Glæponinn gengur laus

Katrín Baldursdóttir segir að stjórnvöld taki þátt í kúgun sem eigi sér stað á vinnumarkaði. Þrýstingur um breytingar þurfi að koma rá hinum vinnandi stéttum og hagsmunasamtökum þeirra, verkalýðsfélögunum.

Auglýsing

Því meiru sem þú stelur því lík­legri ert þú til að kom­ast upp með það. Þetta virð­ist vera meg­in­regla í íslensku sam­fé­lag svo ekki sé talað um ef þú er atvinnu­rek­andi sem níð­ist á starfs­mönnum þín­um. Einkum ef þeir eru útlend­ing­ar. Á Íslandi er ekki gert ráð fyrir því að slíkir atvinnu­rek­endur séu stopp­aðir af og hljóti dóma. Að minnsta kosti ekki miðað við veru­leik­ann hér á landi og þá sví­virði­legu með­ferð sem sumir atvinnu­rek­endur beita launa­fólk. Það eru ekki til lög og reglu­gerðir yfir þessa hegð­un. Það er alger skortur á við­ur­lög­um. Þannig taka sveit­ar­fé­lög, þing­ið, rík­is­stjórnin og opin­berir emb­ætt­is­menn þátt í þessum glæpum sem engin refs­ing er fyr­ir. Og glæpon­inn gengur laus.

Þetta þýðir í raun ekk­ert annað en að atvinnu­rek­endur geta gert við starfs­fólk það sem þeim sýn­ist. Hrúgað þeim saman í her­bergi, látið það búa í hjól­hýsum, gámum eða tjald­vögnum og láta þá borga him­in­háa húsa­leigu fyr­ir. Láta þá vinna myrkr­anna á milli, stela af þeim á öllum svið­um, láta þá borga gjöld sem ekki eru til, skrá þá ekki hjá Vinnu­mála­stofn­un, svíkja þá um kenni­tölur og svo mætti lengi telja. Málin ná ekki einu sinni til dóm­stóla þó um man­sal sé að ræða.

Kjara­samn­ingar eru lög­bundnir og því er atvinnu­rek­endum bannað sam­kvæmt lögum að borga laun undir launa­töxt­um, brjóta lög um orlofs­greiðsl­ur, yfir­vinnu­greiðslur og fleira slíkt. Þetta er hægt að sækja. En þar sem eft­ir­lits­menn verka­lýðs­fé­lag­anna eru svo fáir þá er erfitt að fylgja þessu eft­ir. Það eru líka til lög um aðbúnað og holl­ustu­hætti á vinnu­stöðum en vegna þess hve Vinnu­eft­ir­litið er van­búið af mann­skap og úrræð­um, þá er mjög erfitt að fylgja þeim lögum eftir líka.

Auglýsing
Og á meðan á öllu þessu stendur gera yfir­völd ekk­ert, kannski kemur lög­regla á stað­inn ef ein­hver er lam­inn en þá eru auð­vitað um ann­ars konar brot að ræða. Þræla­hald er lög­legt á Íslandi. Ef eft­ir­lits­menn verka­lýðs­fé­lag­anna koma á stað­inn og atvinnu­rek­endur hindra aðgengi þeirra þá geta eft­ir­lits­menn­irnir kallað á lög­reglu en hversu mátt­laust er það meðan ekk­ert er tekið er tekið á brot­un­um.

Kúg­unin getur orðið svo svæsin að fólk ótt­ast að missa vinn­una, ef það segir frá. Skila­boðin til starfs­manna eru þá þau að ef þeir eru með eitt­hvað múður þá getið þeir bara tekið pok­ann sinn og far­ið. Dæmin eru um að þeim sé hent út á götu um hánótt. Það segir sig sjálft hvað þetta er gríð­ar­lega erfitt fyrir útlent starfs­fólk sem er jafn­vel ótryggt, með enga kenni­tölu og hvergi til í kerf­inu.

Þeir einu sem eitt­hvað eru að gera í þessum málum eru eft­ir­lits­menn verka­lýðs­fé­lag­anna en þeir eru allt of fáir. Og eins og fyrr segir eru við­ur­lögin nán­ast engin og því hafa þeir engan stuðn­ing. Geta bara sótt það sem varðar lög­bundna kjara­samn­inga. En til að bæta gráu ofan á svart þá getur það tekið marga mán­uði og jafn­vel ár að fá greitt það sem atvinnu­rek­and­inn hefur stolið af starfs­mönn­um. Og áfram spilar glæpon­inn frítt og getur auk þess skipt um kenni­töl­ur. Hann getur haldið áfram að níð­ast á starfs­mönnum sín­um. Full­trúar verka­lýðs­fé­lag­anna hafa sagt í fjöl­miðlum að dæmin um kúgun og illa með­ferð á starfs­fólk séu að verða verri. Að atvinnu­rek­endur leggi meiri vinnu í að finna út úr því hvernig þeir geta snuðað fólk, jafn­vel með aðstoð lög­fræð­inga.

Allt þetta sýnir svo ekki verður um villst hversu staða atvinnu­rek­enda á vinnu­mark­aði er sterk. Þeir geta jafn­vel stundað man­sal án þess að fá dóm fyrir það. Af hverju er atvinnu­rek­endum gert kleift að fara svona með fólk? Af hverju geta þeir kúgað fólk, sagt því upp störfum þegar þeim sýn­ist og brotið á því á marg­vís­legan hátt? Er þetta nátt­úru­lög­mál? Af hverju er þegj­andi sam­komu­lag um það að atvinnu­rek­endur hirði allan arð­inn sem skap­ast af vinnu launa­fólks?

Auglýsing
Á vinnu­mark­aði gera starfs­menn og atvinnu­rek­endur samn­ing um verk­efni. Hvers vegna hefur annar aðili þessa samn­ings, eða starfs­fólk­ið, svona lít­inn rétt? Það er þessu sem þarf að breyta og löngu kom­inn tími til. En stjórn­völd munu ekki gera það, enda hafa atvinnu­rek­endur þar tögl og hagld­ir. Stjórn­völd taka þannig þátt í kúg­un­inni á vinnu­mark­aði. Þrýst­ing­ur­inn um breyt­ingar þarf að koma frá hinum vinn­andi stéttum og hags­muna­sam­tökum þeirra, verka­lýðs­fé­lög­un­um.

Nú hefur Alþýðu­sam­band Íslands aðeins tekið við sér og í frétt sam­bands­ins sem sett var á vef þess núna 3. októ­ber segir að lög­binda verði hörð við­ur­lög og sekt­ar­greiðslum við launa­þjófn­aði og öðrum brotum gegn launa­fólki. Sam­ræma þurfi og þétta vinnu­staða­eft­ir­lit út um allt land sem kalli á sam­starf allra þeirra aðila sem málið varð­ar; Vinnu­mála­stofn­un­ar, Vinnu­eft­ir­lits­ins, Rík­is­skatt­stjóra, sveit­ar­fé­laga, lög­regl­unnar auk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þá er kallað á ábyrgð sam­taka atvinnu­rek­enda. Gott og vel en þetta er ekki nóg. Hvernig á að sækja mál­ið? Hvaða aðferðum á að beita til að ná þessu fram? Það fylgir ekki sög­unni. Og á meðan gengur glæpon­inn laus.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar