Auglýsing

Í þessum pistli verður það ekki rifjað upp að 10 ár séu frá hruni. En það verður hins vegar gert að umtals­efni að um fjögur ár eru nú frá því að flóð­gáttir opn­uð­ust fyrir góð­ær­is­tíma á Íslandi.

Stundum er ekki allt sem sýn­ist í fyrst­u. 

Í frá­bærri bók Steven Lee Myers, New Tsar, þar sem hann rekur feril Vladímir Pútín, Rúss­lands­for­seta, og ýmsar vær­ingar í alþjóða­stjórn­mál­um, er meðal ann­ars fjallað um hvernig hinn vest­ræni heimur brást við þegar Rússar voru að ryðj­ast með her­afli inn í Aust­ur-­Evr­ópu í gegnum Úkra­ínu.

Auglýsing

Á Íslandi birt­ust þessar aðgerðir meðal ann­ars í því að útgerðir á Íslandi voru ósáttar við að koma ekki vörum sínum á markað í Rúss­landi, einkum mak­ríl, vegna inn­flutn­ings­banns sem Rússar settu á Ísland og fleiri ríki. Það var mót­leikur Rússa við við­skipta­þving­unum alþjóða­sam­fé­lags­ins. Gunnar Bragi Sveins­son, þá utan­rík­is­ráð­herra og nú þing­maður Mið­flokks­ins, barð­ist fyrir póli­tísku lífi sínu um tíma vegna þessa máls.

Erfitt að ímynda sér ógn­ina

Hörm­ung­arnar á Krím­skaga verða lík­lega aldrei nógu nærri manni, svo maður geti skilið þær, en eitt­hvað segir manni þó, að það veki ugg - svo ekki sé fastar að orði kveðið - þegar rúss­neski björn­inn belgir sig með her­valdi gagn­vart nágranna­ríkj­un­um. Í seinna stríði fóru fáar þjóð­ir, hlut­falls­lega, verr út úr því en Eystra­salts­rík­in. Lett­land og Lit­háen misstu til að mynda meira en fjórð­ung íbúa og hryll­ingur kúg­unar og ofbeldis náði yfir næstum því tvo ára­tugi, sitt hvoru megin við stríðs­tím­ann. Ógn­irnar voru bæði úr austri og vestri þá.

Við­brögðin í Finn­landi og Sví­þjóð, við brölti Rússa, hafa líka verið merki­leg. Meiri áhersla er nú lögð á hernað í þessum nágranna­löndum okkar og sviðs­myndir af mögu­legri inn­rás Rússa hafa verið teikn­aðar upp og um þær fjallað opin­ber­lega.

Vestrið gegn Rússum

Í bók Myers, sem skrifuð er á miklum umrót­ar­tím­um, sam­hliða átökum á Krím­skaga og umræðu um vax­andi staf­rænan hernað Rússa í Banda­ríkj­un­um, kemur fram að meðal þess sem Obama beitti sér fyr­ir, var að fá OPEC olíu­fram­leiðslu­ríkin til liðs við Banda­ríkin og hinn vest­ræna heim í bar­áttu við Rússa.

Hinir digru sjóðir Sádí-­Ar­ab­íu, meðal ann­arra, voru not­aðir óbeint, til að senda skýr skila­boð til Rússa. Obama lagði líka mikla áherslu á það að hafa Ang­elu Merkel, leið­toga Þýska­lands og vest­ræna hluta Evr­ópu, þétt með sér í þess­ari ref­skák.

Hvað gerð­ist þegar þetta við­skipta­stríð gagn­vart Rússum magn­að­ist upp?

Í lok árs 2014 hrundi olíu­verð á heims­mörk­uð­um, sam­hliða því að við­skipta­bönn tóku gildi gagn­vart Rúss­um. Verðið sveifl­að­ist ekk­ert lít­ið, heldur var um gríð­ar­lega mikla og snögga dýfu að ræða. Verðið fór úr 110 Banda­ríkja­dölum á tunn­una af hrá­ol­íu, síð­ari hluta árs 2014, niður í 25 Banda­ríkja­dali á tunn­una í byrjun árs 2016. Efna­hagur Rússa snar­minnk­aði, um næstum 7 pró­sent í lands­fram­leiðslu mælt, og olíu­iðn­að­ur­inn í land­inu komst í vanda á skömmum tíma.

Verð­sveiflur olíu er vel þekktar í gegnum sög­una og hag­sveiflur landa eru nátengdar henni, eins og dæmin sanna. Banda­menn Banda­ríkj­anna í Sádí-­Ar­abíu réðu vel við þetta, og létu ekki undan þrýst­ingi - meðal ann­ars frá Rússum - um að draga úr fram­leiðslu til að hækka verð­ið, skapa nýjan jafn­vægis­p­unkt milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Rúss­neskur efna­hagur fékk á sig bylm­ings­högg og það dró úr ógn­inni af her­brölt­inu. Eftir því sem leið á, var farið að huga að aðgerðum til að draga úr fram­leiðslu. En ekki fyrr en rúss­neski björn­inn var lask­að­ur.

Carl Bildt, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, sagði í pistli sem hann skrif­aði í Was­hington Post í maí í fyrra, að við­skipta­þving­an­irnar gagn­vart Rússum - á mik­il­vægum tíma fyrir átökin á Krím­skaga - hefðu virkað vel. Pútín hefði von­andi lært þá lexíu - sem sagan kennir okkur - „að inn­rásir í lönd væru ekki góð leið til að eign­ast vin­i“.

En höggin voru líka þung fyrir mörg önnur ríki. Til dæmis Norð­menn og þá ekki síst Íslend­inganý­lendu­svæðið í Roga­landi, þar sem höf­uð­stöður olíu­veld­is­ins í Nor­egi er, Stavan­ger. Hag­kerfið snögg­kóln­aði þar, fast­eigna­verð lækk­aði, norska krónan snöggveikt­ist og sam­drátt­ar­skeið tók við. Íslend­ingar hófu þá í meira mæli að flytja heim.

Nú er öldin önn­ur, með stig­hækk­andi olíu­verði og auknum þjón­ustu­um­svif­um. Roga­land er auð­vitað örsvæði í alþjóð­legu sam­hengi, en það er samt svipað fjöl­mennt og Ísland. Það segir sína sögu.

Hræðslan við Merkel

Í bók Myers er Pútín sagður vera hræddur við einn stjórn­mála­mann, öðrum frem­ur. Það er Merkel. Hún mætti honum ein á fund­um, eins og hún er sögð gjarnan gera. Tal­aði rúss­nesku reiprenn­andi og réð við sjálf­stæðar grein­ingar á öllum við­fangs­efn­um. Hún er eðl­is­fræð­ingur og stærð­fræð­ingur að mennt, og var hlað­inn verð­launum allan sinn náms­fer­il, sem meðal ann­ars teygði sig um tíma til Rúss­lands. Það sem hræddi Pútín mest var það að hún þekkti hugs­un­ar­hátt­inn í Aust­ur-­Evr­ópu, að því er hann sagði trún­að­ar­fólki sínu, sem Myers fjallar um. Merkel var árið 1989 tals­maður lýð­ræð­is­sinna í Aust­ur-Þýska­landi og eign­að­ist óvini í gömlu sov­ét­blokk­inni á þeim tíma.

Obama var klókur að festa sig við hana, á þessum tíma. Og þetta skipti máli fyrir Ísland. Hann lýsti henni sem nýjum leið­toga hins frjáls heims, eins og frægt varð, eftir að Trump hafði unnið kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­un­um, í nóv­em­ber 2016.

Ísland hagn­að­ist á „bylm­ings­höggi“ gagn­vart Rússum

Á þeim tíma þegar olíu­verðið hrundi skyndi­lega var efna­hagur Íslands tek­inn að vaxa og kom þessi hraða olíu­verðs­lækkun eins og himna­send­ing inn í hag­kerf­ið. 

Verðsveiflur á olíu hafa verið miklar, á undanförnum árum.Flug­fé­lög voru í mun betri stöðu til að bæta við leiðum og koma þannig Íslandi enn frekar inn á ferða­þjón­ustu­kortið í heim­in­um. Óhætt er að segja að vöxtur í ferða­þjón­ust­unni hafi ýtt undir vöxt á Íslandi almennt. Á árunum 2014 til 2017 fjölg­aði árlegum komum ferða­manna til Íslands um meira en 100 pró­sent. Tæp­lega 960 þús­und komu til lands­ins 2014 en um 2,2 millj­ónir árið 2017. Mesta vaxt­ar­skeið ferða­þjón­ust­unnar var á þessu tíma­bili hrað­lækk­andi olíu­verðs.

Þetta gjör­bylti íslenska efna­hagn­um, enda stærð­irnar miklar fyrir ríki sem er aðeins með um 200 þús­und manns á vinnu­mark­aði. Fjár­magns­höft leiddu líka til þess að miklir pen­ingar voru í hag­kerf­inu sem kyntu undir eigna­verði og almennum upp­gangi. Mesta fast­eigna­verðs­hækkun í heim­inum var á Íslandi á þessum tíma og mæld­ist mest 23 pró­sent á vor­mán­uðum í fyrra. Betur gekk líka að hemja verð­bólgu­draug­inn þegar olían féll.

Ógnir upp­sveifl­unnar

Olíu­verð hefur hækkað hratt að und­an­förnu og það hefur leitt til þreng­inga í hag­kerf­inu á Íslandi. Flug­fé­lögin eru í vand­ræð­um, eins og fall Pri­mera Air er til marks um. Icelandair og WOW Air, sem eru saman með 80 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á Kefla­vík­ur­flug­velli, eru bæði að glíma við erfitt rekstr­ar­um­hverfi og fátt bendir til ann­ars en að þannig verði það áfram. Hag­ræð­ing er í kort­unum og ein­hver kólnun í ferða­þjón­ust­unni. Þróun olíu­verðs­ins er þarna í lyk­il­hlut­verki.

Það er í takt við valda­bröltið í alþjóða­stjórn­mál­unum und­an­farin ár, að meg­in­or­sökin fyrir hækkun olíu­verðs­ins er af mörgum talin vera stefnu­breyt­ing Don­alds Trumps í mál­efnum Írans. Við­skipta­þving­unum er nú beitt og Íran­sam­komu­lag­ið, sem átti að draga úr ógn kjarn­orku­vopna, hefur verið sett ofan í skúffu.

Olía frá Íran kemst ekki á markað og því hækkar verð­ið. Trump er sagður hringja í Salman Arab­íukón­ung og heimta aukna fram­leiðslu, til að lækka olíu­verð. Pútin sjálf­ur, lét hafa eftir sér í gær, sam­kvæmt frá­sögn PBS, að ástæðan fyrir verð­hækk­un­inni væri aug­ljósa Banda­ríkj­unum að kenna, vegna stefnu­breyt­ing­ar­innar gagn­vart Íran.

Þessi stefnu­breyt­ing er nú að reyn­ast Íslandi illa. Eins og dæmin sanna þá skipta straumar og stefnur í alþjóða­stjórn­málum miklu máli fyrir Ísland og það á svo sann­ar­lega við um það tíu ára tíma­bil sem liðið er frá falli fjár­mála­kerf­is­ins. Framundan eru krefj­andi ár þar sem meðal ann­ars mun reyna á kænsku íslenskra stjórn­valda við að greina áhrifin af tolla­stríði Banda­ríkj­anna og Kína. 

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari