Auðlindaarður í norsku laxeldi

Háskólaprófessor í hagfræði og tveir norskir prófessorar emeriti skrifa um laxeldi í Noregi.

Þórólfur M;att og co.
Auglýsing

Mikið hefur verið fjallað um umfang auð­lindaarðs (grunn­rentu) í norsku lax­eldi, bæði á póli­tískum og fag­legum grund­velli. Umfjöll­unin hefur einnig tekið til þess hverjir njóta auð­lindaarðs­ins. Auð­lindaarður er skil­greindur sem sá umfram­hagn­aður sem verður til við nýt­ing nátt­úru­auð­lindar sam­an­borið við sam­bæri­lega nýt­ingu vinnu­afls og fjár­muna ann­ars staðar í hag­kerf­inu. Auð­lindaarður getur komið fram sem afnota­gjald fyrir nýt­ingu auð­lind­ar, í hagn­að­ar­tölum fyr­ir­tækja, í «yf­ir­borg­un­um» til laun­þega eða fjár­magns­eig­enda. Einnig eru dæmi um að auð­lindaarði sé sóað í ofsókn eða offjár­fest­ingu. Sam­kvæmt blaða­fréttum ræðir Atvinnu­vega­nefnd Stór­þings­ins um þessar mundir að leggja fram­leiðslu­gjald sem nemur um 5 krónum íslenskum (0,35 NOK) á hvert kíló af fiski sem slátrað er, til þess m.a. til þess að taka til sam­fé­lags­ins hluta af þeim arði sem nátt­úran skap­ar. 

Í Nor­egi eru olíu- og gasvinnsla, fram­leiðsla raf­orku með vatns­orku og fiski­stofnar í sjó dæmi um aðrar atvinnu­greinar sem eru upp­spretta auð­lind­arentu. Því er stundum haldið fram að aðstaða til kvía­eldis sé ekki «heppn­is­feng­ur» á borð við olíu eða gaslindir í jörðu, vatns­afl eða villta fiski­stofna. Við erum ekki fylli­lega sam­mála því. Ástæða þess mikla umfram­hagn­aðar sem er til staðar í fisk­eldi teng­ist tak­mörk­unum á svæðum sem nota má undir kví­ar. Þessar tak­mark­anir ráð­ast bæði af opin­berri stefnu­mörkun og tak­mark­aðri burð­ar­getu nátt­úr­unn­ar. Að fá rétt til að nýta þessi tak­mörk­uðu gæði og þar með rétt­inn til að fram­leiða lax, bleikju og sil­ung við strönd­ina getur gefið betri arð en væri fjár­fest í öðrum atvinnu­grein­um. Fisk­eldið nýtir sam­eig­in­lega auð­lind, súr­efn­is­ríkan sjó. Fram­leiðsl­unni fylgir mengun í formi sleppi­laxs, líf­ræns úrgangs við og undir kví­unum og dreif­ing laxalúsar og lyfja­leifa.

Góð stjórn­sýsla og góð stjórnun eykur ávinn­ing

Auð­lindaarður verður óþarf­lega lít­ill ef ekki er komið í veg fyrir ofsókn og offjár­fest­ingu með skil­virkri og vand­aðri stjórn­sýslu og stjórn­un. Sam­tök olíu­fram­leiðslu­ríkja (OPEC) hafa með sam­þykktum sínum dregið úr olíu­fram­leiðslu og þannig unnið að því að auka auð­lindaarð í þeirri fram­leiðslu. Sama á við í sjáv­ar­út­vegi þar sem tak­mörkun sókn­ar­getu fiski­skipa­flota ein­stakra landa hefur aukið hagnað í sjáv­ar­út­veg­i. 

Auglýsing

Nefna ber að tvær stórar nefndir á vegum rík­is­stjórnar Nor­egs hafa bent á að stað­bundnar eða óhreyf­an­legar auð­lindir á borð við olíu, gas og fiski­stofna séu heppi­legri skatt­stofnar en hreyf­an­legar auð­lindir (vinnu­afl og fjár­magn). Ann­ars vegar er um að ræða nefnd sem kennd er við for­mann sinn Hans Hen­rik Scheel, fram­kvæmda­stjóra Norsku hag­stof­unnar. Sú nefnd fjall­aði um skatt­lagn­ingu fyr­ir­tækja. Hins vegar nefnd kennd við Arild O. Eides­en, dóm­ara sem fjall­aði um stýr­ingu veiða með kvót­um.

Auð­lindaarður í norsku fisk­eldi

Nauð­syn­leg for­senda skyn­sam­legrar umræðu um gjald­töku af fisk­eldi er að ákvarða hvernig hægt er að reikna út umfang auð­lindaarðs­ins í grein­inni og tal­festa þá stærð. Fiski­stofan norska (Fisker­i­di­rekt­ora­tet) birtir fjár­hags­legar og aðrar tölu­legar upp­lýs­ingar um fisk­eldi árlega. 

Við gerð þess­arar greinar höfðum við haft aðgang að gögnum um afkomu fisk­eldis á árinu 2016. Við notum sama líkan og við höfum áður notað til að reikna út auð­lindaarð í sjáv­ar­út­vegi í Nor­egi og á Íslandi. Þeir útreikn­ingar eru birtir í alþjóð­legu fag­tíma­riti, Mar­ine Reso­urce Economics (2017). Í þessu lík­ani tökum við útgangs­punkt í rekstr­ar­hag­fræði­legu hug­taki (hagn­aður fyrir skatt, Earn­ings Before Tax, EBT). Það hug­tak er útgangs­punktur útreikn­inga okk­ar. Hug­takið hagn­aður fyrir skatt fellur ekki að öllu leyti saman við auð­lindaarðs­hug­tak­ið. Með nauð­syn­legum leið­rétt­ingum er engu að síður hægt að reikna út umfang auð­lindaarðs­ins. Hagn­aður fyrir skatt er sá hluti rekstr­ar­hagn­aðar sem rennur til eig­enda áður en skattur er greidd­ur. 

Til að finna hversu mikil umfram­arð­semin er þarf að taka til­lit til vaxta­kostn­aðar eigin fjár sem bundið er í rekstr­in­um. Í Nor­egi er not­ast stjórn­völd við þjóð­hags­lega raun-­á­vöxt­un­ar­kröfu (Social Discount Rate) upp á 4%. Við not­umst við þá vaxta­kröfu gagn­vart eig­infé fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­anna. Þar með er búið að reikna öllum aðilum sem koma að fram­leiðsl­unni rétt­láta greiðslu fyrir sitt fram­lag.

Þó þarf að taka til­lit til þess að sum fisk­eld­is­fyr­ir­tæki hafa keypt rétt­inn til að stað­setja kvíar sínar þar sem þær eru af öðrum fyr­ir­tækj­um, sem upp­haf­lega fengu rétt­inn afhentan end­ur­gjalds­laust. Þau fyr­ir­tæki sem þannig hafa keypt fram­leiðslu­rétt af öðrum fisk­eld­is­fyr­ir­tækjum færa þann rétt í efna­hags­reikn­ing sinn undir lið­inn óefn­is­legar eign­ir. Þessi kaup kalla fram fjár­magns­kostnað hjá kaup­endum sem þeir eðli­lega hafa dregið fram sem kostn­að­ar­lið þegar þeir reikn­uðu út hagnað sinn (EBT). Til­svar­andi upp­hæð fjár­magnstekna koma að sjálf­sögðu fram hjá þeim aðilum sem seldu fram­leiðslu­rétt­inn. En þeir aðil­ar, fyrr­ver­andi eig­endur fram­leiðslu­rétt­ar, eru ekki í sam­an­tekt Fiski­stof­unnar um EBT hagnað sem við not­umst við. Fyrir þessu þarf að leið­rétta svo auð­lindaarður í grein­inni verði rétt reikn­að­ur. Við gerum það.

Auð­lindaarður í norsku fisk­eldi er sam­kvæmt útreikn­ingi okkar 360 millj­arðar íslenskra króna árið 2016 (25,5 millj­arðar NOK). Það svarar til tæp­lega 260 íslenskra króna (18,22 NOK) á hvert kíló af slátr­uðum laxi og sil­ungi það ár. Nið­ur­staðan getur rokkað til ár frá ári þar sem tekjur og útgjöld ráð­ast af breyti­legi verði bæði aðfanga og afurða. Ef við not­uðum aðra ávöxt­un­ar­kröfu en 4% myndi það hafa tals­verð áhrif á nið­ur­stöð­una. Sömu­leiðis skiptir miklu hvernig sam­keppn­is­staðan er á afurða­mark­aðn­um. Þegar fram­leiðsla í lax­eldi í Síle dróst saman vegna umfangs­mik­illa sjúk­dómsvand­ræða stór­batn­aði staða norskra útflytj­enda.

Greitt fyrir frek­ari vöxt grein­ar­innar í Nor­egi

Reynslurök og fræðirök hníga til þess að mikil aukn­ing norskrar fram­leiðslu á eld­is­laxi muni valda verð­lækkun á helstu mark­aðs­svæð­um. Stjórn­völd hafa engu að síður ákveðið að heim­ila frek­ari vöxt grein­ar­inn­ar, þó þannig að leyf­is­hafar greiði fyrir ný eld­is­leyfi og fyrir við­bætur við fyrri heim­ild­ir. Fjár­munir sem þannig er aflað renna í sér­stakan Kvía­eld­is­sjóð. Að loknu upp­boði á nýjum eld­is­leyfum og stækk­unum sum­arið 2018 munu 25,5 millj­arðar íslenskra króna renna til 160 sveit­ar­fé­laga. Líta má á þessar greiðslur auk 5 krónu fram­leiðslu­gjalds­ins sem Atvinnu­vega­nefnd er með til athug­unar sem skatt á auð­lindaarð sem nátt­úra og atvinnu­greinin skapa. 

Frá hag­fræði­legu sjón­ar­miði er mögu­legt að hækka fram­leiðslu­gjaldið umtals­vert. Fimm krónur svarar til tveggja pró­senta af auð­lindaarði sem verður til við fram­leiðslu hvers kílós af slát­ur­laxi. Er skyn­sam­legt að auka þessa skatt­lagn­ingu? Það er spurn­ing sem Stór­þing og rík­is­stjórn eru kosin til að svara og verða að svara. Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með hver nið­ur­staða þeirra varð­andi skatt­lagn­ingu fisk­eldis verð­ur.

Þórólfur Matth­í­as­son er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands­. Ola Flåten og Knut Heen eru báðir pró­fess­orar emeriti við Heim­skauta­há­skóla Nor­egs, Trom­sö.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar