Er þörf á kvennahreyfingu til þess að berjast fyrir Nýrri stjórnarskrá?

Nichole Leigh Mosty vill virkja þann sterka kraft sem verður til þegar konur koma saman. Þær hafi beðið nógu lengi.

Auglýsing

Um helg­ina, á tíu ára afmæli hruns­ins, sem virð­ing­ar­vott við lýð­ræð­is­legt ferli Nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar, var fyrsta stjórnin kosin í Sam­tökum kvenna um Nýja stjórn­ar­skrá. Við erum hópur kvenna úr ólíkum áttum sem komum saman til þess að berj­ast fyrir rett­lát­ara sam­fé­lagi. Við hvetjum allar konur til þess að ganga til liðs við okkur og allt fólk til þess að styðja okkar bar­áttu. Þá von­andi sjáum við einn dag­inn betra sam­fé­lag með vand­að­ari leik­regl­um.

Mark­mið okkar er að berj­ast fyrir inn­leið­ingu hinnar Nýju stjórn­ar­skrár, sem almenn­ingur sam­þykkti í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þann 20. októ­ber 2012. Hún hafði aðkomu kvenna og ann­arra þjóð­fé­lags­hópa, öfugt við þá sem gildir í dag. Við viljum sér­stak­lega vekja athygli á sjón­ar­horni kvenna og ólíkra hópa, sem ann­ars gætu týnst i heild­ar­um­ræð­unni.

Þann 20. októ­ber 2012 þegar ég mætti á kjör­stað til að kjósa um Nýju stjórn­ar­skrána var ég ekki með­vituð um alla sög­una á bak við núgild­andi stjórn­ar­skrá. Ég vissi að hún var samin af efri stéttar karl­mönn­um. Ég var einnig með­vituð um að ákveðnir þættir í núgild­andi stjórn­ar­skrá stuðl­uðu að hrun­inu. Ég fylgd­ist vel með umræð­unni og hvernig ný stjórn­ar­skrá varð til. Mér fannst merki­legt að fólk úr öllum kimum sam­fé­lags­ins (nema úr stjórn­mála­stétt­inni) var boðað til að taka þátt í þjóð­fund­in­um. Mér fannst ótrú­legt að sjá að í Stjórn­laga­ráði sátu 10 konur og 15 karl­menn, og meðal þeirra voru inn­flytj­andi, útvarps­mað­ur, fötluð kona, bóndi, prest­ur, safn­stjóri, nem­andi og kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur. Það var aug­ljóst að þetta var stjórn­ar­skrá sem yrði okkar allra. Einnig að það lýð­ræð­is­lega ferli sem farið var í myndi leiða okkur til bjartrar fram­tíð­ar, þar sem vald sam­fé­lags­ins yrði fært frá vald­stéttum til almenn­ings.

Auglýsing

Á kjör­staðnum var ég spurð af manni „Af hverju ertu ÞÚ að kjósa? Þér kemur þetta ekki við, þetta er stjórn­ar­skrá íslend­inga.“ Ég svar­aði „Ég er að kjósa vegna þess að Nýja stjórna­skráin snýst um gildi okkar allra, fram­tíð og rétt­indi, hjá nýjum Íslend­ingum jafnt sem inn­fædd­um.“

Það er kjarni máls­ins og ástæða þess að Sam­tök kvenna um Nýja stjórn­ar­skrá urðu til. Mar­grét Thatcher sagði einu sinni „If you want somet­hing said, ask a man; if you want somet­hing done, ask a wom­an.“ Við viljum virkja þann sterka kraft sem verður til þegar konur koma sam­an. Við höfum beðið nógu lengi. Við viljum draga úr vald­níðslu og spill­ingu. Við viljum ekki bíða þar til yfir­völdum hentar að hlusta á ákall okkar um breyt­ing­ar. Við viljum nýja stjórn­ar­skrá sem færir valdið til okk­ar. Það er okkur ætlun að leiða umræð­una, að hvetja, styðja og þrýsta á stjórn­mála­menn þar til hin Nýja stjórn­ar­skrá verður inn­leidd. Við viljum end­ur­vekja umræður um mik­il­vægi þess að við fáum stjórn­ar­skrá sem eflir rétt­læti, jöfn­uðu, frelsi og reisn meðal lands­manna. Ég vil nefna sér­stak­lega sem dæmi 10. grein Nýju stjórn­ar­skrár­innar sem til­tekur ofbeldi og kyn­ferð­is­of­beldi, 16. gr. sem tryggir sterka fjöl­miðla, 33. gr. sem verndar nátt­úru Íslands og umhverfi fyrir kom­andi kyn­slóð­ir, 34. grein þar sem auð­lindar okkar eru skil­greindar sem sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­innar og síð­ast en ekki síst - 65. 66. og 67. greinar sem myndu gera okkur fært að aft­ur­kalla lög Alþing­is, leggja fram eigin frum­vörp og krefj­ast þjóð­ar­at­kvæð­is­greiðslu.

Við skullum ekki gleyma að 68 pró­sent kjós­enda sam­þykkti drög að nýrri stjórn­ar­skrá og hefðu lög­fræð­ingar sér­hags­muna ekki gengið svo langt að fá hana ógilda vegna smá­vægi­legra tækni­legra atriða, væri hún ein­fald­lega Stjórn­ar­skrá Íslands..

Boðað er til úti­fundar á Aust­ur­velli 11. októ­ber kl. 17:00 í til­efni þess að tíu ár eru liðin frá að úti­fundir Harðar Torfa­sonar hófust haustið 2008. Sam­tök kvenna um Nýja stjórn­ar­skrá hvetja alla til þess bera bleik höf­uð­föt á úti­fund­in­um. Við berum bleik höf­uð­föt til þess að vekja athygli á kvenna­sam­stöðu um Nýja stjórn­ar­skrá. Við berum bleik höf­uð­föt því að fyrir allan almenn­ing er inn­leið­ing Nýju stjórn­ar­skrár­innar gott skref til betri fram­tíð­ar, en fyrir konur og aðra und­ir­ok­aða hópa er hún bráð­nauð­syn­legt skref.

Við berum bleik höf­uð­föt til að minna á bar­áttu #Metoo og #höf­um­hátt, ljós­mæðra og ann­arra kvenna­stétta, þolenda í rétt­ar­kerf­inu og fjöl­miðlaum­hverf­inu, bar­áttu fyrir bættum aðstæðum kvenna af erlendum upp­runa - og til að minna á að Ný stjórn­ar­skrá færir almenn­ingi aukið vald til þess að breyta mis­rétti og órétt­læti í átt að betra sam­fé­lagi, fyrir okkur öll.

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­maður og for­maður Sam­taka kvenna um Nýja stjórn­ar­skrá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar