Skandall

Sex ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hjörtur Hjartarson segir tímabært að horfast í augu við að endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur farið fram.

Auglýsing

Í dag eru sex ár liðin síðan Alþingi boð­aði til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýja stjórn­ar­skrá. Yfir 2/3 hlutar kjós­enda lýstu stuðn­ingi stjórn­ar­skrána. Í lýð­ræð­is­ríki ætti eng­inn vafi að leika á hvert yrði næsta skref. Þó hefur Alþingi Íslend­inga ekki enn lög­fest þessa nýju og end­ur­skoð­uðu stjórn­ar­skrá fólks­ins. Henni er enn haldið í gísl­ingu stjórn­mála­flokka sem virða ekki grund­vall­ar­reglur lýð­ræð­is.

Enn er reynt að þæfa málið og nú undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Upp­skriftin er hins vegar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og segir fyrir um að það skuli taka langan tíma að koma á breyt­ing­um, en flestir vita sem er að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill stjórn­ar­skrá fólks­ins ein­fald­lega feiga. Aðgöngu­miði vinstri grænna að stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn er því dýru verði keypt­ur. Ekki aðeins fyrir flokk­inn, sem  e.t.v. má einu gilda, heldur fyrir fólkið í land­inu. Íslenskt sam­fé­lag.

Ferlið sem for­sæt­is­ráð­herra hefur sett málið í lít­ils­virðir lýð­ræð­is­lega stjórn­ar­hætti og gengur líka gegn sögu­legum veru­leika. Þekkt er að stjórn­ar­skrár verða næstum alltaf til í kjöl­far sam­fé­lags­legra áfalla og á tímum þjóð­fé­lags­legrar ólgu. Jon Elster, einn fremstur fræði­manna heims­ins sem rann­sakað hafa til­urð stjórn­ar­skráa segir um þetta:

Auglýsing

„Gagn­stætt hefð­bund­inni skoð­un, þá eru stjórn­ar­skrár sjaldn­ast skrif­aðar á frið­sömum og yfir­veg­uðum tím­um. Held­ur, vegna þess að stjórn­ar­skrár eru fremur skrif­aðar á tímum sam­fé­lags­legs óróa, fylgja tíma­mótum stjórn­kerf­is­breyt­inga heitar til­finn­ingar og iðu­lega ofbeld­i.“

Elster bendir jafn­framt á að það opn­ast gluggi skamma stund eftir áföll þar sem sam­fé­lög eru reiðu­búin að horfast í augu við erf­iða hluti, en svo lok­ast hann aft­ur. Tæki­færi til breyt­inga líða hjá. Íslend­ingar náðu að nýta sér tæki­færið sem opn­að­ist eftir Hrun: Ný og end­ur­skoðuð stjórn­ar­skrá fædd­ist í löngu, fal­legu og lýð­ræð­is­legu ferli. Hin fyrsta stjórn­ar­skrá sem lands­menn sömdu sér sjálf­ir. Loks­ins! Loks­ins! Ljóst má vera að fyr­ir­ætl­anir for­sæt­is­ráð­herra um víð­tækt sam­ráð við almenn­ing um hug­myndir stjórn­mála­flokk­anna að breyt­ingum á stjórn­ar­skrá ganga ekki upp, því ekki er hægt að fram­kalla slíkt sam­ráð upp úr þurru við til­búnar aðstæð­ur. Almenn­ingur tók þátt í stjórn­ar­skrár­ferl­inu þegar færi gafst eftir Hrun. End­ur­skoð­un­inni er lok­ið.

Tíma­bært er að stjórn­mála­flokkar sem vilja standa með lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­háttum og hags­munum almenn­ings gegn sér­hags­mun­um, taki höndum sam­an. Ekki dugar lengur að einn og einn þing­maður á stangli standi með mál­inu. Stjórn­mála­flokkar þurfa að setja málið á odd­inn og berj­ast fyrir því. Í alvöru.

Tíma­bært er að horfast í augu við að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar hefur farið fram. Þaul­unnið frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá lá fyrir Alþingi í mars 2013. Ragnar Aðal­steins­son lög­maður hefur útli­stað verk­efnið sem eftir er, þar sem hann fjall­aði um auð­linda­á­kvæði nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar:

„Ákvæði Stjórn­laga­ráðs var samið af óháðum og sjálf­stæðum full­trú­um, sem þjóðin hafði til þess kjörið, og Alþingi svo skipað eftir ógild­ingu Hæsta­réttar á grund­velli forms­at­riða. Ráðið vann verk­efnið fyrir opnum tjöldum og tók sjón­ar­miðum almenn­ings opnum örmum og gaum­gæfði þau. Ráðs­menn komust að sam­eig­in­legum nið­ur­stöðum um efni og orða­lag nýrrar stjórn­ar­skrár fyrir land­ið. Stjórn­ar­skrár­frum­varpið var þannig samið á lýð­ræð­is­legan hátt. Þeim, sem hafa hug á að end­ur­semja og breyta til­lögum ráðs­ins, er vandi á hönd­um, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótví­ræðar sönnur að breyt­ing­ar­til­lögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almanna­hag en til­lögur ráðs­ins.“

Efn­is­legar breyt­ingar á til­lögum að nýrri stjórn­ar­skrá, sem kjós­endur sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, geta því orðið þær sem öllum er aug­ljóst að séu til bóta.

Þetta er verk­efnið sem Alþingi stendur frammi fyrir og þarf að klára.

Höf­undur situr í stjórn Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar