Samtök atvinnulífsins í ruglinu

Guðmundur Ævar Oddsson, dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, svarar nafnlausum pistli sem birtist á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins, þar sem hann var til umfjöllunar.

Auglýsing

Fyrir skömmu lenti ég óvænt í tals­verðri fjöl­miðla­um­ræðu um þróun eigna- og tekju­skipt­ingar hér­lendis í kjöl­far sam­tals við Dan­íel Örn Arn­ar­son, stjórn­ar­mann í Efl­ingu, á opnum fundi í Gerðu­bergi. Það sem vakti helst athygli voru stað­hæf­ingar mínar að eigna­ó­jöfn­uður á Íslandi væri mik­ill og meiri nú en fyrir hrun og að tekju­ó­jöfn­uður hefði auk­ist síð­ustu ár. Stað­hæf­ingar mínar hvað þetta varðar byggja á bestu fáan­legu gögn­um. Stöðu og þróun þess­ara mála hér á landi eru gerð góð skil í Ójöfn­uður á Íslandi, nýút­kominni bók eftir Stefán Ólafs­son og Arn­ald Sölva Krist­jáns­son (2017).

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) snúa út úr orðum mín­um, saka mig um rang­færsl­ur, van­meta ójöfnuð og ráð­ast með beinum orðum að fræði­manns­heiðri mínum í nafn­lausum pistli á heima­síðu SA. Útúr­snún­ingur SA-liða minnir helst á drykkju­mann sem leitar að týndum lyklum undir næsta götu­ljósi vegna þess að það er þægi­legra heldur en að leita þar sem lykl­arnir sann­ar­lega týnd­ust. Þrátt fyrir það sé ég mig knú­inn til þess að svara umræddum pist­li, enda er hvim­leitt fyrir fræði­mann að sitja undir ómak­legum ásök­unum um rang­færslur og óvönduð vinnu­brögð. Per­sónu­legum árásum í minn garð í skjóli nafn­leyndar vísa ég hins vegar beint til föð­ur­hús­anna.

1. Ég stað­hæfði í fjöl­miðlum á dög­unum að eftir mikla lækkun frá hruni hefði tekju­ó­jöfn­uður á Íslandi auk­ist síð­ustu ár (hægt en bít­and­i). Þetta sýna bestu fáan­legu gögnin um tekju­dreif­ingu hér á landi, þ.e.a.s. gögn Rík­is­skatt­stjóra yfir heild­ar­tekjur (allar tekjur með­tald­ar). Sem vís­bend­ingu um auk­inn tekju­ó­jöfnuð hef ég aðal­lega bent á aukna hlut­deild tekju­hæstu 10% lands­manna af heild­ar­tekjum allra. Hlut­deild tekju­hæstu 10% af heild­ar­tekjum allra jókst úr um 32% árið 2011 og í um 34% árið 2015 (nýj­ustu gögn sem ég styðst við). Þessi þróun rennir stoðum undir stað­hæf­ingu mína að tekju­ó­jöfn­uður hefur auk­ist. Það var einmitt tekju­aukn­ing tekju­hæstu hópanna, aðal­lega í formi auk­inna fjár­magnstekna, sem keyrði áfram geig­væn­lega tekju­ó­jafn­að­ar­aukn­ingu á árunum fyrir hrun. Svip­aða sögu segir þróun tekju­hlut­deildar tekju­hæsta 1% af heild­ar­tekjum allra.

Auglýsing

SA-liðar svara þessu hins vegar engu. Þess í stað freista þeir þess að drepa mál­inu á dreif með því að vísa í með­al­tals­töl­ur, sér í lagi í þróun Gini stuð­uls ráð­stöf­un­ar­tekna út frá tölum Hag­stof­unn­ar. Gini stuð­ull Hag­stofu er byggður á úrtakskönn­un­um, en slíkum könn­unum hættir til þess að van­meta tekjur tekju­hæstu hópanna og van­meta þannig tekju­ó­jöfnuð almennt. Það gefur mun raunsann­ari mynd af tekju­ó­jöfn­uði að reikna hann út frá skatta­gögnum (allar skatt­skyldar tekj­ur). Slík gögn gefa nákvæmara mat, hafa engar úrtaksvill­ur, inni­halda sölu­hagnað hluta­bréfa o.s.frv. Gini stuð­ull á grunni skatta­gagna sýnir að tekju­ó­jöfn­uður ráð­stöf­un­ar­tekna hér­lendis jókst úr 25 árið 2010 og upp í 27 árið 2015. Ítreka þarf að tölur um tekju­skipt­ingu út frá skatta­gögnum van­meta samt, ef eitt­hvað er, tekju­ó­jöfnuð því þær ná ekki til erlendra skatta­skjóla. Í þessu sam­bandi má nefna að 600 Íslend­ingar voru í Panama­skjöl­un­um, sem ein­ungis láku úr einu fyr­ir­tæki í einu landi.

Það verður að ítreka að Gini stuð­ull ráð­stöf­un­ar­tekna sem Hag­stofan reiknar út inni­heldur ekki sölu­hagnað hluta­bréfa, sem fellur nær ein­göngu í hlut allra tekju­hæsta fólks­ins hér á landi. Meðal ann­ars fyrir þær sakir van­metur Gini stuð­ull Hag­stof­unnar tekju­ó­jöfn­uð. Áhrif þessa eru alls ekki hverf­andi, eins og SA-liðar halda fram. Stefán Ólafs­son og Arn­aldur Sölvi Krist­jáns­son (2017) sýna til að mynda að tekjur af sölu­hagn­aði hluta­bréfa hækka Gini stuð­ul­inn fyrir ráð­stöf­un­ar­tekjur úr 24 í 27 fyrir árið 2015. Jafn­framt verður að halda því til haga að Gini stuð­ull­inn van­metur almennt tekju­ó­jöfnuð því hann er of næmur fyrir tekjum í miðri tekju­dreif­ing­unni og er ekki nógu næmur fyrir tekjum tekju­hæstu og tekju­lægstu hópanna. Það er vegna þessa, meðal ann­ars, sem það er mik­il­vægt að fylgj­ast sér­stak­lega vel með þróun tekju­hlut­deildar efstu og neðstu hópanna.

2. Ég stað­hæfi einnig að ójöfn­uður í eigna­skipt­ing­unni hér­lendis sé meiri nú en fyrir hrun og hef fyrir mér hlut­deild rík­ustu 10% fram­telj­enda af hreinni heild­ar­eign í þeim efn­um. Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stofu var hlut­deild eigna­mestu 10% fram­telj­enda heil 62% af heild­ar­eignum árið 2016. Þetta er stærri hlut­deild en eigna­mestu 10% höfðu nokk­urt ár á tíma­bil­inu 1997 til 2006, sem var, sam­kvæmt mínum útreikn­ing­um, „fyrir hrun“. Í Morg­un­út­varpi Rásar 2 fór ég þó ára­villt og sagði að hlut­deild eigna­mestu 10% væri meiri nú en „árið 2007“, en þá var hlut­deild þessa hóps 63%. Þarna hefði ég með réttu átt að segja „árið 2006“ og leið­rétt­ist það hér með. Eitt ár til eða frá í þessum efnum hrekur hins vegar ekki stað­hæf­ingu mína að ójöfn­uður í eigna­skipt­ing­unni er nú, þrátt fyrir lækkun frá árinu 2010, meiri en á árunum fyrir hrun, ekki síst í ljósi þess að árið 2007 var eina und­an­tekn­ingin frá þess­ari reglu á tíma­bil­inu 1997 til 2007. Tölur Hag­stof­unnar sem lagðar voru fyrir Alþingi fyrr á þessu ári sýna einnig þessa lang­tíma­þróun til auk­ins ójafn­aðar í eigna­skipt­ing­unni.

3. Ég hef aldrei dregið dul á það að tekju­ó­jöfn­uður á Íslandi er nú, í kjöl­fari hruns, lágur í alþjóð­legum sam­an­burði, ekki síst ef hann er mældur með Gini stuðl­in­um. Tekju­ó­jöfn­uður hér­lendis er sér­stak­lega lít­ill í alþjóð­legum sam­an­burði ef við horfum á atvinnu­tekjur en tekju­ó­jöfn­uður eykst almennt þegar fjár­magnstekjur eru teknar með í spil­ið, enda falla síð­ar­nefndu tekj­urnar nær ein­göngu í hlut þeirra eigna­mestu. Þetta er óum­deilt. Það gefur því raunsann­ari mynd af tekju­ó­jöfn­uði að til­taka allar tekj­ur. Þetta hef ég ítrekað bent á, ekki síst vegna þess að fjár­magnstekjur hafa spilað stórt hlut­verk í þróun ójafn­aðar hér­lendis síð­ustu tutt­ugu árin eða svo. Aukn­ing fjár­magnstekna keyrði fyrst og síð­ast áfram ójafn­að­ar­aukn­ingu hér á landi á árunum fyrir hrun. Hlutur fjár­magnstekna af heild­ar­tekjum hefur að sama skapi auk­ist hér­lendis frá 2012 og viss­ara að vera vak­andi fyrir þeirri þró­un.

Ég hef ekki full­yrt að staða Íslands í alþjóð­legum sam­an­burði, út frá Gini stuðl­in­um, myndi breyt­ast í grund­vall­ar­at­riðum ef dreif­ing heild­ar­tekna er skoð­uð, eins og SA-liðar láta í veðri vaka. Ég hef sagt að það gefi skýr­ari mynd af tekju­ó­jöfn­uði að til­taka allar tekj­ur. Skatta­gögn eru, sem fyrr seg­ir, bestu fáan­legu gögnin í þessum efn­um. Ég hef einnig sagt að það eru fleiri leiðir til þess að mæla tekju­ó­jöfnuð en með Gini stuðl­in­um, sem hefur marga galla og van­metur almennt ójöfn­uð. Gini stuð­ull­inn segir okk­ur, til dæm­is, lítið sem ekk­ert um skipt­ingu milli tekju­hópa. Ég hef af þessum sökum fyrst og fremst lagt út frá hlut­deild efstu 10% af heild­ar­tekjum í umræðum um tekju­ó­jöfnuð (sbr. fyrsta lið­inn). Hér­lendis fellur stærri hluti heild­ar­tekna í hlut tekju­hæstu 10% en á hinum Norð­ur­lönd­un­um, svo dæmi sé tek­ið. Ísland er ekki „jafn­ast“ að þessu leyti. Hér er miðað við gögn frá Rík­is­skatt­stjóra og „World Wealth and Income Data­ba­se“ (Stefán Ólafs­son og Arn­aldur Sölvi Krist­jáns­son 2017).

Hag­fræð­ing­ur­inn Gabriel Palma hefur bent á að hlut­deild „milli­stétt­ar­tekna“ (þ.e. hlutur 5. til 9. tíund­ar) sé almennt um helm­ingur af vergum þjóð­ar­tekjum í hverju landi. Hinn helm­ingur tekna skipt­ist á milli tekju­hæstu 10% og tekju­lægstu 40%. Skipt­ingin milli þess­ara síð­ast­nefndu tveggja hópa er hins vegar afar mis­mun­andi milli landa. Bendir Palma jafn­framt á að bar­áttan um skipt­ingu þjóð­ar­tekna standi af þessum sökum aðal­lega milli ríku 10% og fátæku 40% og ráð­ist slag­ur­inn að stórum hluta af því hvorum hópnum „milli­stétt­in“ stilli sér upp við. Hag­fræð­ing­arnir Alex Cob­ham og Andy Sumner byggja á þessum hug­myndum og settu árið 2013 fram „Palma hlut­fall­ið“, sem fangar mun betur tekju­ó­jöfnuð og áhrif hans á sam­fé­lagið en Gini stuð­ull­inn. Ýmsir spá því að Palma hlut­fallið muni taka við af Gini stuðl­in­um, sem er of næmur fyrir breyt­ingum á „milli­stétt­ar­tekj­um“ og nemur ekki nógu vel breyt­ingar á toppi og botni tekju­dreif­ing­ar­inn­ar. Eftir því sem Palma hlut­fallið er hærra, þeim mun meira af tekjum fellur í hlut tekju­hæstu 10% miðað við tekju­lægstu 40%. Hag­stofan reiknar því miður ekki út Palma hlut­fall­ið, en sam­kvæmt nýj­ustu tölum úr „Human Develop­ment Report“ Sam­ein­uðu þjóð­anna jókst Palma hlut­fallið fyrir Ísland úr 0,93 árið 2013 og í 0,95 árið 2015. Þessi þróun bendir til auk­ins tekju­ó­jafn­aðar og breið­ara bils milli ríkra og fátækra hér á landi; sem rennir frek­ari stoðum undir stað­hæf­ingar mín­ar.

4. Eigna­ó­jöfn­uður í heim­inum er mik­ill og mun meiri en tekju­ó­jöfn­uð­ur. Margar rann­sóknir bera þessu vitni. Ísland er engin und­an­tekn­ing hvað þetta varð­ar; hér er mik­ill eigna­ó­jöfn­uð­ur. Nýj­ustu tölur sýna að rík­ustu 10% Íslend­inga eiga 62% allra hreinna eigna. Þetta er, sem fyrr seg­ir, hærra hlut­fall en nokk­urt ár á tíma­bil­inu 1997 til 2006. Með öðrum orð­um: Ójöfn­uður í eigna­skipt­ing­unni hér á landi er meiri nú en fyrir hrun, að und­an­skildu árinu 2007. Eigna­ó­jöfn­uður hefur minnkað frá 2010 en spurn­ing hvað ger­ist á næstu árum.

Sam­an­burður á eigna­ó­jöfn­uði milli landa er vand­með­far­inn því gögn mis­mun­andi landa eru ekki nógu sam­hæfð og stöðl­uð. Fyrir vikið þarf að hafa ákveðna fyr­ir­vara á slíkum sam­an­burði. Þegar ég tjáði mig um eigna­skipt­ing­una á Íslandi á dög­unum lagði ég út frá þeim nið­ur­stöðum sem ég hafði á tak­tein­um, þ.e.a.s. úr nýút­kominni og vand­aðri bók Stef­áns Ólafs­sonar og Arn­aldar Sölva Krist­jáns­sonar (sem kom út undir lok 2017). Þar er tafla sem ber saman eigna­hlut­deild rík­ustu 10% af hreinni eign í 29 löndum (að­al­lega vest­rænum iðn­ríkj­u­m). Byggt er á „Global Wealth Data­book“ frá árinu 2014 og á tölum Hag­stofu Íslands og Fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrir Ísland. Með fyr­ir­vara um gæði gagna að þá rað­ast Ísland í töfl­unni í þriðja sæti landa sem hafa ójafn­asta eigna­skipt­ingu út frá hlut­deild rík­ustu 10%.

SA-liðar benda á nýj­ustu útgáfu „Global Wealth Data­book“ fyrir árið 2017 og er það vel. Ég hef nú kynnt mér efni skýrsl­unn­ar. Þessi úttekt sýnir að Ísland er rétt yfir með­al­tali þegar kemur að eigna­ó­jöfn­uði, mældur út frá hlut­deild rík­ustu 10% af hreinni eign, sé miðað við þau 39 lönd sem borin eru sam­an. Ísland rað­ast í 20. sæti af fjöru­tíu löndum út frá þessum mæli­kvarða. Sjö af lönd­unum sem eru með meiri eigna­ó­jöfnuð en Ísland eru sk. „þró­un­ar­lönd“ (e. develop­ing countries), en þau eru jafnan plöguð af mik­illi mis­skipt­ingu. Sam­kvæmt list­anum er Ísland enn­fremur með meiri eigna­ó­jöfnuð en lönd á borð við Sviss, Bret­land og Frakk­land, ef miðað er við eigna­hlut­deild rík­ustu 10%. Út frá þessum nýrri lista tók ég þó of djúpt í árinni um dag­inn varð­andi eigna­ó­jöfnuð á Íslandi í alþjóð­legum sam­an­burði. Rétt­ast væri að segja að eigna­ó­jöfn­uður á Íslandi sé mik­ill og rétt yfir meðaltali þeirra 39 landa sem eru til skoð­unar í nýj­ustu útgáfu „Global Wealth Data­book“.

SA-liðar reyna að draga dul á þá stað­reynd að það er kerf­is­bund­inn ójöfn­uður á Íslandi. Sér­stak­lega beina þeir kast­ljós­inu frá þætti eigna- og tekju­mestu hópanna í mis­skipt­ing­unni. Þetta er að sjálf­sögðu við­bú­ið. Þrástef SA-liða um með­al­töl, sem van­meta ójöfn­uð, vekja hug­renn­inga­tengsl við Fóst­bræðra­skets­inn um kon­una sem kunni bara að elda bjúgu. Með­al­töl eru ágæt—en kannski ekki alltaf! Efna­hags­legur ójöfn­uður hefur margar birt­ing­ar­myndir og það þarf að skoða hann frá mörgum hliðum og með bestu fáan­legu gögnum hverju sinni. Það er frá­leitt að bregð­ast við slíku með offorsi.

Þá finnst mér hjá­kát­legt að SA höggvi í sama knérunn og Don­ald Trump og brigsli fjöl­miðla um „fals­frétt­ir“ (e. fake news). Jafn­framt finnst mér að per­sónu­legar árásir í skjóli nafn­leyndar ættu að vera fyrir neðan virð­ingu hlut­að­eig­andi. Það er sjálf­sagt og eðli­legt að fólk og hópar berj­ist fyrir til­teknum hags­munum en það fer betur á því að það sé gert á grund­velli bestu fáan­legu upp­lýs­inga og eftir reglum rök­fræð­inn­ar. Góðar stund­ir.  

Höf­undur er dós­ent við félags­vís­inda- og laga­deild Háskól­ans á Akur­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar