Glæponinn gengur laus

Katrín Baldursdóttir segir að stjórnvöld taki þátt í kúgun sem eigi sér stað á vinnumarkaði. Þrýstingur um breytingar þurfi að koma rá hinum vinnandi stéttum og hagsmunasamtökum þeirra, verkalýðsfélögunum.

Auglýsing

Því meiru sem þú stelur því lík­legri ert þú til að kom­ast upp með það. Þetta virð­ist vera meg­in­regla í íslensku sam­fé­lag svo ekki sé talað um ef þú er atvinnu­rek­andi sem níð­ist á starfs­mönnum þín­um. Einkum ef þeir eru útlend­ing­ar. Á Íslandi er ekki gert ráð fyrir því að slíkir atvinnu­rek­endur séu stopp­aðir af og hljóti dóma. Að minnsta kosti ekki miðað við veru­leik­ann hér á landi og þá sví­virði­legu með­ferð sem sumir atvinnu­rek­endur beita launa­fólk. Það eru ekki til lög og reglu­gerðir yfir þessa hegð­un. Það er alger skortur á við­ur­lög­um. Þannig taka sveit­ar­fé­lög, þing­ið, rík­is­stjórnin og opin­berir emb­ætt­is­menn þátt í þessum glæpum sem engin refs­ing er fyr­ir. Og glæpon­inn gengur laus.

Þetta þýðir í raun ekk­ert annað en að atvinnu­rek­endur geta gert við starfs­fólk það sem þeim sýn­ist. Hrúgað þeim saman í her­bergi, látið það búa í hjól­hýsum, gámum eða tjald­vögnum og láta þá borga him­in­háa húsa­leigu fyr­ir. Láta þá vinna myrkr­anna á milli, stela af þeim á öllum svið­um, láta þá borga gjöld sem ekki eru til, skrá þá ekki hjá Vinnu­mála­stofn­un, svíkja þá um kenni­tölur og svo mætti lengi telja. Málin ná ekki einu sinni til dóm­stóla þó um man­sal sé að ræða.

Kjara­samn­ingar eru lög­bundnir og því er atvinnu­rek­endum bannað sam­kvæmt lögum að borga laun undir launa­töxt­um, brjóta lög um orlofs­greiðsl­ur, yfir­vinnu­greiðslur og fleira slíkt. Þetta er hægt að sækja. En þar sem eft­ir­lits­menn verka­lýðs­fé­lag­anna eru svo fáir þá er erfitt að fylgja þessu eft­ir. Það eru líka til lög um aðbúnað og holl­ustu­hætti á vinnu­stöðum en vegna þess hve Vinnu­eft­ir­litið er van­búið af mann­skap og úrræð­um, þá er mjög erfitt að fylgja þeim lögum eftir líka.

Auglýsing
Og á meðan á öllu þessu stendur gera yfir­völd ekk­ert, kannski kemur lög­regla á stað­inn ef ein­hver er lam­inn en þá eru auð­vitað um ann­ars konar brot að ræða. Þræla­hald er lög­legt á Íslandi. Ef eft­ir­lits­menn verka­lýðs­fé­lag­anna koma á stað­inn og atvinnu­rek­endur hindra aðgengi þeirra þá geta eft­ir­lits­menn­irnir kallað á lög­reglu en hversu mátt­laust er það meðan ekk­ert er tekið er tekið á brot­un­um.

Kúg­unin getur orðið svo svæsin að fólk ótt­ast að missa vinn­una, ef það segir frá. Skila­boðin til starfs­manna eru þá þau að ef þeir eru með eitt­hvað múður þá getið þeir bara tekið pok­ann sinn og far­ið. Dæmin eru um að þeim sé hent út á götu um hánótt. Það segir sig sjálft hvað þetta er gríð­ar­lega erfitt fyrir útlent starfs­fólk sem er jafn­vel ótryggt, með enga kenni­tölu og hvergi til í kerf­inu.

Þeir einu sem eitt­hvað eru að gera í þessum málum eru eft­ir­lits­menn verka­lýðs­fé­lag­anna en þeir eru allt of fáir. Og eins og fyrr segir eru við­ur­lögin nán­ast engin og því hafa þeir engan stuðn­ing. Geta bara sótt það sem varðar lög­bundna kjara­samn­inga. En til að bæta gráu ofan á svart þá getur það tekið marga mán­uði og jafn­vel ár að fá greitt það sem atvinnu­rek­and­inn hefur stolið af starfs­mönn­um. Og áfram spilar glæpon­inn frítt og getur auk þess skipt um kenni­töl­ur. Hann getur haldið áfram að níð­ast á starfs­mönnum sín­um. Full­trúar verka­lýðs­fé­lag­anna hafa sagt í fjöl­miðlum að dæmin um kúgun og illa með­ferð á starfs­fólk séu að verða verri. Að atvinnu­rek­endur leggi meiri vinnu í að finna út úr því hvernig þeir geta snuðað fólk, jafn­vel með aðstoð lög­fræð­inga.

Allt þetta sýnir svo ekki verður um villst hversu staða atvinnu­rek­enda á vinnu­mark­aði er sterk. Þeir geta jafn­vel stundað man­sal án þess að fá dóm fyrir það. Af hverju er atvinnu­rek­endum gert kleift að fara svona með fólk? Af hverju geta þeir kúgað fólk, sagt því upp störfum þegar þeim sýn­ist og brotið á því á marg­vís­legan hátt? Er þetta nátt­úru­lög­mál? Af hverju er þegj­andi sam­komu­lag um það að atvinnu­rek­endur hirði allan arð­inn sem skap­ast af vinnu launa­fólks?

Auglýsing
Á vinnu­mark­aði gera starfs­menn og atvinnu­rek­endur samn­ing um verk­efni. Hvers vegna hefur annar aðili þessa samn­ings, eða starfs­fólk­ið, svona lít­inn rétt? Það er þessu sem þarf að breyta og löngu kom­inn tími til. En stjórn­völd munu ekki gera það, enda hafa atvinnu­rek­endur þar tögl og hagld­ir. Stjórn­völd taka þannig þátt í kúg­un­inni á vinnu­mark­aði. Þrýst­ing­ur­inn um breyt­ingar þarf að koma frá hinum vinn­andi stéttum og hags­muna­sam­tökum þeirra, verka­lýðs­fé­lög­un­um.

Nú hefur Alþýðu­sam­band Íslands aðeins tekið við sér og í frétt sam­bands­ins sem sett var á vef þess núna 3. októ­ber segir að lög­binda verði hörð við­ur­lög og sekt­ar­greiðslum við launa­þjófn­aði og öðrum brotum gegn launa­fólki. Sam­ræma þurfi og þétta vinnu­staða­eft­ir­lit út um allt land sem kalli á sam­starf allra þeirra aðila sem málið varð­ar; Vinnu­mála­stofn­un­ar, Vinnu­eft­ir­lits­ins, Rík­is­skatt­stjóra, sveit­ar­fé­laga, lög­regl­unnar auk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þá er kallað á ábyrgð sam­taka atvinnu­rek­enda. Gott og vel en þetta er ekki nóg. Hvernig á að sækja mál­ið? Hvaða aðferðum á að beita til að ná þessu fram? Það fylgir ekki sög­unni. Og á meðan gengur glæpon­inn laus.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar