Auglýsing

Þennan dag fyrir ára­tug síð­an, 9. októ­ber 2008, bjó rit­stjórn 24 stunda, frí­blaðs sem Árvakur átti, til síð­asta ein­tak blaðs­ins. Hug­myndin á bak­við útgáfu þessa blaðs var mjög lýsandi fyrir það ástand sem var í íslensku sam­fé­lagi á þessum tíma.

Eig­endur Árvak­urs, sem voru líka stærstu eig­endur Lands­bank­ans, ákváðu árið 2007 að eign­ast allt hlutafé í frí­blaði sem væri dreift í tug­þús­undum ein­taka, frítt inn á heim­ili flesta daga vik­unn­ar. Ástæðan var sú að þeir vildu veita Frétta­blað­inu, öðru frí­blaði sem var í eigu stærstu eig­enda Glitn­is, sam­keppni. Á svip­uðum tíma ákváðu eig­endur Við­skipta­blaðs­ins, sem voru stærstu eig­endur Kaup­þings, að breyta blað­inu í dag­blað sem kæmi út fjórum sinnum í viku.

Þáver­andi rit­stjóri Við­skipta­blaðs­ins sagði í frétt á vef blaðs­ins að þetta væri gert til að „svara auk­inni eft­ir­spurn eftir við­skipta­f­rétt­um, en á síð­ustu árum hefur vægi við­skipta­f­rétta auk­ist mikið í íslenskum fjöl­miðl­u­m[...]­Sam­hliða auknum umsvifum íslenskra fyr­ir­tækja og banka og auk­inni fjöl­breytni íslensks við­skipta­lífs hefur skap­ast tæki­færi til vaxt­ar.“

Auglýsing
Þessar til­raunir til að gera 24 stundir að sam­keppn­is­að­ila Frétta­blaðs­ins, og Við­skipta­blaðið að dag­blaði, kost­aði eig­end­urna mörg hund­ruð millj­ónir króna. Slíkt var auð­vitað auka­at­riði á þessum árum. Eign­ar­hald á fjöl­miðl­um, og aukin útbreiðsla þeirra, tryggði ákveðin tök á um­ræð­unni. Og skjól gagn­vart rétt­mætri gagn­rýni.

Eitt fyrsta fórn­ar­lamb hruns­ins

Ég vann á 24 stundum í mjög þéttum og ungum hópi. Þessi dag­ur, og dag­ar, í októ­ber 2008 voru mjög eft­ir­minni­leg­ir. Það vissu ein­hvern veg­inn allir sem þarna störf­uðu að starf­semin ætti sér ekki við­reisnar von leng­ur.

Kvöldið áður, á mið­viku­deg­inum 8. októ­ber, fór þorri rit­stjórn­ar­innar saman á bar til að skála fyrir enda­lok­un­um. Við sem sinntum efna­hags- og við­skipta­f­réttum eyddum þorra þess kvöld fyrir utan þann bar í sím­anum við grát­klökka banka­menn, þar sem Kaup­þing var að fara á haus­inn síð­astur íslensku bank­anna og þegar leið á kvöldið var ljóst að Fjár­mála­eft­ir­litið myndi taka bank­ann yfir að morgni fimmtu­dags­ins.

Síð­asta tölu­blaðið kom svo út dag­inn eft­ir, þann 10. októ­ber 2008. Þegar starfs­fólkið mætti í vinnu var hins vegar ekk­ert unnið heldur var það kallað eitt af öðru inn á skrif­stofu á neðri hæð húss­ins sem hýsti starf­sem­ina þar sem flestum var sagt upp. Alls misstu 22 vinn­una þennan dag og það er að ekki óvar­legt að segja að 24 stundir hafi verið eitt fyrsta fyr­ir­bærið sem hætti starf­semi á Íslandi vegna hruns­ins, í ljósi þess að bank­arnir þrír héldu vita­skuld allir áfram að vera til, undir nýrri kenni­tölu og breyttum for­send­um.

Það er kald­hæðni örlag­anna að síð­asta for­síðu­fréttin sem birt­ist á 24 stund­um, hafi verið um yfir­vof­andi upp­sagnir starfs­manna Lands­bank­ans, í ljósi þess að þorri starfs­mann­anna sem skrif­aði blaðið missti vinn­una nokkrum klukku­tímum eftir að það kom úr prent­smiðj­unni.

Ann­ars konar skepna

Ég var einn fárra starfs­manna 24 stunda sem var ráð­inn yfir á Morg­un­blaðið og skrif­aði þar mína fyrstu frétt, sem birt­ist á for­síðu mánu­dag­inn 13. októ­ber, um þá óform­legt sam­komu­lag sem íslenskir ráða­menn gerðu við Breta og Hol­lend­inga um að ábyrgj­ast 600 millj­arða króna (á þávirði) greiðslur til eig­enda Ices­a­ve-­reikn­ing­anna. Sam­komu­lag sem síðar var dregið til baka og gleym­ist oft í þessum blessuðu, enda­lausu og marg­þvældu Ices­a­ve-um­ræð­um. Sam­komu­lag sem kalla mætti Ices­ave 0.

Forsíða Morgunblaðsins 13. október 2008. MYND/SkjáskotVið tók eitt magn­að­asta tíma­bil sem ég hef átt í blaða­mennsku, þar sem Morg­un­blaðið var í raun án eig­enda, tækni­lega gjald­þrota, áttu stundum ekki fyrir launum en var samt í far­ar­broddi í því að reyna að útskýra það sem gerð­ist í hrun­inu, aðdrag­anda þess og eft­ir­köst­um. Þetta tíma­bil stóð yfir í um það bil ár, eða þar til rit­stjór­anum var sagt upp og tveir aðrir ráðnir í hans stað. Síðan þá hefur Morg­un­blaðið verið ann­ars konar skepna.

Risa­sam­ein­ing til­kynnt

Dag­inn eftir að 24 stundir voru lagðar niður var til­kynnt um þá fyr­ir­ætlun eig­enda Árvak­­urs og 365 að renna Frétta­­blað­inu inn í Árvakur gegn því að 365 myndi eign­­ast 36,5 pró­­senta eign­­ar­hlut.

Þær fréttir vöktu mikla athygli, enda hefðu þær þýtt að einu starf­andi dag­blöð lands­ins legð­ust saman í sæng. Sam­ein­ingin hefði einnig þýtt að 365 myndi eiga þorra þeirra fjöl­miðla á Íslandi sem hefðu ein­hverjar tekjur af aug­lýs­inga­­sölu á þeim tíma.

Sam­run­inn var rök­studdur með þeim aðstæðum sem ríktu í sam­­fé­lag­inu. Sam­hliða efna­hags­á­­falli hefði aug­lýs­inga­­mark­að­­ur­inn hrunið og tug­­pró­­senta geng­is­­fall íslensku krón­unnar gert inn­­­kaup á pappír í blöðin gríð­­ar­­lega þung. Auk þess var þeim rökum beitt að Árvakur myndi ekki lifa af nema sam­run­inn yrði sam­­þykkt­­ur. Fjár­­hags­erf­ið­­leikar félags­­ins væru ein­fald­­lega það miklir að þetta væri eina leiðin til þess. Ef af sam­run­­anum hefði orðið hefði ein við­­skipta­blokk, sem þá stýrt var af Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, ráðið yfir nán­­ast öllum frjálsum fjöl­miðlum á Íslandi, enda átti sama fólk þá líka flesta einka­rekna ljós­vaka­miðla lands­ins og vef­frétta­mið­il­inn Vísi.

Afdrifa­rík ákvörðun

Sam­keppn­is­eft­ir­litið stóð bless­un­ar­lega fast í lapp­­irnar í þessu máli og hafn­aði sam­run­an­­um. Í ákvörðun eft­ir­lits­ins, sem birt var í byrjun febr­­úar 2009, sagði að það væri „mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sam­runi Árvak­­urs hf., Frétta­­blaðs­ins ehf. og Póst­­hús­s­ins ehf. muni skapa alvar­­leg sam­keppn­is­­leg vanda­­mál og hindra þar með virka sam­keppni á öllum mörk­uðum máls­ins þar sem áhrifa gætir [...] Sökum þess er það mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að ógilda beri sam­run­ann“.

Lík­lega hefur engin ein ákvörðun skipt meiri máli fyrir frjálsa fjöl­miðlun á Íslandi og þessi. Sam­eig­in­legur kraftur þessa fjöl­miðl­arisa, á tíma þegar prent­miðlar voru enn mjög ráð­andi öfl, hefði orðið það mikil að erfitt hefði verið fyrir aðra einka­miðla að starfa á sama mark­aði. Sér­stak­lega þar sem hið sam­ein­aða félag hefði átt bæði stærstu prent­smiðju lands­ins og stærsta dreif­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið. Og auð­vitað verið stýrt af fólki sem hefur ekki sýnt að það séu heppi­legir eig­endur að fjöl­miðl­um, sér­stak­lega þegar það er sjálft and­lag frétta.

Erf­ið­leikar leiða af sér blóma­skeið

Í stað­inn mynd­að­ist frjór jarð­vegur fyrir nýfjöl­miðl­un, sem leiddi af sér ýmsa nýja miðla, sér­stak­lega á net­inu, enda eru 85 fjöl­miðlar og fjöl­miðla­veitur skráðar í dag hjá Fjöl­miðla­nefnd. 

Þótt rekstr­ar­um­hverfi þeirra sé að mörgu leyti afleitt, starfs­að­stæður mjög erf­iðar og atgervis­flótti úr grein­inni hafi aldrei verið jafn alvar­leg­ur, þá má full­yrða að síð­ast­lið­inn ára­tugur hafi verið blóma­skeið íslenskrar fjöl­miðl­unar í þeim skiln­ingi að margir þeirra hafa sýnt í verki að þeir standa með almenn­ingi gegn sér­hags­mun­um. Að þeir hræð­ast ekki að fjalla gagn­rýnið og heið­ar­lega um menn og mál­efni jafn­vel þótt það sé erfitt og við­spyrnan mik­il. Að þeir segja þær fréttir sem end­ur­spegla veru­leik­ann, ekki fréttir um þann veru­leika sem valda­fólk vill að þeir búi til.

Það má segja að sú fjöl­miðlun hafi dáið sem norm í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi þegar banka­fólkið missti tang­ar­hald sitt á fjöl­miðlaum­hverf­inu fyrir ára­tug, þótt auð­vitað enn votti á óheil­indum sum­stað­ar.  

Þessi þróun – sá angi hruns­ins – var því okkur öllum til heilla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari