Skandall

Sex ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hjörtur Hjartarson segir tímabært að horfast í augu við að endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur farið fram.

Auglýsing

Í dag eru sex ár liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Yfir 2/3 hlutar kjósenda lýstu stuðningi stjórnarskrána. Í lýðræðisríki ætti enginn vafi að leika á hvert yrði næsta skref. Þó hefur Alþingi Íslendinga ekki enn lögfest þessa nýju og endurskoðuðu stjórnarskrá fólksins. Henni er enn haldið í gíslingu stjórnmálaflokka sem virða ekki grundvallarreglur lýðræðis.

Enn er reynt að þæfa málið og nú undir forystu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Uppskriftin er hins vegar Sjálfstæðisflokksins og segir fyrir um að það skuli taka langan tíma að koma á breytingum, en flestir vita sem er að Sjálfstæðisflokkurinn vill stjórnarskrá fólksins einfaldlega feiga. Aðgöngumiði vinstri grænna að stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn er því dýru verði keyptur. Ekki aðeins fyrir flokkinn, sem  e.t.v. má einu gilda, heldur fyrir fólkið í landinu. Íslenskt samfélag.

Ferlið sem forsætisráðherra hefur sett málið í lítilsvirðir lýðræðislega stjórnarhætti og gengur líka gegn sögulegum veruleika. Þekkt er að stjórnarskrár verða næstum alltaf til í kjölfar samfélagslegra áfalla og á tímum þjóðfélagslegrar ólgu. Jon Elster, einn fremstur fræðimanna heimsins sem rannsakað hafa tilurð stjórnarskráa segir um þetta:

Auglýsing

„Gagnstætt hefðbundinni skoðun, þá eru stjórnarskrár sjaldnast skrifaðar á friðsömum og yfirveguðum tímum. Heldur, vegna þess að stjórnarskrár eru fremur skrifaðar á tímum samfélagslegs óróa, fylgja tímamótum stjórnkerfisbreytinga heitar tilfinningar og iðulega ofbeldi.“

Elster bendir jafnframt á að það opnast gluggi skamma stund eftir áföll þar sem samfélög eru reiðubúin að horfast í augu við erfiða hluti, en svo lokast hann aftur. Tækifæri til breytinga líða hjá. Íslendingar náðu að nýta sér tækifærið sem opnaðist eftir Hrun: Ný og endurskoðuð stjórnarskrá fæddist í löngu, fallegu og lýðræðislegu ferli. Hin fyrsta stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér sjálfir. Loksins! Loksins! Ljóst má vera að fyrirætlanir forsætisráðherra um víðtækt samráð við almenning um hugmyndir stjórnmálaflokkanna að breytingum á stjórnarskrá ganga ekki upp, því ekki er hægt að framkalla slíkt samráð upp úr þurru við tilbúnar aðstæður. Almenningur tók þátt í stjórnarskrárferlinu þegar færi gafst eftir Hrun. Endurskoðuninni er lokið.

Tímabært er að stjórnmálaflokkar sem vilja standa með lýðræðislegum stjórnarháttum og hagsmunum almennings gegn sérhagsmunum, taki höndum saman. Ekki dugar lengur að einn og einn þingmaður á stangli standi með málinu. Stjórnmálaflokkar þurfa að setja málið á oddinn og berjast fyrir því. Í alvöru.

Tímabært er að horfast í augu við að endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur farið fram. Þaulunnið frumvarp að nýrri stjórnarskrá lá fyrir Alþingi í mars 2013. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur útlistað verkefnið sem eftir er, þar sem hann fjallaði um auðlindaákvæði nýju stjórnarskrárinnar:

„Ákvæði Stjórnlagaráðs var samið af óháðum og sjálfstæðum fulltrúum, sem þjóðin hafði til þess kjörið, og Alþingi svo skipað eftir ógildingu Hæstaréttar á grundvelli formsatriða. Ráðið vann verkefnið fyrir opnum tjöldum og tók sjónarmiðum almennings opnum örmum og gaumgæfði þau. Ráðsmenn komust að sameiginlegum niðurstöðum um efni og orðalag nýrrar stjórnarskrár fyrir landið. Stjórnarskrárfrumvarpið var þannig samið á lýðræðislegan hátt. Þeim, sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins.“

Efnislegar breytingar á tillögum að nýrri stjórnarskrá, sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu, geta því orðið þær sem öllum er augljóst að séu til bóta.

Þetta er verkefnið sem Alþingi stendur frammi fyrir og þarf að klára.

Höfundur situr í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar