbú­ana atvinnu og afkomu­mögu­leik­um. Þing­menn lands­byggða­kjör­dæmanna stóðu nær und­an­tekn­ing­ar­laust með kvóta­höf­un­um. Þeir vissu sem var, að sner­ust þeir gegn þeim, væri stjórn­mála­ferli þeirra lokið … Fram­bjóð­endur í próf­kjörum þurftu og þurfa að leita fjár­stuðn­ings hjá vin­um, kunn­ingjum og stuðn­ings­mönn­um, þar á meðal hjá hand­höfum kvóta. Það jafn­gilti póli­tísku sjálfs­morði að rísa gegn hand­höfum kvóta á lands­byggð­inni.

Þannig grefur gjafa­kvóta­kerfið undan lýð­ræð­inu í land­inu; veitir útgerð­ar­mönnum vald og aðstöðu til að koma í veg fyrir að vilji þorra þjóð­ar­innar nái fram að ganga og hand­höfum kvóta gert að greiða fullt auð­linda­gjald á grund­velli ákvæða í nýrri stjórn­ar­skrá.

Lýð­veld­is­stjórn­ar­skráin er ein­fald­lega ónot­hæf sem grund­vall­ar­lög í lýð­ræð­is­ríki; veitir valds­mönnum skjól til geð­þótta­á­kvarð­ana og þjónar sér­hags­munum en ekki almanna­hag. For­gangs­mál er að stjórn­ar­skrár­binda ákvæði sem tryggja þjóð­inni virkt eign­ar­hald á auð­lindum sínum og fullt gjald fyrir afnot þeirra.

Algjör sátt um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar = Ósann­indi

Í meira en 70 ár hafa valda­flokkar lands­ins ekki efnt hátíð­leg lof­orð um heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrá. Einskis er svif­ist í vörn­inni fyrir óbreytt grund­vall­ar­lög. Hvað eftir annað er t.d. full­yrt að ríkt hafi sam­staða allra stjórn­mála­flokka um allar stjórn­ar­skrár­breyt­ingar í sögu lýð­veld­is­ins. Þetta eru ósann­indi. Kjör­dæma­breyt­ing var t.d. gerð árið 1959 en þá voru búin til 8 stór kjör­dæmi í stað 28 kjör­dæma áður. Lögð voru m.a. niður mörg kjör­dæmi sem staðið höfðu allt frá 1845 og voru fólk­inu kær. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stóð einn gegn breyt­ing­unni en var ofur­liði bor­inn af hinum stjórn­mála­flokk­unum í einum hatrömm­ustu deilum í sögu lýð­veld­is­ins.

Við skulum hafa eitt á hreinu: Krafan um að algjör sátt eigi að ríkja um nýja stjórn­ar­skrá jafn­gildir til­kalli um neit­un­ar­vald til handa fámennum valda­hópi í land­inu sem drottnar í krafti núver­andi stjórn­ar­skrár geð­þótta­valds og sér­hags­muna.

Nýr sam­fé­lags­sátt­máli og ný stjórn­ar­skrá verða ekki að veru­leika fyrr en tekst að losa algjör­lega um kverka­tak sér­hags­muna­afla og þjóna þeirra á Alþingi og í rík­is­stjórn. Átök um stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins eru nefni­lega fyrst og síð­ast bar­átta á milli almanna­hags og sér­hags­muna. Van­traust ríkir ávallt í garð þeirra sem ekki efna lof­orð sín. Far­sæl nið­ur­staða í end­ur­skoðun íslensku stjórn­ar­skrár­innar er ein meg­in­for­senda heil­brigðs lýð­veldis þar sem valda­flokkar lands­ins standa við gefin fyr­ir­heit. Eng­inn getur þjónað tveimum herrum sam­tím­is. Á Íslandi á að ríkja raun­veru­legt full­veldi þjóð­ar­innar en ekki þjón­usta vald­hafa við sér­hags­muni auðs og valda í skjóli úreltrar stjórn­ar­skrár.

Höf­undur er pró­­fessor emeritus í stjórn­­­mála­fræði við Háskóla Íslands og félagi í Reykja­vikurAka­dem­­íu.

Heim­ild­ir:

Svanur Krist­jáns­son. 2013. „Lýð­ræð­is­brestir íslenska lýð­veld­is­ins. Frjálst fram­sal fisk­veiði­heim­ilda“. Skírnir (haust).

Styrmir Gunn­ars­son. 2009. Umsátrið Fall Íslands – end­ur­reisn.

Ind­riði Þor­láks­son. 2015. „Veiði­gjöld 2015. Annar hlut­i“. Herðu­breið – her­du­breid.is – 14. apríl 2015.

Magnús Hall­dórs­son. 2018. „HB Grandi stærsta útgerðin – Þús­und millj­arða heild­ar­kvót­i“. Kjarn­inn - www.kjarn­inn.is - 27. sept­em­ber.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar