Töfralausnin

Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar skrifar um töfralausnina.

Auglýsing

Þegar Katrín Jak­obs­dóttir segir þrá­fald­lega að evran sé „engin töfra­lausn“ gefur hún þar með í skyn að ein­hver haldi því fram að svo sé. Hún lætur að því liggja að fólk sem vill taka upp nýjan gjald­miðil aðhyllist nokk­urs konar bar­ba­brellu-hag­fræði, sjái bara einn óraun­hæfan kost. Sjálf vill hún, hvað sem á geng­ur, halda í krón­una, sem þar með sé á ein­hvern hátt raun­hæf­ari kost­ur.

Kannski býr hér að baki „ómögu­leika­kenn­ing­in“ sem er helsta fram­lag núver­andi fjár­mála­ráð­herra til íslenskrar stjórn­mála­hugs­un­ar.

Við­bár­urnar eru ýmsar en þó alltaf svip­að­ar. Einu sinni var alltaf sagt að ESB væri „ekki á dag­skrá“ eins og þjóð­lífið sé fundur með stífri fund­ar­stjórn. Og svo þegar aug­ljós­lega var ekki hægt að þrá­stag­ast lengur á því fengum við að heyra að ekki væri „hægt bara að fá að kíkja í pakk­ann,“ eins og kjara­bætur almenn­ings á Íslandi séu jóla­gjafir uppi í skáp. Fyrir vikið fékk þjóðin aldrei að sjá hvað ESB-að­ild myndi þýða fyrir þjóð­ar­bú­skap­inn og kjör lands­manna. Og við fáum enn ekk­ert að vita, nema nátt­úr­lega þetta; að evran sé engin töfra­lausn.

Auglýsing

Sem er alveg rétt. Evran er ekki töfra­lausn á öllum vanda sem fylgir þjóð­ar­bú­skap lít­ils sam­fé­lags í stóru landi. Þau sem hafa talað fyrir upp­töku hennar hafa enga glýju í aug­unum hvað það varð­ar. Hins vegar ríkir oftrú á krón­unni sem gjald­miðli hjá íslenskum ráða­mönn­um. Hún lýsir sér meðal ann­ars í þeim for­sendum fjár­laga og fjár­mála­á­ætl­unar að hér hald­ist stöðugt raun­gengi. Þær eru þegar brostn­ar. Þegar við í Sam­fylk­ing­unni bentum á að þessar for­sendur væru óraun­hæfar fengum við þau svör að evran væri engin töfra­lausn.

Sem er svo sann­ar­lega alveg rétt. En þá er vert að muna að krónan er engin töfra­lausn held­ur, eins og mætti ætla af mál­flutn­ingi áhan­genda henn­ar. Gengi krón­unnar er að vísu stundum sjón­hverf­ingum lík­ast, út og suð­ur, en hún ræður illa við að skapa lands­mönnum heil­brigt og stöðugt hag­kerfi, hentar þeim mun betur auð­mönnum og brösk­urum sem hagn­ast á sveiflum henn­ar. Krón­unni fylgir hálf­gert ham­fara-hag­kerfi. Óstöð­ugu gengi krón­unnar fylgir að fyr­ir­tæki, stór og smá – og heim­ili – geta ekki gert áætl­anir um fjár­fest­ingar nema með samn­ingum til að tryggja rétt kaup­anda en einkum selj­anda sem við köllum í dag­legu tali verð­trygg­ingu.

Krón­unni fylgir hærra verð­lag en ella – á mat og annarri nauð­synja­vöru en líka á pen­ing­um, sem við köllum í dag­legu tali vexti. Krónan kann að virð­ast hentug og sveigj­an­leg til sveiflu­jöfn­unar en í raun og veru er það hún og til­vist hennar sem skapar stóran hluta af þeim miklu efna­hags­sveiflum sem við búum við. Hún er sjálfur óstöð­ug­leik­inn. Það er ekki til­viljun að víð­ast hvar í lönd­unum kringum okkur er evran notuð sem gjald­mið­ill, ýmist hún sjálf eða þá með beinni teng­ingu við gengi henn­ar. Það er ekki vegna þess að þjóðir norð­ur­-­Evr­ópu aðhyllist unn­vörpum töfra­lausnir eða séu mikið bar­ba­brellu-­fólk í hag­stjórn. Öðru nær.

Íslenska jójó-krónan er alltaf á fleygi­ferð en aldrei þar sem hún ætti að vera. Hún er ýmist of hátt uppi eða svo langt niðri að það jafn­gildir stór­kost­legum kjara­skerð­ingum fyrir almenn­ing sem fær að heyra að honum sé nær að hafa keypt flat­skjá. Þetta kjara­skerð­ing­ar­eðli geng­is­fell­inga er stundum kallað „hag­stjórn“ á fínu máli og er meðal þess sem sam­einar núver­andi stjórn­ar­flokka, sem vilja standa vörð um góð rekstr­ar­skil­yrði sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og mögu­leika stjórn­valda til að skerða lífs­kjör­in, hækka vexti og verð á nauð­synj­um, tryggja hátt verð til fram­leið­enda, sem er sú verð­trygg­ing sem þessum flokkum er kærust, hvað sem líður heim­il­un­um.

Hins vegar hefur komið fram þrá­fald­lega að und­an­förnu að VG sé mjög and­vígt Nató.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar