Íslenska efnahagstundrið

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og rithöfundur, fjallar um Hrunið í aðsendri grein en hann telur það hafa ekki orðið vegna persónuleikabresta tiltekinna einstaklinga heldur vegna rangrar hugmyndafræði og vondrar efnahagsstjórnar.

Auglýsing

Kringum tíu ára afmæli Hruns­ins takast á að minnsta kosti þrjár frá­sagnir um aðdrag­anda þess og eft­ir­mál. Sú fyrsta: Hrunið varð vegna þess að Ísland er í grunn­inn ónýtt og það verður að setja land­inu nýja stjórn­ar­skrá og byrja allt upp á nýtt; númer tvö: Hrunið varð vegna umsát­urs vog­un­ar­sjóða, jafn­vel Evr­ópu­sam­bands­ins, sem vildi kom­ast yfir fyr­ir­tækin okkar – og númer þrjú: allt var í himna­lagi hér en óvand­aðir menn mis­not­uðu sér frels­ið. Iðu­lega sér maður sam­krull af tvö og þrjú.

Sjálfur held ég að Hrunið hafi ekki orðið vegna per­sónu­leika­bresta til­tek­inna ein­stak­linga. Græðgi, dramb, glanna­skap­ur, óhóf og ofsi ein­kenndi vissu­lega fram­göngu margra áber­andi ein­stak­linga í Stóru-­Bólu, en slíka eðl­is­þætti höfum við alltaf á meðal okkar – og inni í okkur í mis­miklum mæli. Það er einmitt hlut­verk stjórn­mál­anna að skapa aðstæður þar sem slíkir eig­in­leikar eru ekki alls­ráð­andi og skipta ekki sköpum um sam­fé­lags­þró­un­ina. Upp úr alda­mótum gerð­ist hið þver­öf­uga: Stjórn­mála­menn og aðrir leið­togar afnámu allt reglu­verk, gáfu bankaf­urstum lausan taum­inn, bjuggu til sam­fé­lag sem lað­aði fram og verð­laun­aði glanna­skap, óhóf og dramb en bældi hóg­værð, var­færni og hóf­semi.

„Við vorum eins og sjó­menn í Smug­unn­i,“ sagði einn útrás­ar­gos­inn síðar í blaða­við­tali, sem lýsir stemmn­ing­unni vel þegar sem mest gekk á í stór­kaupum hans og ann­arra skulda­safn­ara á grónum fyr­ir­tækjum í við­skipta­líf­inu sem þeir sugu verð­mætið úr og hræktu svo leif­unum út úr sér inn í sóp­dyngjur eign­ar­halds­fé­laga með fyndin nöfn.

Auglýsing

Mig langar að nefna þrennt sem ég held að hafi átt ríkan þátt í að skapa aðstæður í íslensku efna­hags­lífi sem leiddu að lokum til Hruns­ins.

Í fyrsta lagi: Inn­leið­ing reglu­verks Evr­ópu­sam­bands­ins skil­aði miklum félags­legum umbótum – auknum rétt­indum almenn­ings og launa­fólks – en varð líka til þess að leysa úr læð­ingi öfl sem hefði þurft að hafa betri gætur á; stað­föst oftrú ráða­manna á alvisku og almætti Mark­að­ar­ins kom í veg fyrir það. Ára­löng höft í við­skipta­líf­inu köll­uðu á ámóta öfga­fulla and­stæðu sína, algjört hömlu­leysi – og algjört virð­ing­ar­leysi fyrir regl­um, hefðum og venjum og sið­um. Rót­gróið klík­uræði, þar sem sá hæf­asti lifir ekki af heldur sá tengdasti, tryggði líka að við­skipti „skyldra aðila“ urðu nán­ast að reglu á meðan erfitt þótti að sýna fram á að Björg­ólfs­feðgar væru „skyldir aðil­ar“. Til varð hér landi skringi­legt mis­gengi krónu og ann­arra gjald­miðla, sem hægt var að leika sér með - um hríð - en gat ekki endað nema á einn veg.

Við þetta bætt­ist múgæs­ingin sem svona lítið sam­fé­lag eins og okkar fer ekki var­hluta af með reglu­legu milli­bili sam­fara oftrú á eigið brjóst­vit; að þessu sinn varð til hálf­gert gullæði sem hófst á útboði í bréfum Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. For­sprakkar Decode pröng­uðu bréfum í félag­inu inn á hrekklausa lands­menn á upp­sprengdu verði og töp­uðu ýmsir stórt á því að taka lán til kaupa í eigin gen­um.

Við fjár­festum í genum og jen­um.

Í öðru lagi má nefna fram­sal kvóta skömmu fyrir alda­mót, þegar allt fyllt­ist af pen­ingum sem voru ekki til frá mönnum sem eign­ast höfðu þá með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk. Og til varð vel­megun út á krít.

Og loks í þriðja lagi: Kára­hnjúka­virkjun þandi hag­kerfið meira út en það þoldi. Henni fylgdi gríð­ar­leg inn­spýt­ing inn í sam­fé­lag­ið, sem að mestu var tekin að láni, án þess þó að um væri að ræða arð­bæra fjár­fest­ingu sem skil­aði sam­fé­lag­inu öðru en tíma­bundnum hag­vexti með til­heyr­andi hávöxt­um. Í þess­ari fram­kvæmd hófust líka stór­felld­ari notkun á erlendu vinnu­afli en áður hafði þekkst.

Hér varð sem sé Hrun. Við vitum nú að íslenska efn­hag­hagsundið reynd­ist efna­hag­stund­ur. Við þurfum að draga rétta lær­dóma af þessu öllu, um stjórn efna­hags­mála en líka um dyggðir og lesti, sið­ferði og verð­mæti. Við þurfum að minna okkur á að græðgi er ekki dyggð og ríki­dæmi fæst ekki með lán­tök­um. Atvinnu­lífið má ekki fyrst og fremst mið­ast við hags­muni verð­bréfa­sala heldur heil­brigðan rekstur sem ræður við að greiða fólki góð og sann­gjörn laun fyrir vinnu sína. Við þurfum að muna að mik­ill launa­munur er ekki nátt­úru­lög­mál heldur sjúk­dóms­ein­kenni. Við þurfum að muna að hið góða líf er ekki bundið við auð og völd, en for­senda þess er að fólk hafi mann­sæm­andi laun, gott hús­næði sem þarf ekki að þræla fyrir – ríku­legt innra líf, vaxt­ar­skil­yrði fyrir börn og sveigj­an­leiki til að vaxa og dafna ævina á enda, hversu löng sem hún verð­ur, mann­rétt­indi, frelsi til að njóta sín og tjá sig.

Útrás­ar­vík­ing­arnir voru ekki Hinir - þeir komu úr Breið­holt­inu og Árbæn­um, Stykk­is­hólmi, Borg­ar­nesi og Akur­eyri, úr Vest­ur­bænum og Kárs­nes­inu; úr þjóð­ar­djúp­inu. Þetta voru börnin okk­ar, afurðir íslensks sam­fé­lags, hressir krakkar sem lentu í að láta stjórn­ast af vondum hug­mynd­um, eins og mann­kyns­sagan á ótal dæmi um. Hrunið varð ekki vegna per­sónu­leika­bresta til­tek­inna ein­stak­linga þó að þessir brestir væru áber­andi og kæmu við sögu; það varð út af rangri hug­mynda­fræði og vondri efna­hags­stjórn.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar