Skandall

Sex ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hjörtur Hjartarson segir tímabært að horfast í augu við að endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur farið fram.

Auglýsing

Í dag eru sex ár liðin síðan Alþingi boð­aði til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýja stjórn­ar­skrá. Yfir 2/3 hlutar kjós­enda lýstu stuðn­ingi stjórn­ar­skrána. Í lýð­ræð­is­ríki ætti eng­inn vafi að leika á hvert yrði næsta skref. Þó hefur Alþingi Íslend­inga ekki enn lög­fest þessa nýju og end­ur­skoð­uðu stjórn­ar­skrá fólks­ins. Henni er enn haldið í gísl­ingu stjórn­mála­flokka sem virða ekki grund­vall­ar­reglur lýð­ræð­is.

Enn er reynt að þæfa málið og nú undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Upp­skriftin er hins vegar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og segir fyrir um að það skuli taka langan tíma að koma á breyt­ing­um, en flestir vita sem er að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill stjórn­ar­skrá fólks­ins ein­fald­lega feiga. Aðgöngu­miði vinstri grænna að stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn er því dýru verði keypt­ur. Ekki aðeins fyrir flokk­inn, sem  e.t.v. má einu gilda, heldur fyrir fólkið í land­inu. Íslenskt sam­fé­lag.

Ferlið sem for­sæt­is­ráð­herra hefur sett málið í lít­ils­virðir lýð­ræð­is­lega stjórn­ar­hætti og gengur líka gegn sögu­legum veru­leika. Þekkt er að stjórn­ar­skrár verða næstum alltaf til í kjöl­far sam­fé­lags­legra áfalla og á tímum þjóð­fé­lags­legrar ólgu. Jon Elster, einn fremstur fræði­manna heims­ins sem rann­sakað hafa til­urð stjórn­ar­skráa segir um þetta:

Auglýsing

„Gagn­stætt hefð­bund­inni skoð­un, þá eru stjórn­ar­skrár sjaldn­ast skrif­aðar á frið­sömum og yfir­veg­uðum tím­um. Held­ur, vegna þess að stjórn­ar­skrár eru fremur skrif­aðar á tímum sam­fé­lags­legs óróa, fylgja tíma­mótum stjórn­kerf­is­breyt­inga heitar til­finn­ingar og iðu­lega ofbeld­i.“

Elster bendir jafn­framt á að það opn­ast gluggi skamma stund eftir áföll þar sem sam­fé­lög eru reiðu­búin að horfast í augu við erf­iða hluti, en svo lok­ast hann aft­ur. Tæki­færi til breyt­inga líða hjá. Íslend­ingar náðu að nýta sér tæki­færið sem opn­að­ist eftir Hrun: Ný og end­ur­skoðuð stjórn­ar­skrá fædd­ist í löngu, fal­legu og lýð­ræð­is­legu ferli. Hin fyrsta stjórn­ar­skrá sem lands­menn sömdu sér sjálf­ir. Loks­ins! Loks­ins! Ljóst má vera að fyr­ir­ætl­anir for­sæt­is­ráð­herra um víð­tækt sam­ráð við almenn­ing um hug­myndir stjórn­mála­flokk­anna að breyt­ingum á stjórn­ar­skrá ganga ekki upp, því ekki er hægt að fram­kalla slíkt sam­ráð upp úr þurru við til­búnar aðstæð­ur. Almenn­ingur tók þátt í stjórn­ar­skrár­ferl­inu þegar færi gafst eftir Hrun. End­ur­skoð­un­inni er lok­ið.

Tíma­bært er að stjórn­mála­flokkar sem vilja standa með lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­háttum og hags­munum almenn­ings gegn sér­hags­mun­um, taki höndum sam­an. Ekki dugar lengur að einn og einn þing­maður á stangli standi með mál­inu. Stjórn­mála­flokkar þurfa að setja málið á odd­inn og berj­ast fyrir því. Í alvöru.

Tíma­bært er að horfast í augu við að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar hefur farið fram. Þaul­unnið frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá lá fyrir Alþingi í mars 2013. Ragnar Aðal­steins­son lög­maður hefur útli­stað verk­efnið sem eftir er, þar sem hann fjall­aði um auð­linda­á­kvæði nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar:

„Ákvæði Stjórn­laga­ráðs var samið af óháðum og sjálf­stæðum full­trú­um, sem þjóðin hafði til þess kjörið, og Alþingi svo skipað eftir ógild­ingu Hæsta­réttar á grund­velli forms­at­riða. Ráðið vann verk­efnið fyrir opnum tjöldum og tók sjón­ar­miðum almenn­ings opnum örmum og gaum­gæfði þau. Ráðs­menn komust að sam­eig­in­legum nið­ur­stöðum um efni og orða­lag nýrrar stjórn­ar­skrár fyrir land­ið. Stjórn­ar­skrár­frum­varpið var þannig samið á lýð­ræð­is­legan hátt. Þeim, sem hafa hug á að end­ur­semja og breyta til­lögum ráðs­ins, er vandi á hönd­um, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótví­ræðar sönnur að breyt­ing­ar­til­lögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almanna­hag en til­lögur ráðs­ins.“

Efn­is­legar breyt­ingar á til­lögum að nýrri stjórn­ar­skrá, sem kjós­endur sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, geta því orðið þær sem öllum er aug­ljóst að séu til bóta.

Þetta er verk­efnið sem Alþingi stendur frammi fyrir og þarf að klára.

Höf­undur situr í stjórn Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar