Ætlar ráðherra út með landbúnaðinn?

Þórunn Pétursdóttir fjallar um landbúnaðarmál í aðsendri grein en hún segir að þekkingarstoðir landbúnaðarins, þar með taldar stoðir nýsköpunar, grænna lausna og sjálfbærni, séu í dag langt í frá eins sterkar og þær þyrftu að vera.

Auglýsing

Í stjórn­ar­sátt­mála sitj­andi rík­is­stjórnar er lögð áhersla á rík­is­stjórnin ætli sér að styðja og efla sjálf­bæran íslenskan land­búnað með sér­staka áherslu á að efla líf­ræna ræktun sem og stuðla að auk­inni nýsköpun og vöru­þróun innan land­bún­að­ar­geirans. Þar segir beint að Ísland eigi að vera leið­andi í fram­leiðslu á heil­næmum land­bún­að­ar­af­urð­um. Í sátt­mál­anum er einnig tekið sér­stak­lega fram að rík­is­stjórnin ætli sér að stuðla með beinum hætti að frek­ari þróun líf­hag­kerf­is­ins, inn­leiða grænar lausnir til að draga úr umhverf­is­á­hrifum mat­væla­fram­leiðslu og styðja við kolefn­is­jöfnun grein­ar­inn­ar.

Þetta er jákvæð og metn­að­ar­full sýn en mun ekki verða að veru­leika nema henni verði fylgt eftir af fullum krafti. Það verður að sjálf­sögðu best gert innan skrif­stofu land­bún­að­ar­ins í Atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu (ANR) því fag­skrif­stofur ráðu­neyt­anna gegna jú því hlut­verki að vera fag­lega sér­hæfðar í þeim mála­flokkum sem við­kom­andi ráð­herra er ætlað að halda utan um og fylgja eft­ir. Í þessu ljósi skýtur því mjög skökku við að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hafi nýverið ákveðið að leggja niður fag­skrif­stofu mat­væla og land­bún­aðar og færa verk­efni land­bún­að­ar­ins undir skrif­stofu alþjóða­mála innan ANR.

Land­bún­aður á Íslandi á undir högg að sækja og lík­lega aldrei meiri þörf en einmitt í dag á þver­fag­legri og vel mann­aðri skrif­stofu land­bún­að­ar­mála innan ANR til að sinna hefð­bundnum stjórn­sýslu­verk­efnum mála­flokks­ins ásamt því að halda utan um vinnu við að móta land­bún­að­ar­stefnu stjórn­valda út frá stjórn­ar­sátt­mál­an­um, í sam­vinnu við sam­fé­lagið allt, og greina helstu vaxt­ar­brodda land­bún­að­ar­ins til fram­tíð­ar. Slík vinna er grunnur þess að hægt sé að sam­þætta og aðlaga núver­andi styrkja­kerfi grein­ar­innar að land­bún­aði nútíðar og fram­tíðar og opna kerfið fyrir mun fjöl­breytt­ari not­enda­hópi en hefur aðgang að því í dag. Það myndi án efa skila öfl­ugri end­ur­nýjun og nýsköpun til sveita og verða þannig hluti af lang­tíma atvinnu­skap­andi byggða­stuðn­ingi, eitt­hvað sem við lík­lega öll viljum sjá raun­ger­ast.

Auglýsing

Til að ná mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar þarf ráð­herra land­bún­að­ar­mála og hans ráðu­neyti einnig að efla rann­sóknir og þró­un­ar­starf á sviði fjöl­breytts land­bún­aðar og sjálf­bærni. Það er umhugs­un­ar­vert að Atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið hefur enga fag­lega und­ir­stofnun til að vinna að þessum mála­flokkum með sér og hefur tæp­lega haft síðan árið 2005 er Rann­sókn­ar­stofnun Land­bún­að­ar­ins, Land­bún­að­ar­há­skól­inn á Hvann­eyri og Garð­yrkju­skól­inn á Reykjum runnu saman í eitt og Land­bún­að­ar­há­skóli Íslands (LB­HÍ) varð til. Af ástæðum sem ekki verða raktar hér hefur LBHÍ frá upp­hafi aldrei haft fjár­hags­lega burði til að sinna rann­sókn­ar- og nýsköp­un­ar­verk­efnum tengdum land­bún­aði og sjálf­bærni af þeim krafti sem eflaust var reiknað með að háskól­inn myndi gera þegar til hans var stofn­að.

Allar þekk­ing­ar­stoðir land­bún­að­ar­ins, þar með taldar stoðir nýsköp­un­ar, grænna lausna og sjálf­bærni eru því í dag langt í frá eins sterkar og þær þyrftu að vera. Þessu þarf að breyta ef mark­mið rík­is­stjórn­ar­innar um öfl­ugan og sjálf­bæran íslenskan land­búnað eiga að verða að veru­leika. Það verður best gert með þrennu: upp­bygg­ingu á öfl­ugri fag­skrif­stofu land­bún­aðar innan ANR, stofnun þver­fag­legrar fag­stofn­unar land­bún­aðar og sjálf­bærni og veru­legri inn­spýt­ingu inn í alla starf­semi Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar