Stóra skattatilfærslan

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fjallar um þá tilfærslu á skattbyrði sem orðið hefur síðastliðna áratugi, áhrif hennar og hvernig sé hægt að færa skattbyrðina til baka.

Auglýsing

Á síð­ustu 25 árum eða svo hafa stjórn­völd fram­kallað mikla til­færslu á skatt­byrði - af hærri tekju­hópum og yfir á þá lægri. Þetta hefur verið gert með ýmsum aðgerð­um, sem eru skýrðar á ítar­legan hátt í nýlegri bók (Ójöfn­uður á Íslandi, 2017) sem og í skýrslu ASÍ um skatt­byrði launa­fólks 1998 til 2016.

Rýrnun per­sónu­af­sláttar (skatt­leys­is­marka), upp­taka fjár­magnstekju­skatts (með mun lægri álagn­ingu en er á atvinnu­tekj­ur) og rýrnun vaxta- og barna­bóta sem drag­ast frá álögðum skatti koma þar mest við sögu.

Þessi þróun hefur stór­skaðað þann árangur sem lægra launað fólk átti að hafa af kjara­samn­ing­unum frá 2015 og reyndar einnig á fyrri árum. Þessi þróun hefur að auki verið afar óhag­stæð fyrir líf­eyr­is­þega.

Auglýsing

Mynd 1. Nettó tilfærsla á skattbyrði.

Mynd 1. sýnir umfang þess­arar skatta­til­færslu frá 1993 til 2015. Sýnd er skatt­byrðin 1993 (% heild­ar­tekna sem greidd er í beina skatta) og svo aftur 2015, í fjórum tekju­hóp­um: lægstu tíu pró­sent­in, mið­tekju­hóp­ur, efstu tíu pró­sentin og efsta eina pró­sent­ið. Í gluggum við súl­urnar er sýnd nettó breyt­ingin á tíma­bil­inu í pró­sentu­stig­um.

Til­færslan frá hærri hópum til þeirra lægri og mið­tekju­hópa er skýr og umtals­verð.

Ef skoðuð væri breyt­ingin frá 1993 til 2007 eða 2008 þá væri nið­ur­staðan mun meira afger­andi en sýnt er á mynd­inni (sem nær til 2015), því skatt­byrði tekju­hæstu tíu pró­sent­anna var á árunum fyrir hrun orðin minni en hjá mið­tekju­fólki, sem er for­dæma­laust (sjá Ójöfn­uður á Íslandi 2017). Vinstri stjórnin sem var við völd frá 2009 til 2013 færði til­færsl­una að hluta til baka með auk­inni álagn­ingu á hærri tekj­ur, auk þess sem lækkun fjár­magnstekna eftir hrun hækk­aði skatt­byrði hæstu hópa í fyrstu. En síðan hefur þró­unin aftur hneigst til fyrri átt­ar.

Fjár­magnstekjur hærri hópanna eru nú vax­andi á ný (sem lækkar heildar skatt­byrði hátekju­fólks, vegna lægri skatt­lagn­ingar fjár­magnstekna en atvinnu­tekna) og per­sónu­af­sláttur hefur ekki fylgt launa­þró­un­inni (sem hækkar skatt­byrði lág­tekju­fólks). Þetta síð­ar­nefnda má sjá á mynd 2. hér að neð­an.

Mynd 2. Vaxandi skattbyrði lágmarkslauna.

Lág­marks­laun og óskertur líf­eyrir TR voru skatt­frjáls frá 1988 til 1996. Síðan þá hefur vax­andi hluti lág­marks­launa verið skatt­lagð­ur, frá 6% 1997 og upp í 37% árið 2008. Þá minnk­aði skatt­aði hlut­inn í tvö ár en tók svo aftur að stækka. Nú er meira en helm­ingur lág­marks­launa skatt­lagður að fullu (51%).

Lit­uðu súl­urnar til hægri sýna hvernig skatt­byrði lág­marks­launa hækk­aði afger­andi frá 2015 til 2018, sem er tíma­bil gild­andi kjara­samn­ings á vinnu­mark­aði. Í samn­ingnum 2015 var samið um umtals­verðar hækk­anir lág­marks­launa, en vegna þess að per­sónu­af­slátt­ur­inn fylgdi ekki launa­þró­un­inni þá jókst skatt­byrði lág­marks­laun­anna umtals­vert.

Með þessu og einnig með því að rýra veru­lega vaxta­bætur og barna­bætur (sem drag­ast frá álögðum skatti lág­launa­fólks) þá tók hið opin­bera í reynd drjúgan hluta af umsömdum kjara­bótum fyrir lág­launa­fólk (sjá skýrslu ASÍ um skatt­byrði launa­fólks 2016 og skýrslu Gylfa Zoega fyrir for­sæt­is­ráðu­neytið 2018).

Þetta er auð­vitað óþol­andi nið­ur­staða fyrir verka­lýðs­hreyf­ing­una og með­limi henn­ar. En þetta er bara enn einn kafl­inn í þess­ari lengri tíma sögu um til­flutn­ing skatt­byrð­ar­innar frá hærri tekju­hópum til lægri og milli hópa.

Umfang hinna auknu byrða lág­tekju­fólks

Mér telst til að vegna þess­arar til­færslu skatt­byrð­ar­innar greiði fólk sem í dag er með 500.000 kr. á mán­uði eða minna sam­tals um 80 millj­örðum meira í tekju­skatt og útsvar en þau hefðu gert ef lág­marks­laun væru skatt­frjáls eins og var 1996 og fyrr. Rúmir 19 millj­arðar eru nú, árið 2018, lagðir auka­lega á þá sem eru með 300.000 króna lág­marks­laun eða minna – fátæk­asta fólkið í land­inu.

Því til við­bótar hefur ríkið sparað sér útgjöld til vaxta- og leigu­bóta frá 2011 til 2016 sem nemur 17,8 millj­örðum króna. Enn frek­ari lækkun útgjalda til þess­ara bóta varð á árunum 2017 og 2018. Stór­lega hefur fækkað í hópi þeirra sem fá barna- og vaxta­bætur frá 2013 til 2017.

Alls hefur ríkið þannig lagt auknar byrðar á lág­launa­fólk, þá sem eru undir 500.000 á mán­uði, sem nemur hátt í 100 millj­örðum króna á verð­lagi árs­ins 2018.

Þessu til við­bótar hefur hús­næð­is­mark­að­ur­inn lotið mark­aðs­á­hrifum og braski í stór­auknum mæli, í umhverfi ófull­nægj­andi fram­boðs hús­næð­is, sem hefur skilað sér í gríð­ar­legum og for­dæma­lausum hækk­unum leigu og kaup­verðs íbúð­ar­hús­næð­is.

Það er sorg­legt að á sama tíma hafi stjórn­völd talið við hæfi að rýra hús­næð­is­stuðn­ing við lág­launa­fólk á vinnu­mark­aði og ungt barna­fólk, þannig að sá stuðn­ingur er nú minni en nokkrum sinnum fyrr. Þetta þýðir að hús­næð­is­mark­að­ur­inn hefur einnig étið upp stóran hluta af kaup­mátt­ar­aukn­ingu síð­ustu kjara­samn­inga, sér­stak­lega hvað snertir lág­tekju­fólk (sjá skýrslu Gylfa Zoega 2018).

Það er aug­ljóst að verka­lýðs­hreyf­ingin getur ekki látið það afskipta­laust að stjórn­völd fari fram með þessum hætti – komi ítrekað aftan að launa­fólki og eyði­leggi árangur af kjara­samn­ing­um.

Tíma­bært að færa byrð­ina til baka

Stjórn­völd hafa reyndar boðað að þau vilji breyta skatta- og bóta­kerf­unum á þann veg að bæti sér­stak­lega hag lægstu tekju­hópa og lægri milli­hópa.

Þetta þarf að efna á þann veg að lág­marks­laun verði skatt­frjáls á næsta samn­ings­tíma­bili og dugi til fram­færslu sam­kvæmt fram­færslu­við­miði vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins, að við­bættum hús­næð­is­kostn­aði. Það er lyk­il­þáttur í kröfu­gerð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar nú.

Ein­fald­ast er að gera þetta með því að tvö­falda per­sónu­af­slátt­inn og láta hann síðan lækka stig af stigi og fjara út þegar komið er vel yfir með­al­tekj­ur. Þannig má fjár­magna að hluta kostnað af tvö­földun per­sónu­af­slátt­ar­ins, en einnig með hækkun fjár­magnstekju­skatts, a.m.k. til þess sem er á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Slík aðgerð myndi almennt færa dreif­ingu skatt­byrð­ar­innar á Íslandi í átt til þess sem tíðkast á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Það myndi einnig færa dreif­ingu skatt­byrð­ar­innar til þess sem tíðk­að­ist á Íslandi árið 1996 og fyrr – áður en nýfrjáls­hyggju­veiran hóf að end­ur­skapa íslenskt sam­fé­lag.

Ef stjórn­völd svara þessu kalli og færa skatt­byrð­ina aftur til þess sem hún var fyrir um 20 árum þá þarf atvinnu­lífið ekki að taka á sig jafn miklar launa­hækk­anir og ella yrði.

Það er til mik­ils að vinna – fyrir stjórn­völd, atvinnu­lífið og almennt launa­fólk.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og gegnir hluta­starfi sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar